Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk

Jólahátíð í Björk

Systurnar Magga, Helga, Dóra, Ásta og Þóra undirbúa jólin með því að klæða dúkkurnar sínar í sitt fínasta púss. Þær klæðast sjálfar sínum fínustu kjólum og fá slaufu í hárið. Jólaandinn læðist yfir bæinn og þær halda jólin hátíðleg með fjölskyldunni. Falleg og einlæg frásögn sem kemur hverjum þeim sem les í sannkallað jólaskap.

Jólasvínið

Jack á sér uppáhaldsleikfang - lítið tuskusvín. Svínið hefur fylgt honum alla tíð, í gegnum súrt og sætt. Þangað til aðfangadagskvöld eitt að hið hræðilega gerist: svínið týnist. Jólasvínið er fyrsta skáldsaga J.K. Rowling fyrir börn og unglinga eftir að hún lauk við Harry Potter.

Jólasyrpa 2021

Jólin eru komin í Andabæ! Skemmtileg lesning sem kemur öllum í hátíðarskap.

Ljósaserían

Jónas ísbjörn og jólasveinarnir

Bókaklúbbur barnanna - ljosaserian.is Jónas er kominn í jólafrí. Hann hlakkar mikið til að fá gómsæta jólasteik - og skógjafir frá jólasveinunum! En 19. desember er skórinn hans tómur úti í glugga og í fjárhúsinu rekst hann á afar skrítinn karl. Jónas býður karlinum inn í hús og þá gerast heldur betur undarlegir hlutir!

Kennarinn sem kveikti í

Nýr afleysingakennari tekur við BÖ-bekknum eftir ógurlegar hremmingar síðustu mánaða. Þegar krakkarnir eru sendir í dularfullan ratleik í mannlausum skólanum læðist að þeim óþægilegur grunur. Í þetta sinn fylgjum við hinum einstaka, bráðgreinda en stundum misskilda Fannari í gegnum hraða, fyndna og hörkuspennandi atburðarás í bók sem fær hárin til að rísa.

Kettlingur kallaður Tígur

Eva og systur hennar mega loks eignast kettling. Þegar Tígur er kominn til þeirra fer hann að valda þeim áhyggjum með uppátækjum sínum. Einn daginn hverfur Tígur og Eva er alveg viss um að hann sé búinn að koma sér í vandræði, og hún verði að koma honum til hjálpar sem fyrst – en til þess þarf hún að vera næstum því jafnhugrökk og Tígur!

Koma jól?

Jólaljóðabók eftir einstaka listamenn sem kveðst á við fræga bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. Hér er að finna nýjustu fréttir af Grýlu og Jólakettinum og jafnframt stíga hinar jökulhressu Grýludætur, systur jólasveinanna, fram úr þúsund ára löngum skugga bræðra sinna og arka til byggða, hver með sínu lagi og hrekkjabrögð í farteskinu. Myndir bókarinnar eru dúkrist...

Kynjadýr í Buck­inghamhöll

Alfreð prins, lasburða tólf ára drengur, hefur aldrei kynnst lífinu utan Buckinghamhallar. Ill öfl eru að verki og hann verður að berjast við konung kynjadýranna – sjálfan grýfoninn. Hér er David Walliams í essinu sínu. Þessi bók tróndi lengi í efsta sæti bóksölulista í Bretlandi.

Landverðirnir - Íra

Í þessari annarri bók um Landverðina fáum við að kynnast henni Íru sem er með krafta hins íslenska ís. Einn daginn hittir hún þá Atlas og Avion (úr fyrstu bókinni) og eftir það verður líf hennar aldrei eins. Í kjölfarið þarf Íra að ákveða hver hún eigi að vera í raun og veru. Vill hún vera venjulega unglingsstelpa eða nýjasti meðlimur Landvarðateymisins sem berst gegn Azar og h...

Langafi minn Supermann

jólastund

Sylvía snýr aftur til Ólafsfjarðar en í þetta sinn kemur öll fjölskyldan með í ferðalagið. Um leið og hún sér langafa sinn hjálpa bílstjóra sem er fastur í skafli, gufar hvíta hárið hans upp ásamt hrukkunum. Vindurinn fleytir skikkju hans í allar áttir og stórt ,S‘ blasir við henni. Langafi Supermann og Sylvía lenda í margs konar ævintýrum þar sem kettlingur festist uppi í tré,...

