Útgefandi: Drápa

Síða 2 af 2

Stærsti og furðulegasti ævintýrabíll heimsins

Hín ótrúlega saga

Brúnó er ægilega stoltur af litla rauða bílnum sínum. En í umferðinni eru svo mikil læti; fólk að flauta og kalla – og svo, „búmm“! Það verður árekstur. Árekstur! Enginn slasast, en bíllinn er ónýtur. Og hvað nú? Brúnó fær snilldarhugmynd. Hann og vinir hans smíða nýjan og brjálaðan bíl úr beygluðum bílflökum. Þeir eru óstöðvandi.

Versta vika sögunnar: Miðvikudagur

Hefur þú einhvern tíma átt slæma viku? Það hefur Jón Jónsson átt, og þetta er sú vika! Kötturinn hans er enn óskiljanlega týndur. Hann er óviljandi orðinn heimsfrægur á netinu. Akkúrat núna er hann umkringdur af hákörlum, strandaglópur í hjartastoppandi, gæsahúðar-hrollvekjandi, munn-opnandi og grafalvarlegri S.O.S. stöðu með erkióvini sínum.