Útgefandi: Bókabeitan

Sokkalabbarnir

Dag einn fer hvítur sokkur í þvottavélina og snýst þar, hring eftir hring, þar til hann þýtur inn í dularfulla og litríka ævintýraveröld. Í landi Sokkalabbana búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með lestri bókarinnar læra börn að tala um og skilja hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

Stelpur stranglega bannaðar

Bíddu ha? Sónarmynd... í símanum hennar ömmu? GÆTU HLUTIRNIR MÖGULEGA ORÐIÐ EITTHVAÐ VERRI? Nýja stelpan í bekknum er búin að stela bestu vinkonu Þórdísar. Staða hennar sem eina stelpan í stórfjölskyldunni er í hættu. Þórdís vonar að þetta séu óþarfa áhyggjur; að hún haldi stöðu sinni í fjölskyldunni og nái að endurheimta bestu vinkonu sína.

Vinkonur Strákamál 1: Besta sumarið

Jósefína fær loksins leyfi til að verja sumarfríinu hjá frænku sinni úti við sjóinn. Á morgnana á hún að vinna í íssjoppu og eftir hádegi lærir hún á brimbretti. Hún hefur sko engan tíma fyrir stráka og svoleiðis. En fyrsta daginn hittir hún Kris. Hann er rosalega sætur og hann kann að sörfa. Þetta virðist ætla að verða stórkostlegt sumar.

Vinkonur Strákamál 2: Hættuleg hrifning

Emma fer í karateæfingabúðir og þar hittir hún Óliver. Allar stelpurnar eru spenntar fyrir honum en samt líka svolítið smeykar því Óliver er alltaf að slást. Emma bjargar honum frá því að vera sendur heim með því að þykjast vera kærastan hans og í staðinn lofar Óliver að hjálpa henni að æfa sig. Þá sér Emma hliðar á honum sem aðrir þekkja ekki.

VeikindaDagur

Þetta byrjaði þegar ég gleymdi að taka lyfin. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu ... dáinn og stjarfur á köldu stálborðinu. Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?