Orri óstöðvandi 1-3
Ótrúleg ævintýri Orra og Möggu eru börnum landsins löngu orðin þekkt og loksins eru fyrstu þrjár Orra óstöðvandi bækurnar komnar aftur.
Síða 4 af 5
Ótrúleg ævintýri Orra og Möggu eru börnum landsins löngu orðin þekkt og loksins eru fyrstu þrjár Orra óstöðvandi bækurnar komnar aftur.
Nú er loksins komið að því sem þú ert búinn að bíða eftir. Ég ætla að spóla nokkur ár aftur í tímann og segja þér hvernig ég breyttist úr stresskallinum Orra í ofurhetjuna Orra óstöðvandi. Í raun og veru hefði þessi bók átt að vera fyrst í röðinni, en ég varð að bíða með hana. Hún er nefnilega svo rosalega svakaleg.
Eyjuhátíðin er haldin árlega en í þetta sinn fer allt úr böndunum … Vinirnir Freyja og Hallgrímur eru yfir sig spennt og mæta niður á bryggju að taka á móti gestunum. En þeir eru fleiri en vanalega og líka dónalegri! Þegar Freyja og Hallgrímur fara að rannsaka málið komast þau að því að fæstir eru komnir til að taka þátt í hátíðinni.
Þú ert í gönguferð í skóginum þegar þú finnur sæta og góða lykt. Framundan er heil piparkökuborg. Góðlegar gamlar konur taka á móti þér og bjóða þér bakkelsi – eða eru þetta grimmar nornir sem ætla að lokka þig inn í bakarofn? Þú ræður hvernig sagan fer! Hér spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þitt eigið ævintýri.
Það líður að miðnætti á knattspyrnuvellinum í Skógargerði og það þýðir að nú er hægt að kveikja í varðeldunum á Jónsmessunótt. Og það sem er mikilvægast, leikurinn gegn Vonskuvík er rétt að hefjast. Sigurliðið mun taka sigurlaunin með sér heim, styttuna af Jóhannesi skírara, til varðveislu í heilt ár.
Draugastofan 3
Það er draugagangur á bóndabænum Hagakoti. Á næturnar kemur draugur og hleypir hesti Róbertós Gonzales úr haganum. Þetta hefur gerst ítrekað en bara þegar það er þoka … Róbertó leitar til Eddu og Krumma á Draugastofunni um hjálp. Hvað vill draugurinn eiginlega? Og hvers vegna fer hesturinn alltaf að fossinum?
Karólína stóra systir Jósefínu er í vandræðum. Kvöldið sem hún fór snemma heim úr vinnunni var peningum rænt af vinkonu hennar. Eða svo segir vinkonan...
Er eitthvað ævintýralegra en að sofa í hengirúmi undir berum himni? Er einhver sem segir að bíll geti ekki líka verið flugvél? Eða að Esjan geti ekki heitið Skuggheimahóll – og að þar búi skuggaverur sem elska rifrildasúpu?
Stórfótur leikur lausum hala í Rumpuskógi! En mikið stendur til því íkornapar eitt ætlar að gifta sig með pompi og prakt. Ætli skrímslið bjóði sér í brúðkaupið? Eitt er víst og það er að Teddi og Nanna og vinir neyðast nú til að halda á vit óvissunnar til þess að bjarga Rumpuskógi frá þessu hræðilega og illa lyktandi fýluskrímsli. www.kver.is
Saga um dularfull skeyti og stuð
Eftir langan, dimman vetur og vægast sagt glatað vor, er sólin loksins mætt til Reykjavíkur. Tvíburasystkinin Inga og Baldur eru komin í sumarfrí og forvitni þeirra er vakin þegar þau finna dularfullt flöskuskeyti. Þau ákveða að rannsaka málið á sinn einstaka hátt og ævintýri hversdagsins hefjast!
Skemmtileg myndskreytt saga miðuð við yngstu lesendurna. Textinn er 400-500 orð og skilningsverkefni eru í lok sögunnar.
Það er föstudagur og Alex hlakkar til bekkjarpartísins. Skyndilega fær hann vinabeiðni frá ókunnugri stelpu og byrjar að spjalla. Þegar hún biður um myndir hikar hann fyrst – en svo fer allt á versta veg. Hjálpleg og aðgengileg bók sem hvetur börn á aldrinum 6–14 ára og foreldra þeirra til samtals um lífið á netinu.
Nýr myndskreyttur barnabókaflokkur um krakka sem fá eitthvað á heilann!
Þegar silfurflauta Nessu hverfur á dularfullan hátt draga Aníta og Andri fram ráðgátugleraugun. Nú þurfa þau að hjálpast að því vinkona þeirra á að spila á tónleikum um kvöldið svo tíminn er naumur. Finna systkinin flautuna í tæka tíð?
Fyrir jólin
Skjóða er dóttir tröllskessunnar Grýlu sem tannburstar sig bara einu sinni á ári og Leppalúða sem bakar bestu kanilsnúða í heimi. Skjóða á fleiri en 100 systkini og 13 þeirra þekkir þú vel því jólasveinarnir eru bræður Skjóðu. Sagan hefst í Grýluhelli þar sem Skjóða er að undirbúa jólin en þegar jólakötturinn eignast kettlinga fer allt úr skorðum.
Salvar, 12 ára vandræðagemsi, sótti um stöðu skólastjóra því honum fannst það fyndið. En fyrir mistök fær hann starfið. Hann mætir til leiks vopnaður ferskum hugmyndum um hvernig megi gera skólann betri. (Pítsa og kandífloss í hádegismat! Blundtími! Grís í hvern bekk!) Hvað er það versta sem gæti gerst? Sprenghlægileg og hjartnæm verðlaunabók.
Mannabarnið Eva Brá er nýjasti nemandi skólans í Skrímslabæ! Þar hittir hún fjöldann allan af skrítnum skrímslum, til dæmis lítinn svangan varúlf, hrekkjótta norn og vampíru með stæla. Skólinn í Skrímslabæ er falleg og bráðfyndin saga eftir verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi, prýdd heillandi og skemmtilegum teikningum Tinds Lilju.
Hín ótrúlega saga
Brúnó er ægilega stoltur af litla rauða bílnum sínum. En í umferðinni eru svo mikil læti; fólk að flauta og kalla – og svo, „búmm“! Það verður árekstur. Árekstur! Enginn slasast, en bíllinn er ónýtur. Og hvað nú? Brúnó fær snilldarhugmynd. Hann og vinir hans smíða nýjan og brjálaðan bíl úr beygluðum bílflökum. Þeir eru óstöðvandi.