Reykjavík nýrra tíma
Í þessari fróðlegu bók birtist lesendum ljóslifandi svipmynd af borg í breytingarfasa þar sem rætt er við áhrifavalda úr ýmsum áttum um skipulag höfuðborgar Íslands. Bókin er prýdd fjölda glæsilegra ljósmynda.
Síða 5 af 6
Í þessari fróðlegu bók birtist lesendum ljóslifandi svipmynd af borg í breytingarfasa þar sem rætt er við áhrifavalda úr ýmsum áttum um skipulag höfuðborgar Íslands. Bókin er prýdd fjölda glæsilegra ljósmynda.
Meintar ástandsstúlkur og nauðungarvistun þeirra á Kleppjárnsreykjum 1942
Hersetin Reykjavík árið 1942. Þrettán ára stúlka er handtekin og handjárnuð úti á götu. Færð með lögreglubifreið í varðhald. Næst var stúlkan dæmd til dvalar á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði.
Þættir úr sögu fornaldar
Í Rómaveldi eru dregin saman meginatriðin í þúsund ára sögu hins rómverska menningarheims allt frá því um 500 f.Kr. til um 500 e.Kr. Þótt bókin sé upphaflega samin sem kennslubók fyrir framhaldsskóla nýtist hún ekki síður almennum lesendum sem vilja kynna sér menningu og sögu Rómaveldis í liprum og aðgengilegum texta.
(2. útgáfa)
Hér er um að ræða nýja og endurbætta útgáfu bókarinnar og hefur meðal annars ítarlegri nafnaskrá verið bætt við sem eykur gagnsemi ritsins og auðveldar notkun.
Jörðin Gunnarsholt á sér mikla sögu og þar hefur á 20. öld verið forysta í landgræðslu og landbótum. Sandstormar á Rangárvöllum heyra nú sögunni til. Engir þekkir þá sögu betur en höfundurinn, Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, sem átti heimili í Gunnarsholti í nær sjö áratugi.
myndhöggvarar á Korpúlfsstöðum 1973-1993
Bókin er gefin út í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Ragnars Kjartanssonar og þess að 50 ár eru síðan Myndhöggvarafélagið í Reykjavík settu upp fyrstu almennu vinnustofurnar fyrir myndlistarmenn á Íslandi á Korpúlfsstöðum. Í bókinni er fjallað um feril Ragnars, sýninguna Samspil og áhrifaríka sögu vinnustofanna og starfsemi Myndhöggvarafélagsins.
Ferðalag frá nyrstu slóðum Íslands til syðsta odda Afríku í hlýjum faðmi síldarinnar
Síldardiplómasían fjallar, eins og nafn bókarinnar bendir til, um hinar mörgu hliðar síldarinnar, allt frá þætti hennar í menningu þjóða yfir í dýrindis síldarrétti, með viðkomu á ótal stöðum, meðal annars hjá þremur íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum, sem stunda síldveiðar. Þau eru: Síldarvinnslan, Brim og Skinney-Þinganes.
Sjávarföll er fjölskyldusaga fimm ættliða. Þar kemur við sögu arfgeng heilablæðing sem felldi marga einstaklinga – allt fólk í blóma lífsins. Sögusviðið er meðal annars Vestfirðir og Breiðarfjarðaeyjar. Mikill fjöldi ljósmynda og skýringarmynda lífgar frásögnina.
Í bókinni er fjallað um alla þætti sjávarútvegs, allt frá veiðum til sölu auk grunnþátta fiskeldis og áhrifum þessara atvinnugreina á samfélagið og framleiðslu. Umhverfis- og þróunarmál eru skoðuð auk þess sem stjórnun fiskveiða hérlendis og erlendis er lýst. Þá er einnig fjallað um alþjóðavæðingu, nýsköpun og tækifæri.
74 kaflar úr höfundarlífinu
Hvaðan kemur innblástur skáldsins og þörfin til að skrifa? Og hvernig komast hugmyndirnar á blað? Steinunn Sigurðardóttir hefur sent frá sér tugi vinsælla skáldverka og annarra bóka en hér segir hún frá sjálfri sér og ævintýralegu höfundarlífi sínu – lýsir viðhorfum sínum, aðferðum og aðstöðu við skriftir með leiftrandi gáska og einstakri stílfimi.
Volume 2: The Artefacts.
Skálholt er einn merkasti sögustaður á Íslandi. Þar var fyrst settur biskupsstóll og staðurinn var miðstöð menningar, stjórnsýslu og kirkjustjórnar í meira en 800 ár. Þetta er annað bindið af þremur sem fjalla um niðurstöður fornleifarannsókna sem fram fóru í Skálholti milli 2002 og 2007.
tímarit um ljóðlist og óðfræði
SÓN, tímarit um ljóðlist og óðfræði kemur út árlega og birtir ritrýndar rannsóknargreinar sem og umræðugreinar á sviði ljóðlistar, skáldskaparmála og bragfræði. SÓN birtir einnig ný ljóð, ljóðaþýðingar og fjölda ritdóma. Að útgáfunni stendur óðfræðifélagið BOÐN. Sónarskáldið 2024 er Gyrðir Elíasson.
Fræðileg úttekt Þórunnar á ritinu Íslensk fyndni er heilt yfir drepfyndin greining á meintum gamanmálum og stórmerkileg rannsókn á íslenskri menningu. Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur er margverðlaunaður rithöfundur og fer hér á kostum í stílfimi eins og henni er einni lagið.
Sönn saga af ömmunni flissandi, Nannie Doss
Áhrifamikil og hrollvekjandi frásögn af einum óhugnanlegasta fjöldamorðingja í sögu Bandaríkjanna. Þegar Charlie Briggs kom heim til sín einn daginn í Alabama árið 1927 voru tvær dætur hans dánar. Læknir úrskurðaði að matareitrun hefði leitt þær til dauða. Engin krufning fór fram. En Charlie grunaði konu sína, Nannie, um að hafa drepið þær.
Hjátrú af ýmsum toga
Hér er fjallað um hjátrú af ýmsum toga, bæði innlenda og erlenda, gamalgróna og nýja. Leitast er við að setja efnið fram á skýran og einfaldan hátt með því meðal annars að flokka hjátrúna í efnisflokka svo sem: Dýr, tíminn, líkaminn, ástir og kynlíf, matur og drykkur, athafnir, börn, hlutir, sjúkdómar og dauði.
Líf og list Bjarna Thorarensen
Bjarni Thorarensen (1786–1841) er jafnan talinn til höfuðskálda Íslendinga. Einkum er hans minnst sem frumkvöðuls innlendrar rómantíkur, skálds sem orti jafnt kraftmikil ættjarðar- og orustukvæði, eldheit ástarljóð, lofsöngva til norræns vetrar og minningarljóð um fólk sem átti ekki samleið með fjöldanum.
Kvæði með nótum ætluð bæði fræðimönnum og áhugafólki um tónlist og sögu íslenskrar tónlistar.
Í bókinni er safn greina um bragfræði, einkum stuðlasetningu. Rýnt er í ástæðurnar fyrir því að sérhljóðin stuðla hvert við annað, fjallað um ljóðstafinn s og flækjurnar kringum hann, gerð grein fyrir því hvernig stuðlunin skiptist niður á orð eftir því hvaða orðflokki þau tilheyra, sýnt fram á að stundum er hægt að aldursgreina ljóð.