Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Ævintýri morgunverðarklúbbsins Skrímslið og týndi fótboltinn

Marcus verður fyrir því óláni að týna fótboltanum sínum og þegar hann fer að leita að honum, ásamt vinum sínum, kemst hann að því að ekki er allt sem sýnist. Bráðskemmtilegt ævintýri, bara pínulítið stressandi, fyrir alla fótboltakrakka - og hina líka.

Spakur spennikló og slóttugi Sámur Skuggaskóli

Þrjár sögur í einni bók

Það er hrekkjavaka í Skuggaskóla og draugur veldur usla á göngunum. Á markaðnum fást hvorki ávextir né ber í baksturinn svo Spakur og Sámur rannsaka málið. Vinnuflokkur þvottabjarna tekur til hendinni á forngrípasafninu sem þeir Spakur og Sámur eru sannfærðir um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu.

Smáralindar-Móri

Vinirnir Flóki og Patti laumast inn á lokað byggingarsvæði þar sem risastór verslunarmiðstöð er að rísa. Skyndilega hverfur Patti og eftir það verður ekkert eins og áður. Ári síðar er Lotta með vinkonum sínum í Smáralind þegar hún tekur á rás og hverfur. Smáralindar-Móri er mergjuð saga fyrir lesendur sem kjósa spennu og dálítinn óhugnað!

Spæjarastofa Lalla og Maju Spítalaráðgátan

Skartgripir sjúklinganna hverfa ítrekað á spítala bæjarins. Hver er svona útsmoginn og ósvífinn? Stjörnuspæjararnir Lalli og Maja setja á svið fótbrot lögreglustjórans til að koma upp um þjófinn. Bráðfyndin og spennandi ráðgáta með litmyndum á hverri opnu. Ráðgátubækurnar eru frábærar fyrir krakka sem eru að byrja að lesa sjálf.

Strandaglópar!

(Næstum því) alveg sönn saga

Æsispennandi og (næstum því) sönn saga af því þegar afi (og nafni) Ævars vísindamanns fékk sérstakt leyfi til að heimsækja hina glænýju eyju Surtsey ásamt vini sínum. En þegar trillukarlinn sem skutlaði félögunum út í eyjuna gleymir að sækja þá eru góð ráð dýr. Komast strandaglóparnir heim aftur? Fyndin og fróðleg saga fyrir alla fjölskylduna.

Vinkonur Strákamál 1: Besta sumarið

Jósefína fær loksins leyfi til að verja sumarfríinu hjá frænku sinni úti við sjóinn. Á morgnana á hún að vinna í íssjoppu og eftir hádegi lærir hún á brimbretti. Hún hefur sko engan tíma fyrir stráka og svoleiðis. En fyrsta daginn hittir hún Kris. Hann er rosalega sætur og hann kann að sörfa. Þetta virðist ætla að verða stórkostlegt sumar.

Vinkonur Strákamál 2: Hættuleg hrifning

Emma fer í karateæfingabúðir og þar hittir hún Óliver. Allar stelpurnar eru spenntar fyrir honum en samt líka svolítið smeykar því Óliver er alltaf að slást. Emma bjargar honum frá því að vera sendur heim með því að þykjast vera kærastan hans og í staðinn lofar Óliver að hjálpa henni að æfa sig. Þá sér Emma hliðar á honum sem aðrir þekkja ekki.

Svona tala ég

Gleymdu þér í frábæru ævintýri Simonu þar sem hún uppgötvar heim íslenskrar tungu í „Svona tala ég“. Þessi bók er ómissandi fyrir þá sem vilja stuðla að samþættingu og virðingu fyrir öllum börnum, sama hvaða uppruna þau hafa eða hvaða hreim þau tala íslensku með. „Svona tala ég“ minnir okkur á hvað við erum öll heppin að geta talað íslensku.

Sherlock Holmes handa ungum lesendum Tákn fjórmenninganna

Þegar Sherlock Holmes er beðinn um að skoða undarleg skilaboð til ungrar konu eiga hvorki hann né Watson von á að dragast inn í vef áratuga gamalla svika. Áður en þeir vita af eru þeir komnir í hættulegan næturleiðangur til að fletta ofan af merkingunni á bak við tákn fjórmenninganna og leysa löngu grafinn glæp.

Un jour d’hiver à Glaumbær

Vous êtes-vous déjà demandé à quoi ressemblait la vie dans une ferme de tourbe du 19ème sicèle ? Un jour d’hiver à Glaumbær est la suite du livre Un jour d’été à Glaumbær. Dans ce nouvel album illustré, nous retrouvons Jóhanna, Siggi et leur chienne Ysja qui se préparent pour les fêtes de Noël.

Þín eigin saga Veiðiferðin

Þrumuguðinn Þór og jötunninn Hymir eru á leið í lífshættulega bátsferð. Þeir ætla að róa út á haf til að veiða sjálfan Miðgarðsorminn og ÞÚ ræður hvað gerist! Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda. Hér er komin stutt og litrík saga sem byggist á bókinni Þín eigin goðsaga og hentar byrjendum í lestri.