Leitarorð: Ormstunga

Babúska

Reimleikar og voðaverk

Ung stúlka í Reykjavík verður fyrir bíl og lætur lífið. Rússnesk stúlka, sem vinnur við skúringar, er eina vitnið að atburðinum. Norður í Urriðavík stendur öll sveitin á öndinni vegna dularfullra morða og reimleika. Tengjast þessir atburðir? Hallveig Thorlacius leysir gátuna í grípandi og spennandi frásögn sem er ekki laus við gráglettni.

Davíð Wunderbar

Þrátt fyrir sakleysislega kápu er rétt að vara fólk við því að lesa þessa bók. Það er ekki nóg með að Starkaður Starkaðsson fari offari í þráhyggju sinni gagnvart mælingu tímans heldur finnur hann þörf fyrir að bregða fyrir sig ruddalegu orðfæri þegar hann ferðast djúpt niður í myrkur mannssálarinnar, til staða sem engum er hollt að heimsækja.

Biluð ást

Nanna er látin – konan sem Jóhann Máni elskaði. Það var biluð ást. Hér segir frá harkalegum örlögum manns sem hafði margt til brunns að bera, var gæddur góðum gáfum, óvanalegu líkamlegu atgervi og hugdirfsku. En ástina kunni hann ekki að varast. Mögnuð bók eftir einn okkar fremsta höfund.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Á sviðsbrúninni Hugleiðingar um leikhúspólitík Sveinn Einarsson Ormstunga Í þessum hugleiðingum um leikhúspólitík rifjar Sveinn Einarsson upp starf sitt í leikhúsum, óperuhúsum og sjónvarpi undanfarna áratugi. Hann veltir fyrir sér aðferðafræði og vinnubrögðum leikstjórans og samvinnunni við leikskáld, tónskáld, leikara, söngvara, höfunda leikmynda, búninga og ljósa ásamt öðrum sem koma að því að skapa sviðslistaverk.
Sjö goðsagnir um Lúther Frederik Stjernfelt Ormstunga Marteinn Lúther hafði mikil áhrif með uppreisn sinni gegn hugmyndalegu einræði páfadóms á sextándu öld. Honum eru eignuð margvísleg framfaraspor, sum með rökum sem ekki standast nánari skoðun. Í þessari bók er hulunni lyft af Lúther.
Meydómur – sannsaga – Hlín Agnarsdóttir Ormstunga Fullorðin dóttir kynnir sig hér fyrir látnum föður sínum í listilega skrifuðu bréfi sem jafnframt er bréf til ungu meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Meydómur er saga af leiðinni sem hún fetar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur. Saga sem rífur í hjartarætur lesandans.
Oft eru gamlir hrafnar ernir Unnur Guttormsdóttir Ormstunga Unnur Guttormsdóttir – „kerlingarálftin“ – tekur myndir af fuglum, les hugsanir þeirra og setur í orð af skáldlegu innsæi. Í tilefni af áttræðisafmæli hennar 18. október 2021 birtast í þessari bók áttatíu af fuglamyndum hennar og tilheyrandi skondnar hugleiðingar og fuglahjal. Fríða Bonnie Andersen skrifar afmæliskveðju í bókarlok.
Meydómur Hlín Agnarsdóttir Ormstunga Fullorðin dóttir skrifar látnum föður sínum bréf sem jafnframt er bréf til ungu meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Meydómur er saga af leiðinni sem hún fetar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur.
Ég var nóttin Reykjavíkursaga Einar Örn Gunnarsson Ormstunga Ungur laganemi leigir kjallaraherbergi í stóru einbýlishúsi í Þingholtunum. Leigusalarnir eru roskin hjón sem lifa í fortíðinni. Smám saman áttar stúdentinn sig á að þau eru ekki öll þar sem þau eru séð.
Í mynd Gyðjunnar Saga hennar í skáldskap, náttúru og trú Berglind Gunnarsdóttir Ormstunga Við hittum fyrir Gyðjuna á steinöld; hún tengist náttúrunni og birtist t.d. sem Fuglagyðja og Tunglgyðja. Fyrstu samfélög bænda dýrkuðu hana og ummerki um Gyðjuna forsögulegu eru víða í Evrópu. Arftakar hennar eru gyðjur goðsagnaheimanna og María guðsmóðir. Á 19. öld birtist Tunglgyðjan aftur í skáldskap og lífi ljóðskálda allt fram á okkar dag.