Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk

Ljósaserían

Sóley og töfra­sverðið

Bókaklúbbur barnanna - ljosaserian.is Sóley býr í Grálandi þar sem allt er grátt. Grasið, regnboginn, hárið á mömmu, bókstaflega allt. Sóley segist muna eftir fleiri litum en enginn trúir henni. Dag einn finnur hún töfrasverð sem flytur hana í annað land. Þar eru fleiri litir en þar eru líka óvæntar hættur og margt dularfullt á seiði.

Spæjara­hundurinn

Hvað eftir annað hefur Spæjarahundurinn aðstoðað lögregluna víða um heim við að leysa hin erfiðustu mál og koma þjófum og bófum á bak við lás og slá. Hann hefur oft komist í hann krappann en þó aldrei eins og nú. Hann þarf á öllu sínu að taka - og jafnvel meiru til - ef ekki á illa að fara. Ævintýrið um Spæjarahundinn er bæði skemmtilegt og spennandi og prýtt mögnuðum teikninum...

Spæjarastofa Lalla og Maju

Bókasafns­ráðgátan / Saffranráðgátan

Ráðgátubækurnar henta vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Í Bókasafnsráðgátunni er verðmætum bókum stolið af bókasafninu, og í Saffranráðgátunni er jólabaksturinn í Víkurbæ í hættu þegar saffranbirgðir Súperkaupa hverfa sporlaust. Ríkulega myndskreyttar metsölubækur.

Stelpan sem fauk út um gluggann

Stelpan sem fauk út um gluggann Hekla er lítil, létt, forvitin og athugul. Líf hennar snýst um fólkið hennar og umhverfi á Egilsstöðum. Hjalti bróðir er mikill keppnismaður og ætlar að keppa á frjálsíþróttamóti ÚÍA í sumar og mamma líka. Bjartur litli er heimsins mesta krútt, oftast klístraður í framan en alltaf bosandi. Rúnar pabbi er fyrirmynd Heklu. Hann er með...

Stjáni og ­­stríð­nis­púkarnir

Púkar á ströndinni

Fjölskyldan hans Stjána er að fara niður á strönd og stríðnispúkarnir fá að fara með. Svangur mávur rænir Lúðri og flýgur með hann út í buskann. Getur Stjáni fundið hann aftur? Bækurnar um Stjána eru spennandi valkostur fyrir krakka sem eru að ná góðum tökum á lestri.

Stórfenglegasta undrið

Dag einn fær stúlka nokkur frábæra hugmynd - hún ætlar sér að skapa STÓRFENGLEGASTA UNDRIÐ! Hún er með skýra hugmynd um hvernig það á að virka og líta út, þetta verður ekkert mál! Verkefnið reynist þó flóknara en hún bjóst við í fyrstu. Snjöll, einlæg og skondin bók sem sýnir lesendanum gleðina sem fylgir bæði þrautseigju og sköpunargáfu. (4-8 ára)

Sumardagur í Glaumbæ

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig það var að alast upp í torfbæ í gamla daga? Í þessari ríkulega myndskreyttu sögubók fylgjum við Sigga litla, vinkonu hans Jóhönnu og heimilishundinum Ysju í einn dag í lífi þeirra. Bókin gefur innsýn í daglegt líf Íslendinga á árum áður. Bókin kemur út á íslensku, ensku, frönsku og þýsku.

Svarta kisa fer til dýralæknis

Heilbrigð Kisa er kraftmikil og fjörug. Hún hefur næga orku afgangs til að atast í Hvutta. Veik Kisa er máttlaus og leið. Hún liggur áhugalaus í bælinu allan daginn. Er Svarta Kisa lasin? Svei mér þá, ég held það. Kisa þarf að fara til dýralæknis. Hún er vitaskuld ólm að fara . . . Er það ekki? Öðru nær! Hún STREITIST á móti því með kjafti og klóm!

Tommi Klúður 2

Sjáðu hvað þú ert búinn að gera!

Tommi Klúður snýr aftur! Tommi er í þann mund að leysa stærsta mál sinnar kynslóðar. En einhverjir stunda blekkingarleiki. Gabba, svindla, ljúga, snuða. Þess vegna þarf hann að vera á varðbergi gagnvart því eina sem gæti fellt hann: klækjabrögðum!

