Niðurstöður

  • Fræðibækur

Hvað veistu um kvikmyndir og sjónvarpsþætti?

Frábær spurningabók fyrir allt áhugafólk um kvikmyndir og sjónvarpsætti. 265 spurningar í þremur þyngdarflokkum og mikið af ljósmyndum prýða bókina. Gauti Eiríksson gefur jafnframt út í ár spurningabækur um Ísland og fótbolta.

Hæstiréttur í hundrað ár

Saga

Stofnun Hæstaréttar var mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar enda fengu Íslendingar þá í hendur æðsta dómsvald í eigin málum. Í þessu riti er aldarsaga réttarins rakin. Oft hefur gustað um Hæstarétt og jafnvel verið vegið að sjálfstæði hans en í annan tíma hefur rétturinn notið virðingar og friðhelgi. Þetta er viðburðarík saga sem varpar ljósi á íslenskt samfélag ...

Höndlað við Pollinn

Saga verslunar og viðskipta á Akureyri frá öndverðu til 2000

Í þessari fróðlegu og læsilegu bók rekur Jón Þ. Þór sögu verslunar á Akureyri frá öndverðu til þúsaldarmótanna 2000. Hér segir frá fjölda fyrirtækja og körlum og konum sem mótuðu viðskiptaumhverfið og settu svip á mannlífið í bænum í áranna rás. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda og auk þess teikningum og máluðum myndum eftir Kristin G. Jóhannsson listmálara.

Í auga fellibylsins

Árið 2013 lenda þrír menn á lítilli skútu í fárviðri á leiðinni frá Kanada til Íslands. Lífshættulegir brotsjóir dynja á skútunni, hún fer á hliðina og sjór flæðir inn. Eftir að neyðarkall er sent út berjast þeir í óratíma upp á líf og dauða. Frásagnir mannanna hafa ekki birst áður opinberlega. Útkallsbækurnar hafa verið eitt vinsælasa lesefni Íslendinga í 28 ár.

Í bragar túni

Óskar Halldórsson var lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Þessi bók hefur að geyma safn ritgerða hans um bókmenntir, einkum um íslenskar fornsögur og ljóðagerð á 19. og 20. öld. Þar á meðal er þekktasta framlag hans til rannsókna á fornbókmenntum, Uppruni og þema Hrafnkels sögu. Bókin er gefin út í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Óskars.

Í helgum lundi

Kærleikur og ástarorð

Einfaldir textar um lífið, kærleikann, ástina og sorgina.

Íslenskar bókmenntir

Saga og samhengi

Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi er tveggja binda verk um sögu íslenskra bókmennta frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga. Þar er sagan rakin á knappan hátt í samhengi við strauma og stefnur hvers tíma og er sú umfjöllun grundvölluð á rannsóknum seinustu áratuga. Verkið er ætlað háskólastúdentum, kennurum og áhugamönnum um íslenskar bókmenntir.

Íslenskar draugasögur

Við Íslendingar eigum ríka sagnahefð sem teygir sig aftur til tíma landnámsmanna. Draugar, mörur, fylgjur, mórar, skottur og afturgöngur spila þar oftar en ekki stórt hlutverk. Þessar óvættir urðu ekki eftir í fortíðinni heldur eru hér enn og stundum stíga þær út úr myrkrinu. Í þessari bók má finna draugasögur frá nútímanum.

Jarðfræði fyrir framhaldsskóla

Yfirgripsmikil kennslubók á vefbókarformi þar sem grundvallarþáttum jarðfræðinnar, s.s. flekareki, jarðskjálftum, eldvirkni og jarðsögu, eru gerð skil í máli og lifandi myndum. Gagnvirk verkefni og sjálfspróf fylgja hverjum kafla auk skýringarefnis af ýmsum toga. Nemendur geta glósað og leyst verkefni í vefbókinni og nýtt sér talgervil.

Klúbburinn

Árið 2017 ásökuðu átján konur áhrifamann í sænsku menningarlífi um áreitni, hótanir og nauðganir. Ásakanirnar lömuðu m.a starfsemi Sænsku akademíunnar, einnar elstu og virtustu menningarstofnunar veraldar. Í þessari bók er saga kvennanna rakin, fjallað um afleiðingar uppljóstrunar þeirra og hversu langt sumir leyfa sér að ganga í nafni listarinnar.

