Gaddavír og gotterí
Bókin Gaddavír og gotterí segir frá lífi og leikjum barna í sveit á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Lífið snýst um búskapinn og dýrin. Hugarheimur barna er tímalaus og börn nútímans geta samsamað sig þessum sögum sem fjalla um vináttu og systkinakærleik, margvíslegar áskoranir og hvernig þau í sameiningu mæta bæði sorg og gleði.