Ljóð og leikhandrit

Hvað verður fegra fundið?

Úrval kveðskapar sr. Hallgríms Péturssonar

Úrval þess fjölbreytta kveðskapar sem liggur eftir sr. Hallgrím Pétursson, helsta skáld 17. aldar á Íslandi. Hann er þekktastur fyrir Passíusálma sína en orti kvæði og sálma af öllu tagi. Hér má til dæmis finna heilræði, bænavers, ádeilu og náttúrulýsingar, auk þekktra erinda úr Passíusálmunum.

Kallfæri

Hér er ort af stakti snilld sem birtist í einstakri myndvísi, næmum skilningi og hárfínni ádeilu á samtímann. Lífsspeki kallast á við lífsgleði. Meitlaður skáldskapur einsog hann gerist bestur. Kallfæri er tíunda bók Guðrúnar, sem hefur hlotið Ljóðstaf Jóns úr Vör og Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir verk sín.

Limrur á servíettum

Þorsteinn Valdimarsson, skáld, tónlistarmaður og kennari (1918–1977), samdi fyrstu ljóðabók sem kom út hér á landi og innihélt eingöngu ljóð sem byggðust á bragarhætti sem hann nefndi limru. Hann var þannig einn af frumkvöðlum íslenskrar limrugerðar og þeim sem gerðu bragarháttinn að lausavísnaformi við hlið tækifærisstökunnar.

Ljóðasafn I

Fimm fyrstu ljóðabækur Gyrðis, sem hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið, eru hér saman komnar í einu bindi og marka upphafið að vönduðum endurútgáfum verka skáldsins. Hér birtast Svarthvít axlabönd, Tvíbreitt (svig)rúm, Einskonar höfuð lausn, Bakvið maríuglerið og Blindfugl/Svartflug. Ómissandi í safn allra bókaunnenda.

Rondó

Egill Ólafsson, tónlistarmaður, leikari og skáld, yrkir hér um flesta þætti tilverunnar en ekki síst leikur hann með litbrigði orðanna og þenur hljóm þeirra. Síðasta ljóðabók Egils, Sjófuglinn, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Maístjörnunnar, íslensku ljóðabókaverðlaunanna.

Safnið

Ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur

Linda Vilhjálmsdóttir skáld er þekkt fyrir beinskeytt og meitluð ljóð. Þetta safn geymir allar níu ljóðabækur hennar frá árabilinu 1990-2022, auk nokkurra ljóða sem birst hafa annars staðar eða eru áður óbirt. Inngangsorð skrifar Kristín Eiríksdóttir og í bókarlok er viðtal Hauks Ingvarssonar við Lindu þar sem hún segir frá lífi sínu og skáldskap.