Útgefandi: Forlagið - Mál og menning

Síða 3 af 4

Þín eigin saga 11 Piparkökuborgin

Þú ert í gönguferð í skóginum þegar þú finnur sæta og góða lykt. Framundan er heil piparkökuborg. Góðlegar gamlar konur taka á móti þér og bjóða þér bakkelsi – eða eru þetta grimmar nornir sem ætla að lokka þig inn í bakarofn? Þú ræður hvernig sagan fer! Hér spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þitt eigið ævintýri.

Piparmeyjar

Fröken Thora og saga einhleypra kvenna á Íslandi

Hvaða augum leit fólk piparmeyjar og hvaða augum litu þær sig sjálfar? Höfðu þær raunverulegt val í lífinu? Fróðlegt og aðgengilegt sagnfræðirit byggt á metnaðarfullri rannsókn á ævi og kjörum einhleypra, íslenskra kvenna á umbrotatímum í kvennasögunni. Í aðalhlutverki er heillandi safn einkabréfa Reykjavíkurstúlkunnar Thoru Friðriksson.

Prinsessur og prakkarar

Tuttugu ævintýri

Falleg og eiguleg bók með tuttugu nýjum þýðingum á þekktustu ævintýrum H.C. Andersen, allt frá Eldfærunum til Snædrottningarinnar. Ævintýrin eru langt frá því að vera eingöngu ætluð börnum – í þeim má finna ýmis siðferðileg álitamál, flóknar spurningar um tilvist mannsins og listrænan frásagnarhátt sem höfðar til lesenda á öllum aldri.

Sjá dagar koma

Í lok 19. aldar hvílir drungi yfir þjóðlífinu en einstaka menn hugsa stórt, þrá framfarir. Allslaus piltur úr Dýrafirði er einn þeirra; óvænt fær hann pláss á amerísku skipi og heldur af stað yfir höf og lönd, óvissuför sem leiðir hann loks á vit athafnaskáldsins Einars Ben. Fjörug saga um bjartsýni, stórhug og stolt frá afburðasnjöllum sagnamanni.

Skógarhögg

Geðshræring

Menningarelíta Vínar er samankomin í kvöldverðarboði. Í dimmu skoti situr maður sem á vart eftir að segja aukatekið orð allt kvöldið en fer í huganum með hamslausa einræðu um tilgerð og tækifærismennsku gesta og gestgjafa, fólks sem hann hafði sagt skilið við 20 árum áður – en getur þó ekki alveg slitið sig frá. Sprenghlægileg og ögrandi skáldsaga.

Skólastjórinn

Salvar, 12 ára vandræðagemsi, sótti um stöðu skólastjóra því honum fannst það fyndið. En fyrir mistök fær hann starfið. Hann mætir til leiks vopnaður ferskum hugmyndum um hvernig megi gera skólann betri. (Pítsa og kandífloss í hádegismat! Blundtími! Grís í hvern bekk!) Hvað er það versta sem gæti gerst? Sprenghlægileg og hjartnæm verðlaunabók.

Spegill þjóðar

Fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan á bak við þær

Gunnar V. Andrésson var einn áhrifamesti fréttaljósmyndari okkar í hálfa öld og margar mynda hans eru táknmyndir í þjóðarsögunni. Gunnar velur hér á annað hundrað minnisstæðustu mynda sinna og Sigmundur Ernir Rúnarsson skráir söguna á bak við hverja þeirra – úr verður einstakt og áhrifamikið sjónarspil.

Tímaráðuneytið

Kona fær það starf að aðstoða einstaklinga flutta úr fortíðinni við að aðlagast nútímanum. Graham Gore, sjóliðsforingi úr heimskautaleiðöngrum nítjándu aldar, er sá fyrsti sem hún tekur á móti og fljótt takast með þeim eldheitar ástir. Rómantík, njósnir og tímaflakk – áleitin frásögn um það að tilheyra tilteknum stað og tíma.

Týr

Fjórða stóra bók bresku metsöluhöfundanna Juliu Donaldson og Axels Scheffler – höfunda Greppiklóar – sem kemur út á íslensku. Áhugasamasti nemandinn í drekaskólanum þráir ekkert heitar en að læra að fljúga, öskra og spúa eldi eins og alvöru drekar gera. En allt gengur á afturfótunum þar til hann eignast hjálpsama og hugrakka vinkonu.

Útreiðartúrinn

Sævar og fjölskylda eru nýflutt út á Álftanes og það reynist unglingnum Pétri erfitt til að byrja með. Hópur drengja gerir kvöld eitt fólskulega árás á hann og slasar vin hans. Atvikið reynir mjög á samband feðganna en ýfir einnig upp gömul sár hjá Sævari og rifjar upp gamalt morðmál úr fjölskyldunni, sem í framhaldinu heltekur hann gjörsamlega.