Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Perlusystirin

Fjórða bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

CeCe, fjórða systrin, hefur ætíð fundist hún utangarðs. Eftir lát Pa Salt upplifir hún sig meiri einstæðing en nokkru sinni. Hún hefur engu að tapa og sökkvir sér ofan í leyndardómsfullan uppruna fjölskyldu sinnar. Einu vísbendingarnar eru svarthvítar ljósmyndir og nafn kvenkyns frumherja sem ferðaðist alla leið frá Skotlandi til Ástralíu.

Skandar og draugaknapinn

Ævintýrið um Skandar og einhyrningana heldur áfram. Skandar hefur uppfyllt drauma sína og er orðinn einhyrningaknapi og þjálfari. En ógnin er aldrei fjarri og þegar hann og félagar hans hefja sitt annað ár á Eyjunni blasir við þeim ný og ófyrirséð ógn. Getur Skandar komið í veg fyrir sjálfseyðingu Eyjunnar, áður en það er of seint fyrir þau öll?

Skáldreki

Ritgerðasafn höfunda af erlendum uppruna

Innflytjendur á Íslandi hefur auðgað menningu landsins. Hér segja tíu höfundar af erlendum uppruna frá sögu sinni, löngunum og þrám; fjalla um búferlaflutninga, að fóta sig í nýrri menningu, að skilja og finna rödd sína á íslensku eða að ná til nýrra lesenda á sínu eigin tungumáli. Bókin kom einnig út á ensku undir heitinu Writers Adrift.

Sólarsystirin

Sjötta bókin í bókaflokknum um systurnar sjö

Electra er yngst systranna sem dularfulli auðkýfingurinn, Pa Salt, ættleiðir. Hún er ódæll unglingur, hættir í skóla, en er uppgötvuð á götum Parísar og verður heimsfræg ofurfyrirsæta. Sólarsystirin er sjötta bókin í bókaflokknum sem nefndur er eftir fyrstu bókinni, Sjö systur, og eru einhverjar vinsælustu skáldsögur í heimi.

Uppfinningar, handprjónaðar húfur og varasamur köttur

Það er ekki alltaf augljóst hverjir verða vinir – það er hluti af boðskapnum í þessari gáskafullu og fallegu myndabók um Músina og Köttinn sem verða bestu vinir. Rasmus Bregnhøi er einn vinsælasti teiknari Danmerkur og stíllinn hans er bæði auðþekkjanlegur og skemmtilegur. Bókin hlaut Blixen-verðlaunin.

Vordagar í Prag

Íslenskur námsmaður upplifir hið sögulega Vor í Prag og horfir á hlutina með gests augum. Hann er í hringiðu ólgandi uppreisnar með skrautlegum samnemendum sínum af ýmsum þjóðernum, kynnist ástinni og sósíalismanum, sem hvort um sig vekur með honum mótsagnakenndar tilfinningar. Innfæddir skora á hann að fylgjast með og bera vitni um atburðina.

Ævintýrið

Í heitasta landi heims skríða eðlur á veggjum, höfrungar leika listir sínar í sjónum og ljón standa á vegum. Þar búa vinirnir Drengur og Fiskur sem eru líkari en margan gæti grunað. Djúpvitur og hrífandi saga um óvænta vináttu, misskiptingu valds og auðs og fegurðina í óhugnaðinum; skrifuð af einstakri frásagnargleði og næmi fyrir mannlegu eðli.