Höfundur: Erla E. Völudóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bítlarnir Hljómsveit verður til Mauri Kunnas Króníka Bráðfjörug saga heimsins frægustu hljómsveitar.
Hundagerðið Sofi Oksanen Forlagið - Mál og menning Úkraínsk kona sem býr við fátækt í Helsinki neyðist til að horfast í augu við sára fortíð sína. Í umrótinu sem fylgdi sjálfstæði heimalandsins eftir fall Sovétríkjanna reyndi hver að bjarga sér og konur seldu það eina sem þær höfðu að selja. Áhrifarík saga um spillingu og græðgi, þar sem stungið er á samfélagskýlum í beittri og vel byggðri frásögn.
SKAM 3 Julie Andem Ugla Norsku sjónvarpsþættirnir SKAM slógu í gegn víða um lönd, meðal annars á Íslandi. Í þessari bók eru senur sem aldrei voru teknar upp og samtöl sem voru klippt burt ásamt athugasemdum og hugleiðingum Julie Andem. Þetta er handritið að þriðju þáttaröð Skam, nákvæmlega eins og það var skrifað.
SKAM 4. þáttaröð: Sana Julie Andem Ugla Í þessari bók eru senur sem aldrei voru teknar upp og samtöl sem voru klippt burt ásamt athugasemdum og hugleiðingum. Þetta er handritið að fjórðu þáttaröð Skam, nákvæmlega eins og það var skrifað.