Niðurstöður

  • Fræðibækur og rit almenns efnis

Játningar bóksala

Shaun Bythell, fornbóksali í Wigtown í Skotlandi, sló í gegn með Dagbók bóksala. Hér heldur hann áfram þar sem frá var horfið — og bregður upp lifandi og bráðskemmtilegum myndum af sérvitringunum og furðufuglunum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni og skrýtna fólkinu sem vinnur þar. Hlý, kaldhæðin og sprenghlægileg frásögn af lífi bókabéusannna.

Jógastund

Jógastund er fyrir alla sem vilja stunda jóga, ekki síst foreldra sem vilja virkja börnin í uppbyggjandi leik. Bókin inniheldur yndislegar jógastöður ásamt sögum, æfingum og leikjum. Æfingarnar og leikirnir eru aðgengileg fyrir alla, þar sem við líkjum í sameiningu eftir dýrum og hlutum í náttúrunni og úr verður hin besta samveru- og gleðistund.

Jón Steingrímsson og Skaftáreldar

Séra Jóni Steingrímssyni var falin peningasending sem nýta átti til að endurreisa byggð á hamfarasvæðum Skaftárelda. Í leyfisleysi deildi hann út fé til nauðstaddra sem og sín sjálfs og var í kjölfarið kærður til yfirvalda í Kaupmannahöfn. Hér kemur fram nýtt sjónarhorn á móðuharðindin og mál Jóns. Í viðauka er Eldrit Jóns og lýsingar samtímamanna.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins

Kommúnistaávarpið

Kommúnistaávarpið kom fyrst út á íslenzku árið 1924. Þessi þýðing var gerð 1949 og er nú birt með ítarlegum skýringum, upprunalegum inngangi Sverris Kristjánssonar sagnfræðings og nýjum eftir Pál Björnsson. Fullyrt er að saga mannsins sé í raun saga sífelldrar stéttabaráttu á milli kúgara og hinna kúguðu, á milli arðræninga og hinna arðrændu.

Kóreustríðið 1950–1953

Hinn 25. júní 1950 hófust ein blóðugustu stríðsátök 20. aldar þegar kommúnistastjórnin í Norður-Kórea réðst inn í Suður-Kóreu. Rauða-Kína og Sovétríkin studdu Norður-Kóreu gegn fjölþjóðlegu herliði lýðræðisþjóða sem barðist undir fána Sameinuðu þjóðanna. Í þrjú ár rambaði heimsbyggðin á barmi þriðju heimsstyrjaldar.

Kvár

Kvár er heimildarmyndasaga um að vera kynsegin; að upplifa sig hvorki karlkyns né kvenkyns, hvort tveggja í senn eða eitthvað allt annað. Þetta er ein fyrsta bókin um þetta efni sem er gefin út á íslensku. Hún er jafnframt fyrsta íslenska heimildarmyndasagan. Sagan er byggð á viðtölum við sex kvár um reynslu þeirra og skoðanir.

Landsnefndin fyrri. Den islandske Landkommission 1770-1771, VI

Skjöl Landsnefndarinnar fyrri gefa einstæða innsýn í íslenskt samfélag um 1770, en nefndin ferðaðist um Ísland og safnaði upplýsingum um land og þjóð. Í sjötta og síðasta bindi eru birt ýmis vinnugögn nefndarinnar þar sem hún tók fyrir efni eins og torfskurð, kálgarða eða sauðfjárpestina og ólík svör almennings, presta og embættismanna um þau.

Launstafir tímans

Úr hugskoti Heimis Steinssonar

Þessi bók geymir brot af höfundarverki Heimis Steinssonar (1937–2000). Hér er að finna upphaf sjálfsævisögu, skrif um æskustöðvar á Seyðisfirði, ræður frá Skálholts-, Þingvalla- og útvarpsstjóraárum. Allt er það fleygað með ljóðum.

Leikandinn

Greinar um menntun ungra barna

Bókin inniheldur 18 fræðigreinar sem hafa að geyma niðurstöður rannsókna um menntun ungra barna frá ýmsum sjónarhornum: réttindum og sjónarmiðum barna eru gerð skil, starfsaðferðum með þeim, mikilvægi leiks og samfellu í námi þeirra. Sjónum er einnig beint að börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn o.fl.

