Niðurstöður

  • Fræðibækur

Bjarmalönd

Rússland, Úkraína og nágrenni í nútíð, fortíð og framtíð

Í senn stórfróðleg og bráðskemmtileg svipmynd af heimshluta sem fjallað er um í næstum hverjum fréttatíma, hvort sem um er að ræða stríð í austurhluta Úkraínu eða mótmæli gegn Lúkasjenkó í Hvíta-Rússlandi, átök um Nagornó Karabak eða ráðgátuna Pútín. Skyldulesning allra sem vilja fylgjast með.

Bók allra árstíða

Hugleiðingar um undirbúning, sáningu,vöxt og uppskeru lífsins

Bók allra árstíða er samansafn gullkorna sem höfundur hefur skrifað til samferðamanna sinna til að létta þeim lífsgönguna. Hún gefur þeim von, styrk, jákvæðni og samkennd á þeirri leið. „Yndislegar, angurværar hugvekjur sem minna okkur á að við erum kraftaverk, ljósverur, sem ráða því hvernig við veitum athygli ljósi okkar" Guðni Gunnarsson lífsþjálfi

Bretaveldi

Sú var tíð að Bretar réðu víðfeðmasta heimsveldi sögunnar. Saga þess hófst á valdadögum Elísabetar I á 16. öld og stóð fram á þá 20. Í þessari fróðlegu og læsilegu bók rekur Jón Þ. Þór sögu Breska heimsveldisins í stuttu máli, skýrir ris þess og hnig.

Bréf Vestur-Íslendinga III

Í þriðja og síðasta bindi þessarar merku ritraðar birtast bréf vesturfara sem hófu að skrifa heim á 20. öldinni. Bréfin eru heillandi lesning og ómetanleg heimild um vesturíslenskt samfélag. Efni þeirra litast af innreið nútímans og mörgum hinna eldri þykir sárt að horfa upp á afkomendurna samlagast nýju þjóðfélagi og tapa niður íslenskunni.

Bríet

Orðin sem ég fékk að láni.

Bærinn brennur

Síðasta aftakan á Íslandi

Margt hefur verið skrifað um morðin á Illugastöðum árið 1828, aðdraganda og eftirmál. Bóndinn Natan var myrtur ásamt öðrum manni, rændur og síðan kveikt í til að reyna að dylja verksummerki. Miklar sögur spunnust um glæpinn og sakborn­ingana – en hver er sannleikurinn? Þórunn leitar í frumgögn og varpar nýju ljósi á málið og einstaklingana sem við sögu komu.

Börn og sorg

Hvernig má leiða börn og unglinga til fundar við þá staðreynd lífsins sem dauðinn er á eðlilegan og nærfærinn hátt? Börn og sorg kom fyrst út árið 1998 og öðlaðist miklar vinsældir. Hún er ætluð þeim sem annast börn og unglinga, hvort sem er á heimili eða í skóla.

Dagbókin

Í Dagbókinni er farið yfir leiðir til að innleiða góðar venjur út frá skilgreiningu innri gilda og skýrri markmiðasetningu sem hámarka afköst og árangur. Dagbókin er hönnuð til að auka meðvitund á daglegum venjum og líðan m.a. með markvissri sjálfsskoðun, skipulögðum verkefnalistum og dagbókarfærslum.

Eikonomics

Sumir halda að hagfræði sé hrútleiðinleg og snúist eingöngu um verðteygni, stýrivexti, verga þjóðarframleiðslu og arðsemi eigin fjár á fyrsta ársfjórðungi. En í húsi hagfræðinnar eru fleiri herbergi sem minna hefur farið fyrir, svo sem jóla- og djammhagfræðin auk landabruggs- og bílasöluhagfræðinnar. Hér er hlutur þeirra réttur nokkuð í grútskemmtilegri og stórfróðlegri bók.

Elítur og valda­kerfi á Íslandi

Elítum er oft stillt upp sem óvinum alþýðunnar í pólitískri orðræðu samtímans. En hvað er í raun vitað um elíturnar? Mynda þær samhentan kjarna sem stýrir samfélaginu á bakvið tjöldin eða samanstanda þær bara af fólki sem hefur náð góðum árangri á sínu sviði? Í þessari bók er þróun valdakerfanna á Íslandi rakin frá því á nítjándu öld og gögn birt um samsetningu og starfshætti e...

