ÚTKALL
SOS – erum á lífi!
Átta sjómenn af Steindóri GK, berjast fyrir lífi sínu undir sextíu metra háu og myrku hamrastálinu undir Krísuvíkurbergi og Vigdís Elísdóttir, 21 árs háseti, er að reyna að semja við Guð. „Þarna upplifði ég hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum.“ Skipverjar á Steindóri GK, og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, lýsa hér mögnuðum atburðum.