Fræðirit, frásagnir og handbækur

Hold og blóð

Saga mannáts

Hér er saga mannáts rakin allt aftur í bernsku mannkyns og grafist fyrir um tákngildi þess, merkingu og orsakir sem liggja að baki. Um leið varpar höfundur ljósi á áhrif þessarar ævafornu iðju á langlífar goðsagnir og venjur, allt frá vampírum og varúlfum til altarissakramentisins, og tengir við sagnir um mannæturaðmorðingja nútímans.

Horfin athygli

Hvers vegna er svona erfitt að einbeita sér - og hvað er til ráða?

Það er staðreynd að börn og fullorðnir eiga æ erfiðara með einbeitingu: að lesa, læra og fást við flókin verkefni. En hver er ástæðan og hvað er til ráða? Hér er rýnt í þá ótal ólíku þætti í umhverfinu sem ræna okkur getu til djúprar og sjálfstæðrar hugsunar, með uggvekjandi afleiðingum. Einstaklega áhugaverð og læsileg metsölubók um brýnt málefni.

Horfin býli og huldar vættir í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu

Í Snæfjallahreppi og Grunnavíkurhreppi urðu mikil umskipti á 20. öldinni. Um aldamótin 1900 var mannlíf í miklum blóma á þessu svæði og íbúafjöldinn umtalsverður á landsmælikvarða. Síðasti bóndinn flutti í burtu 1995. Hér er að finna frásagnir sem þræða hina horfnu byggð, allt frá landnámi til síðustu ábúenda. Fjöldi mynda prýðir bókina.

Hugsandi skólastofa í stærðfræði

14 aðferðir sem styðja við nám og kennslu á öllum skólastigum

Íslensk þýðing á metsölubókinni Building Thinking Classrooms eftir Peter Liljedahl. Einstök handbók fyrir kennara í stærðfræði og öðrum faggreinum. Inniheldur ítarlegar leiðbeiningar um 14 aðferðir sem stuðla að virkri þátttöku nemenda, samræðum í skólastofunni og auknum hugtakaskilningi.

Your professional Icelandic guide Iceland and the Famous Golden Circle

Upplýsandi og lífleg bók á ensku um Gullna hringinn og umhverfi hans. Höfundur er faglærður leiðsögumaður og hér tekur hann lesanda í eftirminnilegt ferðalag. Fjallað er um myndun Íslands, álfa, tröll, skrímsli, plöntur og dýr sem geta orðið á vegi lesandans. Hlekkur á gagnvirkt kort með öllum stöðum sem stoppað er á fylgir með.

Jæja 1 og 2

Íslenska fyrir byrjendur

Bókunum er ætlað að mæta vaxandi þörf fyrir námsefni í íslensku fyrir erlenda nemendur á öllum aldri og á mörgum getustigum. Efni þeirra er á þyngdarstigi A1‒A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum og bera þemu og orðaforði bókanna þess merki. Í þeim er lögð áhersla á orðaforða og talæfingar um málefni sem standa ungu fólki nær.

Íslensk menning Jötnar hundvísir

Norrænar goðsagnir í nýju ljósi

Jötnar hundvísir er í senn tímamótaverk í alþjóðlegum rannsóknum á norrænni goðafræði og áhugavekjandi íslenskt fræðirit, lifandi og alþýðlega fram sett. Með rannsókn sinni sýnir höfundur fram á að jötnar goðheimsins eru mun flóknari en talið hefur verið; þeir tengjast sköpun heimsins og búa yfir þekkingu um upphaf hans og örlög.

Kjarrá

og síðustu hestasveinarnir á Víghól

Bókin fjallar um veru og störf ungra hestasveina í fjallveiðinni í Kjarrá, um hesta, laxveiði, veiðimenn og náttúruna í heiðarlöndum árinnar. Við sögu kemur fjöldi þjóðþekktra einstaklinga og endurspeglar bókin hið sérstaka samspil manna, hesta og náttúru við laxveiðar á fjalli, fjarri öllum nútímaþægindum.

Laxá

Lífríki og saga mannlífs og veiða. Veiðistaðalýsingar í Mývatnssveit og Laxárdal

Veiðistaðalýsing fyrir Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal ásamt þáttum um lífríki, sögu og mannlíf við þessa merku silungsveiðiá. Frásagnir af merku fólki og náttúrufari árinnar sem nýtur alþjóðlegrar friðunar.