Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Gling Gló og kötturinn

Þriðja bókin um Gling Gló sem fer öðru hvoru til ömmu í pössun og leikur þar við Óbó vin sinn. Amma er hjátrúarfull og segir ýmislegt við börnin ef eitthvað gerist, sem þau taka bókstaflega. Dag einn þegar þau fara í gönguferð hleypur svartur köttur þvert fyrir þau. Amma segir það ills viti því þarna geti verið norn á ferð. Fallega myndskreytt bók.

Salka Hrekkjavakan

Í tilefni af hrekkjavökunni setti TikTok-stjarnan Gabbi Galdur af stað #graskeraáskorun. Við vinirnir ákváðum að taka þátt enda VIP-boðsmiði í hræðilegasta draugahús Íslandssögunnar í boði og það á sjálfri hrekkjavökunni. Sú ákvörðun átti eftir að verða okkur dýrkeypt og hrinti af stað einni svakalegustu atburðarás lífs míns.

Heimur framtíðar Hættuför í huldubyggð

Þegar Kata horfir á eftir Bröndu hverfa út í nóttina, grunar hana að konan sem hefur annast hana síðan pabbi hvarf sé ekki öll sem hún er séð. Kata kemst að því að Branda á sér leyndarmál sem á eftir að breyta öllu í lífi hennar. Fyrr en varir eru Kata og Jarkó lögð af stað með skeljaskrímslinu í leit að heiminum sem er hulinn mannfólki.

Spæjarastofa Lalla og Maju Kappreiðaráðgátan

Allir krakkar þekkja Ráðgátubækurnar! Sjálfstæðar sögur sem henta vel fyrir spæjara sem vilja æfa lesturinn því að letrið er stórt, setningarnar eru stuttar og það eru skemmtilegar litmyndir á hverri síðu. Einn af öðrum detta hestarnir á kappreiðavelli Víkurbæjar úr leik og Lalli og Maja átta sig fljótt á að það er maðkur í mysunni.

Kennarinn sem sneri aftur

Þótt krakkarnir í 8. BÖ hafi myndað þéttan vinahóp treystir Stefanía engum fyrir því sem gengur á heima. Þegar krakkarnir fara á hrekkjavökuhátíð fer af stað röð dularfullra atburða og Stefanía þarf að kafa djúpt eftir hugrekki sínu til að takast á við skelfilegar og krefjandi ógnir.

Langelstur á bókasafninu

Ætli draugar þurfi að tannbursta sig? hugsar Eyja en hristir svo höfuðið. Rögnvaldur er ekki draugur. Hann er bara með henni í anda, svona vinur sem hún getur hitt í huganum, hvenær sem hún saknar hans. Langelstur á bókasafninu er allt í senn lestrardagbók, þrautabók, litabók og bráðfyndin skáldsaga.

Lára fer á jólaball

Það er gaman á aðventunni, að eiga notalegar stundir með fjölskyldunni við jólaundirbúning, en það er líka svolítil spenna í loftinu. Atli og Lára fara saman á jólaball. Þangað mætir góður gestur. Hversdagssögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa hafa verið metsölubækur í fjölda ára og vinsæl leiksýning verið gerð eftir þeim.