Þegar dýrin bjóða góða nótt
Hvað gera dýrin áður en þau bjóða góða nótt? Hjúfraðu þig upp að smáfólkinu þínu og svífið saman inn í draumaheima með dýrunum undir stjörnuprýddum himni.
Hér má finna skemmtilegar, myndríkar og mátulega langar bækur fyrir börn á aldrinum 0-6 ára.
Síða 7 af 7
Hvað gera dýrin áður en þau bjóða góða nótt? Hjúfraðu þig upp að smáfólkinu þínu og svífið saman inn í draumaheima með dýrunum undir stjörnuprýddum himni.
Bókin fjallar um tilfinningar og hræðslu hjá barni sem er að fara að eignast lítið systkini, óttann við að vera ekki lengur aleitt með mömmu og pabba. Reynsla barnsins er ein af birtingarmyndum kvíða og bókin getur nýst sem handbók þeirra sem vinna með börnum og foreldrum/forráðamönnum. Opnar spurningar fylgja hverri opnu sem hvetja til umræðu.
Æsa er í óðaönn að byggja flottan sandkastala þegar Fjóla mætir og byrjar að moka. Fljótlega fer allt í háaloft, veðrið snarversnar og Æsa raknar upp af reiði!
Það er ekki alltaf auðvelt að koma sér í háttinn! Hjálpaðu Nikó að bursta tennurnar, finna uppáhaldsbangsann sinn og sofna vært í þessari þroskandi bók fyrir yngstu börnin. Tog- og flipabók sem eflir hreyfifærni. Einnig í bókaflokknum um Nikó: Æ-æ, Nikó - Í sundi.
Tog- og flipabók
Það er ekki alltaf auðvelt að læra að synda! Hjálpaðu Nikó að finna sundskýluna, skvetta og synda með vinum sínum í þessari þroskandi bók fyrir yngstu börnin. Tog- og flipabók sem eflir hreyfifærni. Einnig í bókaflokknum um Nikó: Æ-æ, Nikó - Háttatími.