Útgefandi: Forlagið - Mál og menning

Síða 2 af 4

Risaeðlugengið 7 Hrekkjavaka

Gauti grameðla og Sölvi sagtanni elska hrekkjavöku! Þeir heimsækja Gróu gaddeðlu og Nönnu nashyrningseðlu, og þau fara öll saman að gera grikk eða gott. Bækurnar um Risaeðlugengið hafa slegið í gegn enda eru þær krúttlegar, fræðandi og fyndnar og henta ungu áhugafólki um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr.

Hvalbak

Hvalbak er önnur ljóðabók Maó Alheimsdóttur. Skáldsaga hennar Veðurfregnir og jarðarfarir vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2024 en hún er fyrsta frumsamda sagan sem kemur út á íslensku eftir höfund sem lærði málið á fullorðinsaldri. Einstök ljóðabók þar sem greina má nýtt og ferskt sjónarhorn á íslenska náttúru og tungu.

Í sama strauminn

Stríð Pútíns gegn konum

Í þessari beittu ritgerð fjallar Oksanen um kynferðisofbeldi sem helsta vopn rússneskrar heimsvaldastefnu undir stjórn Pútíns. Hún vísar í sína eigin fjölskyldusögu þegar hún greinir frá og fordæmir það kerfisbundna ofbeldi sem rússneski herinn hefur áratugum saman beitt andstæðinga sína og nágrannaþjóðir. Ekki vera skeytingarlaus, ekki líta undan.

Lausaletur

Dularfullur faraldur herjar á heimsbyggðina og á prentsafninu hefur ekki sést gestur vikum saman. Björn og Írena drekka kaffi, endurraða í safnbúðinni og dytta að vélunum. Innra með þeim bærast langanir og eftirsjá. Þau vita ekki að einmitt þennan dag stendur borgin á heljarþröm, né að innan stundar muni óvæntur gestur birtast í anddyrinu.

Lína fer í lautarferð

Það er indæll haustdagur. Tommi og Anna eru í leyfi frá skólanum og Línu finnst tilvalið að fara í lautarferð út í haga. Á vegi þeirra verða bæði sauðþrá kýr og nautheimskur tarfur – auk þess sem herra Níels hverfur sporlaust. En Lína er bæði sterk og ráðagóð og getur leyst hvers kyns vanda. Sígild saga eftir Astrid Lindgren í nýjum búningi.

Lesið með Lubba Lubbi og lömbin & Lubbi eignast vin

Tvær fallegar og litríkar léttlestrarbækur um Lubba eftir höfunda bókarinnar Lubbi finnur málbein. Lubbi lendir í ævintýrum og á hverri síðu eru hljóðin og táknrænar hreyfingar þeirra sýnd. Þannig verður lesturinn skemmtilegur og gagnlegur en táknrænu hreyfingarnar mynda brú á milli málhljóða og bókstafa.

Millileikur

Tveir bræður, þrjár ástkonur, átök og uppgjör: Faðir Péturs og Ívans er nýdáinn og sorgin ristir inn í kviku; taugarnar eru þandar, samskiptin erfið og hvor um sig þarf að gera upp líf sitt og langanir. Einstaklega grípandi metsölubók um ást, missi og órjúfandi tilfinningabönd eftir hina írsku Sally Rooney sem var víða kjörin besta bók ársins 2024.

Morð og messufall

Fyrsta atvinnuviðtal Sifjar, nýútskrifaðs guðfræðings, fer ekki eins og hún hafði vonað. Eftir að þau sóknarpresturinn ganga fram á lík við altarið er henni boðin tímabundin staða kirkjuvarðar frekar en prestsembætti. Hún einsetur sér að sanna sig en fljótlega kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í sókninni. Sprenghlægileg glæpasaga.

Móðurást: Sólmánuður

Einstakir töfrar leika um skáldaða frásögn höfundar af uppvexti langömmu sinnar í Biskupstungum á ofanverðri nítjándu öld. Þetta er þriðja bókin í verðlaunaflokknum. Systurnar Oddný og Setselja eru óðum að uppgötva sjálfar sig og máta við hlutverkið sem þeim er ætlað. En þegar það verður stúlku um megn er gott að eiga síðbuxur í felum undir steini.

Og þaðan gengur sveinninn skáld

Samferðamenn, vinir og kollegar minnast Thors Vilhjálmssonar hundrað ára

Í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu Thors Vilhjálmssonar, eins frumlegasta höfundar okkar, minnast samferðamenn, vinir og kollegar hans og varpa ljósi á þennan flókna og margbrotna höfund. Hér birtast stuttar svipmyndir, fræðilegar úttektir, ljóð og teikningar auk brota úr verkum Thors. Innleggin eru um 40 og í bókinni er fjöldi mynda.