Útgefandi: Forlagið - Vaka-Helgafell

Síða 2 af 2

Rósa og Björk

Hvað varð um Rósu og Björk, yngri systur Hildar, sem hurfu sporlaust árið 1994? Eftir öll þessi ár virðist Hildur loks vera komin á slóðina en þá kemur upp nýtt mál sem hún þarf að sinna í starfi sínu í lögreglunni á Ísafirði. Satu Rämö er finnsk en býr á Íslandi. Fyrsta bók hennar um Hildi sló í gegn og hér er komið æsispennandi framhald.

Sólskinsdagar og sjávargola

Jodie Jackson er viss um að eiginmaðurinn haldi fram hjá. Það er því kærkomið þegar henni býðst að dvelja í húsbát á Wight-eyju til að hugsa sinn gang. Lífið á eyjunni er litríkara en Jodie hafði séð fyrir sér en með tímanum eignast hún dýrmæta vini og kynnist bæði ástinni og nýjum hliðum á sjálfri sér. En þá bankar fortíðin upp á.

Stjörnurnar yfir Eyjafirði

Notaleg, fyndin og rómantísk jólasaga, sjálfstætt framhald hinnar vinsælu Hittu mig í Hellisgerði. Valería er búin að fá nóg af bæði brauðtertum og blessaðri móður sinni og stekkur því á nýtt starf í Jólagarðinum en því fylgir bæði íbúð og langþráð sjálfstæði. Og ekki líður á löngu þar til ástarhjólin fara að snúast í Eyjafjarðarsveit.

Tál

Héraðsdómari í Reykjavík er handtekinn fyrir morð á konu sem sinnir fylgdarþjónustu. Eiginkona hans snýr sér til Konráðs, fyrrverandi lögreglumanns, og fyrr en varir heldur hann inn í langa nótt að leita sannleikans. Viðburðarík hörkusaga um lygar og spillingu, undirferli og svik, nöturlega glæpi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem minna mega sín.