Aldrei snerta pöndu!
Þú mátt aldrei snerta pöndu nema í þessari bók! Börn og fullorðnir finna sameiginlega snertifleti á þessum litskrúðugu og heillandi verum. Góða skemmtun við að snerta íþróttadýrin... ef þú þorir!
Þú mátt aldrei snerta pöndu nema í þessari bók! Börn og fullorðnir finna sameiginlega snertifleti á þessum litskrúðugu og heillandi verum. Góða skemmtun við að snerta íþróttadýrin... ef þú þorir!
Fjörugir bossar er mögnuð bók sem öll börn skemmta sér yfir. Refir prumpa.. kanínur prumpa.. og meira að segja bangsapabbi prumpar! Það stenst ekkert barn að ýta á takkana á þessari mögnuðu bók og skemmta sér um leið við hljóðin sem þessir fjörugu bossar gefa frá sér.
Bók með fallegum bænum fyrir börn að læra og þakka um leið Guði fyrir allar hans dýrmætu gjafir.
Í Fyrstu 100 dýrin - límmiðabók eru rúmlega 500 límmiðar og alls kyns þrautir sem gaman er að leysa. Þessi bók eflir orðaforða og örvar börn á máltökuskeiði á skemmtilegan og gagnvirkan hátt.
Í Fyrstu 100 orðin - límmiðabók eru rúmlega 500 límmiðar og alls kyns þrautir sem gaman er að leysa. Þessi bók eflir orðaforða og örvar börn á máltökuskeiði á skemmtilegan og gagnvirkan hátt.
Risaeðlur hafa fangað huga barna kynslóð eftir kynslóð og í þessari litríku bók má finna yfirgripsmikið safn hinna fornsögulegu dýrategundar sem ekkert okkar hefur séð með berum augum.
Fyrstu orðin fyrir þau yngstu. Falleg spjaldbók fyrir þau allra yngstu á máltökuskeiðinu. Yfir 50 mikilvæg orð og litríkar myndir prýða bókina.
Jólin verða litríkari með þessari skemmtilegu litabók sem er uppfull af jólalegum myndum!
Það er kominn tími til að fara í háttinn en Gurra og Georg eru algerlega, örugglega ekki hið minnsta syfjuð! Saga fyrir svefninn sögð af Ömmu Grís, Pabba Grís og Mömmu Grís ætti örugglega að duga til að svæfa þau...Er það ekki?
Fimm skemmtilegar sögur um Gurru Grís á ferð og flugi! Æðisleg upplifun með alvöru stýri og mörgum tökkum og hljóðum!
Litlu börnin læra orðin með púslkubbum. Orðapúslið sem finna má í þessari bók er skemmtilegt og fræðandi og sérstaklega hannað með yngstu kynslóðina í huga.
Kolli er besti slökkviliði í heimi. Hann getur gert svo margt í einu. Hann grípur búnaðinn sinn, setur á sig hjálminn, rennir sér niður súluna og brunar af stað. Snari brunabíll - hjólabók með teygju.
Þessi bók er sérstaklega hönnuð með hreyfingu barna í huga. Litríkar myndir, mynstur og ljósmyndir sem vekja áhuga og kátínu og öll fjölskyldan hefur gaman af því að hreyfa sig saman.