Niðurstöður

  • Fræðibækur

Loftslagsréttur

Megininntak þessa rits er gagnrýnin fræðileg umfjöllun um alþjóðlega og innlenda stefnumörkun á sviði loftslagsmála og reglur alþjóðlegs réttar, Evrópuréttar og íslensks réttar sem tilheyra réttarsviðinu. Mikilvægt heildstætt yfirlit yfir lagaumhverfi málaflokksins hér á landi og greining á lagaumhverfi loftslagsréttar í þremur réttarkerfum. Nýmæli á íslensku.

Lykilorð 2022

Orð Guðs fyrir hvern dag

Í bókinni eru biblíuvers fyrir hvern dag ársins auk ljóðaerindis eða fleygs orðs. Uppbygging hennar og innihald bíður upp á fjölbreytta notkun fyrir þá sem vilja leyfa innblásnum textum að vekja sig til umhugsunar og hafa jákvæð áhrif á líf sitt. Auk þess að vera gefin út á kilju og rafbókarformi eru textar hvers dags lesnir í hljóðvarpi og birtast að hluta til á helstu samféla...

Málið er –

Greinasafn 1980–2020

Bókin hefur að geyma úrval tímaritsgreina, bókarkafla og áður óbirtra erinda eftir Höskuld. Ritunartíminn spannar fjóra áratugi. Efnið er allt á íslensku og endurspeglar nokkur helstu rannsóknarsvið hans og hugðarefni: hljóðkerfisfræði, bragfræði, setningafræði, málkunnáttufræði, samanburð íslensku og færeysku, málvöndun og málfræðikennslu. Bókin ætti að höfða til málfræðinga, ...

Mátturinn í Núinu

Engin bók af andlegum toga hefur vakið jafn mikla athygli á undanförnum árum og MÁTTURINN Í NÚINU. Höfundurinn glímdi lengi við langvarandi kvíða og þunglyndi þar til hann varð fyrir djúpstæðri reynslu sem færði honum frið og sálarró. Síðan hefur hann reynt að miðla reynslu sinni til fólks og er hann nú einn eftirsóttasti andlegi kennari heims.

Milli vonar og ótta

Örlagasögur íslenskra ljósmæðra

Íslenskar ljósmæður þurftu í aldanna rás að brjótast í öllum veðrum um erfiðar leiðir til að sinna fæðandi konum. Þær tóku á móti börnum við alls konar aðstæður á misjafnlega búnum heimilum. Hér birtist úrval frásagna úr þriggja binda verki séra Sveins Víkings, Íslenskar ljósmæður.

Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson

Jón Hallfreð Ingvarsson fæddist á Snæfjallaströnd 1921 og lést þar 1945 úr Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdómnum. Í þessu riti eru ljóðmæli eftir Jón Hallfreð Engilbertsson til minningar um föðurbróður hans og nafna. Einnig skrifa í ritið systkini Jóns Hallfreðs eldri. Engilbert S. Ingvarsson skrifar minningabrot um bróður sinn og Jóhanna S. Ingvarsdóttur skrifar minningabrot sem b...

Mislingar

Mislingar eru bráðsmitandi og stórhættulegur veirusjúkdómur sem getur eyðilagt heilsuna til frambúðar, eða valdið dauða. Í þessari yfirgripsmiklu bók er rakin saga mislinga á Íslandi. Fjallað er um fjölda fólks sem varð mislingum að bráð og sagt er frá raunum og sorgum þeirra sem misstu börn sín, maka eða aðra ættingja, af völdum veirunnar.

Mjólkurfræðinga­félag Íslands

Í þessari bók er greint frá starfi Mjólkurfræðingafélags Íslands á árunum 1990-2020, sagt frá kjarabaráttu og rakið hverjir setið hafa í stjórn félagsins á þessum þremur áratugum. Loks hefur bókin að geyma stéttartal liðlega tvö hundruð mjólkurfræðinga, allt frá upphafi þeirrar starfsgreinar á Íslandi til vordaga 2021.

Náðu tökum á þyngdinni

– með hugrænni atferlismeðferð

Hugarfarið er gleymda vopnið í baráttunni við þyngdina en jafnframt það öflugasta. Með hugrænni atferlismeðferð má rjúfa vítahring megrunar og stjórnleysis með því að tileinka sér hugarfar og venjur sem markast af skilningi á þörfum líkamans.

