Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Síða 2 af 5

Galdrakarlinn í OZ

Þegar hvirfilbylur skellur á heimili Dóróteu er henni feykt inn í ókunnuga töfraveröld. Hún á sér þá ósk heitasta að komast aftur heim til sín, en sá eini sem gæti mögulega hjálpað henni til baka er galdrakarlinn í Oz. Á leiðinni til hans eignast hún góða vini sem slást í för með henni, en allir þurfa þeir á aðstoð galdrakarlsins að halda.

Léttlestrarbækur Geimgarður, Lestrarhestur, Nammigrísinn, Plánetuguðir, Undraverð dýr og Varúð! villt dýr

Nýjar og skemmtilegar léttlestrarbækur. Frábært efni til að þjálfa lestur. Forvitni barna er vakin með efnistökum bókanna. Unnið er með gamansaman texta, góð gildi og áhugasvið barna. Með því að vekja upp forvitni þeirra sækja þau sjálf í að lesa. Hér eru á ferð sex nýjar bækur í einum allra vinsælasta bókaflokki landsins.

Obbuló í Kósímó Gjafirnar

Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Hér er svarað mikilvægum jólaspurningum eins og: Hvað át afi? Hver tók allt sem týndist? Má pota í pakka og klípa þá? Hvað var í risarisastóra pakkanum?

Glaumbær: Letni dzień w Glaumbær

Sumardagur í Glaumbæ í pólskri þýðingu

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig það var að alast upp í torfbæ í gamla daga? Í þessari ríkulega myndskreyttu sögubók fylgjum við Sigga litla, vinkonu hans Jóhönnu og heimilishundinum Ysju í einn dag í lífi þeirra. Bókin gefur innsýn í daglegt líf Íslendinga á árum áður. Bókin kemur nú út á pólsku.

Glaumbær: Zimowy dzień w Glaumbær

Vetrardagur í Glaumbæ í pólskri þýðingu

Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig það var að alast upp í torfbæ í gamla daga? Þetta er framhald sögunnar Sumardagur í Glaumbæ. Í þessari ríkulega myndskreyttu sögubók er Glaumbær sveipaður vetrarbúningi og við fylgjumst með Jóhönnu, Sigga og heimilishundinum Ysju við jólaundirbúning. Bókin kemur nú út á pólsku.

Þín eigin saga 12 Gleðileg jól

Það er desember og þú ert í jólaskapi. Þig langar að renna þér á snjóþotu svo þú arkar upp í fjall. Í stórum helli sitja þrettán furðulegir kallar við varðeld og í myrkrinu glóa risastór kattaraugu. Þú ræður hvað gerist næst! Í tólftu bókinni í þessum vinsæla bókaflokki spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þín eigin þjóðsaga.

Hjartslátturinn hennar Lóu

Í dag fær Lóa að gera öll sín uppáhalds prakkarastrik – og fyrir því er alveg sérstök ástæða. Dýralæknirinn sagði að nú væri lítið eftir í tímaglasinu hennar Lóu og því fær hún heilan dag til að skapa minningar með bestu vinkonu sinni, minningar sem munu lifa eftir að Lóa er farin. Hugljúf saga um alvarleika lífsins. Einnig fáanleg á ensku.

Spæjarastofa Lalla og Maju Hjólaráðgátan

Sumir þátttakendur í hjólreiðakeppni Víkurbæjar hegða sér afar grunsamlega. Má beita öllum brögðum til að komast fyrst í mark? Það er eins gott að spæjararnir Lalli og Maja eru á staðnum því að lögreglustjórinn skilur ekki neitt í neinu! Bráðfyndin og spennandi ráðgáta með litmyndum á hverri opnu.

Hræðileg veisla

Hér verður boðið upp á veislumat sem þú hefur aldrei séð áður! Þessi bók er bráðfyndin og hryllileg. Undir stórum flipum er hægt að sjá uppáhaldsrétti allra verstu skrímslanna úr uppáhalds ævintýrunum þínum! Hinn heimsfrægi matreiðslumeistari Leó Gúttó útbýr veislu sem svo sannarlega er við hæfi skrímslanna.