Höfundur: Sigmundur Ernir Rúnarsson

Í stríði og friði fréttamennskunnar

eða uppgjörið við alla mína fjölmiðlatíð

Sigmundur Ernir Rúnarsson fléttar saman æviminningum sínum og uppgjöri við einstaklega litríkan fjölmiðlaferil í návígi við stærstu atburði í lífi þjóðarinnar. Um leið er frásögnin Íslandssaga sem nær frá forpokuðu klíkusamfélagi karlveldisins til frelsis og fjölbreytileika sem þó glímir alltaf við afturhaldið.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Af nótnaborði náttúrunnar / Notes of Nature Sigmundur Ernir Rúnarsson Skrudda Það er eins og úrið hægi á sér þegar Páll á Húsafelli er sóttur heim, enda er tíminn í hans húsakynnum ekki af klukkuverki þessa heims. Ljúfmennskan ræður þar mestu, í bland við háttvísi og æðruleysi, en samfundir með listamanninum eru þeirrar náttúru að allt um hægist og gesturinn finnur það á eigin skinni að eitthvað hefur gerst sem glæðir ski...
Garðskúr afa Sig Sigmundur Ernir Rúnarsson Skrudda Garðskúr Afa Sig er sjálfstætt framhald prósabókarinnar Eldhús Ömmu Rún sem kom út vorið 2012 og vakti verðskuldaða athygli, en þar fjallaði höfundur um hversdagsleg samskipti sín við ömmurnar á Akureyri, gömlu bóndakonuna og verkakonuna. Í þessar bók hafa afarnir orðið, aldni framsóknarmaðurinn og sannfærði kommúnistinn sem g...
Spítalastelpan Hversdagshetjan Vinsý Sigmundur Ernir Rúnarsson Veröld Spítalastelpan var hún kölluð stelpan sem veiktist af berklum í hrygg á Ströndum Norður og var fyrstu ár sín að mestu reyrð niður í rúm á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hún byrjaði ekki að ganga fyrr en á sjöunda ári, sigldi heim þar sem faðir hennar var dáinn og móðirin búin að yfirgefa hana í huganum. En hún bjó yfir einstökum lífsþorsta og vongleði.