Niðurstöður

  • Fræðibækur

Smárit Stofnun­ar Vigdísar Finnbogadóttur - Þrjú rit

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Hér er á ferðinni ný ritröð sem ætlað er að miðla alls kyns fróðleik um ólíka menningarheima og hugsun. Í fyrstu þremur ritunum er að finna þýddar ritgerðir eftir þrjá höfunda. Þeir eru danski heimspekingurinn og guðfræðingurinn Dorthe Jørgensen, fransk-marokkóski rithöfundurinn og blaðakonan Leïla Slimani og Kínafræðingurinn Simon Leys.

Smárit - Þrjár esseyjur úr bókinni Salur Gagnleysisins

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Hér er á ferðinni smárit í nýrri ritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Í þessu riti má finna þýðingar á fáeinum esseyjum eftir belgíska Kínafræðinginn Simon Leys.

Sprakkar

Kven­skör­ungar Íslands og hvernig þær leitast við að breyta heiminum

Eliza Reid hefur unnið við blaðamennsku, ritstjórn og ritstörf og varð árið 2016 forsetafrú. Hér fjallar hún um þá stöðu sína og segir frá sjálfri sér. Þær sögur fléttast saman við frásagnir viðmælenda hennar, sem eru konur á ólíkum sviðum þjóðlífsins, og rifjaðar eru upp sögur af nokkrum þekktum kvenskörungum.

Stafróf ástarinnar

Það er alltaf dálítið kraftaverk þegar eitt hjarta fyllist ástúð í garð annars. Líttu á það sem lán að fá að elska og njóta ástar. Þessi bók er skrifuð handa þeim sem vilja leggja rækt við kærleikann og hlúa að ástinni í lífi sínu.

Stafróf hugrekkisins

Óttinn er mikilvægt varnarkerfi sem varar okkur við hættum og hjálpar okkur að bregðast við. Ótti sem varir stöðugt og nagar okkur að innan er hins vegar annars eðlis. Þessi bók er skrifuð sem hvatning og leiðsögn handa þeim sem vilja sigrast á óttanum með hugrekkið að vopni.

Útgáfa á aldarafmæli höfundar

Stóraborg

Staður mannlífs og menningar

Í tilefni af aldarafmæli Þórðar Tómassonar í Skógum kemur út einstök bók hans um bæinn Stóruborg undir Eyjafjöllum. Höfundur dregur fram nær aldarlangt samband sitt við staðinn og það hvernig landbrot sjávar og rannsóknir fræðimanna á því sem þar kemur í ljós opnar okkur sýn á Íslandssöguna. Stóraborg er 30. bók höfundar sem jafnhliða fræðistörfum byggði upp eitt vinsælasta for...

Strand Jamestowns

Við Hafnir 1881

Strand seglskipsins Jamestowns við Hafnir á Reykjanesi árið 1881 og eftirmálar þess er stórmerkileg saga sem allt of fáir þekkja. Varla er hægt að ímynda sér hvílíkur hvalreki strand þessa 4.000 tonna risastóra skips var fyrir Reyknesinga en það var fulllestað af unnum eðalvið, furu, sem átti að fara undir járnbrautarteina á Englandi. Halldór Svavarsson, höfundur bókarinnar, vi...

Straumar frá Bretlandseyjum

Rætur íslenskrar byggingarlistar

Straumar frá Bretlandseyjum - Rætur íslenskrar byggingarlistar er afrakstur sögulegs rannsóknarverkefnis arkitektanna Hjördísar og Dennis. Hún fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarsögu frá upphafi byggðar og fram á daginn í dag. Menn hafa þörf fyrir að þekkja uppruna sinn, menningu og sögu. Sagan veitir okkur sameiginlegt minni. Hú...

Stríð og kliður

Hvað verður um ímynd­unar­aflið?

Þurfum við að endurhugsa samfélagið frá grunni? Leiftrandi hugmyndarík bók sem talar til lesenda á öllum aldri. Höfundur sækir jafnt í eigið líf og skrif vísindamanna og skálda í aldanna rás og útkoman er frumleg glíma við margar stærstu spurningar samtímans.

