Höfundur: Axel Scheffler

Týr

Fjórða stóra bók bresku metsöluhöfundanna Juliu Donaldson og Axels Scheffler – höfunda Greppiklóar – sem kemur út á íslensku. Áhugasamasti nemandinn í drekaskólanum þráir ekkert heitar en að læra að fljúga, öskra og spúa eldi eins og alvöru drekar gera. En allt gengur á afturfótunum þar til hann eignast hjálpsama og hugrakka vinkonu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Greppibarnið Julia Donaldson Forlagið - Mál og menning Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn. En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni. Börn á öllum aldri fagna endurútgáfu Greppibarnsins, sérstaklega þau sem bæði eru hugdjörf og heimakær.
Greppikló Julia Donaldson Forlagið - Mál og menning Greppikló er ógurleg skepna með geiflugóm og gríðarlegar tær með klóm, og hún slafrar í sig slöngum, refum og uglum sem á vegi hennar verða. Eða það segir litla músin að minnsta kosti við dýrin sem hún hittir í skóginum. Bókin Greppikló hefur notið gífurlegra vinsælda hjá ungum lesendum um árabil, sérstaklega þeim sem óttast hið ókunna.
Sögur úr Litlaskógi Kanínan vill kúra / Sokkarnir hans Rebba Julia Donaldson og Axel Scheffler Forlagið - Mál og menning Geturðu hjálpað rebba að finna sokkana sína og kanínunni að finna stað til að fá sér lúr? Tvær vandaðar og verklegar harðspjaldabækur með flipum fyrir yngstu börnin eftir hina vinsælu höfunda Greppiklóar. Textinn er í bundnu máli.
Pési og Pippa - Leika í snjónum Camilla Reid Setberg Pési og Pippa elska að leika sér í snjónum, en þau eru ekki sammála um hvernig snjókarl þau eigi að gera. Í þessari hugljúfu sögu lærum við hvernig vinirnir leysa úr ágreiningi og leika sér saman í sátt og samlyndi.
Pési og Pippa - Stóra orðabókin Setberg Stóra orðabókin er ríkulega myndskreytt bók með vinum okkar, Pésa og Pippu. Á hverri opnu er að finna verkefni og orð úr daglegu lífi sem leiða til samtals og málörvunar. Yfir 300 orð og 30 flipar fyrir litla fingur að fletta. Setberg bækur fyrir börn.
Sokkarnir hans rebba Julia Donaldson og Axel Scheffler Forlagið - Mál og menning Flipabók fyrir yngstu lesendurna og segir frá dýrunum í Litlaskógi. Hér er það hann rebbi sem er búinn að týna sokkunum sínum og leitar að þeim um allt. Ný bók eftir höfunda Greppiklóar.
Öll í hóp á einum sóp Julia Donaldson Forlagið - Mál og menning Gullfalleg bók í bundnu máli eftir höfunda Greppiklóar og Greppibarnsins. Norn og köttur fljúga saman á töfrasóp um loftin blá – og þar er nóg pláss fyrir fleiri dýr sem vilja vera með. En þegar glorhungraður dreki birtist skyndilega grípa nornin og vinir hennar til sinna ráða.