Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur

Síða 2 af 2

Þingvallabók

Annáll 930-1930

Saga Íslendinga kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Hér er safnað saman á eina bók frásögnum af helstu atburðum sem taldir eru hafa gerst þar, flestar teknar orðrétt upp úr gömlum ritum, einkum annálum, Íslendingasögum, Sturlungasögu, biskupasögum og alþingisbókum. Fjöldi mynda prýðir bókina, margar ómetanlegar.

Ævintýri Jósafats

Ævintýri Jósafats í Klúngri taka okkur á Trukknum til framandi staða í óskilgreindri ferð hans um heiminn. Ferð þar sem hann getur á fáa stólað utan sjálfan sig og stundum er eini félagsskapurinn könguló og kaffibrúsinn. Sagan er glettin spretthörð spennusaga úr íslenskum veruleika, er ekki löng og nær varla Evrópuviðmiði í stoppi.