Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Múmínálfarnir og Hafshljómsveitin

Hugljúf endursögn úr Minningum múmínpabba eftir Tove Jansson. Múmínfjölskyldan siglir um höfin og lendir í ótal ævintýrum: þau bjarga frænku hemúlsins úr lífsháska, leggja lævísa gildru fyrir risavaxinn dronta og hitta dularfullar slímloppur. En besta ævintýrið bíður þeirra heima. Litríkar myndir varpa töfraljóma á lífið í múmíndal.

Skilaboðaskjóðan

Putti þráir ekkert heitar en að lenda í ævintýrum. En þegar Nátttröllið ógurlega rænir honum og lokar inni í helli er Putti ekki alveg viss um að þetta ævintýri endi nógu vel. Ástsæl og æsispennandi saga sem er loksins fáanleg á ný – fyrir alla ævintýraþyrsta krakka með nef fyrir góðum uppfinningum.

Skrímslavinafélagið

Fyndin og fjörug saga, full af litríkum myndum, sem á örugglega eftir að kitla hláturtaugar 6 til 10 ára lesenda. Allir vita að bestu leyndarmálin eru geymd í leynifélögum. Þess vegna stofna Pétur og Stefanía Skrímslavinafélagið. Þegar þau finna dularfullt og hættulegt svart duft í skólanum sínum fara leikar að æsast.