Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Hér má finna skemmtilegar, myndríkar og mátulega langar bækur fyrir börn á aldrinum 0-6 ára.

Síða 4 af 7

Hræðileg veisla

Hér verður boðið upp á veislumat sem þú hefur aldrei séð áður! Þessi bók er bráðfyndin og hryllileg. Undir stórum flipum er hægt að sjá uppáhaldsrétti allra verstu skrímslanna úr uppáhalds ævintýrunum þínum! Hinn heimsfrægi matreiðslumeistari Leó Gúttó útbýr veislu sem svo sannarlega er við hæfi skrímslanna.

Kötturinn Emil sem allir vildu eiga

Hjartnæm saga byggð á sönnum atburðum. Það var á köldu vetrarkvöldi að kötturinn Emil hvarf sporlaust frá heimili sínu í Mosfellsbæ aðeins tveggja ára. Heimilisfólkið leitaði hans logandi ljósi en Emil fannst hvergi. Í heil sjö ár átti Emil viðburðaríkt líf langt frá fjölskyldu sinni en vonin um að þau fengju að sjá hann aftur slokknaði aldrei.

Litla gula hænan

Þessi frægasta dæmisaga hérlendis, ættuð úr Vesturheimi, var mörgum fyrsta lesefni ævinnar. Hún er ekki síður eftirminnileg fyrir tæran réttlætisboðskap sem oft er vitnað til. Í bókinni eru fleiri kunnuglegar sögur, svo sem um sætabrauðsdrenginn og Unga litla. Hér hafa myndir úr fyrstu útgáfu bókarinnar frá 1930 verið endurgerðar.

Lína fer í lautarferð

Það er indæll haustdagur. Tommi og Anna eru í leyfi frá skólanum og Línu finnst tilvalið að fara í lautarferð út í haga. Á vegi þeirra verða bæði sauðþrá kýr og nautheimskur tarfur – auk þess sem herra Níels hverfur sporlaust. En Lína er bæði sterk og ráðagóð og getur leyst hvers kyns vanda. Sígild saga eftir Astrid Lindgren í nýjum búningi.

Litaskrímslið Læknirinn: sérfræðingur í tilfinningum

Litaskrímslið er nú læknir og hjálpar öðrum að lækna tilfinningar sínar, sérstaklega þær sem eru orðnar svo stórar að þær valda óþægindum. Litaskrímslið hjálpar vinkonu sinni Nínu að átta sig á hvernig henni líður og að læra að segja nei! Litaskrímslið hefur slegið í gegn um allan heim!