Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Láttu draumana rætast

11 hvetjandi sögur

Farðu í ævintýraferð með þessu safni af hvetjandi frásögnum, sem eru fullkomnar fyrir skemmtilega sögustund. Með 11 stórkostlegar sögur í farteskinu, fara litlir ferðalangar með stóra drauma í geimferð með Kötu, klífa hæsta tréð með Tinnu, gæða sér á pönnukökum með Edda og ótal margt fleira.

Leitin að Lúru

Hundurinn Kaffon á góðan leikfélaga. Það er hún Lúra. En núna er Lúra týnd. Kaffon spyr öll dýrin hvar Lúra geti verið en ekkert þeirra veit svarið. Og þó … Leitin að Lúru er falleg saga fyrir yngstu bókaormana eftir höfunda sem sent hafa frá sér fjölda vinsælla barnabóka.

Lindis and the bubble house

Lindís er leikskólastelpa sem fer í heimsókn til afa síns í kúluhúsið hans við Lake Erie. Hún lærir af afa sínum hvernig hægt er að lifa með virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Því umhverfið og náttúran umlykja allt okkar mannlega samfélag.

Lindis og boblehuset

Lindís er leikskólastelpa sem fer í heimsókn til afa síns í kúluhúsið hans við Brabrand vatnið. Hún lærir af afa sínum hvernig hægt er að lifa með virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Því umhverfið og náttúran umlykja allt okkar mannlega samfélag.

Lindis stikker af fra børnehaven

Bókin fjallar um 4 ára stelpu sem heitir Lindís. Hún er í leikskólanum Björk í Árósum og einn mánudag leiðist henni svo mikið að hún tekur til sinna ráða.

Lindís getur flogið

Það er komið vetrarfrí í Kóraskóla í Kópavogi. Lindís fer í draumaferð til Frakklands með ömmu sinni. Hún flýgur í þotu, ferðast með lest og fær að upplifa að fljúga sjálf.

Lindís vitjar neta

Útgáfa 2

Bókin fjallar um 4 ára stelpu sem heitir Lindís. Hún fer í páskaheimsókn með fjölskyldunni til Ísafjarðar. Þar fer hún á grásleppuveiðar með pabba sínum, Manga Langa og Sigga Suðurtanga.

Litlu börnin læra orðin

Litlu börnin læra orðin með púslkubbum. Orðapúslið sem finna má í þessari bók er skemmtilegt og fræðandi og sérstaklega hannað með yngstu kynslóðina í huga.

Lærum og leikum

með Mikka og félögum

Í gegnum sögur og leiki sjáum við hvernig þau eru góð hvert við annað og vanda sig við það sem þau eru að gera.

Mamma kaka

Viggó er kominn í vetrarfrí. En það er mamma alls ekki. Hún hefur engan tíma til að leika við Viggó heldur vill bara vinna, sussa og skammast. Þá væru góð ráð dýr fyrir flesta krakka. En ekki fyrir Viggó!

Múmín mallakútur

1, 2, 3

Teljum frá 1 upp í 10 með þessari skemmtilegu harmónikubók. Skarpar litaandstæður og mynstur gera þessa bók að fullkominni skemmtun fyrir litla mallakúta.

Múmínsnáðinn og óskastjarnan

Múmínsnáðinn finnur fallegan, ljómandi stein. Snorkstelpan og Snabbi halda að hann sé fallin stjarna og að Múmínsnáðinn megi óska sér! En óskir geta verið ansi flóknar ... Tekst Múmínsnáðanum að velja sér eina ósk áður en stjarnan fölnar? Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.

Múmínsnáðinn og vetrarsnjórinn

Veturinn kemur snemma í Múmíndal og vinur Múmínsnáðans þarf að ferðast suður á bóginn. Múmínsnáðinn veltir fyrir sér hvort Snúður muni sakna hans jafn mikið og hann muni sakna Snúðs. Og ef svo sé, hvernig hann geti vitað það? Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.

Múmínsnáðinn úti í náttúrunni

Toga-og-leita ævintýri

Múmínsnáðinn fer út að leita að Snúði vini sínum. Hvar gæti hann verið? Í þessari bók er hægt að toga út myndir úr ævintýraferð Múmínsnáðans og skoða hinn dásamlega heim Múmíndals.

Ósýnilegur gestur í múmíndal

Hugljúf og falleg endursögn á smásögu Tove Jansson um stúlkuna Ninnu sem varð ósýnileg þegar hún dvaldi hjá kuldalegri frænku. Tikkatú er viss um að hjá múmínfjölskyldunni muni Ninna verða sýnileg aftur en múmínsnáðinn og Mía litla eru ekki sammála um hvaða leið sé best til þess. Litríkar myndir varpa töfraljóma á lífið í múmíndal.

Penelópa bjargar prinsi

Penelópa hefur margoft heyrt ævintýrið um prinsinn sem beit í epli galdrakerlingar og féll í dá. Samkvæmt því hefur hann legið í gullkistu uppi á fjallstindi í heila öld! Hún ákveður að kanna hvort sagan sé sönn, finna kistuna og bjarga prinsinum. Hér er gömlum ævintýraminnum snúið á hvolf svo sagan kemur skemmtilega á óvart.

Pétur og Brandur

Pönnukökutertan

Í dag á Brandur afmæli og af því tilefni ætlar Pétur að baka pönnukökutertu eftir sinni eigin uppskrift. Málin vandast þó er í ljós kemur að hveitið er búið og þegar Pétur ætlar að hjóla út í búð reynist afturdekkið á hjólinu hans sprungið. Vandræðin halda áfram að hrannast upp og nú reynir á útsjónarsemi Péturs og hugrekki Brands.

Rauði hatturinn og krummi

Rauði hatturinn og Krummi er skemmtileg barnabók á fimm tungumálum. Bókin var skrifuð og myndskreytt af Ásgerði Búadóttur myndlistarmanni og var fyrst gefin út af Helgafelli árið 1961.