Niðurstöður

  • Barnabækur - Myndskreyttar 0-6 ára

Sagan um Pompe­rípossu með langa nefið

Einu sinni fyrir langa löngu var afskaplega gömul galdrakerling sem hét Pomperípossa. Hún var hræðilega ljót og vond í þokkabót. En í hvert skipti sem Pomperípossa galdraði þá lengdist á henni nefið. Það var hennar refsing. Höfundurinn Axel Wallengren (1865-1896) birti söguna árið 1895, en hún hefur síðan notið mikilla vinsælda í meira en heila öld. Guðrún Hannesdóttir íslens...

Skrímsla­leikur

Litla skrímslið og stóra skrímslið eru að bauka eitthvað saman í leyni. En þegar loðna skrímslinu er boðið til leiks finnur það hvergi vini sína! Skrímslaleikur er tíunda bókin um skemmtilegu skrímslin sem slegið hafa í gegn hjá litlum bókaormum, og hér búa þau til leikhús!

Slökkvilið

Þessi bók fjallar um starf slökkviliðsmanna og tækjakost þeirra. Myndirnar lyftast upp úr síðunum þegar blaðsíðunum er flett. Vönduð spjaldabók, vegleg gjöf.

Snuðra og Tuðra fara í útilegu

Það er komið sumar og Snuðra og Tuðra eru á leið í útilegu með mömmu sinni og pabba. Systurnar eru spenntar og vilja taka öll leikföngin sín með í tjaldið en mamma segir að það sé ekki pláss í bílnum. Það er margt spennandi á tjaldsvæðum en Snuðra og Tuðra komast að því að það er mjög mikilvægt að týna ekki tjaldinu sínu!

Stafasmjatt

Stafasmjatt er gómsæt og fallega myndskreytt bók um stafrófið. Í bókinni kynnast börnin einnig ýmsum matartegundum og auka þar með orðaforða sinn. Stafasmjatt er gott bragð fyrir börn til að uppgötva heim stafrófsins. Verði ykkur að góðu.

Litlu lærdómshestarnir

Stafir

Skemmtilegar bækur með tússpenna sem æfa fínhreyfingar við skrif bókstafa og tölustafa. Í þessari bókaröð skemmta börnin sér við: – að þekkja orð – að skrifa einföld orð – að læra að þekkja alls konar hluti

Hæ Sámur

Stóra merkja­bókin

Vilt þú vinna þér inn Sámsmerki? Þessi bók er smekkfull af allskonar merkjum, límmiðum og leikjum. Fylgdu leiðbeiningum Sáms og skelltu þér í fjörið. Hver síða er ævintýri líkust með allskyns skemmtilegheitum, litríkum merkjum og límmiðum. Auk þess fylgir verðlaunaspjald fyrir límmiðana.

Súper Viðstödd

Klara er fjörug og uppátækjasöm stúlka sem á stundum erfitt með að einbeita sér. Súper Viðstödd hjálpar henni að finna aðferðir til að róa hugann en fá um leið útrás fyrir hreyfiþörfina.

Súper Vitrænn

Tristan er tilfinningaríkur drengur sem fær stundum óþægilegar hugsanir og verður þá dapur. Hann fær aðstoð frá Súper Vitrænum til að skilja betur tilfinningar sínar.

Baðbók

Sveitahljóð

Börnin elska að skoða bók í baði, sundi eða sturtu. Með þessum skemmtilegu bókum verður ennþá meira fjör! Litríkar myndir á mjúkum, vatnsþolnum síðum.

Sveitahljóð

Vönduð hljóðbók

Lítil börn munu hafa gaman af að hitta öll söngelsku dýrin á sveitabænum þegar þau þrýsta á hnappana á síðum þessarar fallega myndskreyttu bókar.

Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa

Öll fjölskyldan kemst í jólaskap! Skemmtileg bók með tónspilara sem inniheldur uppáhaldsjólalög Láru og Ljónsa, sungin af Birgittu Haukdal. Krakkar geta bæði hlustað á lögin með söng Birgittu og spreytt sig á að syngja þau sjálf með undirspili. Bókin er skreytt litríkum og fallegum myndum sem gaman er að skoða.

Tröllamatur

Sérlega skemmtileg og fallega myndskreytt barnabók eftir listakonuna Berglindi Sigursveinsdóttur. Lítil mannabörn þurfa að passa sig á að vera ekki ein úti að þvælast að nóttu til. Þá fara tröllin á kreik að leita sér að mat. Spennandi en um leið hlý bók sem lítil börn hafa mjög gaman að.

Töfrar hafsins

Skafmynda- og litabók

Litaðu myndirnar 12 eins og þú vilt hafa þær. Notaðu skafpinnann til að fjarlægja svörtu kápuna af myndunum 12 og njóttu þess að skoða ótrúlega skrautlega sjávarbúa eins og hafmeyjar, sæhesta og litríka fiska. Góð afþreying fyrir allan aldur.

Töfrasögur

11 hrífandi myndasögur

Njótið töfrandi sögustunda saman. Hér kynnast ungir lesendur blómálfaeðlu, sem finnst hún alltaf vera höfð útundan, einhyrningshetju og fleirum.

Töskubókin, 100 fyrstu orðin

Krúttleg bók með handfangi sem gerir barninu kleift að bera hana eins og tösku

Gríptu töskubókina þína og uppgötvaðu allt það stórkostlega í kringum þig! Með öllum sínum yndislegu myndum hjálpar þessi bók ungum lesendum að auka við orðaforða sinn í öllu frá litum og farartækjum til dýra og forma.

Undraheimur

12 skafmyndir með töfrandi litbrigðum

Falleg fiðrildi, töfrandi neðansjávarmyndir og ævintýraveröld. Skafðu og þú gleymir stund og stað! Góð afþreying fyrir allan aldur.