Höfundur: Þorvaldur Davíð Kristjánsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bertelsen Utan seilingar Erla Sesselja Jensdóttir Storytel Original Ung munaðarlaus stúlka gefur upp barn sitt í þeirri trú að það sé öllum fyrir bestu. Þrátt fyrir að haf og heimur skilji þau að gleymir hún aldrei litla drengnum sínum. Áratugum síðar fléttast líf þeirra aftur saman. Litli drengurinn hefur klifrað metorðastigann og komist í valdastöðu. En hann á sér leyndarmál sem geta kollvarpað tilveru hans.
Sokkalabbarnir Grændís - græn af öfund Þorvaldur Davíð Kristjánsson Bókabeitan Sokkalabbarnir búa á eldfjallaeyju og það er byrjað að gjósa í stóra fjallinu! Sokkarnir föndra og teikna sín eigin eldföll en Grændísi líður eins og eldfjallið hans Blúsa sé miklu flottara en hennar eigið.
Sokkalabbarnir Þorvaldur Davíð Kristjánsson Bókabeitan Dag einn fer hvítur sokkur í þvottavélina og snýst þar, hring eftir hring, þar til hann þýtur inn í dularfulla og litríka ævintýraveröld. Í landi Sokkalabbana búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með lestri bókarinnar læra börn að tala um og skilja hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.
Sokkalabbarnir Sóli fer á ströndina Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Sóli og Sokkalabbarnir tína skeljar og borða nesti í fjöruferð. Þegar krabbi kemst í klandur reynir á þau að koma til bjargar. Í landi Sokkalabbanna búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með þeim fá börn tækifæri til að skoða og reyna að skilja betur hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.