Álfar
Fyrst tóku þau fyrir íslenska fugla, svo íslenska hestinn og nú er kominn tími á íslenska álfinn. Hér varpa höfundarnir ljósi á átakasama sambúð huldufólks og mannfólks frá upphafi byggðar í landinu. Fræðandi og skemmtileg eins og höfundum er einum lagið. Einnig kemur við sögu sérstakt álfablek sem aðeins er á færi fárra að sjá.