Niðurstöður

  • Ljóð og leikrit

Pólífónía af erl­endum uppruna

Úrval ljóða eftir fimmtán skáld af erlendum uppruna sem hafa sest að á Íslandi. Þetta er bók sem stækkar mengið og kynnir til leiks nýjar og áhrifaríkar raddir. Þetta er bók full af ljóðrænni túlkun á bæði í senn framandi og kunnuglegum reynsluheimi íbúa af erlendum uppruna. Þetta er löngu tímabær fæðing innflytjendabókmennta á Íslandi.

PTSD

Ljóð með áfallastreitu

Eftir að hafa greinst með krabbamein brutust fram hjá Ragnheiði Guðmundsdóttur gömul áföll sem hún hafði aldrei unnið úr. Hún varð að horfast í augu við þungbæra reynslu og takast á við hana. Hún fór að skrifa ljóð til að skilja betur erfiðar hugsanir og tilfinningar.

Raddir daganna

Hannes byrjaði ungur að fást við ljóðagerð. Í fyrstu var kveðskapurinn aðallega lausavísur og gamanbragir en með árunum jókst fjölbreytnin uns eftir stóð þroskaður höfundur. Móðir jörð skipar hæstan sess í ljóðum hans, svo og mannleg náttúra og eðli lífs og tilveru sem hann setur gjarnan í spaugilegt samhengi. Hér er um fyrstu bók höfundar að ræða og hún er tuttugasta og fyrsta...

Réttindabréf í byggingu skýjaborga

Líkt og í fyrri bókum Eyþórs er sveitin yfir og allt um kring – en inn á milli bregður hann sér á allt aðrar slóðir. Ljóðin eru þrungin djúpri næmi höfundar á umhverfi sínu og rangölum sálarlífsins.

Rímur af stígvélakisu

Ævintýrið um stígvélaða köttinn endursagt í ljóðum með útskýringum og útúrsnúningi. Kisa er lævís og lipur, spilar á tilfinningar annarra og kemst þangað sem hún vill. Rímur voru vinsælasta skemmtun Íslendinga um aldir og endurnýjast hér í kímilegu ævintýri handa fullorðnum.

Sagði mamma

Óvenjulegt og gáskafullt ljóðasafn þar sem hversdagsleg heilræði eru sett í broslegt samhengi. Efnið kemur kunnuglega fyrir sjónir því margt er líkt með mæðrum og sonum hvar sem er í heiminum. Ást og umhyggja eru auðvitað af hinu góða, en stundum virðist samt of langt gengið. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2001, hlaut rífandi viðtökur og kemur nú út í þriðja sinn. Ljóð h...

Sagði sálfræð­ingurinn minn

Bandaríska skáldið Hal Sirowitz fylgdi metsölubókinni Sagði mamma eftir með þessari bráðfyndnu og einstöku bók. Hér úir og grúir af svörtum húmor og hin óborganlega mamma er ætíð í nánd til að gefa góð ráð eða gagnrýna. Eins bregður pabba fyrir með sín föðurlegu heilræði og kaldhæðni. Samtölin við sálfræðinginn eru þó í fyrirrúmi og vandamálin sem snúast flest um flókin samskip...

Satanía hin fagra

Velkomin í heim hins frjálsstrokna höfuðs, heim hins léttari andardráttar! Satína hin fagra er fjórða ljóðabók Steinunnar sem er tónlistarkona og skáld og hafa fyrri bækur hennar hlotið lofsamlegar viðtökur.

Sjáöldur augna minna

Sjáöldur augna minna er önnur ljóðabók Þóru. Sú fyrsta heitir Augað í steinum (2004). „Þetta eru persónuleg ljóð sem túlka kenndir og þrár, sorgir og langanir. Svipmót ljóðabókarinnar er rómantískt og textinn ljóðrænn.“ MBL/2004. Þóra yrkir gjarnan um ástina, dauðann og náttúrunna og leitar svara við tíma hláturs og gleði andspænis þjáningunni.

Stúlkan sem var gefin

Stúlkan sem var gefin er önnur ljóðabók höfundar. Að þekkja ekki uppruna sinn er eins og að standa á brún hengiflugs og horfa niður í hýldýpi. Bókin fjallar um tilfinningar og reynslu höfundar hvernig það er að vera ættleidd.

Tanntaka

Tanntaka er frjó og áleitin ljóðabók, lofgjörð til þess að villast og vafra, umbreytast, fullorðnast og finna sinn innri styrk. Þórdís vakti mikla athygli fyrir smásagnasafnið Keisaramörgæsir og hefur líka sent frá sér tvær ljóðabækur og skáldsögu í félagi við höfundahópinn Svikaskáld. Hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2021.

Troðningar

Troðningar varð hlutskörpust í samkeppninni um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár, kraftmikið verk um hið óvænta í hinu augljósa, fegurðina í hvers­dags­leik­anum og mikilfengleika þess smáa. Jón Hjartarson er höfundur fjölmargra leikrita, samtalsbóka og barna- og unglingabóka. Troðningar er fyrsta ljóðabók hans.

Umframfram­leiðsla

Frumraun Tómasar á ritvellinum, en hann hefur vakið athygli fyrir dagskrárgerð í útvarpi. Ljóðabálkurinn er rannsókn á þeim verkfærum sem nútímasamfélag beitir á innstu kjarna manneskjunnar. Fjallað er um leit ljóðmælanda að lausn undan óefni í sálarlífi sínu og tilraunir til að orða það sem ekki fæst orðað, þegar hann ber vandamál sitt á borð þriggja kvenna.

Út yfir stað og stund

Úrval kveðskapar

Höfundur flutti ungur kennari til Seyðisfjarðar árið 1949 og bjó þar til dauðadags, árið 1995. Hann var gott ljóðskáld en var hógvær og hirti ekki um að gefa hugverk sín út á bók. Hann varð samt þekktur fyrir skemmtilega og grípandi söngtexta sem nutu mikilla vinsælda. Bókin geymir úrval kveðskapar hans. Ingólfur Steinsson hefur varðveitt ljóðahandrit Valgeirs og ritar í inngan...

Verði ljós, elskan

Frásögn í ljóðum um flöktandi ljós milli svefns og vöku, milli kynslóða, um hringekju og fíkn, elskendur, leyndarmál, heilaga skál sem brotnar, tundurdufl. Verði ljós, elskan er fimmta skáldverk Soffíu Bjarnadóttur. Áður útgefin og sviðsett verk eru skáldsögurnar Hunangsveiði og Segulskekkja, ljóðabækurnar Beinhvít skurn og Ég er hér

Vísur og kvæði

Þórarinn Már Baldursson hefur lagt stund á hefðbundinn kveðskap frá ungaaldri og er vel kunnur meðal hagyrðinga landsins. Hér hefur hann safnað í bók vísum og kvæðum um allt milli himins og jarðar, ekki síst nútímabölið, náttúruna og sjálfan sig. Bráðskemmtileg bók fyrir alla vísnavini.

Ætli Adólf hafi grátið Evu sína

Ætli Adólf hafi grátið Evu sína geymir hvers kyns vangaveltur um tilveru og viðveru meðborgara okkar, samfélagslega galla og þá gullmola sem leynast í kringum okkur, vel faldir á milli þilja. Bókin er frumraun höfundar, Friðvins Berndsen, skálds og rafvirkja sem uppalinn er á Skagaströnd en býr nú í Laugardalnum í Reykjavík með nokkrum landnámshænum.