Höfundur: Sverrir Norland

Feluleikur

Sprenghlægileg bók og um leið ástarbréf til hugarflugs bernskunnar. Núk og Bartok hittast til að leika sér saman. Á vegi þeirra verða margs kyns eftirminnilegar persónur í ævintýralegum og frumlegum söguheimi. Lolita Séchan og Camille Jourdy sömdu textann og teiknuðu myndirnar í sameiningu. Útkoman er bráðfyndin og ófyrirsjáanleg.

Mannslíkaminn

Ævintýraferð um undraheima mannslíkamans. Mannslíkaminn er glæsileg bók þar sem lesendur kynnast ólíkum hlutum líkamans með því að lyfta upp alls kyns flipum. Á skýran og skemmtilegan hátt leiðir bókin okkur í gegnum vöðvana, taugarnar, æðakerfið, beinagrindina, meltingarkerfið, heilann, meðgönguna … Bók handa forvitnu fólki á öllum aldri.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Eldhugar Konurnar sem gerðu aðeins það sem þær vildu Pénélope Bagieu AM forlag Þrjátíu meistaralega sagðar myndasögur um stórkostlegar konur. Sú elsta var uppi á fjörðu öld fyrir Krist, nokkrar eru enn á lífi. Eldhugar er fyndin, hröð og grípandi verðlaunabók sem lætur engan lesanda ósnortinn og höfðar jafnt til snjallra krakka sem og fullorðinna. Vinsælir teiknimyndaþættir, sem byggjast á bókinni, hafa verið í sý...
Heimili Carson Ellis AM forlag
Kva es þak? Carson Ellis AM forlag
Stríð og kliður Hvað verður um ímynd­unar­aflið? Sverrir Norland Forlagið - JPV útgáfa Þurfum við að endurhugsa samfélagið frá grunni? Leiftrandi hugmyndarík bók sem talar til lesenda á öllum aldri. Höfundur sækir jafnt í eigið líf og skrif vísindamanna og skálda í aldanna rás og útkoman er frumleg glíma við margar stærstu spurningar samtímans.
Stysti dagurinn Susan Cooper AM forlag