Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Jón Oddur og Jón Bjarni – allar sögurnar

Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru í meira lagi uppátektasamir. Þeim dettur ýmislegt sniðugt í hug en fá oftast skammir fyrir – jafnvel þegar þeir ætla bara að gleðja fólk, berjast gegn óréttlæti eða segja sannleikann! Sögurnar um þá bræður hafa nú glatt lesendur í nærri fimmtíu ár. Hér koma þær allar út í vandaðri stórbók.

Lóa og Börkur Langskot í lífsháska

Sjálfstæð og æsispennandi bók í seríunni vinsælu um vinina Lóu og Börk. Nú fara þau til Bandaríkjanna í körfuboltabúðir en fyrr en varir fer af stað mögnuð atburðarás. Það er erfitt að fóta sig í hættulegum heimi þar sem fólk leynir á sér og ýmislegt getur gerst. Bók hlaðin rafmagnaðri spennu. Þvílík troðsla frá Kjartani Atla og Braga Páli!

Einkaspæjarastofa Suðurgötusystranna Leyndardómurinn um stóra sjóbirtinginn

Eftir að hafa tekist að leysa sitt fyrsta mál, ráðgátuna um yfirgefna hundakúkinn, er Einkaspæjarastofa Suðurgötusystranna nú orðin að veruleika. Strax á fyrsta degi stofunnar fá þær Karólína, Rósalína og Abelína sitt fyrsta mál í hendurnar: Í nokkra daga hefur legið við slagsmálum á markaðnum. Númeramiðakerfið er bilað og allir fá sama númerið!

Leyndarmál Lindu 9

Sögur af ekki-svo-mikilli dramadrottningu

Hvað gerist þegar versta óvinkonan stelur dagbókinni þinni? Leyndarmál Lindu eru nefnilega ótal mörg og fer þeim fjölgandi með hverri bókinni. Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil. Fyndar og fjörlegar teikningarnar á hverri síðu og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt.

Fyrsta bók Loki: leiðarvísir fyrir prakkara

Loki er mikill prakkari en nú hefur hann gengið of langt! Óðinn sendir hann til jarðar sem 11 ára dreng sem þarf að læra að verða almennilegur – eða eyða eilífðinni með eitursnákum! Töfradagbók sem Loki þarf að halda byrjar í -3000 dyggðastigum en til að komast aftur heim í Ásgarð þarf hann að ná +3000 dyggðastigum! Getur Loki hætt að stríða?

Dagbók Kidda klaufa 16 Meistarinn

Nú ætlar hann Kiddi klaufi að verða við ósk mömmu sinnar, sem gefst aldrei upp á því að gefa stráknum góð ráð, og gerast íþróttahetja. Ekkert mál! Nema hvað. Kiddi kemst að því að það er ekki svo auðvelt að verða góður í íþróttum, hvað þá hetja. Að maður tali nú ekki um ef þú ætlar að verða MEISTARI! Ætli það takist hjá Kidda?!