Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Gaddavír og gotterí

Bókin Gaddavír og gotterí segir frá lífi og leikjum barna í sveit á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Lífið snýst um búskapinn og dýrin. Hugarheimur barna er tímalaus og börn nútímans geta samsamað sig þessum sögum sem fjalla um vináttu og systkinakærleik, margvíslegar áskoranir og hvernig þau í sameiningu mæta bæði sorg og gleði.

Gling Gló og regnhlífin

Bókaflokkurinn fjallar um Gling Gló sem fer öðru hvoru til ömmu í pössun og leikur sér þar við Óbó. Amma er hjátrúarfull og þegar hún grípur til hjátrúarinnar þá gerist eitthvað í lífi barnanna sem trúa henni bókstaflega. Önnur bókin segir frá því þegar börnin spenna upp regnhlíf inni sem boðar andlát segir amma. Fallegar myndir eru í bókinni.

Gling Gló og spegillinn

Bókaflokkurinn fjallar um Gling Gló sem fer öðru hvoru til ömmu í pössun og leikur hún sér þar við Óbó. Amma er hjátrúarfull og þegar hún grípur til hjátrúarinnar þá gerist eitthvað í lífi barnanna sem trúa henni bókstaflega. Fyrsta bókin segir frá því þegar börnin brjóta spegil og amma segir það boða sjö ára ógæfu. Fallegar myndir eru í bókinni.

Handbók fyrir ofurhetjur

Sjöundi hluti: Endurheimt

Ef eitthvað virðist ekki í lagi er mjög líklegt að það sé ekki í lagi. Börnunum sem voru numin á brott hefur verið skilað og íbúar Rósahæðar geta andað léttar. En er ekki eitthvað skrítið við endurheimtu börnin? Af hverju ætli ræningjarnir hafi bara sleppt þeim? Spennandi ævintýrið heldur áfram! Einn vinsælasti barnabókaflokkur landsins!

Héragerði

Ævintýri um súkkulaði og kátínu

Tvíburarnir Inga og Baldur eru alveg að komast í páskafrí. Framundan sjá þau fyrir sér talsvert súkkulaðiát og almenna flatmögun en í ljós kemur að þau eiga að gista hjá ömmu sinni sem er nýflutt til landsins í hið dularfulla byggðarlag Héragerði. Bráðskemmtileg, fyndin, litrík og falleg bók um systkini sem eru jafn ólík og dagur og nótt.

Hundmann og Kattmann

Hundmann og Kattmann er nýjasta bók Dav Pilkey hins vinsæla höfundar bókanna um Kaptein Ofurbrók sem margir kannast við. Hundmann og Kattmann er mjög fyndin og hentar sérlega vel aldrinum 7-12 og báðum kynjum. Bækurnar um Hundmann< hafa farið sigurför um heiminn síðustu ár og hafa nú verið prentaðar yfir 32 milljónir eintaka.

Ísadóra Nótt lendir í vandræðum

Ísadóra Nótt er sérstök af því að hún er öðruvísi. Mamma hennar er álfur og pabbi hennar vampíra og hún er blanda af hvoru tveggja. Ísadóru langar að fara með Bleiku kanínu í skólann á gæludýradeginum en stóra frænka hennar, Mírabella, hefur fengið miklu betri hugmynd – af hverju ekki að fara með dreka? Hvað gæti mögulega farið úrskeiðis …?

Roald Dahl bækurnar Jakob og risastóra ferskjan

Jakob og risastóra ferskjan er ný þýðing á sígildu og vinsælu barnabókinni James and the Giant Peach eftir Roald Dahl. Ævintýraleg frásögn um lítinn dreng sem lendir í stórkostlegu ferðalagi í risastórri ferskju með kónguló, maríuhænu og fleiri talandi verum sem eru ýmsum hæfileikum gæddar. Quentin Blake er myndhöfundur.