Niðurstöður

  • Fræðibækur og rit almenns efnis

Vegabréf: Íslenskt

Frá Afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó

Sigríður Víðis Jónsdóttir býður lesandanum að fylgja sér á ferðalögum um heiminn, m.a. til Palestínu, Sýrlands og Rúanda. Í gegnum frásagnir af fólki á hverjum stað miðlar hún heimssögunni af einstakri næmni og virðingu, og minnir okkur á að þrátt fyrir að höf og eyðimerkur skilji okkur að búum við öll undir sama himni, sömu sól.

Venjulegar konur

Vændi á Íslandi

Vændi viðgengst á Íslandi en þó heyrast sjaldan raddir þeirra sem í því lenda. Hér ræðir Brynhildur Björnsdóttir við sex íslenskar konur sem hafa verið í vændi, þær bera sára reynslu sína ekki utan á sér en lýsa aðstæðum sem aldrei ættu að viðgangast. Jafnframt er fyrirbærið vændi kannað frá ýmsum hliðum og rætt við fagfólk sem vinnur með þolendum.

Verufræði

Hvað er til og hvað er að vera (til)? Er ekkert annað til en efnið? Hvað með vitund eða skynjun? Spurningar af þessum toga eru viðfangsefni verufræðinnar og þar með þessarar bókar. Í henni er sett fram kenning sem kalla má verufræði skynsins.

Vinir Ferguson og Vestfjarða

Á traktorum gegn einelti. Dagbók hringfara. Sögur af sögum, fólki og stöðum

Árið 2022 fóru Vinir Ferguson Vestfjarðaleiðina og náð endanlega að láta draum okkar frá æsku rætast, það er að keyra Massey Ferguson, 35X árgerð 1963 hring í kringum um allt landið. Skemmtilega ferðalýsing þar sem sagðar eru sögur af sögum, fólki og stöðum.

Vinnuvernd

Vitund - varnir - viðbrögð

Allir ættu að láta sig vinnuvernd varða og því er almenn kunnátta á hugtökum, hættum og aðferðum til úrbóta nauðsynleg svo draga megi úr áhættu á vinnustað. Í þessari vefbók er leitast við að setja efnið fram á einfaldan og skýran hátt. Auk þess er í vefbókinni fjöldi ljósmynda, myndbanda og teikninga.

Vítislogar – kilja

Heimur í stríði 1939–1945

Heimsstyrjöldin síðari kostaði um 60 milljónir manna lífið – að meðaltali 27 þúsund manns á dag. Milljónir hlutu ævarandi líkamlegan og andlegan skaða. Heilu borgirnar voru rústir einar. Í þessari bók dregur Max Hastings saman rannsóknir sínar í eitt heildarverk sem fengið hefur frábærar viðtökur og þykir varpa nýju ljósi á blóðugustu ár 20. aldar.

Vökvatækni - tilraunaútgáfa

Þessi bók fjallar um grundvallaratriði vökvatækni, s.s. dælur, mótora, strokka, þrýstiventla, stefnuloka, skothylkisloka, flæðisventla, hlutfallsventla og rafgeyma. Auk þess er fjallað um mælitækni og viðhald vökvakerfa. Bókin er ætluð til kennslu í framhaldsskólum en hentar auk þess til sjálfsnáms og sem uppsláttarrit fyrir tæknifólk.

Yfirrétturinn á Íslandi: Dómar og skjöl II. 1711‒1715

Yfirrétturinn á Íslandi starfaði á árunum 1563–1800 og var æðsta dómstig innanlands. Í öðru bindi dóma og skjala yfirréttarins birtast dómar áranna 1711–1715. Stór hluti skjalanna tengist rannsókn þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns á réttarfari á Íslandi. Í bindinu koma m.a. fyrir galdramál, meiðyrðamál, rekamál og deilur um málsmeðferð.

Það blæðir úr þjóðarsálinni

Síðustu ár hafa bakþankar Óttars Guðmundssonar í Fréttablaðinu notið mikilla og verðskuldaðra vinsælda. Óttar er litríkur höfundur sem kemur víða við. Hann leitar jöfnum höndum í smiðju afa síns Egils Skallagrímssonar og frænda sinna af Sturlungaætt. Honum er ekkert óviðkomandi og pistlarnir fjalla bæði um vandamál nútímamanna og forfeðranna.

Það sem ég hefði viljað vita

Þessi bók byggir á reynslu Eddu Falak og hefur að geyma vitneskju sem hún hefði viljað búa yfir þegar hún var yngri, hluti sem hún veit í dag vegna þess sem hún hefur gengið í gegnum. Edda er fjármálafræðingur og stýrir hlaðvarpi sínu Eigin konur. Í bókinni er að finna mikilvæg svör við spurningum sem erfitt er að spyrja – en verður að svara.

Þingvellir í íslenskri myndlist

Þingvellir eru hjartastaður þjóðarinnar. Þar eru fegurðin og sagan við hvert fótmál. Í þessari glæsilegu bók er ítarlegt yfirlit um íslenska myndlist tengda Þingvöllum og þróun hennar í tímans rás. Við gerð hennar hefur verið unnið mikið starf við söfnun, skráningu og ljósmyndun listaverka en myndir af 269 verkum eftir 104 listamenn eru í bókinni.

Þórir Baldvins­son arkitekt

Þórir Baldvinsson (1901-1986) arkitekt var í senn framúrstefnumaður í anda funksjónalisma og baráttumaður fyrir bættum húsakosti til sveita. Hann veitti Teiknistofu landbúnaðarins forstöðu á árunum 1938-1969. Í þessari bók er yfirlit verka Þóris ásamt greinum um líf hans og starf. Úlfur Kolka sá um hönnun.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins

Þroskasaga Haís Íbn Jaqzan

Saga Haís er frumleg tilraun til að svara spurningunni um hvernig mannskepnan sé í eðli sínu. Hún gerir ráð fyrir að til sé hinn náttúrlegi maður, með öllu ósnortinn af samfélaginu. Ritið sem verður til í Andalúsíu á tólftu öld sameinar aristótelísk-nýplatónskri heimspeki íslamskri dulhyggju, súfisma.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins

Öld gensins

Skilningur okkar á erfðum eru nátengdur hugmyndinni um genið. Alla tuttugustu öld var genið í miðpunkti erfðarannsókna og staða þess virtist enn styrkjast þegar lýst var byggingu DNA kjarnsýrusameindarinnar. En því fer þó fjarri að staða gensins sé trygg eða augljós.

Örverufræði

Örverufræði er ný þýdd og staðfærð kennslubók sem fjallar um helstu hliðar örverufræðinnar. Bókin er ætluð til kennslu í líffræði og líftækni í framhaldsskólum. Hún nær yfir breitt svið, þannig að hana má einnig nota við aðra kennslu.