Útgefandi: Forlagið - Mál og menning

Síða 4 af 4

Útreiðartúrinn

Sævar og fjölskylda eru nýflutt út á Álftanes og það reynist unglingnum Pétri erfitt til að byrja með. Hópur drengja gerir kvöld eitt fólskulega árás á hann og slasar vin hans. Atvikið reynir mjög á samband feðganna en ýfir einnig upp gömul sár hjá Sævari og rifjar upp gamalt morðmál úr fjölskyldunni, sem í framhaldinu heltekur hann gjörsamlega.

Þegar mamma mín dó

Hér lýsir höfundur þeirri sáru reynslu að fylgja dauðvona móður sinni gegnum veikindi og sitja við hlið hennar við andlátið. Frásögnin er opinská um þær sterku tilfinningar sem togast á þegar dauðinn knýr dyra, en um leið er fjallað um hvernig búið er að fólki sem á skammt eftir ólifað og það álag sem hvílir á aðstandendum við þær aðstæður.