Fræðirit, frásagnir og handbækur

Breytingaskeiðið

Jákvæður leiðarvísir að nýju upphafi

Breytingaskeiðið er meira en bók. Hún er bylting. Hún er bjargvættur. Bókin kannar og útskýrir vísindin, afsannar skaðlegar mýtur sem hafa haldið aftur af okkur of lengi og brýtur þagnarmúrinn sem staðið hefur í kringum breytingaskeiðið, aðdraganda þess og afleiðingar. Nú kveðjum við óttann, röngu upplýsingarnar, skömmina og þögnina.

Brýrnar yfir Eyjafjarðará

Stiklað á stóru úr 100 ára sögu brúa yfir Eyjafjarðará

Yfir Eyjafjarðará liggja alls ellefu brýr en haustið 2023 er liðin öld síðan áin var brúuð á óshólmunum sunnan Akureyrar. Hér er áin rakin frá upptökum til ósa þar sem hver brú fær mynd og stutta umfjöllun: Hvenær var brúin byggð, hvar er hún og hvað má sjá í hennar nánasta umhverfi. Auk annarra fróðleiksmola sem höfundur gaukar að lesendum.

Ekki staður fyrir aumingja

Sönn saga um afbrigðilegheit, pyntingar og samfélagshreinsun

Vorið 1999 var lögreglan kölluð að gömlum og yfirgefnum banka í bænum Snowtown i Ástralíu í tengslum við rannsókn á dularfullum mannshvörfum. Í hvelfingu bankans reyndust vera sex tunnur fylltar sýru með líkamsleifum átta einstaklinga.Fýlan í hvelfingunni var svo megn að lögreglumennirnir þurftu öndunarbúnað til að athafna sig.

Esseyja

Island Fiction

Í bókinni Esseyju / Island Fiction er fléttað saman listaverkum, ferðasögum og textum sem takast á við margslungnar hliðar á tilveru og sögu Surtseyjar. Bókin er gefin út á íslensku og ensku og í samstarfi við rannsóknarverkefnið Relics of Nature.

Ég er þinn elskari

Bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825–1832

Árið 1826 sigldi Baldvin Einarsson til náms í Kaupmannahöfn. Hann var þá trúlofaður Kristrúnu Jónsdóttur en sveik hana í tryggðum. Við tók flókið bréfasamband ástar, blekkinga og fyrirgefningar. Í bókinni er ástarharmsaga Kristrúnar og Baldvins rakin og bréfin sem hann skrifaði henni 1825–1832 birt með skýringum og færð til nútímastafsetningar.

Frasabókin

Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri

Yfir þúsund frasar, snjallyrði, orðtök og slanguryrði. „Skemmtilegur leiðarvísir sem birtir og skýrir frasa úr öllum áttum og frá öllum tímum. Framtíðin meðtalin.“ / Árni Matthíasson, menningarblaðamaður. „Bók sem hver einasti Íslendingur verður að eiga. Þetta er sko eitthvað ofan á brauð!“ / Ari Eldjárn, grínisti.