Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Hér má finna skemmtilegar, myndríkar og mátulega langar bækur fyrir börn á aldrinum 0-6 ára.

Síða 5 af 7

Múmínálfar: Vinagisting

Fyrsta Múmínbókin mín

Ævintýri í trjáhýsi. Múminsnáðinn og Snabbi eru að gera allt tilbúið fyrir fyrstu vinagistinguna sína. En þegar þeir ætla að fara að sofa verða þeir svolítið smeykir. Mun óvænt leiftur á næturhimninum verða til þess að gera vinagistinguna þeirra að ógleymanlegu ævintýri? Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.

Samstæðuspilið mitt Pési og Pippa Ánægjulegar árstíðir

Bókin er ríkulega myndskreytt og mörg orð að læra. Á hverri opnu er að finna samstæðuspil og árstíðatengd orð sem leiða til samtals og málörvunar. Bókin er sannkölluð spilabóka en þar eru leikirnir: Samstæðuspil, leitaðu og finndu og feluleikur. Fylgdu Pésa og Pippu og uppgötvaðu hvað gerir hverja árstíð ánægjulega.

Prumpulíus og Roplaugur

Bókin um Prumpulíus og Roplaug er þriðja bókin um brelludrekann knáa. Í bókinni mætir Roplaugur í Drekadal með hvílíkum látum og gleypugangi. Vinirnir Hiksta-Halla og Prumpulíus reyna að ná stjórn á aðstæðum og grípa til örþrifaráða til að stöðva óhemjuna. Bráðfyndin saga sem fjallar um á stjórnlaus búkhljóð og sannan vinskap ólíkra einstaklinga.

Rauði fiskurinn

Simbi er eini rauði fiskurinn í himinbláu hafi. Hann leggur upp í ferðalag í von um að finna fleiri fiska sem eru eins og hann. Lesandinn fylgir Simba um heit höf og köld - stundum er hann hræddur, stundum hrifinn, en alltaf vongóður um að ná markmiði sínu: að finna lítinn, rauðan leikfélaga og höndla hamingjuna. Einnig fáanleg á ensku.