Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Marísól og sjóflugvélin

Marísól lendir í ævintýralegum aðstæðum og oft munar mjóu á því hvort hyldýpið hafi yfirhöndina eða hún sigri náttúruöflin.

Léttlestrarbók

Óvinir mínir

Bakteríur og veirur

Stuttur texti á hverri blaðsíðu auðveldar börnum lestur bókarinnar. Að klára að lesa bók fyllir þau sjálfsöryggi og stolti. Bókin hentar vel til að æfa lestur.

Risasyrpa - Aðalsættir

Líf fólks af aðalsættum er yfirleitt enginn dans á rósum. Það þarf að fást við erfðamál, öfund, samsæri, landráð og hattaþjófnað. En auðvitað er vinátta, hetjudáðir, gleði og ástir líka í lífi þeirra.

Risasyrpa - Fjallaklifur

Útivera og fjallaklifur! Ætti það ekki að vera spennandi og heilsusamlegt áhugamál? Jú, oftast...

Sagan af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling

Þessi bók fjallar um söguna af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling og ættu jafnt ungir sem aldnir að hafa gaman af þessu bráðsnjalla ævintýri.

Sálin hans Jóns míns

Jón var ekki manna bestur í lifanda lífi. En kerlu hans þótti vænt um gallagripinn og ákvað að fara sjálf með sálina hans Jóns til himna. En skyldu þau María Mey og Jesús vilja veita honum inngöngu í himnaríki? Þessi bók inniheldur örlítið lengda útgáfu af þjóðsögu Jóns Árnasonar um Sálina hans Jóns míns.

Svarta kisa tekur prófið

Vandræðaleg hegðun Svörtu Kisu varð þess valdandi að stofnun verklegra inngripa í neyðarleg dýralæti skar úr um að klaufska hennar risti of djúpt . Svo djúpt að ei varð unað. Henni voru settir úrslitakostir. Til að missa ekki kisuleyfið, varð hún að fara á námskeið og standast að því loknu hæfnispróf.

Sæskrímsli

Þér er boðið um borð í kafbát en hvert viltu sigla og hvað langar þig að rannsaka? Í þessari bók ræður þú hvað gerist, en mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur því það eru mörg mismunandi sögulok. Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda. Hér er komin stutt og litrík saga sem byggist á bókinni

Vondir gaurar

Þáttur 3

Hr. Úlfur og vondu, vondu vinir hans öbbuðust upp á rangan naggrís. Og þessi litli illkvittni loðbolti er í leit að hefnd. Lifa þeir þetta af? Verða þeir hetjur? Og hætta þeir að reyna að éta hver annan?