Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Síða 3 af 5

Jólabókaormurinn

Þið kannist við jólaköttinn en hafið þið heyrt um jólabókaorminn? Hann er nefnilega alveg jafnslæmur, nema hann étur bara þá sem fá ekki bók í jólagjöf! Hafdís og Tómas þekkja söguna en hafa engar áhyggjur því í þorpinu gefa allir bækur. En hefur nokkur séð jólabókaorminn? Er hann til í alvörunni? Systkinin ákveða að skoða þetta nánar ...

Jólahreingerning englanna

Englarnir Trú, Von og Kærleikur eru í vinnu hjá Guði. Verkefni þeirra er að taka til í veröldinni fyrir jólin. Með englaaugunum sínum sjá þeir af hverju mannlífið er ekki alltaf friðsælt og gott. Á vegi þeirra verða ýmsar furðuverur. Á augabragði hreinsa þeir til í veröldinni svo allir geti átt friðsæl og gleðileg jól. Fyrir allan aldur.

Leyndarmál Lindu 11

Sögur af ekki-svo vinalegum óvini

Linda kemst að því að hún þarf að fara í Norðurskólann í heila viku sem skiptinemi. Sem er hræðilegt því þar ræður óvinur hennar númer eitt, Hildur Hermundar, ríkjum! Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil. Fjörlegar teikningarnar og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt.

Nadía og netið Leyndarmál Nadíu

Nadía, níu ára, fær sinn fyrsta síma í afmælisgjöf. Á netinu kynnist hún Söru, vinkonunni sem hún þráði – skilningsríkri og góðri. En fljótlega þróast atburðarás sem Nadía ræður ekki við. Hjálpleg og aðgengileg bók sem hvetur börn á aldrinum 6–14 ára og foreldra þeirra til samtals um lífið á netinu.

Voðagerði Lilja

Velkomin í Voðagerði – hér er allt að óttast! Einn morguninn mætir Lilja í skólann með límband fyrir munninum. Meðal nemenda og kennara kvikna ótal hugmyndir, allar frekar óhugnanlegar. Sjálf er Lilja þögul sem gröfin en augljóslega blundar eitthvað hræðilegt í henni og vei sé öllum í Voðagerði ef það sleppur út. Ekki fyrir viðkvæmar sálir!

Loki: Leiðarvísir fyrir prakkara – hvernig afla skal óvina

Fjórða bókin í ritröðinni um Loka. Honum gengur ekki vel að vinna í sjálfum sér og nú er svo komið að hann þarf að leysa eftirfarandi verkefni: 1. Endurheimta vinskap Georgínu. 2. Lifa af hólmgöngu gegn hefnigjörnum álfi sem beitir göldrum. 3. Bjarga heiminum frá illum öflum. www.kver.is

Lesið með Lubba Lubbi og lömbin & Lubbi eignast vin

Tvær fallegar og litríkar léttlestrarbækur um Lubba eftir höfunda bókarinnar Lubbi finnur málbein. Lubbi lendir í ævintýrum og á hverri síðu eru hljóðin og táknrænar hreyfingar þeirra sýnd. Þannig verður lesturinn skemmtilegur og gagnlegur en táknrænu hreyfingarnar mynda brú á milli málhljóða og bókstafa.

Litaskrímslið Læknirinn: sérfræðingur í tilfinningum

Litaskrímslið er nú læknir og hjálpar öðrum að lækna tilfinningar sínar, sérstaklega þær sem eru orðnar svo stórar að þær valda óþægindum. Litaskrímslið hjálpar vinkonu sinni Nínu að átta sig á hvernig henni líður og að læra að segja nei! Litaskrímslið hefur slegið í gegn um allan heim!