Ljóð og leikhandrit

Síða 2 af 3

Hóras prins af Hákoti

Uppgjafabóndinn Hóras gerist róni í Reykjavík á sjöunda áratug 20. aldar. Hann kemur víða við sögu, er um tíma formaður 17. júní nefndar borgarinnar og síðar forsætisráðherra – en stefnumálin eru vafasöm og sögulok ill. Drepfyndinn harmleikur í bundnu máli, ortur af galsafenginni ófyrirleitni sem kankast á við klassískan skáldskap fyrri alda.

Hvalbak

Hvalbak er önnur ljóðabók Maó Alheimsdóttur. Skáldsaga hennar Veðurfregnir og jarðarfarir vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2024 en hún er fyrsta frumsamda sagan sem kemur út á íslensku eftir höfund sem lærði málið á fullorðinsaldri. Einstök ljóðabók þar sem greina má nýtt og ferskt sjónarhorn á íslenska náttúru og tungu.

Jarðtengd norðurljós

Jarðtengd norðurljós er ljóðabók sem skiptist í tvo hluta, Frumbók og Náttbók, og geymir nær 70 ný ljóð af ýmsu tagi, laus og bundin, auk prósaljóða. Þetta er fimmtánda ljóðabók Þórarins ætluð fullorðnum lesendum. Efnistök eru margvísleg og yrkisefnin fjölbreytileg, allt frá drónum til Þorgeirsbola og flest þar á milli.

Limruveislan

Limruveislan er safn af snjöllum og fyndnum limrum sem flestar hafa orðið til á síðustu árum. Margar birtast hér í fyrsta sinn. Sannkölluð veisla fyrir limruunnendur. Að auki eru 30 bestu limrur allra tíma í bókinni. Ritstjóri bókarinnar er Ragnar Ingi Aðalsteinsson.

Ljóðasafn

Djúpur og kjartnyrtur skáldskapur, stílbrögðin áhrifamikil, tungutakið meitlað og myndmálið ríkulegt. Yrkisefnin spegla næmi fyrir því óræða og fíngerða, en líka skoplegum hliðum tilverunnar og ekki síður því sem miður fer í torræðum og ögrandi samtíma. Safnið hefur að geyma allar tíu ljóðabækur Guðrúnar frá 2007-2024.

Ljóðasafn II

1989-1992

Þrjár bækur sem hafa verið ófáanlegar um áratugaskeið en eru nú saman komnar í einu lagi í þessari vönduðu heildarútgáfu á verkum skáldsins. Hér birtast Tvö tungl (1989), Vetraráform um sumarferðalag (1991) og Mold í Skuggadal (1992). Ómissandi verk í safn allra bókaunnenda.

Mara kemur í heimsókn

Hér er lýst heimkomu til Rússlands eftir langa fjarveru, en um leið á sér stað uppgjör við pólitískt og menningarlegt ástand. Natasha S. er íslenskur rithöfundur af rússneskum uppruna sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir ljóð sín og greinar. Fyrsta bók hennar, Máltaka á stríðstímum, færði henni Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundsso...