100 fyrstu orðin
Snertu, finndu og segðu! Yndisleg bók fyrir yngstu börnin.
Snertu, finndu og segðu! Yndisleg bók fyrir yngstu börnin.
Þessi fallega bók um geiminn er frábær kynning á leyndardómum alheimsins. Á fallega myndskreyttum blaðsíðum má finna alheim af upplýsingum sem höfða jafnt til ungra sem eldri lesenda. Forvitnir lesendur fræðast meðal annars um sólkerfið, vetrarbrautir og daglegt líf geimfara.
Blæja og Bára eru mættar aftur í fjörugri og skemmtilegri sögubók. Alls eru sex frábærar sögur í þessari bók.
Lesendur leita að Blæju og Báru, fjölskyldu þeirra, vinum og alls kyns hlutum sem faldir eru á ströndinni, leikvellinum og inni á heimili Hælbeinsfjölskyldunnar. Takið þátt í gleðinni með uppáhalds hundum ungu kynslóðarinnar.
Ná Blæja og Bára að fá Pabba róbót til að taka til í leikherberginu?
Vandað og fallegt bókadagatal með 24 fallegum litlum bókum sem tilvalið er að lesa fyrir börnin fyrir svefninn í aðdraganda jóla.
Komið með í sveitaferð og kíkið á dýrin! Yngsta kynslóðin mun njóta þess að skoða fallegu myndirnar og auðvelt er að þrýsta á hnappa til heyra hljóðin í dýrunum.
Gurra og Georg eignuðust litla systur! Sláist í för og skemmtið ykkur með fjölskyldunni í þessari frábæru verkefnabók með límmiðum. Aðstoðið litla barnið við að skríða, sjáið hvert er uppáhalds leikfang þess og finnið týnda pelann.
Fallegar myndir á hverri blaðsíðu og fjörug hljóð gera yngstu kynslóðinni það auðvelt að læra um dýrin. Með því að þrýsta á hnappana má heyra 30 dýrahljóð.
Púslbók fyrir þau yngstu þar sem börnin geta skemmt sér við að raða púslum á rétta staði og lært um leið nöfn og útlit á spennandi dýrategundum.
Samverustund er bókaröð fyrir yngsta aldurshópinn. Markmið bókanna er einfalt, þegar börn eru umvafin kærleik og nánd, fá alla okkar athygli og tíma, skapast mikilvægustu samverustundir barnæskunnar. Undurfagrar vatnslitamyndir leika við lesendur á hverri opnu.
Samverustund er bókaröð fyrir yngsta aldurshópinn. Markmið bókanna er einfalt, þegar börn eru umvafin kærleik og nánd, fá alla okkar athygli og tíma, skapast mikilvægustu samverustundir barnæskunnar. Undurfagrar vatnslitamyndir kæta lesendur á hverri opnu.
Bók með hljóðum
Í þessari forvitnilegu hljóðbók kynnast börnin heimi stórra tækja og smárra á lifandi og skemmtilegan máta. Þetta er bók sem örvar, eykur leikgleði, æfir hlustun og veitir ungum aðdáendum vinnuvéla og -tækja frábæra skemmtun.