Íþróttir og útivist

Síða 2 af 2

Laxá

Lífríki og saga mannlífs og veiða. Veiðistaðalýsingar í Mývatnssveit og Laxárdal

Veiðistaðalýsing fyrir Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal ásamt þáttum um lífríki, sögu og mannlíf við þessa merku silungsveiðiá. Frásagnir af merku fólki og náttúrufari árinnar sem nýtur alþjóðlegrar friðunar.

Liverpool

Nýr þjálfari, nýtt lið, nýir sigrar!

Eftir skemmtileg ár undir stjórn Klopps héldu flestir að nýr þjálfari þyrfti tíma til að setja mark sitt á liðið. Það var öðru nær. Arne Slot er strax kominn með frábært meistaralið. Snillingar eins og Salah og Van Dijk hafa aldrei verið betri og nú eru komnir nýir menn eins og Rios Ngumoha, Alexander Isak og Wirtz sem gera liðið enn sterkara.

Margrét Lára

Ástríða fyrir leiknum

Margrét Lára Viðarsdóttir er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur alið. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og spilaði í sterkustu deildum heims. Hér segir Margrét Lára sögu sína og deilir reynslu sinni og góðum ráðum. Hún gerir ferilinn upp og segir á einlægan hátt frá sigrum og mótlæti.

Sketching Bathing in Iceland

Rán Flygenring ferðaðist eitt sumar vítt og breitt um landið, dýfði sér í hverja laug, lón og náttúrupoll sem hún fann og festi baðmenningu á Íslandi í teikningar. Útkoman er stórkostleg handbók fyrir alla sem áhuga hafa á náttúru landsins, teikningu og mannlegu eðli, auk þess að vera leiðarvísir fyrir erlenda ferðamenn og sundlaugargesti.