Lindís og kafbátaferðin
Lindís fer í skoðunarleiðangur til Arnarfjarðar. Pabbi hennar las frétt á netinu varðandi breytingar á lífríki sjávar. Í Arnarfirði fara Lindís og Steindís í kafbátaferð til að kanna áhrif þessara breytinga.
Lindís fer í skoðunarleiðangur til Arnarfjarðar. Pabbi hennar las frétt á netinu varðandi breytingar á lífríki sjávar. Í Arnarfirði fara Lindís og Steindís í kafbátaferð til að kanna áhrif þessara breytinga.
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Lindis and the bubble house | Guðný Anna Annasdóttir | Gudda Creative | Lindís er leikskólastelpa sem fer í heimsókn til afa síns í kúluhúsið hans við Lake Erie. Hún lærir af afa sínum hvernig hægt er að lifa með virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Því umhverfið og náttúran umlykja allt okkar mannlega samfélag. |
Lindis og boblehuset | Guðný Anna Annasdóttir | Gudda Creative | Lindís er leikskólastelpa sem fer í heimsókn til afa síns í kúluhúsið hans við Brabrand vatnið. Hún lærir af afa sínum hvernig hægt er að lifa með virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Því umhverfið og náttúran umlykja allt okkar mannlega samfélag. |
Lindis stikker af fra børnehaven | Guðný Anna Annasdóttir | Gudda Creative | Bókin fjallar um 4 ára stelpu sem heitir Lindís. Hún er í leikskólanum Björk í Árósum og einn mánudag leiðist henni svo mikið að hún tekur til sinna ráða. |
Lindís getur flogið | Guðný Anna Annasdóttir | Gudda Creative | Það er komið vetrarfrí í Kóraskóla í Kópavogi. Lindís fer í draumaferð til Frakklands með ömmu sinni. Hún flýgur í þotu, ferðast með lest og fær að upplifa að fljúga sjálf. |
Lindís vitjar neta Útgáfa 2 | Guðný Anna Annasdóttir | Gudda Creative | Bókin fjallar um 4 ára stelpu sem heitir Lindís. Hún fer í páskaheimsókn með fjölskyldunni til Ísafjarðar. Þar fer hún á grásleppuveiðar með pabba sínum, Manga Langa og Sigga Suðurtanga. |
Ljóni og fjölburarnir | Guðný Anna Annasdóttir | Gudda Creative | Ljóni byrjar í leikskóla og deildin hans heitir Súlur. Þar kynnist Ljóni,tvíburum og þríburum. Þetta finnst pabba Ljóna mjög áhugavert, en hvers vegna? Bókin sýnir fjölbreytileika samfélagsins. Á deildinni Súlum eru 5 tvíburar, einir þríburar og 3 einburar. |
Ljóni og Lindís plokka | Guðný Anna Annasdóttir | Gudda Creative | Systkinin Ljóni og Lindís fara í fjölskylduferð með mömmu og pabba. Ferðin tekur óvænta stefnu þegar þau uppgötva hvað það liggur mikið rusl í náttúrunni. Bókin kemur fram með nýjung í íslenskum barnabókmenntum. Hvað varðar nærumhverfi barna og umhverfisvitund fjölskyldunnar. |
Ljóni og ævintýraklippingin | Guðný Anna Annasdóttir | Gudda Creative | Ljóni er að verða 3 ára og mamma býður honum í ævintýraklippingu. Hann vissi ekki að til væru sérstakar hárgreiðslustofur, sem bjóða upp á ævintýraklippingu. Því pabbi Ljóna hafði alltaf klippt hann heima. Bókin fjallar um hvernig ferð á hárgreiðslustofu getur orðið að ævintýraferð í huga barns. En hvað er ævintýraklipping? |
Steindís og furðusteinarnir | Guðný Anna Annasdóttir | Gudda Creative | Nemendurnir í 2. bekk í Grunnskólanum Holti við Önundarfjörð fara í fjöruferð. Krakkarnir leita eftir sérstökum steinum, sem þau geta notað í tónmennt. Krakkarnir hafa ekki hugmynd um að í fjörunni finnast furðusteinar. |