Einkaspæjarastofa Suðurgötusystranna

Leyndardómurinn um yfirgefna hundakúkinn

Abelína, Karólína og Rósalína eru ekki dæmigerðar ömmur. Þess vegna ætla þær komast að því hver á hundinn sem kúkar fyrir utan dyrnar á hverjum degi. Óvænt trufla þær fyrirhugað bankarán. Sprenghlægilegt ævintýri, æsispennandi og lúmskt - mjög lúmskt.

Leyndarmál Lindu 8

Sögur af ekki-svo gömlu ævintýri

Lífið leikur við Lindu sem aldrei fyrr. Eða hitt þó heldur! Hún á eina vinkonu sem gerir henni lífið leitt! Stundum er erfitt að vera vinur allra. Bókaflokkurinn um leyndarmál Lindu er gríðarvinsæll um allan heim, en hér er komin 8. bókin í íslenskri þýðingu hins margverðlaunaða þýðanda Helga Jónssonar.

Goðheimar

Leyndar­dóm­ur­inn um skálda­­mjöðinn

Eitt vetrarkvöld berja tveir dvergar dyra hjá Óðni og krefjast hjálpar við að endurheimta mjaðarkerald sitt. Eftir að hafa bragðað á ljúffengum miðinum sem þeir hafa meðferðis ákveður Óðinn að hjálpa þeim. En hvers vegna skyldi hann allt í einu vera farinn að tala í rími? Þetta er ellefta bókin í þessum sívinsæla bókaflokki.

Bekkurinn minn

Lús!

Vandaðar myndríkar léttlestrarbækur sem fjalla um krakka í íslenskum skóla. Hvert barn í bekknum fær sína eigin bók og saman mynda þær bókaflokkinn Bekkurinn minn. Lús! fjallar um Sigríði.

Martröð í Hafnarfirði

Jón Pétur, sem er að byrja í sjöunda bekk, hlakkar síður en svo til þess að hefja nýtt skólaár. Hann hefur alla tíð verið vinafár og fótboltastrákarnir áreita hann nánast daglega. Ekki skánar ástandið þegar bekkurinn fær nýjan kennara sem kemur krökkunum afar undarlega fyrir sjónir. Stuttu seinna fara skrítnir hlutir að gerast í Hafnarfirði þegar einn fótboltastrákanna hverfur ...

Með skuggann á hælunum

Saga er nýflutt til Kaupmannahafnar með mömmu sinni og stendur frammi fyrir þeirri áskorun að læra annað tungumál og eignast nýja vini. Þegar hún kynnist Kristian, sem er líka nýfluttur til borgarinnar, hefst ævintýralegt og spennandi ferðalag um borgina þar sem þau leysa undarlega ráðgátu. Á sama tíma virðist óhugnalegur skuggi alltaf vera skrefi á eftir þeim.

Meira pönk – meiri hamingja

Hér er komið sjálfstætt framhald af Iðunni og afa pönk sem gladdi bæði pönkara og aðra lesendur upp í hanakamba. Nú er komin verslunarmannahelgi og vinkonurnar Iðunn og María Sara ákveða að halda sína eigin útihátíð. En óheppnin eltir þær á röndum svo mamma neyðist loks til að skerast í leikinn. Fyndin og fjörug saga sem endalaust kemur á óvart.

Múmín­snáðinn og Jónsmessu­ráðgátan

Það er kyrrlátur og fallegur sumardagur í Múmíndal. Múmínfjölskyldan hefur það notalegt úti í garði. Múmínpabbi segir frá því að hann sé að skrifa spennandi glæpasögu. En þegar hann ætlar að halda áfram að skrifa kemur í ljós að dýrmæta minnisbókin og uppáhaldspenninn hans eru horfin. Hvað hafði gerst? Tekst Múmínsnáðanum og vinum hans að leysa ráðgátuna?