Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Fyrsta bók Rumpuskógur

Rumpuskógur eftir Nadiu Shireen er hrikalega fyndin, frumleg og spennandi bók sem lýsir ótrúlegu ævintýri borgarrefanna og systkinanna Nönnu og Tedda. Eftir óheppilegt atvik sem tengist rófunni á Bollu prinsessu neyðast þau til að flýja til Rumpuskógar þar sem íbúarnir eru margir afar sérstakir, jafnvel hættulegir. Og spennan magnast!

Skandar og einhyrninga­þjófurinn

Skandar þráir að verða einhyrningsknapi, útvalinn til þess að tengjast eigin einhyrningi lífstíðarböndum, þjálfa hann og keppa með honum; verða hetja. En lífið tekur óvæntari og óhugnanlegri stefnu en nokkurn getur órað fyrir. Máttugasta einhyrningnum er rænt og Skandar kemst að leyndarmáli sem getur haft hræðilegar afleiðingar fyrir alla.

Sögustund með Afa

Örn Árnason rifjar hér upp dásamlega takta sem Afi allra landsmanna og býður börnunum í notalega sögustund. Með Afa geta þau slappað af og lært um allt mögulegt milli himins og jarðar. Börnin fá að heyra skemmtilegar sögur, jafnt gamlar sem nýjar og kynnast því hvernig lífið var hér áður fyrr. Það er alltaf gott að eiga rólega stund með Afa.