Let’s talk about horses

Í þessari fallega myndskreyttu bók, er talað um hesta frá ýmsum sjónarhornum. Höfundar skrifa út frá hjartanu um reynslu sína af hestum og lífi sínu með þeim. Sagt er frá eftirminnilegum hestum og inn í frásögnina er fléttað fræðslu, sögum, og því nýjasta sem uppgötvað hefur verið um hesta. Bókin er nú fáanleg á íslensku, ensku og þýsku.

Líkið er fundið

Sagnasamtíningur af Jökuldal

Í þessari bráðskemmtilegu bók, Líkið er fundið, er ógrynni skemmtilegra sagna og vísna, enda eru Jökuldælingar þekktir fyrir létta lund langt aftur í ættir og leyfa nú öðrum að njóta þess með sér.

Loftstýringar - tilraunaútgáfa

Bókin fjallar um grundvallaratriði loftstýringa, m.a. loftþjöppur, þrýstihylki, loka og tjakka. Enn fremur er lýst grunnatriðum við uppsetningu þrýstiloftskerfa og rekstrarformi þeirra ásamt nauðsynlegum gögnum. Bókin er ætluð til kennslu í framhaldsskólum en hentar auk þess til sjálfsnáms og sem uppsláttarrit fyrir tæknifólk.

Lúkíansþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar

Verk Lúkíans, sem uppi var á 2. öld, nutu lengi mikilla vinsælda, ekki síst til kennslu í forngrísku, meðal annars við Bessastaðaskóla á fyrstu áratugum 19. aldar. Hér birtast þau í óviðjafnanlegum þýðingum Sveinbjarnar Egilssonar sem varðveittar eru í handritum skólapilta. Már Jónsson bjó til prentunar og skrifar ítarlegan inngang.

Lykilorð 2023

Orð Guðs fyrir hvern dag

Í bókinni eru biblíuvers fyrir hvern dag ársins auk ljóðaerindis eða fleygs orðs. Uppbygging hennar og innihald bíður upp á fjölbreytta notkun fyrir þá sem vilja leyfa innblásnum textum að vekja sig til umhugsunar. Auk þess að vera gefin út á kilju og rafbókarformi eru Lykilorð lesin í hljóðvarpi og birtast að hluta til á helstu samfélagsmiðlum.

Makamissir

Makamissir er ítarleg og vönduð bók sem veitir innsýn í það sem gerist í lífi einstaklings þegar maki hans deyr. Hún er byggð á reynslu höfunda af því að missa maka, fræðiritum, vísindarannsóknum og þekkingu sálfræðings úr meðferðarstarfi.

Mannvirkjagerð

Ferli - öryggi - gæði

Bókin er ætluð til kennslu í áföngum sem fjalla um ferli framkvæmda, öryggi og gæðastjórnun við mannvirkjagerð. Í fyrsta kafla er almenn umfjöllun um byggingaframkvæmdir á Íslandi, lög, reglur, hönnun og leyfismál o.fl. Annar hlutinn fjallar um vinnuvernd á byggingartíma en þriðji hlutinn snýst um gæðakerfi og áætlanagerð.

Menn Pútíns

Hvernig KGB tók völdin í Rússlandi og bauð síðan Vesturlöndum byrginn

Þessi marglofaða bók geymir afhjúpandi frásögn af endurreisn KGB, rússnesku leyniþjónustunnar, valdatöku Pútíns og hvernig illa fengið rússneskt fé hefur grafið undan Vesturlöndum. Höfundur bókarinnar er fyrrverandi fréttaritari Financial Times í Moskvu og rannsóknarblaðamaður.

Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu

Milli mála 2022

14 (2)

Milli mála birtir ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, þýðinga, málvísinda og menntunarfræði. Einnig er þar að finna stuttar bókmenntaþýðingar. Tímaritið kom fyrst út árið 2009 og er í opnum aðgangi: millimala.hi.is