Grunnteikning fyrir málm- og bíliðngreinar
Um er að ræða endurskoðaða kennslubók í grunnteikningu, sem hét áður Teikning fyrir hönnunargreinar, en er nú sérstaklega ætluð fyrir nám í málm- og bíliðngreinum. Þetta þýðir að köflum sem sleppt var í fyrri útgáfu hefur verið bætt við að nýju. Jafnframt því hefur val á verkefnum verið endurskoðað og þeim endurraðað í samræmi við nýjar áherslur.