Höfundur: Elías Rúni

Vísindalæsi #5 Kúkur, piss og prump

Allt í náttúrunni er hluti af hringrás. Þú líka! Meltingin þín leikur nefnilega algjört lykilhlutverk þar. Heimurinn verður svo fallegur og forvitnilegur þegar við uppgötvum hvernig allt er tengt. Meira að segja kúkur, piss og prump verður bara … spennandi! Það sem mestu máli skiptir er að vera forvitin og þora að spyrja spurninga.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Frankensleikir Eiríkur Örn Norðdahl Forlagið - Mál og menning Þegar Fjólu er sagt að jólasveinarnir séu ekki til hefst hún strax handa við að afsanna þær fáránlegu fréttir. Þá kemur óvænt að góðum notum að stóri bróðir hennar hefur stjórnlausan áhuga á ófreskjum og veit allt sem hægt er að vita um skrímsli Frankensteins. Sprenghlægileg jólasaga eftir verðlaunahöfund sem kemur sífellt á óvart.
Goðsögur frá Kóreu og Japan Bókaútgáfan Asía Goðsögur frá Kóreu og Japan er endursögn tíu valinna goðsagna á íslensku, fimm kóreskra og fimm japanskra. Þær fjalla um stofnun ríkja, samskipti guða og manna, og sýna að skilin milli mannfólksins og þess yfirnáttúrulega eru oft óljós. Gerð er grein fyrir sögu og menningu landanna og hvernig sögurnar hafa varðveist fram á okkar daga.
Vísindalæsi #4 Hamfarir Sævar Helgi Bragason Forlagið - JPV útgáfa Mögnuð bók úr hinum vinsæla Vísindalæsisflokki. Jörðin, heimili okkar allra, hefur gengið í gegnum hryllilegar hamfarir frá upphafi, til dæmis þegar tunglið varð til og þegar risaeðlurnar dóu út. Bókin er prýdd fjölmörgum ótrúlega flottum litmyndum Elíasar Rúna. Komdu í tímaferðalag með Stjörnu-Sævari!
Kvár Elías Rúni Una útgáfuhús Kvár er heimildarmyndasaga um að vera kynsegin; að upplifa sig hvorki karlkyns né kvenkyns, hvort tveggja í senn eða eitthvað allt annað. Þetta er ein fyrsta bókin um þetta efni sem er gefin út á íslensku. Hún er jafnframt fyrsta íslenska heimildarmyndasagan. Sagan er byggð á viðtölum við sex kvár um reynslu þeirra og skoðanir.
Smáralindar-Móri Brynhildur Þórarinsdóttir Forlagið - Mál og menning Vinirnir Flóki og Patti laumast inn á lokað byggingarsvæði þar sem risastór verslunarmiðstöð er að rísa. Skyndilega hverfur Patti og eftir það verður ekkert eins og áður. Ári síðar er Lotta með vinkonum sínum í Smáralind þegar hún tekur á rás og hverfur. Smáralindar-Móri er mergjuð saga fyrir lesendur sem kjósa spennu og dálítinn óhugnað!
Vísindalæsi #2 Umhverfið Sævar Helgi Bragason Forlagið - JPV útgáfa Mannkynið hefur breytt umhverfinu meira en nokkur önnur dýrategund. Hér segir af fólki sem gerði stórar uppgötvanir sem leiddu til lausna í umhverfismálum og bættu lífið á Jörðinni. Skemmtileg og hvetjandi léttlestrarbók í nýjum bókaflokki sem eflir vísindalæsi forvitinna krakka frá sex ára aldri. Bókin er prýdd fjölmörgum fjörlegum litmyndum.
Vísindalæsi #3 ÚPS! Mistök sem breyttu heiminum Sævar Helgi Bragason Forlagið - JPV útgáfa Öll gerum við mistök. En í stað þess að svekkja okkur á því ættum við frekar að opna þessa bók og lesa okkur til um alls konar fólk sem gerði mistök sem leiddu til stórkostlegra hluta. Björguðu jafnvel mannslífum. Eða færðu okkur popp. Þriðja léttlestrarbókin í Vísindalæsisflokknum – með frábærum litmyndum Elíasar Rúna á hverri opnu.
Þriðja vaktin Jafnréttishandbók heimilisins Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson Mildi og mennska Ósýnileg ólaunuð yfirumsjón og endalaus tilfinningaleg ábyrgð á heimilis- og umönnunarstörfum er þriðja vaktin. Vakt sem konur standa oftast einar með áþreifanlegum og alvarlegum afleiðingum. Þessi bók er fyrir fólk sem vill jafnrétti á eigin heimili.
Ævintýri frá Kóreu og Japan Bókaútgáfan Asía Ævintýri frá Kóreu og Japan er endursögn fimm kóreskra og fimm japanska ævintýra á íslensku. Í þeim er að finna persónugervinga mismunandi náttúruafla, dísir og guði sem búa bæði á himnum og á sjávarbotni, og börn sem finnast inni í trjám eða ávöxtum. Hverju ævintýri fylgir stutt umfjöllun og einnig er gerð grein fyrir sögu og menningu landanna.