Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk

Mömmustrákur

Mömmustrákur kom fyrst út 1982 en seldist fljótt upp. Nú hefur verið bætt úr því með nýrri útgáfu. Mömmustrákurinn Helgi fylgir einstæðri móður sinni í sveitina og þaðan til Keflavíkur og lendir í ýmsum ævintýrum. Vandi hins föðurlausa barns er meginviðfangsefni bókarinnar en á öllu er tekið með léttri gamansemi og undirtónninn er mannlegur og ljúfur.

Furðufjall

Norna­seiður

Íma dauðöfundar systur sína sem fær að nema galdur hjá nornunum á meðan hún sjálf passar sækýrnar. Andreas lærir járnsmíðar af pabba sínum en dreymir um að verða riddari og vinna hetjudáðir. En brátt verða óvæntir og skelfilegir atburðir sem setja tilveru þeirra í uppnám. Fyrsta bókin í spennandi bókaflokki eftir verðlaunahöfund.

Nornirnar

Lítill drengur býr hjá ömmu sinni. Helstu óvinir þeirra eru nornir en þær þola ekki börn og vilja útrýma þeim með æðstu aðalnorn fremsta í fylkingu. Tekst þeim ætlunarverk sitt? Eða tekst þeim eitthvað annað eins og breyta börnum einhvern veginn? Hver stendur uppi sem sigurvegari? Fyndin, skemmtileg og ljúfsár bók frá hinum snjalla sögumanni Roald Dahl. Endurútgáfa.

Nú er nóg komið!

Þó að Vigdís Fríða þurfi að húka heima í sóttkví er alveg óþarfi að láta sér leiðast! Það má alltaf finna sér verkefni, svo sem að reka sjoppu eða njósna um nágranna sem virðast hafa eitthvað óhreint í pokahorninu. Spennandi og sprenghlægilegt sjálfstætt framhald Hingað og ekki lengra! sem var tekið fagnandi, bæði af ungum lesendum og gömlum gagnrýnendum.

Oreo fer í skólann

Oreo er að byrja í skólanum og er fullur tilhlökkunar. Hann er spenntur að hitta kennarana sína og eignast nýja vini. En þegar kemur að fyrsta tímanum í lestri rennur upp fyrir Oreo að hann er ekki eins og hinir hundarnir. Stafirnir fara á fleygiferð á blaðinu og Oreo á erfitt með að lesa. Hann verður leiður og sumir af hinum hundunum stríða honum. Oreo er lesblindur en eigandi...

Orri óstöðvandi:

Kapphlaupið um silfur Egils

Mér leist nú ekkert sérstaklega vel á það þegar mamma og pabbi tilkynntu okkur Möggu að við værum að fara í gamaldags útilegu. En úr varð ein rosalegasta ferð allra tíma. Við tjölduðum við hliðina á andstyggilegum náunga sem við urðum að kenna smá lexíu, rákumst á sótilla þýska túrista, lentum í fingralöngum Fransmanni og glímdum við stórhættulegan hóteldraug, allt meðan við l...

Óskar var ein­mana um jólin

Hanna er ánægð með Óskar, hvolpinn sem hún eignaðist nýlega, og vildi helst alltaf vera hjá honum. Það getur Hanna hins vegar ekki vegna skólans og æfinga fyrir jólaleikritið þar. Á meðan Hanna er í burtu þá leiðist Óskari alveg óskaplega mikið – hann getur bara ekki skilið af hverju Hanna getur ekki verið meira hjá honum.

Ótrúlegt en satt

Ævintýri Dísu og Stjörnu

Dísa, sem er sjö ára fimleikastelpa, þráir ekkert heitar en að eignast hund. Óskin rætist og vegna ótrúlegra hæfileika voffans lenda þær saman í miklum ævintýrum sem fara með þær alla leið til Hollywood. Stórskemmtileg og sérlega fallega myndskreytt bók sem bæði vermir og kætir.

Palli Play­station

Ný saga í geysivinsælum bókaflokki um Stellu og fjölskyldu hennar sem hófst með Mömmu klikk. Nú hefur systkinum Stellu fjölgað um tvö og heimilislífið er ansi skrautlegt. Allt fer þó endanlega í vitleysu þegar Palli stóri bróðir hættir með Bellu kærustunni sinni. Þá verður Stella að bjarga málunum! En hvernig skyldi það ganga?

