Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur

Kurteisissonnettan

Frá unglingsárum hefur Gunnar ort, bæði háttbundin kvæði og frjálsari í formi. Undanfarna áratugi hefur hann einbeitt sér að margbreytileika íslenskra bragarhátta og yrkir undir fjölbreyttum háttum. Hann er virkur í starfi Kvæðamannafélagsins Iðunnar og Kvæðamannafélagsins Snorra í Reykholti. Kurteisissonnettan og önnur kvæði er önnur bók hans.

Þankar

Þankar Óla Jóhanns Ásmundssonar eru einstakir og eftirminnilegir. Sumir hafa orðið til eftir miklar pælingar en aðrir dottið af himnum ofan, komið ósjálfrátt upp í huga höfundar. Allt frá smellnum orðaleikjum til djúprar speki sem einatt varpar óvæntu ljósi á mannlega tilveru. Bók sem vekur umræðu og hentar öllum aldurshópum.