Fræðirit, frásagnir og handbækur

Upp á punkt

Upprifjun grunnþátta í stærðfræði

Ný og endurbætt útgáfa sem ætluð er nemendum sem eru að hefja nám í framhaldsskóla en skortir leikni í stærðfræði. Við efnisval var tekið mið af námskrám bæði efstu bekkja grunnskóla og grunnáfanga framhaldsskóla með það að leiðarljósi að brúa bilið þar á milli. Bókin er einnig heppileg til kennslu í 9.–10. bekk grunnskóla.

Verkefna- og gæðastjórnun fyrir byggingagreinar

Handbók stjórnenda við mannvirkjagerð frá stofnun fyrirtækja til afhendingar mannvirkja.

Þessi bók er hugsuð fyrir nemendur í byggingagreinum sem og stjórnendur við mannvirkjagerð, en að sögn höfundar á gæðastjórnun að vera einföld, leiðbeinandi og upplýsandi fyrir stjórnendur, starfsfólk, viðskiptavini og birgja þannig að þessir aðilar þekki til hlítar ábyrgð, hlutverk, væntingar og kröfur hver annars.