Höfundur: Camilla Reid

Samstæðuspilið mitt Pési og Pippa Ánægjulegar árstíðir

Bókin er ríkulega myndskreytt og mörg orð að læra. Á hverri opnu er að finna samstæðuspil og árstíðatengd orð sem leiða til samtals og málörvunar. Bókin er sannkölluð spilabóka en þar eru leikirnir: Samstæðuspil, leitaðu og finndu og feluleikur. Fylgdu Pésa og Pippu og uppgötvaðu hvað gerir hverja árstíð ánægjulega.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Feluleikur Litla barnið Camilla Reid Forlagið - Vaka-Helgafell Komdu í feluleik! Ekkert er skemmtilegra þegar maður er eins árs en að týnast og finnast strax aftur. Falleg bendibók með flipum sem þroskar og örvar skilning yngstu barnanna. Þykkar síður sem henta vel slefandi bókaböðlum sem skoða bókina aftur og aftur!
Pési og Pippa - Leika í snjónum Camilla Reid Setberg Pési og Pippa elska að leika sér í snjónum, en þau eru ekki sammála um hvernig snjókarl þau eigi að gera. Í þessari hugljúfu sögu lærum við hvernig vinirnir leysa úr ágreiningi og leika sér saman í sátt og samlyndi.