Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Síða 5 af 5

Sögur úr norrænni goðafræði

Sögur úr norrænni goðafræði segir hetjusögur af fræknum köppum og goðum sem fylgt hafa íslensku þjóðinni í meira en þúsund ár. Í þessari eigulegu bók má lesa bráðskemmtilegar endursagnir á nokkrum af helstu goðsögum norrænna manna eins og við þekkjum þær úr eddukvæðum og Snorra-Eddu.

Versta vika sögunnar: Miðvikudagur

Hefur þú einhvern tíma átt slæma viku? Það hefur Jón Jónsson átt, og þetta er sú vika! Kötturinn hans er enn óskiljanlega týndur. Hann er óviljandi orðinn heimsfrægur á netinu. Akkúrat núna er hann umkringdur af hákörlum, strandaglópur í hjartastoppandi, gæsahúðar-hrollvekjandi, munn-opnandi og grafalvarlegri S.O.S. stöðu með erkióvini sínum.