Kortlagning heimsins

Frá Grikkjum til Google Maps

Hvers vegna lítur kort af heiminum út eins og það gerir? Hví er norður upp og Ameríka vinstra megin? Af hverju er Evrópa stærri á korti en á hnettinum? Kortlagning heimsins eftir Reyni Finndal Grétarsson svarar öllum þessum spurningum, en bókin geymir fjölmörg kort og fágætar sögur sem endurspegla þau kort sem maðurinn hefur skapað allt frá Grikkjum til Google Maps.

Landfesti lýðræðis

Breytingarregla stjórnarskrárinnar

Landfesti lýðræðis, ritgerð Kristrúnar Heimisdóttur um stjórnarskrá Íslands, sem vakti mikla athygli þegar hún birtist í Tímariti lögfræðinga vorið 2021, kemur nú út á bók. Ritgerðin varð til þess að umskipti urðu á umræðu sem staðið hafði í nær 13 ár um hvar ný stjórnarskrá væri. Kristrún fjallar um stjórnarskrárferlið á árunum 2009–2013 með hætti sem enginn hef...

Landgræðslu­flugið

Endurheimt landgæða með eins hreyfils flugvélum

Hér er bæði lýst merkilegum þætti í íslenskri flugsögu og verðmætu framlagi til sögu landgræðslu. Höfundarnir voru þátttakendur í landgræðslufluginu nær alveg frá upphafi. Þeir segja hér sögu þessa ævintýris og birta um 200 sögulegar ljósmyndir af fluginu og landgræðsluverkefnunum á þessu tímabili sem spannar 35 ár.

Laugavegur

Einstaklega áhugaverð bók um byggingar- og verslunarsögu aðalgötu Reykjavíkur, í máli og myndum. Höfundar gera tilraun til að útskýra hvers vegna byggingar við Laugaveg eru jafn fjölbreyttar og raun ber vitni. Í bókinni er að finna fróðleik um yfir hundrað húsnúmer við Bankastræti og Laugaveg. Fyrri bók höfunda, Reykjavík sem ekki varð, seldist upp í þrígang og hefur l...

Lénið Ísland

Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld

Á 16. og 17. öld var Ísland lén í Danmörku og var rekstur þess og stjórnsýsla sambærileg við önnur lén innan danska ríkisins. En hverjir voru lénsmenn konungs á Íslandi og hvernig mótaðist stjórnsýslan? Hér birtist ný sýn á sögu þessa tímabils og stöðu Íslands innan danska ríkisins. Bókin er grundvallarrit um þetta áður lítt rannsakaða tímabil í sögu Íslands.

Listin að vera fokk sama

Óhefð­bundinn leiðarvísir að betra lífi

Sumar sjálfshjálparbækur hvetja lesandann til að vera besta útgáfan af sjálfum sér, aðrar segja okkur að allt fari vel ef við bara óskum þess nógu heitt. Ekki þessi bók. Höfundinum er fokk sama um alla jákvæðni og góða strauma. Bókin mun ekki losa þig undan vandamálum þínum eða þjáningum. En þér gæti orðið fokk sama um þau.

Líffræðibókin

Kennslubók í líffræði fyrir framhaldsskóla, þýdd úr dönsku (Biologibogen). Vefbók sem hefur m.a. að geyma kafla um vistfræði, lífeðlisfræði, frumulíffræði, erfðir og þróun. Orðskýringar eru fjölmargar en einnig gagnvirkar æfingar og próf. Þá fylgja leiðbeiningar um rannsóknir og tilraunir en nemendur geta glósað og leyst verkefni í vefbókinni.

Lífsbiblían

50 lífslyklar, sögur og leyndarmál

Lífsbiblían byggist á geysivinsælum LIFE Masterclass-fyrirlestrum Öldu Karenar sem hefur slegið í gegn sem fyrirlesari bæði hérlendis og í Bandaríkjunum. Í félagi við Silju Björk Björnsdóttur hefur hún tekið saman 50 lífslykla sem hafa hjálpað henni að ná jafnvægi, skapa hamingju og gert henni kleift að fylgja eftir öllum draumum sínum.