Niðurstöður

  • Fræðibækur og rit almenns efnis

Pyntingamamman

Sönn sakamál 5

Í júlí 1965 var unglingnum Sylvíu Likens komið fyrir í fóstri hjá Gertrude Baniszewski í borginni Indianapolis í Indiana-ríki í Bandaríkjunum. Gertrude var einstæð móðir sjö barna og vann meðal annars fyrir sér með því að taka börn í fóstur. Á heimilinu réðu börnin sér mikið sjálf og myndaðist þar eins konar stigveldi félagslegs darwinisma þar ...

Rauð rúlletta

FRÁSÖGN INNANBÚÐARMANNS AF AUÐÆFUM, VÖLDUM, SPILLINGU OG HEFND Í KÍNA OKKAR DAGA

Desmond Shum ólst upp í fátækt í Kína. Hann hét sjálfum sér því að brjótast til mennta og auðlegðar. Að loknu háskólanámi giftist hann hinni gáfuðu og metnaðarfullu Whitney Duan sem var ákveðin í að hasla sér völl í karlasamfélaginu í Kína. Með því að mynda tengsl við æðstu meðlimi Kommúnistaflokksins, hina svokölluðu Rauðu aðalsstétt, komust þa...

Spurt og svarað: Aðferðafræði spurningakannana

Spurningakannanir eru mikilvægt rannsoknartæki sem beitt er i nanast ollum þeim greinum sem fjalla um manninn a einn eða annan hátt. Meginstoðir þeirra — þ.e. spurningalistar og urtakið sem svarar þeim — er aðalviðfangsefni bokarinnar, sem er bæði ætluð þeim sem nota spurningakannanir jafnt sem þeim sem bua þær til.

Stórasta land í heimi

Þrautabók um Ísland

Ísland er sannarlega skrítinn og skemmtilegur hrærigrautur, í senn heitt og kalt, lítið og stórt o.s.frv. – og þjóðin sem byggir það sömuleiðis alveg sérstök, fámenn en samt svo áberandi. Bókin er full af heilabrotum, fróðleik og skemmtun og geymir næstum því allt sem gott er og gaman að vita um þetta stórasta land í heimi. Einnig til á ensku.

Strand í gini gígsins

Sursteyjargosið sem hófst 14. nóvember 1963 hafði mikil áhrif á Vestmannaeyinga. Í þessari mögnuðu bók er brugðið upp einstakri mynd af mannlífinu í Eyjum á árum Surtseyjarelda og lýst svaðilförum tengdum þeim sem fæstar hafa verið færðar í letur áður. Til dæmis þegar ungir Eyjamenn horfðust í augu við dauðann í Surtsey, Syrtlingi og Jólni þeg...

Straumar frá Bretlandseyjum

Rætur íslenskrar byggingarlistar

Straumar frá Bretlandseyjum - Rætur íslenskrar byggingarlistar er afrakstur sögulegs rannsóknarverkefnis arkitektanna Hjördísar og Dennis. Hún fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarsögu frá upphafi byggðar og fram á daginn í dag.

Stærðfræði 3C

Diffrun og einkenni ferla - greining ferla - heildun

Þessi kennslubók er ætluð nemendum á 3. þrepi (þriðja áfanga) í stærðfræði í framhaldsskóla. Í henni er fjallað um diffrun og einkenni ferla, greiningu ferla og heildun.

Sýklafræði og sýkingavarnir - tilraunaútgáfa

Besta leiðin til að forðast sjúkdóma er að koma í veg fyrir sýkingar og dreifingu ónæmra baktería. Til þess er nauðsynlegt að hafa góða þekkingu á því hvernig sjúkdómsvaldandi örverur haga sér. Kunnátta í sýklafræði er því ómissandi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk.

Tíminn minn 2023

Hlý og fallega myndskreytt dagbók eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur.

Tómið eftir sjálfsvíg

Í Tóminu eftir sjálfsvíg segja aðstandendur frá einni erfiðustu upplifun lífs síns, missi ástvinar í sjálfsvígi. Sögurnar eru átakanlegar en þær veita von. Í bókinni eru jafnframt kaflar sem veita aðstandendum bjargráð í sorgarferlinu.

Undir gjallregni

Undir gjallregni - Frásögn lögreglumanns af gosinu í Eyjum 1973 er einstök og persónuleg frásögn sjónarvotta af miklum sögulegum atburðum.

Veðurskeyti frá Ásgarði

Ferðahandbók um tónverk

Veðurskeyti frá Ásgarði er eins konar ferðahandbók um söngverk Atla Ingólfssonar, Elsku Borga mín, og myndbandsverk sem Jeannette Castioni gerði við það. Verkin byggjast á sendibréfum sem Lilja Magnúsdóttir, bóndakona í Ásgarði í Dölum, skrifaði dóttur sinni um miðja 20. öldina. Bókin samanstendur af greinum fræðafólks úr ýmsum áttum.

Venjulegar konur

Vændi á Íslandi

Vændi viðgengst á Íslandi en þó heyrast sjaldan raddir þeirra sem í því lenda. Hér ræðir Brynhildur Björnsdóttir við sex íslenskar konur sem hafa verið í vændi, konur sem bera sára reynslu sína ekki utan á sér en lýsa aðstæðum sem aldrei ættu að viðgangast. Jafnframt er fyrirbærið vændi kannað frá ýmsum hliðum og rætt við fagfólk sem vinnur með ...

Vinnuvernd

Vitund - varnir - viðbrögð

Tilgangurinn með þessari vefbók í vinnuvernd er fyrst og fremst að taka saman á einn stað þá grundvallarþekkingu sem fólk þarf að tileinka sér til að geta leyst störf sín á öruggan hátt.

Vítislogar – kilja

Heimur í stríði 1939–1945

Heimsstyrjöldin síðari kostaði um sextíu milljónir manna lífið – að meðaltali tuttugu og sjö þúsund manns á dag. Milljónir hlutu ævarandi líkamlegan og andlegan skaða. Heilu borgirnar og landsvæðin voru rústir einar. Í fjóra áratugi hefur Max Hastings rannsakað og skrifað um ólíka þætti þessa hildarleiks. Í þessari bók dregur hann saman rannsó...

Vökvatækni - tilraunaútgáfa

Þessi bók fjallar um grundvallaratriði vökvatækni. Efnið er sett fram á auðskiljanlegan hátt og gefur lesandanum innsýn í heim vökvafræðinnar og þá möguleika sem vökvatækni býður upp á.

Örverufræði

Örverufræði er ný þýdd og staðfærð kennslubók sem fjallar um helstu hliðar örverufræðinnar. Bókin er ætluð til kennslu í líffræði og líftækni í framhaldsskólum. Hún nær yfir breitt svið, þannig að hana má einnig nota við aðra kennslu.