Randver kjaftar frá

Geggjaðar draugasögur

Randver heldur áfram að kjafta frá. Nú vill hann segja spennandi draugasögur. Randver gæti þess vegna verið efni í stórskáld þó svo að Kiddi klaufi, sem á að heita besti vinur hans, efist um það. Geggjaðar draugasögur er sú þriðja í röðinni af fáránlega fyndnum sögum af besta vini Kidda klaufa.

Þín eigin saga

Rauðhetta

Hér er sagan af Rauðhettu sögð á glænýjan hátt – því þú ræður hvað gerist! Mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur því það eru mörg mismunandi sögulok. Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda og hér er komin stutt og litrík útgáfa af þessu alþekkta ævintýri sem hentar byrjendum í lestri.

Saga finnur fjársjóð (og bætir heiminn í leiðinni)

Saga er nýflutt í borgina og leiðist. Hún fer út og hittir þar þrjá stráka sem allir eru eins, og saman ákveða þau að gera heiminn betri. Þau byrja á því að tína upp rusl í fjörunni og finna þar óvenjulegan fjársjóð sem hefur óvæntar afleiðingar í för með sér ...

Sagan af Gýpu

Gýpa er með eindæmum matgráðug og mesta furða að hún hafi ekki verið búin að éta heimilisfólk út á gaddinn. Þegar matinn þrýtur étur hún askinn sinn, karl og kerlingu í kotinu og kúna Kreppiltrýnu. Síðan heldur hún af stað. Hver skyldi vera svo ólánsamur að verða á vegi hennar? Stórkostlegt íslenskt ævintýri.

Salka: Tölvuheimurinn

Eftir að Benedikt forseti hafði sett neyðarútgöngubann á um allt land kynnti hann Tölvuheiminn, sýndarveruleikaútgáfu af okkar eigin lífi, fyrir þjóðinni. Þar var hægt að gera allt sem maður vildi og verið nákvæmlega sá sem mann hefur alltaf dreymt um að vera. Þjóðin sökk djúpt ofan í Tölvuheiminn og ég hafði áhyggjur af því að við kæmumst aldrei út úr honum. En svo sagði afi d...

Lóa og Börkur

Saman í liði

Þegar miðherji unglingaliðs í körfubolta hrynur niður í miðjum leik vegna óvæntra veikinda eru góð ráð dýr. Liðsfélagarnir óttast um afdrif vinar síns og draumarnir um Íslandsmeistaratitilinn eru í uppnámi, en á ögurstundu kemur öflugur liðsstyrkur úr óvæntri átt. Lóa og Börkur – Saman í liði er skemmtileg og spennandi saga um mikilvægi vináttunnar.

Seiðmenn 4

Að eilífu, aldrei

Ósk og Xar hafa fundið hráefnin fyrir nornaförgunargaldurinn og nú kallar nornakóngurinn þau til sín að Tjörn hinna týndu. En fyrst verða þau að blanda seyðið … Geta þau sigrast á hinum hungraða gandormi og flúið með Bikar nýrra færa? Og verður galdurinn nógu öflugur til að aflétta BÖLVUNINNI yfir Villiskógunum eða munu nornirnar ráða AÐ EILÍFU? Fjórða og síðasta bókin í æsispe...

Síðasta tækifærið

Eftir afdrifaríkt spjall við Braghildi gömlu, ferðast Sandra og Karen aftur í tímann. Þegar þangað er komið bíður þeirra það stóra og mikilvæga verkefni að bjarga heiminum frá hættulegu loftslagsbreytingunum. Hefst þá mikið kapphlaup við tímann og alls kyns óvæntar uppákomur verða á vegi þeirra og eitt er víst að aðalverkefnið þarna er þeirra síðasta tækifæri til að bjarga heim...

Handbók fyrir ofurhetjur

Sjötti hluti - Vonlaust

Rósahæð er í áfalli. Sjö börn í viðbót hafa horfið sporlaust og fólk er bæði hrætt og reitt. Af hverju gera lögreglan og Rauðan gríman ekki neitt? Getur bærinn ekki stólað á ofurhetjuna sína? Lísa og félagar eru þó að vinna í leyni en það er eitthvað sem gengur ekki upp.