Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Skrímslakisi

Skrímslakisi er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann. Dag einn hverfur kisi og finnst hvergi. Litla skrímslið er miður sín. En af hverju er stóra skrímslið svona þögult? Áttunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar.

Sokkalabbarnir Sóli fer á ströndina

Sóli og Sokkalabbarnir tína skeljar og borða nesti í fjöruferð. Þegar krabbi kemst í klandur reynir á þau að koma til bjargar. Í landi Sokkalabbanna búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með þeim fá börn tækifæri til að skoða og reyna að skilja betur hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

Sólon

Sveitabærinn

Skemmtileg bók með flipum. Ofurhetjan Sólon ferðast frá sólinni til jarðarinnar og hittir þar Bínu kanínu vinkonu sína. Þau dvelja saman á sveitabæ þar sem þau fá að vera í kringum dýrin og Sólon lærir ýmis bústörf. Lyftu flipunum og sjáðu hvaða ævintýrum vinirnir lenda í. Lestu um dýrin og sjáðu Sólon renna á rassinn í hestaskítnum!

Úlfur og Ylfa: Sumarfrí

Úlfur og Ylfa eru bestu vinir. Þau eru komin í sumarfrí og eru á leið í ferðalag með mömmum hans Úlfs. Þau ætla að keyra alla leið á Vestfirði og að sjálfsögðu slæst hundurinn Bósi Ljóshár með í för. Vinanna bíða mörg ævintýri á áfangastað, bæði náttúruundur og nýir vinir og þau taka þátt í spennandi keppni.