Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Sokkalabbarnir

Dag einn fer hvítur sokkur í þvottavélina og snýst þar, hring eftir hring, þar til hann þýtur inn í dularfulla og litríka ævintýraveröld. Í landi Sokkalabbana búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með lestri bókarinnar læra börn að tala um og skilja hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

Un jour d’hiver à Glaumbær

Vous êtes-vous déjà demandé à quoi ressemblait la vie dans une ferme de tourbe du 19ème sicèle ? Un jour d’hiver à Glaumbær est la suite du livre Un jour d’été à Glaumbær. Dans ce nouvel album illustré, nous retrouvons Jóhanna, Siggi et leur chienne Ysja qui se préparent pour les fêtes de Noël.

Uppfinningar, handprjónaðar húfur og varasamur köttur

Það er ekki alltaf augljóst hverjir verða vinir – það er hluti af boðskapnum í þessari gáskafullu og fallegu myndabók um Músina og Köttinn sem verða bestu vinir. Rasmus Bregnhøi er einn vinsælasti teiknari Danmerkur og stíllinn hans er bæði auðþekkjanlegur og skemmtilegur. Bókin hlaut Blixen-verðlaunin.

Úlfur og Ylfa - Ævintýradagurinn

Dagurinn í dag er enginn venjulegur dagur. Í dag ætlar Úlfur að fara í ævintýraleiðangur með Ylfu, bestu vinkonu sinni. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar ímyndunaraflið er með í för! Þá getur íslenskur mói breyst í sléttur Afríku og lítil tjörn orðið að Atlantshafinu. Úlfur getur ekki beðið eftir að segja mömmum sínum frá ævintýrinu.