Fræðirit, frásagnir og handbækur

Aldarlýsing - Ættarsaga Drottningin í Dalnum

Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir

Saga Guðrúnar Margrétar Þorsteinsdóttur, tveggja eiginmanna og sona hennar í Vatnsdal, er um margt merkileg. Foreldrar hennar urðu að láta hana frá sér vegna fátæktar og ómegðar þegar hún var þriggja ára. Hún eignaðist þrjú börn og varð ekkja í annað sinn 42 ára. Í kjölfarið keypti hún jörðina Haukagil í Vatnsdal og bjó þar með reisn í 26 ára.

Efnisfræði fyrir málmiðnað

Bókin veitir á kerfisbundinn hátt innsýn í uppbyggingu, framleiðslu og úrvinnslu málma og annarra efna sem notuð eru í málmiðnaði. Þar er fjallað um hefðbundna og sjáldgæfari málma og málmblöndur, notkunarsvið þeirra og aðferðir við steypingu og herslu. Einnig er í bókinni ítarlegur kafli um plastefni og annar um keramísk efni.

Einmana

Tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar

Fróðlegt rit þar sem einsemdin er skoðuð frá ýmsum hliðum. Farið er yfir það hver eru einmana, hvenær og af hverju en jafnframt leitast við að varpa ljósi á það sem einmanaleikinn getur kennt okkur og hvernig bregðast megi við honum. Útkoman er áhugaverð bók um mikilvægi tengsla og þá merkingu sem finna má í lífinu þrátt fyrir einsemd.

Fangar Breta

Vitað er með vissu um 47 Íslendinga sem Bretar handtóku á stríðsárunum frá 1940-1945 og vistuðu í fangelsum í Englandi. Þeir sátu innilokaðir í Bretlandi allt frá nokkrum mánuðum til tæplega þriggja og hálfs árs. Enginn fanganna fékk að leita sér lagalegrar aðstoðar eða verja sig fyrir dómstólum. Hér birtist saga þeirra.

Fjórar vikur – fjögur ráð

Aðferð glúkósagyðjunnar til að jafna blóðsykurinn

Breyttu lífi þínu á aðeins fjórum vikum! Ný bók eftir höfund Blóðsykursbyltingarinnar sem sló í gegn 2023. Hún sýnir hvernig hægt er að hafa áhrif á blóðsykurinn til hins betra og bæta bæði líkamlega og andlega heilsu. Meira en hundrað auðveldar og girnilegar uppskriftir og ótal dæmi um hvernig best er að beita hollráðum Glúkósagyðjunnar.

Ritsafn Sagnfræðistofnunar 45 Fornar Skálholtsskræður

Úr sögu nokkurra skinnhandrita frá Skálholti

Fornar Skálholtsskræður er um sögu þriggja skinnhandrita sem voru við biskupsstólinn í Skálholti. Fyrst er minnisbók sem biskupar höfðu meðferðis í vísitasíuferðum um 1500. Þá er fjallað um gamla námsbók úr prestaskóla Skálholts, þar sem er þýðing á íslensku úr klassískum kanónískum rétti.

Frasabókin – ný og endurbætt

Íslensk snjallyrði við hvert tækifæri

Ný og endurbætt frasabók með ferskum og bráðskemmtilegum frösum. Yfir tólf hundruð frasar, snjallyrði, orðtök og slanguryrði sem geta glatt vinina, afa og ömmu, frænda og frænku, mágkonu og samstarfsfélaga. Skemmtileg, fyndin og fræðandi bók sem kemur að góðum notum hvar og hvenær sem er.

Frumherjar

Tíu húsameistarar fæddir fyrir aldamótin 1900

Bókin fjallar um frumherja í íslenskri húsagerð sem eru fæddir fyrir aldamótin 1900, fimm í Reykjavík og fimm úti á landi. Þeir lærðu fyrstu handtökin í smiðjunni heima, fóru í Iðnskólann eða í smíðanám hjá góðum meisturum, kláruðu sveinsstykkin sín - jafnvel tvö - og tóku stefnu á teikniskóla í Kaupmannahöfn, Noregi eða í Þýskalandi.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Fyrir eilífum friði

Þetta rit Kants dregur heimspeki hans saman í beittri greiningu á stríðshneigð nútímans sem grefur undan framþróun og öryggi. Enn í dag eiga hugleiðingar hans við: Um frið sem er ekki annað en undanfari stríðs, um samninga sem leiða aðeins til frekari átaka og um þá sóun mannslífa og verðmæta sem engum stjórnvöldum ætti að leyfast að véla um.

Fötlun, sjálf og samfélag

Birtingarmyndir og úrlausnarefni

Fjallað er um líf og aðstæður fatlaðs fólks í ljósi gagnrýninna kenninga og íslenskra rannsókna á sviði fötlunarfræða. Athygli er beint að helstu viðfangs- og úrlausnarefnum ólíkra æviskeiða og að flóknu samspili félagslegra, efnislegra og stofnanabundinna hindrana sem skapa og viðhalda fötlun og torvelda fötluðu fólki að lifa góðu lífi.