Höfundur: Áslaug Agnarsdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Dauðinn og mörgæsin | Andrej Kúrkov | Bjartur | Sögusviðið er Úkraína eftir fall Sovétríkjanna. Viktor, lánlaus og hæglátur rithöfundur, býr í lítilli blokkaríbúð ásamt þunglyndri mörgæs sem hann hefur tekið í fóstur af fjárvana dýragarði Kiev. Dag nokkurn ræður dagblað hann til að skrifa minningargreinar og skyndilega virðist veröldin brosa við Viktori. „Tragíkómískt meistaraverk.“ D.Telegraph |
Dostojevskí og ástin Ævisaga með hans eigin orðum | Alex Christofi | Ugla | Í þessari nýstárlegu ævisögu hefur Alex Christofi ofið í samhengi vandlega valin brot úr verkum rússneska skáldjöfursins Fjodors Dostojevskí. Úr verður heillandi mynd af mögnuðu skáldskaparlífi sem gat af sér nokkrar frægustu skáldsögur heimsbókmenntanna, Glæp og refsingu, Karamazovbræðurna og Fávitann. |
Ferðataskan | Sergei Dovlatov | Dimma | Rússneski rithöfundurinn Sergej Dovlatov sendi frá sér á annan tug bók, flestar eftir að hann fluttist frá heimalandinu og settist að í Bandaríkjunum. Ferðataskan er eitt af þekktustu verkum hans og kom fyrst út árið 1986. Í átta lauslega tengdum köflum gerir höfundur sér mat úr innihaldi töskunnar sem hann hafði meðferðis í sjálfskipaða útlegð ... |
Gráar býflugur | Andrej Kúrkov | Bjartur | Sergej Sergejítsj er fyrrverandi öryggisvörður um fimmtugt sem einbeitir sér nú að því að rækta býflugur. Hann býr í Úkraínu þar sem harðar deilur, ofbeldi og áróður hafa geisað árum saman. |