Erindi

Póetík í Reykjavík

Reykjavík fagnar tíu ára afmæli sem Bókmenntaborg UNESCO haustið 2021. Á þessum tímamótum hugleiða fjórtán reykvískir höfundar skáldskaparlistina. Höfundarnir eru; Auður Ava Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Margrét Bjarnadóttir, Mazen Maarouf, Steinar Bragi, Steinunn Sigurðardóttir, Gerður Kristný, Yrsa Sigurðardóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, angela rawlings, Bergsveinn ...

Ég lifi lífi sem líkist ykkar

Lífslýsing

Jan Grue hefur notað hjólastól frá barnæsku vegna vöðvarýrnunarsjúkdóms. Í þessari verðlaunabók lýsir hann lífi sínu og hugleiðir ýmsar áskoranir sem hann hefur mætt, bæði hversdagslegar og þungvægar. Hann greinir frá uppvextinum, baráttu sinni við kerfið, vonbrigðum og árangri, biturleika en einnig gleði.

Fimmaura­brandarar 3

Þegar Aðalbjörg svarar ekki í símann hringi ég í Varabjörgu. Ef ég villist á leiðinni að Heilsuhælinu í Hveragerði er ég þá hælisleitandi? Hvort er útrunnið eitur hættulegra eða hættuminna? Í gær ætlaði ég að segja góðan brandara um IKEA en ég er enn að setja hann saman. Hér rekur hver snilldin aðra og víst er að margir munu eiga góðar stundir með þessa bók á milli handanna.

Fjárfestingar

Fjárfestingar fjallar um fjármál og fjárfestingar á áhugaverðan og hvetjandi hátt. Bókin er ætluð öllum sem hafa áhuga á því að fjárfesta, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Fjallað er um allar helstu fjárfestingaleiðir og er bókin uppfull af frábærum ráðum sem þú getur ný...

Fléttur V

#MeToo

Þverfaglegt greinasafn um #MeToo og baráttu kvenna gegn áreitni og ofbeldi. Rýnt er í umhverfið sem #MeToo-hreyfingin sprettur upp úr, ástæður þess að hún verður jafn öflug og raun ber vitni, árangur hreyfingarinnar sem og andstreymið gegn henni.

Flýgur tvítug fiskisaga

Fiskidagurinn mikli 2001-2020

Fjallað er um Fiskidaginn mikla, þá merkilegu og sérstæðu mannlífssamkomu á Dalvík, frá upphafi þar til veirufárið hjó skarð í gleðina. Ljósi er varpað á aðdragandann, gangverkið og það sem gerist framan við tjöldin og að tjaldabaki. Höfundur er brottfluttur Svarfdælingur og upplifði Fiskidagsfjörið sextán sinnum. Hann hefur því ríka reynslu af gestrisni heimafólks í Dalvíkurby...

Framtíð mannkyns

Í þessari bók er fjallað um sögu geimkönnunar í ljósi endurvakins áhuga á geimferðum nú þegar stórveldi jafnt sem auðjöfrar hafa sett stefnuna á Mars. Í líflegri frásögn sinni skírskotar Kaku m.a. til skáldverka frá gullöld vísindaskáldskapar sem endurspeglað hafa framtíðarsýn mannsins og sýnir hvernig ný tækni hefur gert raunhæft það sem áður þótti óhugsandi.

Frá degi til dags

Dagbækur, almanök og veðurbækur 1720–1920

Bókin byggist á safni dagbóka sem varðveitt er í Handritasafni Landsbókasafns. Dagbókaritarar – alls á þriðja hundrað einstaklingar – eru margbreytilegir og dagbækurnar mjög fjölbreyttar að formi og innihaldi. Þær spanna frá örfáum vikum til margra áratuga samfelldra skráninga og færslurnar eru frá örfáum orðum um veðurfar til langra tilfinningaþrunginna hugleiðinga.