Niðurstöður

  • Barnabækur - Myndskreyttar 0-6 ára

Vala víkingur og epli Iðunnar

Nú eru Vala víkingur og skipið hennar Breki dreki komin í hann krappan! Gyðjan Iðunn lendir óvænt um borð með gulleplin sín, hundelt af þursinum Þjassa og lævísa guðinum Loka. En af hverju vilja þeir epli Iðunnar og hvað getur Vala gert til að stoppa þá? Vala Víkingur er sjálfstæð og góðhjörtuð stelpa sem ferðast um heima norrænu goðafræðinnar og lendir í stórkostlegum, spenn...

Vetrarævintýri Gurru

Einu sinni fóru Gurra og Georg með Ömmu og Afa Grís í Vetrarríkið og hittu sykurplómuálfinn Hverja aðra munu þau hitta á þessu yndislega ferðalagi. Ljúf og skemmtileg bók um hina geysivinsælu Gurru grís.

Þegar ég verð stór

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Möguleikarnir eru óteljandi eins og Snær og kisan hans vita. Þau leggja af stað saman í ævintýralegt ferðalag og fljúga um himinhvolfin, binda bófa, heimsækja hallir og hitta meira að segja sjóræningja. Ímyndunaraflið færir þau heimsendanna á milli í leit að svarinu við spurningunni sem börn fá svo oft en er erfitt að svara.

Þorri og Þura

Jólakristallinn

Jólin nálgast og Þorri og Þura eiga að gæta jólakristalsins hans afa. Allt í einu hættir kristallinn að lýsa og hinn eini sanni jólaandi því í mikilli hættu! Tekst vinunum að laga kristalinn og bjarga jólunum? Leiksýninguna Jólaævintýri Þorra og Þuru má sjá í Tjarnarbíói í nóvember og desember!

Þorri og Þura

Tjaldferðalagið

Sólin skín og álfarnir Þorri og Þura ætla í tjaldferðalag. Skyndilega kemur hellidemba en vinirnir finna lausn á því, enda láta þau ekkert stoppa sig í ævintýraleitinni. Þorri og Þura hafa heimsótt leikskólabörn, komið fram á bæjarhátíðum og birst á skjám landsmanna. Þessir bráðskemmtilegu fjörkálfar eru nú orðnir að litríkum söguhetjum.

Æi nei, Georg þó!

Hundurinn Georg ætlar að vera þægur einn heima. Það er bara ekki svo auðvelt þegar hann sér stóru tertuna í eldhúsinu. Hvað gerir Georg? Margverðlaunuð bók fyrir lítið fólk á leikskólaaldri eftir Chris Haughton höfund Hvar er mamma?

5 mínútur

Ævintýri

Sex myndskreytt sígild ævintýri og kvöldsögur. Hér kynnist þú sígildum persónum og ævintýrum þeirra. Einnig bíða þín hugljúf ævintýri, allt frá drekum sem ekki vildu fara að sofa til tígrisdýrsins sem gat ekki öskrað. Sögurnar eru fimm mínútna langar.

Ævintýri músa­drekans

Músin litla átti sér eina ósk heitasta, að verða stór svo hún gæti allt eins og stóru dýrin. Einn daginn rættist ósk hennar og hún hóf að gera allt það sem hana hafði langað til, en komst fljótt að því að stærðin er ekki allt.