Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Bekkurinn minn

Jóla­leik­rit­ið

Jólaleikritið fjallar um Unni Leu og jólaskemmtun bekkjarins. Unnur Lea skrifar leikrit, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið! Hún er viss um að þetta verði flottasta leiksýning allra tíma. Bara ef bekkjarfélagarnir tækju verkefnið alvarlega.

Stjáni og stríðnispúkarnir

Jólapúkar

Stjáni og Rúna eru orðin mjög spennt því jólin eru alveg að koma. Stríðnispúkarnir lenda auðvitað í alls konar vandræðum en verður hægt að bjarga jólunum? Bækurnar um Stjána eru spennandi valkostur fyrir krakka sem eru að ná góðum tökum á lestri.

Jólasveinarnir í Esjunni

Lalli er nýkominn úr erfiðum fótboltaleik og nennir ekki að fara með foreldrum sínum og Dísu systur sinni á Esjuna að honum loknum. Hann er dauðþreyttur en fer þó samt og sér sko ekki eftir því þar sem óvænt ævintýri bíður hans.

Jón Oddur og Jón Bjarni – allar sögurnar

Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru í meira lagi uppátektasamir. Þeim dettur ýmislegt sniðugt í hug en fá oftast skammir fyrir – jafnvel þegar þeir ætla bara að gleðja fólk, berjast gegn óréttlæti eða segja sannleikann! Sögurnar um þá bræður hafa nú glatt lesendur í nærri fimmtíu ár. Hér koma þær allar út í vandaðri stórbók.

Kennarinn sem fuðraði upp

Krakkarnir í BÖ-bekknum eru að jafna sig á öllu sem dunið hefur yfir undanfarið og Engilbert kennari var sem betur fer blásaklaus. Vinskapur Óla Steins og Axels er traustur og ekkert getur komið upp á milli þeirra ... eða hvað? Óvænt afbrýðisemi skýtur upp kollinum og lífshætta steðjar að krökkunum sem þurfa að glíma við leyndarmál og svik.

Kollhnís

Álfur er fimleikastrákur úr Kópavogi, frábær sonur og besti stóri bróðir í heimi. Alveg þangað til mamma og pabbi fá þá flugu í höfuðið að litli bróðir hans sé einhverfur og Álfi dettur í hug að leita uppi Hörpu frænku, fimleikahetjuna sem fór á Ólympíuleika með skammarlegum árangri og enginn í fjölskyldunni talar lengur við.

Lóa og Börkur

Langskot í lífsháska

Sjálfstæð og æsispennandi bók í seríunni vinsælu um vinina Lóu og Börk. Nú fara þau til Bandaríkjanna í körfuboltabúðir en fyrr en varir fer af stað mögnuð atburðarás. Það er erfitt að fóta sig í hættulegum heimi þar sem fólk leynir á sér og ýmislegt getur gerst. Bók hlaðin rafmagnaðri spennu. Þvílík troðsla frá Kjartani Atla og Braga Páli!

Binna B Bjarna og Heyrðu Jónsi

Lestrarkeppnin

Binna og Jónsi eru bestu vinir. Þau vilja gera allt saman. Í þessari bók taka allir nemendur skólans þátt í lestrarkeppni. Hvað eiga Jónsi og Binna til bragðs að taka þegar þau þurfa að sætta sig við ókunnuga lestrarfélaga? Bækurnar Binna B Bjarna og Heyrðu Jónsi henta vel fyrir yngstu lesendurna.

Einkaspæjarastofa Suðurgötusystranna

Leyndardómurinn um stóra sjóbirtinginn

Eftir að hafa tekist að leysa sitt fyrsta mál, ráðgátuna um yfirgefna hundakúkinn, er Einkaspæjarastofa Suðurgötusystranna nú orðin að veruleika. Strax á fyrsta degi stofunnar fá þær Karólína, Rósalína og Abelína sitt fyrsta mál í hendurnar: Í nokkra daga hefur legið við slagsmálum á markaðnum. Númeramiðakerfið er bilað og allir fá sama númerið!