Sturlunga geðlæknisins

Óttar Guðmundsson geðlæknir veltir nú fyrir sér geðrænum vandamálum á þrettándu öld og skoðar róstusamt líf Sturlunga. Snorri Sturluson, Sturla Sighvatsson, Þórdís Snorradóttir og Gissur Þorvaldsson ásamt fleirum leggjast öll á bekkinn hjá geðlækninum. Hefur mannlegt eðli eitthvað breyst á þessum 800 árum sem liðin eru? Hver var skýringin á siðblindu Kolbeins unga, ákvarðanaf...

Sturlunga saga I-III

Íslenzk fornrit XX-XXII

Sturlunga er sagnasafn um atburði sem gerðust á Íslandi á tímabilinu 1117-1264 og er mikilvægasta samtímafrásögn sem til er um valdabarátu íslenskra höfðingja. Sagan opnar lesanda leiftursýn á bændasamfélag miðalda en sviðsetur jafnframt örlagaþrungna atburði sem leiddu til þess að Íslendingar gengu Noregskonungi á vald laust eftir miðja þrettándu öld.

Stærðfræði 3B

föll - markgildi - diffrun

Bókin er hluti af nýjum kennslubókaflokki í stærðfræði fyrir framhaldsskóla og ætluð nemendum á 3. þrepi (öðrum áfanga). Hún er jafnframt hugsuð fyrir þá nemendur sem hafa lokið fornámsáföngum í stærðfræði. Höfundur bókarinnar, Gísli Bachmann, hefur um árabil kennt við Tækniskólann.

Sveppabókin

Íslenski sveppir og sveppafræði

Sveppabókin er frumsmíð um sveppafræði á íslensku og byggist á hálfrar aldar rannsóknum höfundar á sveppum. Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um eðli og gerð sveppa og hlutverk þeirra í lífkerfi jarðar. Þá er rætt um matsveppi og eitursveppi og nýtingu myglusveppa. Í síðari hluta er fjallað um alla flokka sveppa sem þekkjast á Íslandi.

Sönn erlend sakamál

Morðið í herbegi 348

Sex sannar sögur af sakamálum sem flest gerðust í Bandaríkjunum. Morð, fjárkúgun, mannrán, fjármálasvik og hneyksli innan kaþólsku kirkjunnar eru á meðal þess sem sagt er frá í bókinni. Sum þessara mála rötuðu í fréttirnar hér á landi en önnur voru leyst í kyrrþey. Áhugaverð bók fyrir alla þá sem unna góðum glæpasögum.

Til hnífs og skeiðar

Greinasafn um íslenska matarmenningu

Bókin hefur víða skírskotun, til almennings, áhugafólks um mat og matarmenningu jafnt sem fræðimanna. Fjallað er um færni, fjölbreytni og hugvit og hvernig íslensk matargerð og hérlendar aðstæður hafa skapað verðmæti sem koma sífellt á óvart, vekja athygli, jafnvel undrun eins og vöxtur og velgengni skyrsins er áberandi dæmi um.

Saga

Tímarit Sögufélags LIX: 1

Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Ritrýndar greinar og viðhorf mynda stærstu efnisþætti tímaritsins. Í Sögu birtast einnig ritdómar og ritfregnir um nýjar bækur er varða sögu, einkum Íslandssögu, og annað efni af sagnfræðilegu tagi. Ómissandi öllum þeim sem hafa áhuga á sögu Íslands.

Saga

Tímarit Sögufélags LIX: 2 2021

Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Ritrýndar greinar og viðhorf mynda stærstu efnisþætti tímaritsins. Í Sögu birtast einnig ritdómar og ritfregnir um nýjar bækur er varða sögu, einkum Íslandssögu, og annað efni af sagnfræðilegu tagi. Ómissandi öllum þeim sem hafa áhuga á sögu Íslands.

Tíminn minn - 2022

Hlý og fallega myndskreytt dagbók eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur, sem nú er einn vinsælasti listamaður Noregs. Þessi dagbók er sniðin fyrir konur, full af jákvæðni og góðum ráðum. Tíminn minn er uppáhalds dagbók fjölda íslenskra kvenna og kemur nú út í áttunda árið ...