Niðurstöður

  • Guðný Anna Annasdóttir

Ljóni og fjölburarnir

Ljóni byrjar í leikskóla og deildin hans heitir Súlur. Þar kynnist Ljóni,tvíburum og þríburum. Þetta finnst pabba Ljóna mjög áhugavert, en hvers vegna? Bókin sýnir fjölbreytileika samfélagsins. Á deildinni Súlum eru 5 tvíburar, einir þríburar og 3 einburar.

Ljóni og Lindís plokka

Systkinin Ljóni og Lindís fara í fjölskylduferð með mömmu og pabba. Ferðin tekur óvænta stefnu þegar þau uppgötva hvað það liggur mikið rusl í náttúrunni. Bókin kemur fram með nýjung í íslenskum barnabókmenntum. Hvað varðar nærumhverfi barna og umhverfisvitund fjölskyldunnar.

Ljóni og ævintýra­klippingin

Ljóni er að verða 3 ára og mamma býður honum í ævintýraklippingu. Hann vissi ekki að til væru sérstakar hárgreiðslustofur, sem bjóða upp á ævintýraklippingu. Því pabbi Ljóna hafði alltaf klippt hann heima. Bókin fjallar um hvernig ferð á hárgreiðslustofu getur orðið að ævintýraferð í huga barns. En hvað er ævintýraklipping?