Leyndardómur varúlfsins

Í bænum Eldsala loga skógareldar. Eldsvoðarnir bera þess merki að vera viljaverk einhvers. Á kvöldin heyrir Herbert hrollvekjandi ýlfur og sér stórar skepnur sem líkjast hundum bregða fyrir í skóginum. Skyndilega eru Herbert og Sallý vinkona hans flækt í ráðgátu sem er mun ískyggilegri en nokkurn gat grunað. Munu þau geta bjargað Eldsala?

Vinkonur

Leynd­ar­mál Emmu

Emma er byrjuð í nýjum bekk. Það er frábært tækifæri til að koma sér út úr hlutverki stilltu stelpunnar. Emma uppgötvar að samkeppnin um athyglina í bekknum er mikil. Þess vegna segir hún eina litla hvíta lygi. Lygin vex og allt í einu er allur skólinn að tala um Emmu. Hún verður að gera eitthvað áður en hún verður afhjúpuð.

Leyndarmál Lindu 9

Sögur af ekki-svo-mikilli dramadrottningu

Hvað gerist þegar versta óvinkonan stelur dagbókinni þinni? Leyndarmál Lindu eru nefnilega ótal mörg og fer þeim fjölgandi með hverri bókinni. Bækurnar um Lindu hafa slegið í gegn og setið á metsölulistum víða um heim um árabil. Fyndar og fjörlegar teikningarnar á hverri síðu og léttleikandi textinn gera lesmálið aðgengilegt og skemmtilegt.

Binna B Bjarna

Litli fuglinn

Í þessari bók finnur Binna lítinn fuglsunga. Getur hún tekið hann að sér og hugsað um hann? Bækurnar um Binnu B henta vel fyrir yngstu lesendurna.

Fyrsta bók

Loki: leiðarvísir fyrir prakkara

Loki er mikill prakkari en nú hefur hann gengið of langt! Óðinn sendir hann til jarðar sem 11 ára dreng sem þarf að læra að verða almennilegur – eða eyða eilífðinni með eitursnákum! Töfradagbók sem Loki þarf að halda byrjar í -3000 dyggðastigum en til að komast aftur heim í Ásgarð þarf hann að ná +3000 dyggðastigum! Getur Loki hætt að stríða?

Maía og vinir hennar

Maía er ósköp venjuleg úkraínsk stelpa. Hún er í fjórða bekk og bekkjarsystkin hennar eru alls konar og koma úr ólíkum fjölskyldum. En það skiptir ekki öllu máli hversu margar mömmur eða pabba maður á. Mestu varðar að virða aðra og láta sér þykja vænt um þá. Og öll börn eiga skilið að vera umleikin ást.

Roald Dahl bækurnar

Matthildur

Sérútgáfa - takmarkað upplag

Hér er á ferðinni dásemdarbókin Matthildur eftir hinn ástæla rithöfund Roald Dahl. Þessi sérútgáfa er tengd aðlögun Netflix á söngleiknum Matthildi sem hefur fengið frábærar umsagnir gagnrýnenda eftir forsýningar. Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi.

Dagbók Kidda klaufa 16

Meistarinn

Nú ætlar hann Kiddi klaufi að verða við ósk mömmu sinnar, sem gefst aldrei upp á því að gefa stráknum góð ráð, og gerast íþróttahetja. Ekkert mál! Nema hvað. Kiddi kemst að því að það er ekki svo auðvelt að verða góður í íþróttum, hvað þá hetja. Að maður tali nú ekki um ef þú ætlar að verða MEISTARI! Ætli það takist hjá Kidda?!

Furðufjall 2

Næturfrost

Önnur bókin í æsispennandi og fallega myndskreyttri ævintýraseríu fyrir börn og unglinga. Andreas og föruneyti hans nema land á Hulinseyju og kynnast álfunum. Íma glímir við nornanámið og kemst á snoðir um hræðilegt leyndarmál sem falið er í fjallinu. En skuggahliðar eyjunnar koma þó fyrst í ljós þegar nóttin skellur á …