Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk

Fleiri hrylli­lega stuttar hrollvekjur

Í þessari æsispennandi bók má lesa tuttugu stuttar sögur sem koma lesendum óþægilega á óvart. Hér er fjallað um skelfilega hluti eins og varúlfa, nornir, köngulær í vínberjaklösum og píp-test. Í bókinni fer Ævar Þór á kostum í því sem honum þykir skemmtilegast – og heillar lesendur frá fyrstu síðu.

Fuglabjargið

Á leynieyju sem stingst upp úr norðurhafi er fuglabjarg. Þar búa dramatískar súlur, hrekkjóttar ritur, slúðrandi æðarfuglar, stressuð hringvíufeðgin, snyrtilegir lundar, hlæjandi haftyrðlar, fúll skarfur og hinn fjölkunnugi hrafn. Fuglabjargið er bók sem sækir innblástur í lífríki fugla. Fuglabjargið er einnig tónleikverk og er tengill á tónlist verksins innifalinn í bókinni.

Fúll nágranni

Binna er snjöll og sjálfstæð stelpa sem veit hvað hún vill. Hún og besti vinur hennar, hann Jónsi, eru uppátækjasamir krakkar. Í þessari bók skoppaði nýi boltinn hennar Binnu yfir girðinguna hjá fúla nágrannanum. Heldurðu að hún fái hann einhvern tímann aftur? Bækurnar um Binnu eru góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili.

Gírafína og Pellinn og ég

Elli á sér þann draum stærstan að eiga sælgætisbúð, fyllta með heimsins besta sælgæti frá gólfi upp í rjáfur og hann hefur ákveðið hús í huga. Einn daginn er merki í glugganum á þessu húsi sem segir: „Seljað"! Inn eru flutt gíraffi, pelíkani og api, Stigalausa gluggaþvottagengið. Og ævintýrin fara að gerast! Dásamleg bók frá hinum eina sanna Roald Dahl.

Handbók gull­graf­ar­ans

Milla og Guðjón G. Georgsson komast yfir áratuga gamalt fjár­sjóðs­kort. Við leitina að fjársjóðnum átta þau sig fljótlega á því að einhver fylgist með þeim. Fyrsta bókin um krakkana í Álftabæ, Rannsóknin á leyndar­dómum Eyðihússins, hlaut Íslensku barna­bókaverð­launin og önnur bókin, Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf, hlaut Barna...

Harry Potter og fanginn frá Azkaban

myndskreytt útgáfa

Stórglæsileg myndskreytt útgáfa af þriðju bókinni í ritröðinni um Harry Potter, stútfull af töfrum úr pensli Jims Kay, handhafa Kate Greenaway-verðlaunanna. "Stórfenglegt" Telegraph

Harry Potter og Fönix­reglan

Þegar vitsugur ráðast á Harry og Dudley í sumarfríinu gerir hann sér grein fyrir því að Voldemort og fylgdarlið hans mun svífast einskis til að ná völdum og knésetja hann. Í Hogwarts er allt í uppnámi vegna yfirvofandi endurkomu Voldemorts og Harry, Hermione og Ron þurfa að taka til sinna ráða.

Herra Fnykur

Líkast til er engin stelpa eins einmana og Lóa. En svo hittir hún herra Fnyk, flakkarann í bænum. Já, það er svolítil ólykt af honum – en hann er sá eini sem hefur nokkru sinni verið góður við hana. Og þegar herra Fnyk vantar stað til að vera á ákveður Lóa að fela hann í garðskúrnum heima hjá sér. Frábær bók eftir þennan vinsæla höfund.

Ljósaserían

Holupotvoríur alls staðar

Bókaklúbbur barnanna - ljosaserian.is Hávarður og Maríus eru átta ára og bestu vinir. Einn daginn ætla þeir að selja tombólur og græða haug af peningum en hitta þá Bartek sem er nýfluttur til Íslands frá Póllandi. Í fyrstu gengur erfiðlega fyrir strákana að tala saman en þeir láta það ekki stöðva sig. Sérstaklega ekki þegar þeir uppgötva að Bartek er á leið í lífshættulegan le...

