Fræðirit, frásagnir og handbækur

Síða 4 af 5

Segir mamma þín það?

Gamansögur úr íslenska skólakerfinu

Hvað gerist á fengitímanum? Af hverju gat hafnfirska stúlkan ekki bitið á jaxlinn? Hvað er píslarvottur? Af hverjum var góð skítalykt? Hvað er þversögn? Fyrir hvað stendur skammstöfunini DHL? Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók, sem sýnir íslenska skólakerfið í öðru ljósi, en fréttir hafa gert undanfarin misseri.

Sketching Bathing in Iceland

Rán Flygenring ferðaðist eitt sumar vítt og breitt um landið, dýfði sér í hverja laug, lón og náttúrupoll sem hún fann og festi baðmenningu á Íslandi í teikningar. Útkoman er stórkostleg handbók fyrir alla sem áhuga hafa á náttúru landsins, teikningu og mannlegu eðli, auk þess að vera leiðarvísir fyrir erlenda ferðamenn og sundlaugargesti.

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Skrifarar sem skreyttu handrit sín

Alþýðulist og skreytingar í handritum síðari alda

Í bókinni er fjallað um skreytingar í íslenskum pappírshandritum frá lokum 17. aldar til upphafs þeirrar 20. Viðfangsefnið bregður nýju ljósi á íslenska lista- og menningarsögu og eru birtar um 150 litmyndir úr handritum frá rannsóknartímanum. Hér er á ferðinni verk fyrir allt áhugafólk um myndlist í nútíð og fortíð.

SÓN

tímarit um ljóðlist og óðfræði

Ársritið SÓN birtir greinar á sviði ljóðlistar og skáldskaparfræða, ný ljóð og ritdóma. Sónarskáldið 2025 er Kristín Ómarsdóttir. Þetta hefti hverfist að miklu leyti um samtímaljóðlist en varpar líka ljósi samtímans á eldri ljóðlist. Þannig sinnir tímaritið hlutverki sínu, hugar að liðnum tímum en líka ólgu dagsins, lesið meira:

Structural alteration

of Manuscripts in the Arnamagnæan Collection

Beeke Stegmann rannsakar í þessari bók vinnubrögð Árna Magnússonar en hann tók í sundur handrit sem hann hafði safnað, endurraðaði hlutunum og lét binda að nýju. Lesendur fá ekki aðeins betri skilning á sögu handritanna í safni Árna heldur varpar höfundur einnig ljósi á starfshætti eigenda handrita og umsjónarmanna fyrr á tíð.

Söguþættir landpóstanna

Landpóstar urðu þekktir menn á sinni tíð og nutu virð­ingar fyrir hreysti og ósérhlífni. Í vetrargaddi og ófærð, skammdegismyrkri og stórhríð, brutust þeir yfir heiðar og fjalladali og létu sér fátt fyrir brjósti brenna. Þeim var líka einatt vel fagnað þegar þeir riðu í hlað og tilkynntu komu sína með því að blása í póstlúðurinn.

Trúðu mér

Sönn saga af játningamorðingjanum Henry Lee Lucas

Trúðu mér er áhrifamikil frásögn af einu undarlegasta og hryllilegasta glæpamáli í sögu Bandaríkjanna. Sumarið 1983 var Henry Lee Lucas handtekinn fyrir óleyfilega byssueign. Lögreglan grunaði hann um aðild að hvarfi tveggja kvenna og notaði tækifærið til að þjarma að honum. Í kjölfarið játaði hann að hafa myrt, nauðgað og limlest hundruð kvenna.

UFO 101

Við erum ekki ein! Jörðina heimsækja reglulega gestir utan úr geimnum sem búa yfir langtum þróaðri tækni en við mannfólkið. Þessar heimsóknir skilja eftir sig spor. Fjöldi fólks hefur sagt frá samskiptum við aðkomnar verur. Enn fleiri eru til vitnis um geimverur hér á jörð en óttast að stíga fram og segja frá reynslu sinni.

Vegferð til farsældar

Sýn sjálfstæðismanns til 60 ára

Vilhjálmur Egilsson fjallar um þróun íslensks samfélags undanfarna áratugi og sýn sína á nokkur mikilvæg viðfangsefni sem framundan eru. Vilhjálmur bendir á að íslenskt samfélag sé nú í fremstu röð vegna margvíslegra umbóta sem gerðar voru á tíunda áratug síðustu aldar. En hvert stefnir, hvað má betur fara og á hvað ber að leggja áherslu?