Útgefandi: Sögur útgáfa

Síða 2 af 2

Liverpool

Nýr þjálfari, nýtt lið, nýir sigrar!

Eftir skemmtileg ár undir stjórn Klopps héldu flestir að nýr þjálfari þyrfti tíma til að setja mark sitt á liðið. Það var öðru nær. Arne Slot er strax kominn með frábært meistaralið. Snillingar eins og Salah og Van Dijk hafa aldrei verið betri og nú eru komnir nýir menn eins og Rios Ngumoha, Alexander Isak og Wirtz sem gera liðið enn sterkara.

Líf

Fjölskyldufaðir finnst látinn á heimili sínu og virðist hafa fallið fyrir eigin hendi. Við krufningu kemur í ljós örlítið frávik sem breytir öllu. Guðrún Ýr Ingimarsdóttir rannsóknarlögreglumaður tekur að sér málið. Hún er eldskörp en líka þrjósk og rekst gjarnan á veggi kerfisins. Í ljós kemur að þetta er aðeins upphafið að miklu stærri ráðgátu.

Óli Jó

Fótboltasaga

Hér segir Ólafur Jóhannesson sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt. Uppvöxturinn, fjölskyldan, leikmannaferillinn í fótbolta og handbolta, þjálfun í rúma fjóra áratugi, sigrar og töp, gleði og sorg. Óli hefur upplifað allt sem hægt er að upplifa í íslenskum fótbolta. Einstök frásögn sem varpar ljósi á þróun fótboltans í hálfa öld.

Píanistinn í fjöllunum

Sjálfstætt framhald af hinni geysivinsælu Vöffluhúsið í fjöllunum, ljúflestrarbók ársins í Svíþjóð 2022. Helena hefur nóg að gera við endurbæturnar á býlinu sínu og undirbúning nýja veitingahússins. Ástin til Rikards er enn sterk, en hvernig á hún að geta púslað saman ólíkum þáttum lífs síns án þess að glata nýfundnu sjálfstæðinu?

UFO 101

Við erum ekki ein! Jörðina heimsækja reglulega gestir utan úr geimnum sem búa yfir langtum þróaðri tækni en við mannfólkið. Þessar heimsóknir skilja eftir sig spor. Fjöldi fólks hefur sagt frá samskiptum við aðkomnar verur. Enn fleiri eru til vitnis um geimverur hér á jörð en óttast að stíga fram og segja frá reynslu sinni.