Fræðirit, frásagnir og handbækur

Síða 3 af 5

Kvíðakynslóðin

Geðheilsa barna og unglinga hefur versnað svo um munar. Tíðni þunglyndis, kvíða, sjálfsskaða og sjálfsvíga hefur aukist verulega á síðustu árum og í sumum tilvikum er um tvöföldun að ræða. Hvað veldur þessari þróun? Hér leitar félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt að ástæðunum á bakvið aukninguna. Djúpvitur, mikilvæg og heillandi metsölubók.

Langt var róið og þungur sjór

Líkön Njarðar S. Jóhannssonar af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum og frásagnir af afdrifum þeirra

Þúsundþjalasmiðurinn Njörður S. Jóhannsson á Siglufirði hefur smíðað á þriðja tug líkana af norðlenskum fiski- og hákarlaskipum frá 18. og 19. öld. Hér eru myndir af þeim, sannkölluðum listaverkum, og jafnframt er rakin saga þeirra, sem endaði ekki alltaf vel. Samantekt á ensku fylgir í lok bókarinnar.

Laxá

Lífríki og saga mannlífs og veiða. Veiðistaðalýsingar í Mývatnssveit og Laxárdal

Veiðistaðalýsing fyrir Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal ásamt þáttum um lífríki, sögu og mannlíf við þessa merku silungsveiðiá. Frásagnir af merku fólki og náttúrufari árinnar sem nýtur alþjóðlegrar friðunar.

Litróf kennsluaðferðanna

Grundvallarrit fyrir kennara og kennaranema

Handbók um helstu kennsluaðferðir, skrifuð fyrir kennara og kennaranema. Hefur að geyma yfirlit um tugi kennsluaðferða sem og leiðbeiningar um hvernig þeim er beitt. Í þessari nýju útgáfu hefur efnið verið aukið, endurskoðað og uppfært, m.a. í ljósi rannsókna á kennsluaðferðum sem fleygt hefur fram á undanförnum árum.

Líf á jörðinni okkar

Vitnisburður minn og framtíðarsýn

Bók sem á sérstakt erindi. „Ég hef átt ótrúlega ævi. Núna fyrst kann ég að meta hve einstök hún hefur verið. Þegar ég var ungur fannst mér eins og ég væri þarna úti í óbyggðunum og upplifði ósnortinn heim náttúrunnar – en þetta var tálsýn,“ skrifar David Attenborough og lítur yfir sviðið í þessari fróðlegu bók.

Með frelsi í faxins hvin

Riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni

Hér segir frá Hermannni Árnasyni. Tamning hrossa og hestaferðir eru hugsjón hans og sum viðfangsefnin með ólíkindum s.s. vatnareiðin, stjörnureiðin og Flosareiðin þegar riðið var í spor Flosa og brennumanna frá Svínafelli að Þríhyrningshálsum til að sannreyna þá reið sem farin var til að brenna inni heimilisfólk á Bergþórshvoli í Brennu-Njáls sögu.

Ritröð Árnastofnunar nr. 119 Meyjar og völd

Rímur og saga af Mábil sterku

Konungsdóttirin Mábil sterka frá Vallandi er öllum fremri í riddaralistum. Hún drýgir miklar hetjudáðir í bardögum og beitir óhefðbundnum aðferðum við að klekkja á helsta óvini sínum, Medeu drottningu í Grikklandi. Sömuleiðis ver hún Móbil systur sína frækilega gegn ásókn karla sem vilja kvænast henni og heimta þannig krúnuna.

Njála hin skamma

Þessi myndabók byggist á einni ástsælustu Íslendingasögunni, Brennu-Njáls sögu, sem rituð var seint á þrettándu öld en lýsir atburðum sem gerðust þrjú hundruð árum fyrr. Njáls saga er æsispennandi örlagasaga sem hverfist m.a. um ást, öfund, vinskap, svik, forlagatrú, hefnd, hetjudáðir, sæmd, lagaklæki og sættir. Einnig fáanleg á ensku.