Höfundur: Helgi Ingólfsson

Veldi hinna illu

Í þessari miklu skáldsögu segir frá útbreiðslu kristni í Rómaveldi á 1. öld þegar misvitrir og spilltir keisarar á borð við Tíberíus, Calígúla og Neró ríktu. Þetta er ein metnaðarfyllsta skáldsaga Anthonys Burgess og býr yfir öllum hans bestu höfundareinkennum – í senn fyndin og sorgleg, blíð og grimm, raunsæ og heimspekileg en umfram allt mannleg.

Þegar kóngur kom

Litrík og spennandi söguleg skáldsaga sem gerist við fyrstu konungskomu til Íslands 1874. Ung stúlka finnst myrt á komudegi konungs og barn hennar er horfið. Rannsókn málsins verður að fara fram í kyrrþey svo ekki hljótist hneykslan af. Við sögu kemur fjöldi þjóðþekktra manna. Bókin hlaut Blóðdropann – verðlaun Hins íslenska glæpafélags árið 2010.