Höfundur: Walt Disney

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
5 mínútna bílasögur Walt Disney Edda útgáfa Vertu klár í kappakstur! Skelltu þér á kappakstursbrautina með Leiftri og vinum hans. Leiftur hittir gamla og nýja keppinauta en vinir hans í Vatnskassavin eru aldrei langt undan. Spennandi sögur um kappakstur, vináttu og ævintýri.
5 mínútna FROZEN sögur Walt Disney Edda útgáfa Ævintýri í Arendell! Taktu þátt í heillandi ævintýrum Önnu, Elsu og vina þeirra í Arendell. Þessi lítríka ævintýrabók er tilvalin í sögustund fyrir svefninn eða bara hvenær sem er.
5 mínútna kósísögur Walt Disney Edda útgáfa Fallegt sögusafn með tíu hugljúfum kósísögum.
5 mínútna sjávarsögur Walt Disney Edda útgáfa Undirdjúpin eru unaðsleg! Svamlaðu um með uppáhalds Disney-persónunum þínum! Kannaðu undirdjúpin með Aríel, syntu með Nemó og vinum hans eða svífðu um á brimbretti með Vaiönu. 10 fallegar sögur sem henta vel fyrir svefninn... eða bara hvenær sem er!
5 mínútna ævintýrasögur Walt Disney Edda útgáfa Fjörugar sögur af fjölmörgum skrautlegum karakterum.
Bangsímonsögur Walt Disney Edda útgáfa Glæsilegt sögusafn með átta hrífandi sögum af Bangsímon og vinum hans.
Bílasögur Walt Disney Edda útgáfa Það er líf og fjör hjá bílunum í Vatnskassavin! Leiftur McQueen er nýi bíllinn í bænum en kynnist fljótt litríkum íbúum staðarins. Saman halda vinirnir óvænta veislu, aðstoða við löggæslu, æfa slökkviliðsstörf og hlusta á ævintýralegar sögur Króks.
Leitum og finnum FROZEN Walt Disney Edda útgáfa Leitaðu og finndu með Ólafi, Önnu og Elsu.
Frozen sögusafn II Walt Disney Edda útgáfa Í þessu fallega sögusafni er að finna skemmtilegar og lærdómsríkar sögur af ævintýrum Önnu, Elsu, Kristjáni, Ólafi og vinum þeirra í Arendell.
Jólagjöfin frá Bangsímon Walt Disney Edda útgáfa Bangsímon og Grislingur hlakka mikið til jólanna.
Jólasyrpa 2021 Walt Disney Edda útgáfa Jólin eru komin í Andabæ! Skemmtileg lesning sem kemur öllum í hátíðarskap.
Jólasyrpa 2022 Walt Disney Edda útgáfa Fjörug lesning sem kemur öllum í hátíðarskap!
Jólasyrpa 2023 Walt Disney Edda útgáfa Vertu í hátíðarskapi með félögum okkar úr Andabæ!
Jólasyrpa 2024 Walt Disney Edda útgáfa Spennandi sögur úr Andabæ sem koma öllum í jólaskap!
Krókur bjargar jólunum Walt Disney Edda útgáfa Jólin nálgast í Vatnskassavin en öllu eldsneyti þar hefur verið stolið.
Inside Out Litríkar tilfinningar Walt Disney Edda útgáfa Hefur þú einhvern tímann hugsað um hvað gerist inni í höfði fólks? Kíktu inn í huga hinnar 11 ára gömlu Dagnýjar til að komast að hinu sanna. Líkt og hjá öðrum stjórna tilfinningar henni en þegar hún flytur landshorna á milli missa þær tökin og Gleði og Sorg enda óravegu í burtu.
Lærum og leikum með Mikka og félögum Walt Disney Edda útgáfa Í gegnum sögur og leiki sjáum við hvernig þau eru góð hvert við annað og vanda sig við það sem þau eru að gera.
Risasyrpa - Aðalsættir Walt Disney Edda útgáfa Líf fólks af aðalsættum er yfirleitt enginn dans á rósum. Það þarf að fást við erfðamál, öfund, samsæri, landráð og hattaþjófnað. En auðvitað er vinátta, hetjudáðir, gleði og ástir líka í lífi þeirra.
Risasyrpa - Fjallaklifur Walt Disney Edda útgáfa Útivera og fjallaklifur! Ætti það ekki að vera spennandi og heilsusamlegt áhugamál? Jú, oftast ...
Risasyrpa Rómarveldi Walt Disney Edda útgáfa Allir vegir liggja til Rómar! Hér segir af ítölskum öndum þegar hið forna Rómaveldi var að byggjast upp - og þær eru óneitanlega kunnuglegar.
Risasyrpa Sumarfrí Walt Disney Edda útgáfa Slappaðu af og skemmtu þér við lestur spennandi frásagna af viðburðaríkum ferðalögum! Það er tími sumarleyfa og íbúar í Andabæ skella sér í frí á hinar ýmsu slóðir.
Leitum og finnum TOY STORY 4 Walt Disney Edda útgáfa Leitaðu og finndu með Vidda, Bóthildi, Bósa og Forka.