Hringavitleysa

Af hverju í ósköpunum hafði Fjóla samþykkt að taka þátt í þessari vitleysu? Nú var hún á harðahlaupum, með heimska belju og meðvitundarlausan kóngsson í eftirdragi og tvær ófrýnilegar tröllskessur á hælunum. Þetta var algjörlega út í hött og alls ekki það sem hún hafði ætlað sér þegar hún mætti í skólann um morguninn.

Hulduheimar

Draumadalurinn / Vatnaliljutjörn

Tvö ný og töfrandi ævintýri um Evu, Sólrúnu og Jasmín og vini þeirra í Hulduheimum. Í Draumadalnum liggja allir íbúarnir andvaka af dularfullum ástæðum og í Vatnaliljutjörn leita stúlkurnar að enn einu hráefni í töfradrykkinn handa Teiti konungi. Skemmtilegar og ríkulega myndskreyttar léttlestrarbækur sem eiga marga aðdáendur.

Hundmann

Tveggja katta tal

Hundmann hefur slegið í gegn um allan heim og selst í tugum milljóna eintaka. Raunar er leit að vinsælli barnabókum. Dav Pilkey, sem einnig samdi bækurnar um Kaptein Ofurbrók, fer hér á kostum. Húrrandi glens og spaug með ýmsum fíflagangi í bland. Oft ansi gott og ristir dýpra en við fyrstu sýn. Hér í frábærri þýðingu Sigurgeirs Orra Sigurgeirssonar.

Ferðin á heimsenda

Illfyglið

Húgó og Alex eru búin að týna hvort öðru en halda þrátt fyrir það áfram leitinni að síðustu steinstyttunni. Á meðan þau kljást við úrillan dreka, blóðþyrsta drottningu og allt of kurteist skrímsli sveimar Illfyglið yfir og veit að brátt mun tími þess renna upp. Þetta er lokabindið í bráðfyndnum fantasíuþríleik fyrir 8–12 ára lesendur.

Í huganum heim

Í huganum heim er heillandi tímaferðalag á bernskuslóðir höfundar. Við heyrum lömbin jarma, krakkana hlæja og hrossagaukinn hneggja, finnum ilm af lyngi og angan af jólum. Fjörlegar frásagnir af krökkunum á bænum en líka fullorðna fólkinu og sveitungum, gestum og gangandi, að ógleymdum öllum dýrunum. Kjörin bók til samlesturs barna og fullorðinna.

Íkorninn óttaslegni

Íkorninn óttaslegni yfirgefur aldrei tréð sitt, hið ókunna er of hættulegt. Dag einn birtist boðflenna og íkorninn neyðist til að yfirgefa tréð en þá uppgötvar hann svolítið ótrúlegt. Var ekkert að óttast eftir allt saman? Lesendur velta fyrir sér uppruna hræðslu/kvíða, mikilvægi nýrra upplifana og ágæti þess að vera við öllu reiðubúin. (4-8 ára)

Ísadóra Nótt á afmæli

Mamma hennar er álfur og pabbi hennar vampíra og hún er blanda af þessu báðu. Ísadóru finnst afar gaman í veislum hjá mannfólki og nú ætlar hún sjálf að halda veislu! En þar sem foreldrar hennar sjá um skipulagið verður veislan sennilega mjög frábrugðin öðrum veislum sem hún hefur farið í …

Ísadóra Nótt fer í skóla

Hálf vampíra, hálfur álfur, fullkomlega einstök! Hún hrífst af nóttinni, leðurblökum og svarta ballettpilsinu sínu en þykir líka vænt um sólina, töfrasprotann sinn og Bleiku kanínu. Þegar Ísadóra á að fara í skóla er hún ekki viss um hvar hún tilheyri – í álfaskólanum eða vampíruskólanum.

Ísadóra Nótt fer í útilegu

Mamma hennar er álfur og pabbi hennar vampíra og hún er blanda af hvoru tveggja. Þegar þau fara í útilegu við ströndina gerast því auðvitað atburðir sem eru ekki alveg venjulegir. Allt frá því að grilla sykurpúða á báli til þess að vingast við hafmeyju – ævintýrin ekki langt undan!