Fræðirit, frásagnir og handbækur

Með verkum handanna - Íslenskur refilsaumur fyrri alda

Creative Hands - Icelandic laid-and-couched embroideries of past centuries

Í bókinni Með verkum handanna eru lagðar fram niðurstöður áratugarannsókna Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings (1924-2010) á þeim fimmtán íslensku refilsaumsklæðum sem varðveist hafa. Í klæðunum eru varðveitt einhver stórbrotnustu listaverk Íslendinga frá fyrri öldum og þau hafa sérstöðu í alþjóðlegu samhengi.

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Meinlætahnútar og mýkjandi plástrar

Lækningaiðkanir Jóns Bergsted í Húnavatnssýslu 1828–1838

Jón Bergsted (1795–1863) var sjálfmenntaður læknir sem hélt dagbók yfir störf sín í Húnavatnssýslu á árunum 1828–1838. Í dagbókinni er að finna lýsingar á sjúkdómum sem hrjáðu yfir 400 nafngreinda sjúklinga í sýslunni og þeim úrræðum sem Jón beitti.

Mold ert þú

Jarðvegur og íslensk náttúra

Moldin fæðir og klæðir jarðarbúa og hún miðlar jafnframt ferskvatni um vistkerfi. Skilningur á náttúrunni og hvernig hún bregst við álagi vegna athafna mannsins á jörðinni krefst þekkingar á jarðvegi. Jarðvegur á Íslandi er einstakur á heimsvísu, frjór en viðkvæmur, því aðstæður fyrir þróun hans hérlendis eru afar sérstakar.

Ný menning í öldrunarþjónustu

Hér er greint frá nýjum straumum innan öldrunarþjónustu. Aldraðir víða um lönd gera kröfur um að fá að njóta valfrelsis og sjálfræðis þrátt fyrir að þurfa á þjónustu að halda. Þróun öldrunarmála er hér rakin og sagt frá skrefum í þessa átt bæði í Bandaríkjunum og N-Evrópu. Sagt er frá þróun öldrunarmála á Íslandi og framtíðin skoðuð.

Oddeyri Saga hús og fólk

Oddeyri er annað elsta hverfi Akureyrar. Hér segja núverandi íbúar 55 húsa frá sjálfum sér, upplifun sinni af Oddeyri, auk margra áhugaverðra frásagna en viðmælendur eru ólíkt fólk á öllum aldri sem eiga það sameiginlegt, að búa á Oddeyrinni. Samhliða viðtölunum birtast söguágrip um alls 79 hús í þessu sögufræga hverfi. Sjón er sögu ríkari.

Orðasafn í stjórnarháttum fyrirtækja

Stjórnarhættir fyrirtækja er nýleg fræðigrein sem nær yfir viðskiptafræði, hagfræði, lögfræði, stjórnmálafræði, siðfræði og félagsfræði. Skilgreiningar á stjórnarháttum fyrirtækja eru margar en í breiðasta skilningi fjalla þeir um skipulag á starfsemi fyrirtækja og þær reglur, ferla og venjur sem stuðst er við í stjórnun fyrirtækja.

Rammvillt í reikningskúnstum

Hvernig fegurð villir um fyrir eðlisfræði

Eru vísindin á villigötum? Hafa vísindamenn horfið frá hinni vísindalegu aðferð? Hafa þeir villst af leið fyrir fegurðar sakir og sent frá sér rit­gerðir sem bæta litlu við núverandi þekkingu? Þýski eðlisfræðingurinn og vísindamiðlarinn Sabine Hossenfelder tekst á við slíkar grundvallarspurningar í þessari um­töluðu og umdeildu bók.

Reykjavík

Past and present

Vönduð bók með úrvali greina úr tímaritinu Land og Saga sem segja sögu borgarinnar, hvernig borg verður til og þróast yfir 250 ára tímabil ásamt því að taka fyrir einstaka götur og hverfi. Bókin er uppfull af áhugaverðum ljósmyndum frá tímabilinu ásamt gríðarlegum fróðleik. Bókin er á ensku en er einnig fáanleg á íslensku.

Reykjavík sem ekki varð

Saga bygginga í Reykjavík rakin sem í upphafi átti að reisa á öðrum stað eða í annarri mynd en flestir þekkja. Í þeirri Reykjavík sem ekki varð stendur Alþingishúsið í Bankastræti, Háskóli Íslands á Skólavörðuholti og Þjóðleikhúsið á Arnarhóli. Stórfróðleg og skemmtileg saga sem ríkulegt myndefni gerir ljóslifandi.