Niðurstöður

  • Fræðibækur

Fuglar á Íslandi og árstíðirnar fjórar

Fugladagbókin 2022

Þessi bók er nýjung á íslenskum bókamarkaði og einkum hugsuð fyrir þau fjölmörgu, ung og eldri, sem hafa áhuga á fuglum, ekki síst í nærumhverfinu, þótt einnig megi nota bókina sem venjulega dagbók. Í henni er hægt að skrá hjá sér í hverri viku ársins þær tegundir, og fjölda innan hverrar og einnar, sem sjást þennan eða hinn daginn, auk þess sem ítarlegur fróðleikur er um 52 af...

Fulltrúi þess besta í banda­rískri menningu

Orðspor Williams Faulkners í íslensku menningarlífi 1930-1960

Í miðju kalda stríðinu heimsótti bandaríska Nóbelsskáldið William Faulkner Ísland og heillaði landsmenn. Hér er fjallað um bandarísku bylgjuna í íslensku menningarlífi um miðbik 20. aldar. Áhrifa hennar gætti þvert á flokkslínur en á bak við tjöldin hélt bandaríska leyniþjónustan um þræði. Bókin á erindi til alls áhugafólks um bókmenntir og sögu.

Fyrsti sendi­herra á Íslandi 1919-1924

Að fyrri heimsstyrjöldinni lokinni óttast Danir að Ísland geti ekki staðið sig sem fullvalda ríki og ákveða því að senda reyndan erindreka til Íslands, hinn íslenskættaða Johannes Böggild. Í bókinni Fyrsti sendiherra á Íslandi er nýju ljósi varpað á samskipti Íslands og Danmerkur á tímabilinu og það hvernig smáríkið Ísland varð til.

Fæðingin ykkar

Handbók fyrir verðandi foreldra

Fjöldi nytsamra ráða og svör við þeim fjölmörgu spurningum sem upp geta komið í aðdraganda fæðingar. Inga María ljósmóðir skrifar hér fróðlega, áhugaverða og sérlega vandaða bók. Með góðum undirbúningi, áreiðanlegum upplýsingum og hófstilltum væntinum aukast líkur á að foreldrarnir öðlist ánægjulega upplifun af fæðingunni.

Galdur og guðlast

Dómar og bréf I-II

Galdramál 17. aldar eru óhugnanlegur vitnisburður um refsihörku yfirvalda sem á sextíu árum létu brenna eina konu og tuttugu og einn karl á báli. Í þessu tveggja binda verki eru teknir saman allir tiltækir dómar og bréf sem vörðuðu ákæru eða orðróm um galdra á árabilinu 1576-1772. Már Jónsson prófessor bjó til útgáfu og ritar inngang og skýringar.

Gengið til rjúpna

Allt um rjúpnaveiði fyrir byrjendur og lengra komna

Farið er yfir það hvernig rjúpnaskyttur þurfa að útbúa sig áður en haldið er til veiða, hvernig best er að haga sér á veiðislóð, greint frá líffræði rjúpunnar, sögu rúpnaveiða, hvernig á að hantera bráðina og matreiða rúpur. Og svo eru veiðisögur af öllu tagi.

Guðni á ferð og flugi

Hér fer Guðni með lesandann í ferðalag um hinar dreifðu byggðir Íslands og heimsækir fólk af öllu tagi sem á það sameiginlegt að vera skemmtilegir og forvitnilegir viðmælendur. Í þessum heimsóknum er Guðni yfir og allt um kring og hin landskunna „guðníska“ skýtur hvað eftir annað upp kollinum.

Handan góðs og ills

Nietzsche er líkast til sá heimspekingur sem frægastur er utan raða fræðimanna, hann er í senn dáður og alræmdur. Handan góðs og ills er eitt af höfuðverkum Nietzsches og að mörgu leyti besti inngangurinn að heimspeki hans. Þessari vönduðu þýðingu fylgir ítarlegur inngangur Arthúrs Björgvins Bollasonar þar sem lífshlaup höfundarins og meginstef heimspeki hans eru rakin.

Handbók um málfræði

Aðgengilegt grundvallarrit um íslenska málfræði fyrir nemendur, kennara og allt áhugafólk um íslenskt mál. Handbók um málfræði kemur nú út í endurskoðaðri útgáfu og tekið er tillit til breyttrar hugtakanotkunar, nýs orðaforða og nýrrar þekkingar í málfræði. Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus, er einn okkar virtustu fræðimanna á sviði íslensks nútímamáls.

