Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Umskiptingur

Systkinin Sævar og Bella eru í berjamó þegar Bella hverfur skyndilega og í stað hennar birtist tröllastrákurinn Steini. Saman hrópa strákarnir á hjálp og á svipstundu birtast ofurpabbi, Ofur-Sól og Ofur-Máni til að leysa vandann. En það verður ekki einfalt! Leikrit eftir þessari spennandi sögu var sett upp í Þjóðleikhúsinu nú í vor.

Vala víkingur og hefnd Loka

Loki hyggur á hefndir eftir að Vala plataði hann og breytti honum í lítið barn. Áður en Vala veit af er hún komin í vanda í Niflheimi og þarf að fást við Fenrisúlfinn sjálfan. Hvernig sleppur hún úr þessu hættulegasta ævintýri til þessa?

Bekkurinn minn

Varúlf­ur­inn

Varúlfurinn fjallar um Leonoru og orðróminn um varúlfinn í skólanum. Er Héðinn húsvörður í alvörunni varúlfur sem er læstur inni í kompu þegar myrkrið skellur á? Daginn fyrir hrekkjavökuna komast Leonora og Ragnar til botns í málinu.

Vinátta án landamæra

Þrír krakkar hittast á fótboltavellinum við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Einn er hér á heimavelli en hinir frá Liverpool í Bretlandi og Lyngby í Danmörku. Höfundar eru Erna M. Sveinbjörnsdóttir sérkennari og Dagný Dís Jóhannsdóttir sem var í 6. bekk þegar vinna við bókina hófst. Falleg saga um vináttu óháð uppruna.

Volcano

Einnig á ensku! Þegar lúsafaraldur brýst út í skólanum hans Kaktuss bregður leiðsögumaðurinn mamma hans á það ráð að taka hann með sér í vinnuna. Kaktusi þykir íslensk náttúra ekki jafn svakalega spennandi og hinum rútufarþegunum en hann skiptir snögglega um skoðun þegar hann rekur augun í eitthvað rauðglóandi í fjarska ...

Ævintýri Freyju og Frikka

Bókaflokkur

Freyja og Frikki eru 11 ára systkini, góðir vinir en býsna ólík: Freyja er fjörugt ólíkindatól en Frikki er hæglátur bókaormur sem hugsar sitt. Ævintýri Freyju og Frikka er sannkölluð ævintýraferð um framandi slóðir fyrir alla fjölskylduna.