Tryllti tann­læknirinn

Þessi saga fjallar um hana Völu. Hún borðar mikið sælgæti og burstar ekki tennurnar. Hún vaknar því upp um miðja nótt með tannpínu. Eina tannlæknastofan sem er opin um miðja nótt er frekar draugaleg og þar kynnist Vala tryllta tannlækninum. Bókin hentar vel til að æfa lestur.

Tunglið, tunglið taktu mig

Máney á heima í sveitinni hjá ömmu og afa þar sem hún á bæði hund og lamb. Þegar Sólmundur flytur á næsta bæ er hann eins og geimvera og gargar á alla, en það breytist þegar þau Máney lenda saman í ævintýrum. Það besta er þó að Sólmundur á litla systur sem getur kannski orðið systir Máneyjar líka. Skemmtileg og einlæg saga eftir einn vinsælasta höfund landsins.

Valur eignast vinkonu

Valur er fimm ára forvitinn strákur á leikskólanum Bergseli. Einn daginn byrjar ný stelpa á leikskólanum sem heitir Eva en hún var að flytja með fjölskyldu sinni frá Þýskalandi og talar því annað tungumál en hinir krakkarnir. Höfundur er móðir tveggja drengja sem læra nú annað tungumál vegna búsetu erlendis.

Ljósaserían

Veran í vatninu

Bókaklúbbur barnanna - ljosaserian.is Vatnið í sveitinni er orðið skærgrænt og Jónas frændi fær Dísu og Dreng með sér í rannsóknarleiðangur. Dísa er sannfærð um að ástæðan sé sú að í vatninu búi geimvera. Því trúir reyndar enginn svo hún verður að taka málin í eigin hendur. Við sögu koma draugar og kleinur. Og mýflugur. Mjög, mjög mikið af mýflugum!

Verstu foreld­rar í heimi

Enn ein snilldar bókin eftir David Walliams. Þú þekkir VERSTU BÖRN Í HEIMI og þú þekkir líka VERSTU KENNARA Í HEIMI. Þú átt eftir að hlæja tryllingslega að VERSTU FORELDRUM Í HEIMI. Þessar VERSTU Í HEIMI-bækur henta sérlega vel þeim sem eru byrjaðir að lesa sér til ánægju.

Villinorn 6

Afturkoman

Bestla Blóðkind er snúin aftur til lífsins og ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að halda lífi, þótt hún þurfi að éta hverja einustu veru á jörðinni til þess. Klara og nornahringurinn hennar eru þau einu sem geta stoppað blóðkindina en það krefst fórnar. Sjötta og síðasta bókin í danska bókaflokknum Villinorn þar sem segir frá Klöru og baráttu hennar við ill öfl ...

Viltu vera með mér?

Jónsi er hlédrægur strákur sem þarf að takast á við alls konar áskoranir, stundum með hjálp besta vinar síns, hennar Binnu B. Í þessari bók leikur Jónsi við Axel þegar Binna er veik. Það er mjög gaman hjá þeim, en hvað gerist þegar Binna hressist og mætir aftur í skólann? Bækurnar um Jónsa eru góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili.

Þegar Stúfur bjargaði jólunum

Í þessari sprenghlægilegu teiknimyndabók leiðir höfundur saman íslensku jólasveinana og þann ameríska. Stúfur er búinn að fá nóg af því að verða fyrir gríni bræðra sinna. Hann stormar að heiman og hittir þá Sveinka, furðulegan jólasvein í rauðum fötum, sem þarfnast hjálpar því annars verða engin jól – en ná Stúfur og Sveinki að bjarga jólunum?

Þín eigin ráðgáta

Áttunda bókin í gríðarvinsælum bókaflokki þar sem lesandinn er söguhetjan og ræður ferðinni. Einn daginn vaknarðu og engin tækni virkar – hvorki símar né tölvur! Hvað í ósköpunum gerðist? Þér er falið að leysa gátuna en það er ekki einfalt. Hörkuspennandi saga með óvæntum vendingum og yfir 40 mögulegum sögulokum.