Lærum um form, Á bóndabænum, Háttatími
Fallegar og fræðandi bækur fyrir yngstu lesendurna.
Hér má finna skemmtilegar, myndríkar og mátulega langar bækur fyrir börn á aldrinum 0-6 ára.
Síða 5 af 7
Fallegar og fræðandi bækur fyrir yngstu lesendurna.
Hvað eiga krókódílamamma og krókódílapabbi að taka til bragðs þegar Grettir litli krókódíll segist ekki vilja borða neitt nema … krakkakjöt? Hæfilega skelfileg og skemmtilega myndskreytt frönsk barnabók sem fullorðnir nenna að lesa aftur og aftur. Og aftur.
Fyrsta Múmínbókin mín
Ævintýri í trjáhýsi. Múminsnáðinn og Snabbi eru að gera allt tilbúið fyrir fyrstu vinagistinguna sína. En þegar þeir ætla að fara að sofa verða þeir svolítið smeykir. Mun óvænt leiftur á næturhimninum verða til þess að gera vinagistinguna þeirra að ógleymanlegu ævintýri? Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Múmínálfarnir
80 ára afmælisútgáfa. Úti geisar óveður. Inni í Múmínhúsinu safnast Múmínfjölskyldan og vinir hennar saman til að heyra Múmínpabba segja söguna af óveðri sem gekk yfir fyrir margt löngu og feykti burt Múmínhúsinu sem honum þótti svo vænt um.
Flipabók
Ef þú hefur enn ekki hitt Múmínálf áttu ævintýri í vændum ... Það er komið að skemmtilegu lautarferðinni í Múmíndal. En hvar er Múmínsnáðinn? Lyftið flipunum og hjálpið Míu litlu, Múmínmömmu, Múmínpabba og vinum þeirra að leita að Múmínsnáðanum. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Það er gaman að fara út með Paddington að skoða form og lögun þess sem fyrir augu ber. Skemmtileg bók sem kynnir ólík form fyrir yngstu börnunum. Í sama flokki: Paddington – Litir.
Það er gaman að fara í gönguferð með Paddington í leit að uppáhaldslitunum hans. Er það skærrauði liturinn á strætó, blái liturinn á blómunum eða sá græni á hurðinni? Skemmtileg bók sem opnar heim litanna fyrir yngstu börnunum. Í sama flokki Paddington – Form.
Enn á ný skyggnumst við inn í ævintýraheim Petru papriku og litríku matvælanna. Ógn steðjar að Líkamanum og mikilvæg skilaboð frá Ónæmiskerfinu berast á Heilsustofnun Líkamans. Petra paprika og félagar þurfa að bregðast hratt við. Bókin er ríkulega myndskreytt og textinn hentar yngstu lesendunum vel.
Bókin er ríkulega myndskreytt og mörg orð að læra. Á hverri opnu er að finna samstæðuspil og árstíðatengd orð sem leiða til samtals og málörvunar. Bókin er sannkölluð spilabóka en þar eru leikirnir: Samstæðuspil, leitaðu og finndu og feluleikur. Fylgdu Pésa og Pippu og uppgötvaðu hvað gerir hverja árstíð ánægjulega.
Eru systkinin Pétur og Soffía nógu hugrökk til að bjarga smáfuglinum, öndinni og kettinum hans afa þegar úlfurinn grimmi ógnar þeim? Ýttu á nótuna á hverri opnu og láttu söguna sígildu um Pétur og úlfinn – og töfrandi tónlist Prokofíevs – lifna við.
Pétur vissi að hann væri alvöru sjóræningi. Alvöru sjóræningjar eru með sverð, hatt, páfagauk á öxlinni, staurfót og ýmislegt fleira. Pétur vildi fá svoleiðis. Pabbi og mamma létu það eftir honum. Eitt fékk Pétur þó ekki. Hvað var það sem Pétur fékk ekki? Þú kemst að því ef þú lest þessa bók.
Pipp og Pósý gista saman, en Pipp er myrkfælinn. Pósý fær snjalla hugmynd, þegar næturljósið hans Pipps bilar, sem kennir honum að myrkrið er ekkert svo hættulegt.
Pipp og Pósý hafa stofnað hljómsveit. Sigga langar að spila með, en Pipp og Pósý finnst hann of hávær. Eiga vinirnir eftir að hlusta hver á annan og spila á hljóðfærin sín saman?
Pipp og Pósý hoppa í pollum í alveg eins stígvélum en tærnar hennar Pósýjar eru kramdar. Vinirnir uppgötva að þau geta verið pollavinir – sama hverju þau klæðast.
Pipp og Pósý elska að kitla hláturtaugarnar með fyndnu sýningunni sinni. Þegar vinir þeirra vilja horfa á, fær Pipp sviðskrekk og langar ekki að taka þátt.
Önnur bókin um Prumpulíus brelludreka. Við kynnumst Hiksta-Höllu hænunni snjöllu.
Bókin um Prumpulíus og Roplaug er þriðja bókin um brelludrekann knáa. Í bókinni mætir Roplaugur í Drekadal með hvílíkum látum og gleypugangi. Vinirnir Hiksta-Halla og Prumpulíus reyna að ná stjórn á aðstæðum og grípa til örþrifaráða til að stöðva óhemjuna. Bráðfyndin saga sem fjallar um á stjórnlaus búkhljóð og sannan vinskap ólíkra einstaklinga.
Simbi er eini rauði fiskurinn í himinbláu hafi. Hann leggur upp í ferðalag í von um að finna fleiri fiska sem eru eins og hann. Lesandinn fylgir Simba um heit höf og köld - stundum er hann hræddur, stundum hrifinn, en alltaf vongóður um að ná markmiði sínu: að finna lítinn, rauðan leikfélaga og höndla hamingjuna. Einnig fáanleg á ensku.