Niðurstöður

  • Ormstunga

Á sviðsbrúninni

Hugleiðingar um leikhúspólitík

Í þessum hugleiðingum um leikhúspólitík rifjar Sveinn Einarsson upp starf sitt í leikhúsum, óperuhúsum og sjónvarpi undanfarna áratugi. Hann veltir fyrir sér aðferðafræði og vinnubrögðum leikstjórans og samvinnunni við leikskáld, tónskáld, leikara, söngvara, höfunda leikmynda, búninga og ljósa ásamt öðrum sem koma að því að skapa sviðslistaverk.

Sjö goðsagnir um Lúther

Marteinn Lúther hafði mikil áhrif með uppreisn sinni gegn hugmyndalegu einræði páfadóms snemma á sextándu öld. Þekktar eru kröfur hans um afnám aflátssölunnar og rétt presta til að ganga í hjónaband. Skoðanir hans á mörgum öðrum málum eru almenningi lítt kunnar. Lúther eru eignuð margvísleg framfaraspor, sum með rökum sem ekki standast nánari skoðun. Í þessari bók er hulunni ly...

Meydómur

– sannsaga –

Fullorðin dóttir kynnir sig hér fyrir látnum föður sínum í listilega skrifuðu bréfi sem jafnframt er bréf til ungu meyjarinnar sem hún eitt sinn var. Meydómur er saga af leiðinni sem hún fetar frá sakleysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna þegar meydómi hennar lýkur. Saga sem rífur í hjartarætur lesandans.

Oft eru gamlir hrafnar ernir

Unnur Guttormsdóttir – „kerlingarálftin“ – tekur myndir af fuglum, les hugsanir þeirra og setur í orð af skáldlegu innsæi. Í tilefni af áttræðisafmæli hennar 18. október 2021 birtast í þessari bók áttatíu af fuglamyndum hennar og tilheyrandi skondnar hugleiðingar og fuglahjal. Fríða Bonnie Andersen skrifar afmæliskveðju í bókarlok.