Höfundur: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Aldrei smella risaeðlu Rosie Greening Unga ástin mín Þú mátt aldrei smella risaeðlu nema í þessari bók! Sniðug bók með smellum sem litlir fingur geta leikið með. Þroskar fínhreyfingar og vekur gleði.
Aldrei snerta hákarl Stuart Lynch Unga ástin mín Börn og fullorðnir finna sameiginlega snertifleti á þessum litskrúðugu og heillandi verum. Góða skemmtun við að snerta dýrin sem búa í sjónum ... ef þú þorir! Skemmtileg barnabók fyrir þau allra yngstu.
Aldrei snerta pöndu! Rosie Greening Unga ástin mín Þú mátt aldrei snerta pöndu nema í þessari bók! Börn og fullorðnir finna sameiginlega snertifleti á þessum litskrúðugu og heillandi verum. Góða skemmtun við að snerta íþróttadýrin... ef þú þorir!
Litlu lærdómshestarnir Fyrstu orðin Elizabeth Golding Unga ástin mín Skemmtilegar bækur með tússpenna sem æfa fínhreyfingar við skrif bókstafa og tölustafa. Í þessari bókaröð skemmta börnin sér við: – að þekkja orð – að skrifa einföld orð – að læra að þekkja alls konar hluti
Hundmann Tveggja katta tal Dav Pilkey Bókafélagið Hundmann hefur slegið í gegn um allan heim og selst í tugum milljóna eintaka. Raunar er leit að vinsælli barnabókum. Dav Pilkey, sem einnig samdi bækurnar um Kaptein Ofurbrók, fer hér á kostum. Húrrandi glens og spaug með ýmsum fíflagangi í bland. Oft ansi gott og ristir dýpra en við fyrstu sýn. Hér í frábærri þýðingu Sigurgeirs Orra Sigurgeirss...
Hundmann - Flóadróttinssaga Dav Pilkey Bókafélagið Fimmta bókin í bókaflokknum um hinn vinsæla Hundmann eftir Dav Pilkey, höfund Kapteins Ofurbrókar bókanna. Hér fer hann á kostum í húrrandi glensi og spaugi með ýmsum fíflagangi í bland. Fáar bækur eru elskaðar jafn heitt af ungum lesendum og Hundmann bækurnar.
Kata klístraða Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Bókafélagið Kata var að borða brauð með marmelaði. Þegar Kata var búin að borða var hún klístruð á puttunum. Hvað átti Kata til bragðs að taka? Á hverju gat hún þurrkað hendurnar? Á eldhúsdúknum? Á kjólnum sínum? Ef þú lest þessa bók þá kemstu að því!
Kattmann myndasöguklúbbur Dav Pilkey Bókafélagið Úr smiðju Dav Pilkey, höfundar Hundmann og Kapteins Ofurbrókar, kemur frábærlega fyndin bók með hinum óviðjafnanlega Kattmann, sem er persóna í hinum vinsælu Hundmann bókum.
Litlu lærdómshestarnir Margföldun Elizabeth Golding Unga ástin mín Skemmtilegar bækur með tússpenna sem æfa fínhreyfingar við skrif bókstafa og tölustafa. Í þessari bókaröð skemmta börnin sér við: – að þekkja orð – að skrifa einföld orð – að læra að þekkja alls konar hluti
Litlu lærdómshestarnir Stafir Elizabeth Golding Unga ástin mín Skemmtilegar bækur með tússpenna sem æfa fínhreyfingar við skrif bókstafa og tölustafa. Í þessari bókaröð skemmta börnin sér við: – að þekkja orð – að skrifa einföld orð – að læra að þekkja alls konar hluti
Svarta kisa fer til dýralæknis Nick Bruel Bókafélagið Heilbrigð Kisa er kraftmikil og fjörug. Hún hefur næga orku afgangs til að atast í Hvutta. Veik Kisa er máttlaus og leið. Hún liggur áhugalaus í bælinu allan daginn. Er Svarta Kisa lasin? Svei mér þá, ég held það. Kisa þarf að fara til dýralæknis. Hún er vitaskuld ólm að fara . . . Er það ekki? Öðru nær! Hún STREITIST á móti því með kjafti og klóm!
Svarta kisa tekur prófið Nick Bruel Bókafélagið Vandræðaleg hegðun Svörtu Kisu varð þess valdandi að stofnun verklegra inngripa í neyðarleg dýralæti skar úr um að klaufska hennar risti of djúpt . Svo djúpt að ei varð unað. Henni voru settir úrslitakostir. Til að missa ekki kisuleyfið, varð hún að fara á námskeið og standast að því loknu hæfnispróf.
Sönn erlend sakamál Morðið í herbegi 348 Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Almenna bókafélagið Sex sannar sögur af sakamálum sem flest gerðust í Bandaríkjunum. Morð, fjárkúgun, mannrán, fjármálasvik og hneyksli innan kaþólsku kirkjunnar eru á meðal þess sem sagt er frá í bókinni. Sum þessara mála rötuðu í fréttirnar hér á landi en önnur voru leyst í kyrrþey. Áhugaverð bók fyrir alla þá sem unna góðum glæpasögum.