Ísadóra Nótt Ísadóra Nótt fer í tívolí
Ísadóra Nótt er sérstök af því að hún er öðruvísi en aðrir. Mamma hennar er álfkona og pabbi hennar vampíra og hún er blanda af hvoru tveggja.
Ísadóra Nótt er sérstök af því að hún er öðruvísi en aðrir. Mamma hennar er álfkona og pabbi hennar vampíra og hún er blanda af hvoru tveggja.
Allir krakkar þekkja Ráðgátubækurnar! Sjálfstæðar sögur sem henta vel fyrir spæjara sem vilja æfa lesturinn því að letrið er stórt, setningarnar eru stuttar og það eru skemmtilegar litmyndir á hverri síðu. Einn af öðrum detta hestarnir á kappreiðavelli Víkurbæjar úr leik og Lalli og Maja átta sig fljótt á að það er maðkur í mysunni.
Úr smiðju Dav Pilkey, höfundar Hundmann og Kapteins Ofurbrókar, kemur frábærlega fyndin bók með hinum óviðjafnanlega Kattmann, sem er persóna í hinum vinsælu Hundmann bókum.
Ætli draugar þurfi að tannbursta sig? hugsar Eyja en hristir svo höfuðið. Rögnvaldur er ekki draugur. Hann er bara með henni í anda, svona vinur sem hún getur hitt í huganum, hvenær sem hún saknar hans.
En það er líka svolítil spenna í loftinu. Atli og Lára fara saman á jólaball. Þangað mætir góður gestur. Hversdagssögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa hafa verið metsölubækur í fjölda ára og vinsæl leiksýning verið gerð eftir þeim.
Lára hlakkar alltaf til að fara á fimleikaæfingu. Það er svo skemmtilegt að hoppa á trampólíninu og gera ýmsar æfingar. En í dag á Lára erfitt með að einbeita sér því hún er með lausa tönn. Sögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa eru litríkar og fallegar bækur sem krakkar hrífast af.
Hugljúf endursögn úr Minningum múmínpabba eftir Tove Jansson. Múmínfjölskyldan siglir um höfin og lendir í ótal ævintýrum: þau bjarga frænku hemúlsins úr lífsháska, leggja lævísa gildru fyrir risavaxinn dronta og hitta dularfullar slímloppur. En besta ævintýrið bíður þeirra heima. Litríkar myndir varpa töfraljóma á lífið í múmíndal.
Linda hefur alltaf verið frægari en hana langar. Mamma hennar er áhrifavaldur sem tjáir sig óspart um fjölskyldulífið á netinu og barnamynd af Lindu er þekkt um allan heim. En nú versnar í því! Mamma Lindu keppir um pláss í nýjum raunveruleikaþætti. Ef allt fer á versta veg fá þau nýja mömmu í heilan mánuð og alþjóð mun fylgjast með!
Sagan af Gunnari á Hlíðarenda, Hallgerði langbrók og fleiri fornum söguhetjum hefur lifað með þjóðinni öldum saman. Hér hefur Njála verið gerð aðgengileg fyrir börn og unglinga í knappri og auðlæsilegri endursögn. Í bókinni eru að auki fróðleiksmolar um Njálu, sögusvið hennar og sögutímann.
Engin nótt er svo dimm að ekki komi dagur á eftir.
Hörkuspennandi og sprenghlægilegt ævintýri eftir Íslandsvininn David Walliams. Fjarri heiminum sem við þekkjum á eldfjallaeyju umkringdum gráðugum hákörlum, er GRIMMDARSKÓLI. Þegar Gletta er send í þennan skóla fyrir hrekkjabragð sér hún brátt að sitthvað MJÖG undarlegt er á seyði.
Putti þráir ekkert heitar en að lenda í ævintýrum. En þegar Nátttröllið ógurlega rænir honum og lokar inni í helli er Putti ekki alveg viss um að þetta ævintýri endi nógu vel. Ástsæl og æsispennandi saga sem er loksins fáanleg á ný – fyrir alla ævintýraþyrsta krakka með nef fyrir góðum uppfinningum.
Marcus verður fyrir því óláni að týna fótboltanum sínum og þegar hann fer að leita að honum, ásamt vinum sínum, kemst hann að því að ekki er allt sem sýnist. Bráðskemmtilegt ævintýri, bara pínulítið stressandi, fyrir alla fótboltakrakka - og hina líka.
Vinirnir Flóki og Patti laumast inn á lokað byggingarsvæði þar sem risastór verslunarmiðstöð er að rísa. Skyndilega hverfur Patti og eftir það verður ekkert eins og áður. Ári síðar er Lotta með vinkonum sínum í Smáralind þegar hún tekur á rás og hverfur. Smáralindar-Móri er mergjuð saga fyrir lesendur sem kjósa spennu og dálítinn óhugnað!
Sóley og Bóbó eru á leiðinni til Trillu vinkonu sinnar í Taskaníu þegar stórundarlegir atburðir gerast.
Skartgripir sjúklinganna hverfa ítrekað á spítala bæjarins. Hver er svona útsmoginn og ósvífinn? Stjörnuspæjararnir Lalli og Maja setja á svið fótbrot lögreglustjórans til að koma upp um þjófinn. Bráðfyndin og spennandi ráðgáta með litmyndum á hverri opnu. Ráðgátubækurnar eru frábærar fyrir krakka sem eru að byrja að lesa sjálf.
Bíddu ha? Sónarmynd... í símanum hennar ömmu? GÆTU HLUTIRNIR MÖGULEGA ORÐIÐ EITTHVAÐ VERRI?
Æsispennandi og (næstum því) sönn saga af því þegar afi (og nafni) Ævars vísindamanns fékk sérstakt leyfi til að heimsækja hina glænýju eyju Surtsey ásamt vini sínum. En þegar trillukarlinn sem skutlaði félögunum út í eyjuna gleymir að sækja þá eru góð ráð dýr. Komast strandaglóparnir heim aftur? Fyndin og fróðleg saga fyrir alla fjölskylduna.