Harður skellur

Fyrirsagnir fjölmiðla af alvarlegum umferðarslysum eru gjarnan eitthvað á þessa leið: Harður árekstur, lítil meiðsl. Er það virkilega svo? Nýrri tilvist eftir fyrirvaralaust og óafturkræft líkamstjón fylgja sorg og sárar tilfinningar, óheyrilegt álag og yfirþyrmandi streita. Í bókinni segir höfundur frá tveimur alvarlegum umferðarslysum og afleiðingum þeirra. Sorg sinni og sig...

Hérasmellir

Óborganlegar gamansögur af Héraðsmönnum

Þórunn á Skipalæk spænir rassinn úr buxunum. Hákon Aðalsteinsson lögregluþjónn skilar skýrslu um hestamenn. Frissi í Skóghlíð kennir þorstaleysis. Jón dýralæknir stýrir hundaslag. Jón Egill týnir héraðslækninum. Kjartan Ingvarsson reynir fyrir sér í leiklistarbransanum. Stórval fer í sögulega læknisaðgerð og flámæli veldur misskilningi. Þetta er bara brotabrot að þeim sem hér s...

Hittumst á Horninu

Hér er stiklað á stóru í sögu Hafnarstrætis 15, eins af elstu húsum Reykjavíkur, en að stærstum hluta fjallað í máli og myndum um matar- og menningarhúsið Hornið, fyrstu pizzeríuna á Íslandi. Þar hafa Jakob H. Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir staðið veitingavaktina ásamt fjölskyldu sinni í 42 ár og skapað líka ótal myndlistar- og tónlistarmönnum vettvang til að sýna, spila ...

Hjálp fyrir kvíðin börn

Kvíðaraskanir eru algengasti tilfinninga- eða hegðunarvandi sem greinist hjá börnum og talið er að um fimmtán prósent barna eigi í erfiðleikum vegna kvíða. Þessi gagnlega handbók er skrifuð af leiðandi sérfræðingum á sviði kvíðaraskana barna. Bókin mun hjálpa foreldrum og öðrum sem sinna börnum að skilja hvað veldur kvíða barnsins og að fylgja hagnýtum leiðbeiningum til að hjá...

Hlutabréf á heimsmarkaði

Eignastýring í 300 ár

Í bókinni er leitast við að auka skilning og gefa betri yfirsýn yfir alþjóðlegan fjármálamarkað. Með meiri þekkingu aukast gæði fjárfestinga og yfirgripsmeiri skilningur verður á áhættunni sem viðskiptunum fylgir. Hvar er að finna góða ávöxtun, í hvaða löndum er vænlegast að fjárfesta, hvaða aðferðir er best að nota og síðast en ekki síst, hvernig er hægt að verjast óhóflegri á...

Hugræn endurforr­itun - 2. útgáfa

Hugræn endurforritun er afar öflug sálræn meðferð sem byggir á samþættingu meðferða þriggja sálfræðinga og geðlækna sem kynntar hafa verið á síðustu árum og nýjustu rannsókna í taugafræði. Bókin er skrifuð fyrir almenning og er auðlesin og afar fróðleg um hvernig hugurinn er upp byggður og hvernig hægt er að Hún kom fyrst úr árið 2020 en hefur nú verið aukin að e...

Húðin - og umhirða hennar

Langar þig að: Læra að greina þína húðgerð? Læra að velja húðvörur sem henta þinni húð? Læra að setja saman persónulega húðrútínu? Fræðast um innihaldsefni húðvara? Húðin og umhirða hennar inniheldur margvíslegan fróðleik um húðina og hvernig best er að annast hana. Kristín Sam hefur áralanga þekkingu og reynslu af húð- og snyrtivörum.

Hús og híbýli á Hvammstanga

Húsaskrá 1898-1972

Hvammstangi er þéttbýlisstaður sem byggðist upp á fyrri hluta 20. aldar sem aðalverslunar- og þjónustustaður fyrir Vestur-Húnavatnssýslu. Í bókinni rekur Þórður Skúlason þróun byggðar á Hvammstanga frá 1898 til 1972, sögu um 180 húsa á Hvammstanga -húsa sem enn standa og einnig þeirra sem hafa horfið af sjónarsviðinu í tímans rás. Sagan er krydduð með kátlegum mannlýsingum og f...

Hvað er lífið?

Erwin Schrödinger var einn merkasti eðlisfræðingur tuttugustu aldar. Hann hlaut nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til skammtafræðinnar árið 1933. En Schrödinger var einnig annt um að máta skilning eðlisfræðinnar á lifandi efni og í Hvað er lífið? fjallar hann um erfðafræði á forsendum eðlis- og efnafræði. Bókin er enn í dag meðal þekktustu rita um eðli lífsins.