Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Sara og töfrasteinninn

Sagan fjallar um Söru sem fer í Húsdýragarðinn. Þar finnur hún töfrastein. Allt í einu skilur hún og getur talað við dýrin sem verður henni mikil skemmtun. Á leiðinni út úr garðinum týnir hún steininum. Við það missir hún sambandið við dýrin. Næst þegar þú átt leið í Húsdýragarðinn skaltu skoða þig vel um og kanna hvort þú sjáir steininn góða.

Stóri Grrrrr

Stóri Grrrrr er með hraðsendingarþjónustu. Hann þarf að afhenda lítinn bleikan pakka en það virðist enginn vera heima! Sama hvað hann dinglar oft og bankar fast. Þolinmæði er ekki sterkasta hlið Stóra Grrrrr. Hann er nefnilega óþolinmóður, mjög óþolinmóður. Skemmtilega tilfinningarík myndskreytt barnabók sem þú lest aftur og aftur. Og aftur.

Tríó lendir í ævintýrum

Hvolpurinn Tríó laumar sér óvænt inn í líf Stebba og Ásu og foreldra þeirra. Hann reynist mjög forvitinn en líka afar klókur. Fjölskyldan lendir í alls konar ævintýrum þegar Tríó ákveður að fara sínar leiðir, hvort sem það er að grafa sig inn í gæludýraverslun, fljúga með dróna eða fara í óvænta og óvenjulega sjóferð!

Valli litli rostungur

– ævintýri byggt á sannri sögu

Dag einn birtist óvænt lítill rostungur á bryggju í bæ við strendur Íslands. Þetta er hann Valli litli sem er svangur eftir langt ferðalag. Það er ekki auðvelt að vera sex ára áttavilltur rostungur sem hefur týnt mömmu sinni. Skyldi hún enn vera á lífi? Lestu og hlustaðu á hljóð sjávardýranna. Þú getur líka hlustað á Jóhann Sigurðarson lesa söguna.

Leikskólakrakkar Vetrardagur

Sagan af Lukku og Galdri á leikskólanum heldur áfram. Vetrardagur er önnur bókin um krakkana á leikskólanum. Þau upplifa miklar vetrarhörkur og leikskólakennarinn sem er áhugamanneskja um veður ákveður að nú skuli allir fara út að leika sér í snjónum. Leikskólakrakkarnir finna sér alltaf eitthvað að gera og ævintýrin eru við hvert fótmál.