Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Ófreskjan í mýrinni

Í útjaðri lítils þorps standa tvö hús; annað er blámálað og fallegt, hitt er bæði grátt og hrörlegt. Einn daginn kemur fjölskylda í þorpið: pabbi og þrír krakkar sem vita ekkert um umhverfið eða ófreskjuna í mýrinni. Hér er komin dularfull og grípandi saga, prýdd fjölda litmynda, eftir margverðlaunaðan metsöluhöfund.

Risasyrpa - Aðalsættir

Líf fólks af aðalsættum er yfirleitt enginn dans á rósum. Það þarf að fást við erfðamál, öfund, samsæri, landráð og hattaþjófnað. En auðvitað er vinátta, hetjudáðir, gleði og ástir líka í lífi þeirra.

Risasyrpa - Fjallaklifur

Útivera og fjallaklifur! Ætti það ekki að vera spennandi og heilsusamlegt áhugamál? Jú, oftast ...

Fyrsta bók

Rumpuskógur

Rumpuskógur eftir Nadiu Shireen er hrikalega fyndin, frumleg og spennandi bók sem lýsir ótrúlegu ævintýri borgarrefanna og systkinanna Nönnu og Tedda. Eftir óheppilegt atvik sem tengist rófunni á Bollu prinsessu neyðast þau til að flýja til Rumpuskógar þar sem íbúarnir eru margir afar sérstakir, jafnvel hættulegir. Og spennan magnast!

Sagan af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling

Þessi bók fjallar um söguna af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling og ættu jafnt ungir sem aldnir að hafa gaman af þessu bráðsnjalla ævintýri.

Sagan af Víólu, Sæsa og illskeyttu norninni Elvíru

Spennandi bók fyrir börn og ungmenni: Lágvær hvinur um loftið fór er ellefu nornir flugu í kór. Sagan af Víólu, Sæsa og illskeyttu norninni Elvíru gerist utan tíma og rúms. Hér koma saman furðuverur, nornir, sjávarbúar og skógarbúar, góðar verur og vondar. Skór leika stórt hlutverk í sögunni og týndur töfrasproti.

Skandar og einhyrninga­þjófurinn

Skandar þráir að verða einhyrningsknapi, útvalinn til þess að tengjast eigin einhyrningi lífstíðarböndum, þjálfa hann og keppa með honum; verða hetja. En lífið tekur óvæntari og óhugnanlegri stefnu en nokkurn getur órað fyrir. Máttugasta einhyrningnum er rænt og Skandar kemst að leyndarmáli sem getur haft hræðilegar afleiðingar fyrir alla.

Skólaslit

Það er hrekkjavaka. Veggir skólans eru þaktir skrauti sem vekur hroll og kitlar ótta. Í fjarska ómar ómennskt öskur. Á gólfinu má sjá hálfan íþróttakennara og handan við hornið heyrist í uppvakningaher. Hvað í ósköpunum gerðist? Stórglæsileg bók prýdd fjölda litmynda sem lesendur tæta í sig.

Heimur framtíðar

Skrímslin vakna

Kata er ákveðin í að strjúka að heiman. Við undirbúning flóttans rekst hún á furðulega veru og þá breytast öll hennar plön! Skyndilega er hún lent í hættulegri atburðarás og kynnist undarlegum heimi sem hún vissi ekki að væri til. Teikningar eftir Loga Jes Kristjánsson.

Stjarnan í austri

Mæja mey á norðurslóðum

Falleg jólasaga um Mæju mey og barnið, byggð á gömlum helgisögnum og ævintýrum, og gerist í vetrarríki á norðurslóðum. Inn í söguna fléttast sextán söngljóð, samin við rússnesk þjóðlög. Geisladiskur fylgir bókinni! Flytjendur: Aðalsteinn Ásberg, Þorgerður Ása, Sönghópurinn við Tjörnina og hljómsveit.

Ljósaserían

Stúfur fer í sumarfrí

Stúfur er kominn í sumarfrí og lætur sig dreyma um að fara í ferðalag. Hann verður himinlifandi þegar Lóa vinkona hans býður honum að koma með sér til Ítalíu! Stúfur skemmtir sér konunglega og lendir í óvæntum ævintýrum í þessu besta sumarfríi lífs hans. Myndir eftir Blævi Guðmundsdóttur.

Binna B Bjarna

Sumarhátíðin

Í þessari bók er sumarhátíð í skólanum og vinir Binnu ætla í stóra rússíbanann en Binna er ekki viss um að hún þori að fara með þeim. Nær Binna að safna kjarki? Bækurnar um Binnu B henta vel fyrir yngstu lesendurna.

Svarta kisa tekur prófið

Vandræðaleg hegðun Svörtu Kisu varð þess valdandi að stofnun verklegra inngripa í neyðarleg dýralæti skar úr um að klaufska hennar risti of djúpt . Svo djúpt að ei varð unað. Henni voru settir úrslitakostir. Til að missa ekki kisuleyfið, varð hún að fara á námskeið og standast að því loknu hæfnispróf.

Sæskrímsli

Þér er boðið um borð í kafbát en hvert viltu sigla og hvað langar þig að rannsaka? Í þessari bók ræður þú hvað gerist! Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda. Hér er komin stutt og litrík saga sem byggist á bókinni Þín eigin undirdjúp og hentar byrjendum í lestri.

Sögur fyrir jólin

Sögur fyrir jólin er hugljúft og hrífandi jólaævintýri sem skiptist í 24 kafla sem tilvalið er að hlusta á fyrir svefninn og kalla fram kyrrð og ró í aðdraganda jólanna.

Sögustund með Afa

Örn Árnason rifjar hér upp dásamlega takta sem Afi allra landsmanna og býður börnunum í notalega sögustund. Með Afa geta þau slappað af og lært um allt mögulegt milli himins og jarðar. Börnin fá að heyra skemmtilegar sögur, jafnt gamlar sem nýjar og kynnast því hvernig lífið var hér áður fyrr. Það er alltaf gott að eiga rólega stund með Afa.

Salka

Tímaflakkið

Eftir að við vinirnir náðum að stoppa Benedikt á ögurstundu breyttist allt til hins betra og lífið varð æðislegt á ný. Eða allt þar til við urðum vitni að sturluðustu tæknibyltingu allra tíma og þurftum að fara aftur í tímann til ársins 1992 og bjarga heiminum enn á ný, sem endaði svo með svakalegasta körfuboltaleik lífs míns.

Trölladans

Jonni neyðist til að fara með pabba sínum á fund í gömlum sveitabæ þvert gegn vilja sínum. Á meðan Jonni bíður eftir að fundurinn klárist ráfar hann upp í fjallið Tröllahyrnu fyrir ofan bæinn og festist í gjótu. Sem betur fer kemur Tóta honum til bjargar en hún reynist vera tröllastelpa sem býr í Tröllabyggð ásamt öllum hinum tröllunum.