Höfundur: Tove Jansson
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Bestu vinir Fyrsta Múmínbókin mín | Tove Jansson | Ugla | Múmínsnáðinn er dapur í bragði. Snúður, besti vinur hans, er farinn. Hann er aldrei í Múmíndal á veturna. Múmínsnáðinn er alltaf leiður þegar Snúður fer. En sem betur fer á hann fleiri vini ... Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson. |
Dreki í múmíndal | Cecilia Davidsson og Tove Jansson | Forlagið - Mál og menning | Hugljúf og falleg saga um síðasta drekann í veröldinni, sem múmínsnáðinn finnur í gruggugri tjörn. Drekinn glitrar sem gull, lifir á flugum og er ákaflega þrjóskur. Múmínsnáðinn þráir ekkert meira en að eiga dreka en drekinn kýs miklu frekar félagsskap Snúðs! Litríkar teikningar varpa töfraljóma á lífið í múmíndal. |
Hver ruglaði pökkunum Múmínáflarnir: Mía litla | Tove Jansson | Ugla | Mía litla útdeilir gjöfum til íbúa Múmíndals. En rata allir pakkarnir í réttar hendur? Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson. |
Múmínálfarnir - Stóra flipabókin | Tove Jansson | Ugla | Velkomin í Múmíndal!Lyftu flipunum á hverri blaðsíðu í þessari RISA bók og kynnstu Múmínálfunum, uppgötvaðu liti og tölur og finndu líka fyrstu orðin.Og síðan, eftir viðburðaríkan og skemmtilegan dag, segirðu góða nótt við Múmínálfahúsið ... |
Múmín Býflugnabók í kassa | Tove Jansson | Ugla | Mjúk taubók, litrík og skemmtileg, til að snerta og skynja – handa allra yngstu börnunum.Frábær taubók til að auka samhæfingu og einbeitingu hjá smábörnum.Tilvalið að festa við barnavagn og láta býflugubókina suða og hristast þegar togað er í hana.Bókin er í fallegum gjafakassa. |
Múmín mallakútur 1, 2, 3 | Tove Jansson | Ugla | Teljum frá 1 upp í 10 með þessari skemmtilegu harmónikubók. Skarpar litaandstæður og mynstur gera þessa bók að fullkominni skemmtun fyrir litla mallakúta. |
Múmínsnáðinn og Jónsmessuráðgátan | Tove Jansson | Ugla | Það er kyrrlátur og fallegur sumardagur í Múmíndal. Múmínfjölskyldan hefur það notalegt úti í garði. Múmínpabbi segir frá því að hann sé að skrifa spennandi glæpasögu. En þegar hann ætlar að halda áfram að skrifa kemur í ljós að dýrmæta minnisbókin og uppáhaldspenninn hans eru horfin. Hvað hafði gerst? Tekst Múmínsnáðanum og vinum hans að leysa ... |
Múmínsnáðinn og óskastjarnan | Tove Jansson | Ugla | Múmínsnáðinn finnur fallegan, ljómandi stein. Snorkstelpan og Snabbi halda að hann sé fallin stjarna og að Múmínsnáðinn megi óska sér! En óskir geta verið ansi flóknar ... Tekst Múmínsnáðanum að velja sér eina ósk áður en stjarnan fölnar? Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson. |
Múmínsnáðinn úti í roki | Tove Jansson | Ugla | Hviss! Ó, nei! Vindurinn feykir öllu burt í Múmíndal. Lyftið flipunum og hjálpið Múmínsnáðanum og vinum hans að finna það sem fauk burt. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson. |