Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Spæjarastofa Lalla og Maju Kappreiðaráðgátan

Allir krakkar þekkja Ráðgátubækurnar! Sjálfstæðar sögur sem henta vel fyrir spæjara sem vilja æfa lesturinn því að letrið er stórt, setningarnar eru stuttar og það eru skemmtilegar litmyndir á hverri síðu. Einn af öðrum detta hestarnir á kappreiðavelli Víkurbæjar úr leik og Lalli og Maja átta sig fljótt á að það er maðkur í mysunni.

Múmínálfarnir og Hafshljómsveitin

Hugljúf endursögn úr Minningum múmínpabba eftir Tove Jansson. Múmínfjölskyldan siglir um höfin og lendir í ótal ævintýrum: þau bjarga frænku hemúlsins úr lífsháska, leggja lævísa gildru fyrir risavaxinn dronta og hitta dularfullar slímloppur. En besta ævintýrið bíður þeirra heima. Litríkar myndir varpa töfraljóma á lífið í múmíndal.

Mömmuskipti

Linda hefur alltaf verið frægari en hana langar. Mamma hennar er áhrifavaldur sem tjáir sig óspart um fjölskyldulífið á netinu og barnamynd af Lindu er þekkt um allan heim. En nú versnar í því! Mamma Lindu keppir um pláss í nýjum raunveruleikaþætti. Ef allt fer á versta veg fá þau nýja mömmu í heilan mánuð og alþjóð mun fylgjast með!

Ævintýri Morgunverðarklúbbsins Skrímslið og týndi fótboltinn

Marcus verður fyrir því óláni að týna fótboltanum sínum og þegar hann fer að leita að honum, ásamt vinum sínum, kemst hann að því að ekki er allt sem sýnist. Bráðskemmtilegt ævintýri, bara pínulítið stressandi, fyrir alla fótboltakrakka - og hina líka.

Spæjarastofa Lalla og Maju Spítalaráðgátan

Skartgripir sjúklinganna hverfa ítrekað á spítala bæjarins. Hver er svona útsmoginn og ósvífinn? Stjörnuspæjararnir Lalli og Maja setja á svið fótbrot lögreglustjórans til að koma upp um þjófinn. Bráðfyndin og spennandi ráðgáta með litmyndum á hverri opnu. Ráðgátubækurnar eru frábærar fyrir krakka sem eru að byrja að lesa sjálf.

Strandaglópar!

(Næstum því) alveg sönn saga

Æsispennandi og (næstum því) sönn saga af því þegar afi (og nafni) Ævars vísindamanns fékk sérstakt leyfi til að heimsækja hina glænýju eyju Surtsey ásamt vini sínum. En þegar trillukarlinn sem skutlaði félögunum út í eyjuna gleymir að sækja þá eru góð ráð dýr. Komast strandaglóparnir heim aftur? Fyndin og fróðleg saga fyrir alla fjölskylduna.