Fræðirit, frásagnir og handbækur

Loftleiðir 1944–1973

Icelandic Airlines

Ljósmyndabók á íslensku og ensku um Loftleiðir. Í bókinni er ævintýralegum ferli Loftleiða gerð skil, frá því þrír ungir menn stofnuðu fyrirtæki með eina litla flugvél og þar til félagið fór fimm ferðir á dag á risaþotum milli Lúxemborgar og New York, með viðkomu á Íslandi. Loftleiðaandinn sprettur ljóslifandi upp af blaðsíðum bókarinnar.

Lognmolla í ólgusjó

Kjósendur og alþingiskosningarnar 2021

Bókin leiðir lesendur í ferðalag um íslensk stjórnmál. Hér er fjallað um hvað mótar kosningahegðun almennings, áhrif fylgiskannana, flokkaflakk og hvernig ungt fólk og samfélagsmiðlar eru að breyta leiknum. Með einstökum gögnum Íslensku kosningarannsóknarinnar fást svör við spurningum sem gjarnan eru ræddar í heitum pottum landsins.

My My! – ABBA í áranna rás

Árið 1974 hófst nýr kafli í poppsögunni þegar hljómsveitin ABBA skaust upp á stjörnuhimininn með „Waterloo“, sigurlagi sínu í Júróvison-söngvakeppninni. Hálfri öld síðar er þessi sænska undrahljómsveit vinælli en nokkru sinni – og heldur áfram að heilla fólk með sínum sígildu lögum, söngleikjum, bíómyndum, minjasöfnum og sýndarveruleika.

Rómaveldi

Þættir úr sögu fornaldar

Í Rómaveldi eru dregin saman meginatriðin í þúsund ára sögu hins rómverska menningarheims allt frá því um 500 f.Kr. til um 500 e.Kr. Þótt bókin sé upphaflega samin sem kennslubók fyrir framhaldsskóla nýtist hún ekki síður almennum lesendum sem vilja kynna sér menningu og sögu Rómaveldis í liprum og aðgengilegum texta.

Samspil

myndhöggvarar á Korpúlfsstöðum 1973-1993

Bókin er gefin út í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Ragnars Kjartanssonar og þess að 50 ár eru síðan Myndhöggvarafélagið í Reykjavík settu upp fyrstu almennu vinnustofurnar fyrir myndlistarmenn á Íslandi á Korpúlfsstöðum. Í bókinni er fjallað um feril Ragnars, sýninguna Samspil og áhrifaríka sögu vinnustofanna og starfsemi Myndhöggvarafélagsins.