Nýja Reykjavík

Umbreytingar í ungri borg

Á undanförnum áratugum hefur Reykjavík tekið miklum stakkaskiptum – og á næstu árum mun borgin breytast enn meira. Dagur B. Eggertsson fjallar um sögu þessara róttæku hugmynda sem í stígandi mæli eru að verða að veruleika. En það gekk ekki átakalaust og margt gerðist bak við tjöldin.

Ný menning í öldrunarþjónustu

Hér er greint frá nýjum straumum innan öldrunarþjónustu. Aldraðir víða um lönd gera kröfur um að fá að njóta valfrelsis og sjálfræðis þrátt fyrir að þurfa á þjónustu að halda. Þróun öldrunarmála er hér rakin og sagt frá skrefum í þessa átt bæði í Bandaríkjunum og N-Evrópu. Sagt er frá þróun öldrunarmála á Íslandi og framtíðin skoðuð.

Orð í gleði

Þessi vinsæla bók kemur loks í nýrri útgáfu. Hún er mörgum hjartfólgið veganesti út í amstur dagsins. Hún flytur jafnt glettin orð og alvörufull sem ylja og kæta. Örsögur og íhuganir, myndbrot, ljóð og spekiorð, bænir sem styrkja og næra.

Óorð

bókin um vond, íslensk orð

"Þessi bók inniheldur safn íslenskra orða sem mér finnst vera léleg. Ég kalla þau fúskyrði og óorð ... Við eigum öll að hafa skoðun á tungumálinu okkar og vera óhrædd við að viðra þær. Þessi bók er innlegg í þá umræðu. Í krafti kærleika leyfi ég mér þennan derring. Áfram allskonar!"

Ósýnilegar konur

Gögn og gagnasöfnun eru undirstaða heimsins í mörgum skilningi. Til að mynda reiðum við okkur á tölur þegar kemur að því að ráðstafa fjármunum og taka afdrifaríkar ákvarðanir í efnahagslegri uppbyggingu, heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu. Vandamálið er hins vegar að stór hluti gagnasöfnunar lítur á karlkynið sem sjálfgefið en kvenkynið sem frávik. Afleiðingin er að hlutdrægn...

Peningar

Ótrúlegar sögur af dýrkeyptum mistökum, lygilegri heppni og undarlegu fólki

Bókin varpar ljósi á áhugaverðar, spaugilegar og stundum hreint út sagt ótrúlegar hliðar fjármála á lifandi og aðgengilegan hátt. Litið er bak við tjöldin meðal annars í heimi kvikmynda, tölvuleikja, fótbolta, tónlistar og tísku. Nokkur dýrkeyptustu mistök fjármálasögunnar eru reifuð á síðum þessarar bókar en einnig eru sagðar sögur af snilligáfu fólks á sviði fjármála.

Prjón er snilld

Að prjóna er ekki bara skemmtileg iðja sem gefur af sér fallegar flíkur. Prjón virkjar líka sköpunarkraftinn og veitir einstaka hugarró. Sjöfn Kristjánsdóttir prjónasnillingur tekur hér saman allar sínar bestu uppskriftir og fylgir eftir metsölubók sinni Unu prjónabók. Peysur, húfur, sokkar og allt þar á milli fyrir börn og fullorðna. Prjón er snilld!

Rannsóknir í aðferðafræði

Í bókinni er fjallað um flestar hliðar rannsókna frá aðferðum og áætlunum yfir í framsetningu og útgáfu. Flest umfjöllunarefni bókarinnar hafa víða skírskotun og mun hún því gagnast nemum, iðkendum og fræðimönnum. Í handbókinni eru 41 kafli og höfundar eru um 50. Þótt hér sé um viðamikla handbók að ræða er hún mjög aðgengileg enda er henni ætlað að vera í senn kennslubók og upp...

Rannsóknir í heimspeki

Bókin kom fyrst út ásamt enskri þýðingu árið 1953 og var strax talið eitt allra merkasta heimspekirit 20. aldar. Wittgenstein var ástríðufullur hugsuður, gæddur miklum persónutöfrum, en var mörgum samtíðarmönnum hálfgerð ráðgáta. Djúpstæð greining hans á tungumálinu og tengslum þess við mannshugann og umheiminn er leiðarstefið í þessu höfuðriti hans. Jóhann Hauksson vann að þýð...