Allar bækur

1984

NÍTJÁN HUNDRUÐ ÁTTATÍU OG FJÖGUR – Ný útgáfa

Í þessari áhrifaríku bók bregður George Orwell upp ógnvænlegri mynd af alræðisríki þar sem „Stóri bróðir“ hefur nær algera stjórn á lífi fólks, hugsunum þess og minni. Í ömurlegri og þrúgandi tilveru fremur Winston Smith þá dauðasynd að reyna að skapa sér sjálfstæða vitund. Honum tekst um skeið að halda dagbók og njóta forboðinnar ástar ...

9. nóvember

Fallon kynnist Ben, upprennandi rithöfundi, daginn áður en hún hyggst flytja þvert yfir landið. Þau laðast hvort að öðru og ákveða að verja saman síðasta deginum hennar í Los Angeles. Viðburðarík ævi Fallon veitir Ben innblástur að hans fyrstu skáldsögu og þau ákveða að hittast árlega á þessum sama degi til að fylla inn í söguþráðinn.

Að deyja frá betri heimi

Ævisaga Jónasar Kristjánssonar læknis

Jónas Kristjánsson ákvað að gerast læknir þegar móðir hans dó frá átta börnum í torfbæ í Svínadal árið 1881. Þá var hann 11 ára að aldri. Faðir hans lést nokkru síðar og fjölskyldan var leyst upp. Jónas barðist til mennta og útskrifaðist sem læknir um aldamótin. Fáir ef nokkrir hafa barist eins ötullega fyrir bættu heilbrigði þjóðarinnar en Jónas.

Doggerland Að duga eða drepast

Á sólríkum degi koma íbúar Doggerlands saman við höfnina. Gleðin breytist í martröð þegar skotið er á fólk en byssumaðurinn finnst síðan látinn. Karen Eiken Hornby, sem er komin átta mánuði á leið, er ákveðin í að komast að því hvað bjó að baki árásinni. Um leið stofnar hún lífi sínu og annarra í hættu. Þetta er fjórða bókin í Doggerland-seríunni.

Afi minn stríðsfanginn

Skömmu eftir að Bretar hernámu Ísland í síðari heimsstyrjöldinni handtóku þeir alla Þjóðverja sem bjuggu á landinu, skipti þá engu hvort þeir studdu málsstað nasista eður ei. Karl Hirst, afi Elínar Hirst, var einn þessara manna og beið hans eins og hinna vist í fangabúðum í Englandi. Og þegar vistinni í fangabúðunum lauk tók við annar hryllingur.

Allt önnur saga

Frægur áhrifavaldur finnst látinn á einu af fínustu hótelum Stokkhólms. Var um að ræða kaldrifjað morð eða afleiðingar kynlífsleiks sem hafði gengið of langt? Fyrrverandi samstarfskona Fabians Risk, Malin Rehnberg, sér um rannsókn málsins en nýráðinn yfirmaður hennar beitir hana þrýstingi að einbeita sér heldur að yfirstandandi manssalsrannsókn.