Útgefandi: Forlagið - Mál og menning

Skilaboðaskjóðan

Putti þráir ekkert heitar en að lenda í ævintýrum. En þegar Nátttröllið ógurlega rænir honum og lokar inni í helli er Putti ekki alveg viss um að þetta ævintýri endi nógu vel. Ástsæl og æsispennandi saga sem er loksins fáanleg á ný – fyrir alla ævintýraþyrsta krakka með nef fyrir góðum uppfinningum.

Skólaslit 2

Dauð viðvörun

Ár er liðið frá því að hugrakkir krakkar gjörsigruðu myrkraverur sem höfðu lagt Reykjanesið undir sig. Allt endaði vel og allir gátu andað léttar. Eða hvað? Þegar hópur unglinga skellir sér í ferðalag út á land kemur í ljós að enginn er óhultur. Allra síst krakkarnir í öftustu rútunni ... Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Skólaslita.

Smáralindar-Móri

Vinirnir Flóki og Patti laumast inn á lokað byggingarsvæði þar sem risastór verslunarmiðstöð er að rísa. Skyndilega hverfur Patti og eftir það verður ekkert eins og áður. Ári síðar er Lotta með vinkonum sínum í Smáralind þegar hún tekur á rás og hverfur. Smáralindar-Móri er mergjuð saga fyrir lesendur sem kjósa spennu og dálítinn óhugnað!

Spæjarastofa Lalla og Maju Spítalaráðgátan

Skartgripir sjúklinganna hverfa ítrekað á spítala bæjarins. Hver er svona útsmoginn og ósvífinn? Stjörnuspæjararnir Lalli og Maja setja á svið fótbrot lögreglustjórans til að koma upp um þjófinn. Bráðfyndin og spennandi ráðgáta með litmyndum á hverri opnu. Ráðgátubækurnar eru frábærar fyrir krakka sem eru að byrja að lesa sjálf.

Strandaglópar!

(Næstum því) alveg sönn saga

Æsispennandi og (næstum því) sönn saga af því þegar afi (og nafni) Ævars vísindamanns fékk sérstakt leyfi til að heimsækja hina glænýju eyju Surtsey ásamt vini sínum. En þegar trillukarlinn sem skutlaði félögunum út í eyjuna gleymir að sækja þá eru góð ráð dýr. Komast strandaglóparnir heim aftur? Fyndin og fróðleg saga fyrir alla fjölskylduna.

Sumarblóm og heimsins grjót

Grípandi örlagasaga um ást og vináttu, flókin fjölskyldubönd og aðferðir fólks til að bjarga sér á fyrri hluta 20. aldar. Þegar Sóley stendur ein uppi með nýfætt barn þarf hún að gangast undir samkomulag sem færir henni bæði frelsi og fjötra. Áföllin dynja yfir en seiglan fleytir henni langt. Fyrsta skáldsaga höfundar, innblásin af sönnum atburðum.

Þín eigin saga Veiðiferðin

Þrumuguðinn Þór og jötunninn Hymir eru á leið í lífshættulega bátsferð. Þeir ætla að róa út á haf til að veiða sjálfan Miðgarðsorminn og ÞÚ ræður hvað gerist! Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda. Hér er komin stutt og litrík saga sem byggist á bókinni Þín eigin goðsaga og hentar byrjendum í lestri.

Þegar Ída litla vildi gera skammarstrik

Aldrei fær Ída litla að sitja í smíðaskemmunni og tálga því hún gerir sjaldnast neitt af sér. Þar til hún gerir svo svakalegt skammarstrik að meira að segja Emil bróður hennar bregður við. Hugljúf saga um uppátækjasöm börn og það óréttlæti heimsins sem þau verða stundum fyrir, nú í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns.

Þvingun

Maður finnst myrtur í bústað við Laugarvatn og sú sem kemur að honum er Magga, dóttir Adams sálfræðings og Soffíu rannsóknarlögreglukonu. Mál fara að flækjast þegar í ljós kemur að einn skjólstæðingur Adams hefur fundið hótunarbréf sem tengist morðinu og fyrr en varir er Adam enn á ný kominn í hlutverk aðstoðarmanns fyrrverandi eiginkonu sinnar.

Því dæmist rétt vera

Í Tangavík ríða húsum hættulegar hugmyndir um réttlæti og jöfnuð en yfirvöldum er í mun að bæla niður alla uppreisn. Safarík saga um glæp og refsingu í litlu sjávarþorpi á 19. öld – þorpi sem þó kann að vera nafli heimsins. Þræðir spinnast til allra átta og sagnfræði og skáldskapur togast á um satt og logið, rétt og rangt í litríkum vef Einars Más.

Ævintýrið um Marel

Sprotafyrirtækið 1983–1999

Saga Marel hófst árið 1983 þegar engin hefð var hér fyrir framleiðslu og útflutningi á hátæknivörum. Fyrirtækið óx á ævintýralegan hátt í hátæknirisa með fjölmennt starfslið og einstakt orðspor á alþjóðavettvangi. Þetta er stórfróðleg saga sem speglar vel þjóðlíf og tíðaranda og veitir innsýn í atvinnulíf og efnahagsþróun síðustu áratuga.