Höfundur: Sverrir Norland
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Eldhugar Konurnar sem gerðu aðeins það sem þær vildu | Pénélope Bagieu | AM forlag | Þrjátíu meistaralega sagðar myndasögur um stórkostlegar konur. Sú elsta var uppi á fjörðu öld fyrir Krist, nokkrar eru enn á lífi. Eldhugar er fyndin, hröð og grípandi verðlaunabók sem lætur engan lesanda ósnortinn og höfðar jafnt til snjallra krakka sem og fullorðinna. Vinsælir teiknimyndaþættir, sem byggjast á bókinni, hafa verið í sý... |
Feluleikur | Camille Jourdy og Lolita Séchan | AM forlag | Sprenghlægileg bók og um leið ástarbréf til hugarflugs bernskunnar. Núk og Bartok hittast til að leika sér saman. Á vegi þeirra verða margs kyns eftirminnilegar persónur í ævintýralegum og frumlegum söguheimi. Lolita Séchan og Camille Jourdy sömdu textann og teiknuðu myndirnar í sameiningu. Útkoman er bráðfyndin og ófyrirsjáanleg. |
Heimili | Carson Ellis | AM forlag | |
Heimurinn | Catherine Lavoie | AM forlag | Falleg og ljóðræn bók sem fylgir yngstu börnunum þegar þau byrja að uppgötva heiminn í kringum sig. Himin, sól, fjall, dag, nótt … Bókin örvar ímyndarafl barnsins með frumlegum teikningum úr daglegu lífi þess. Bókin er harðspjalda (hver síða úr þykkum pappa) og þolir því vel hnjask! |
Kletturinn | Sverrir Norland | Forlagið - JPV útgáfa | Tuttugu ár eru síðan Gúi hrapaði í klettinum og síðan hafa vinir hans, Einar og Brynjar, þurft að lifa með því áfalli. Hvað gerðist? Það hafa þeir aldrei rætt, en nú verður ekki lengur komist undan uppgjörinu. Heillandi og spennandi skáldsaga um fyrirgefningu, siðferðisspurningar og vináttu karla. |
Kva es þak? | Carson Ellis | AM forlag | |
Litlir goggar | Charlotte Priou | AM forlag | Hér eignast barnið nokkra vængjaða vini og lærir hljóðin sem fuglarnir senda frá sér. Tíst tíst, kú kú, hú hú, gaggala gú … Bók sem smáfólkinu finnst gaman að lesa upphátt með fullorðna fólkinu. Bókin er harðspjalda (hver síða úr þykkum pappa) og þolir því vel hnjask! |
Mannslíkaminn | Joëlle Jolivet | AM forlag | Ævintýraferð um undraheima mannslíkamans. Mannslíkaminn er glæsileg bók þar sem lesendur kynnast ólíkum hlutum líkamans með því að lyfta upp alls kyns flipum. Á skýran og skemmtilegan hátt leiðir bókin okkur í gegnum vöðvana, taugarnar, æðakerfið, beinagrindina, meltingarkerfið, heilann, meðgönguna … Bók handa forvitnu fólki á öllum aldri. |
Risaeðlur | Bastien Contraire | AM forlag | Fersk og litrík túlkun á vinsælum efnivið. Vissirðu að freyseðlan var lengri en tvær rútur og að þorneðlan var þyngri en tólf hvítabirnir? Risaeðlurnar hafa löngum örvað hugarflug barna jafnt sem fullorðinna. Í þessari glæsilegu bók lifna þær aftur við, litríkari og fallegri en nokkru sinni fyrr. |
Strákur eða stelpa? | Joana Estrela | AM forlag | Í þessari skemmtilegu bók fögnum við fjölbreytileikanum og frelsi og sjálfsmynd hverrar manneskju. Ertu stelpa eða strákur? Jafnvel hvorttveggja? Eða hvorugt? Karl eða kona, er kjánalegt að flokka okkur öll svona? Fallegar myndir og leikandi léttur og fyndinn texti í þýðingu Sverris Norland. |
Stríð og kliður Hvað verður um ímynd­unar­aflið? | Sverrir Norland | Forlagið - JPV útgáfa | Þurfum við að endurhugsa samfélagið frá grunni? Leiftrandi hugmyndarík bók sem talar til lesenda á öllum aldri. Höfundur sækir jafnt í eigið líf og skrif vísindamanna og skálda í aldanna rás og útkoman er frumleg glíma við margar stærstu spurningar samtímans. |
Stysti dagurinn | Susan Cooper | AM forlag |