Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Risaeðlur

Fersk og litrík túlkun á vinsælum efnivið. Vissirðu að freyseðlan var lengri en tvær rútur og að þorneðlan var þyngri en tólf hvítabirnir? Risaeðlurnar hafa löngum örvað hugarflug barna jafnt sem fullorðinna. Í þessari glæsilegu bók lifna þær aftur við, litríkari og fallegri en nokkru sinni fyrr.

Sara og töfrasteinninn

Sagan fjallar um Söru sem fer í Húsdýragarðinn. Þar finnur hún töfrastein. Allt í einu skilur hún og getur talað við dýrin sem verður henni mikil skemmtun. Á leiðinni út úr garðinum týnir hún steininum. Við það missir hún sambandið við dýrin. Næst þegar þú átt leið í Húsdýragarðinn skaltu skoða þig vel um og kanna hvort þú sjáir steininn góða.

Sjóræningjarnir eru að koma!

Ási stendur vörð og fylgist með skipaferðum sjóræningja. En skipin reynast ekki vera sjóræningjaskip og allir í bænum eru hættir að trúa viðvörunum hans. Hvað gerist þá þegar sjóræningjarnir loksins koma?

Kuggur

Skordýraþjónusta Málfríðar

Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar eru alltaf jafn hress og kát, og bækurnar um þau hafa nú glatt íslensk börn í 35 ár. Hér er glæný útgáfa af sögunni um það þegar Málfríður stofnar sitt eigið fyrirtæki og ætlar að leysa hvers manns vanda með aðstoð ýmiss konar skordýra.

Snari brunabíll

Kolli er besti slökkviliði í heimi. Hann getur gert svo margt í einu. Hann grípur búnaðinn sinn, setur á sig hjálminn, rennir sér niður súluna og brunar af stað. Snari brunabíll - hjólabók með teygju.

Snertu og finndu - Leikum okkur!

Þessi bók er sérstaklega hönnuð með hreyfingu barna í huga. Litríkar myndir, mynstur og ljósmyndir sem vekja áhuga og kátínu og öll fjölskyldan hefur gaman af því að hreyfa sig saman.

Snúlla finnst erfitt að segja nei

Snúlla finnst erfitt að segja nei er önnur bókin um Snúlla. Í þetta skiptið áttar Snúlli sig á því að stundum segir hann já við hlutum sem hann langar í raun ekki að gera. Hvernig mun Snúlli vinna úr tilfinningum sínum? Og hvað mun hann læra á leiðinni? Þetta er bók sem kennir börnum að takast á við hópþrýsting.

Obbuló í Kósímó

Snyrtistofan

Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Þar búa líka mamma, pabbi og Bessi besti bróðir. Hann á Þrjá pabba, sem er mjög ósanngjarnt. Obbuló á bara einn.

Steindís og furðusteinarnir

Nemendurnir í 2. bekk í Grunnskólanum Holti við Önundarfjörð fara í fjöruferð. Krakkarnir leita eftir sérstökum steinum, sem þau geta notað í tónmennt. Krakkarnir hafa ekki hugmynd um að í fjörunni finnast furðusteinar.

Stóri Grrrrr

Stóri Grrrrr er með hraðsendingarþjónustu. Hann þarf að afhenda lítinn bleikan pakka en það virðist enginn vera heima! Sama hvað hann dinglar oft og bankar fast. Þolinmæði er ekki sterkasta hlið Stóra Grrrrr. Hann er nefnilega óþolinmóður, mjög óþolinmóður. Skemmtilega tilfinningarík myndskreytt barnabók sem þú lest aftur og aftur. Og aftur.

Tríó lendir í ævintýrum

Hvolpurinn Tríó laumar sér óvænt inn í líf Stebba og Ásu og foreldra þeirra. Hann reynist mjög forvitinn en líka afar klókur. Fjölskyldan lendir í alls konar ævintýrum þegar Tríó ákveður að fara sínar leiðir, hvort sem það er að grafa sig inn í gæludýraverslun, fljúga með dróna eða fara í óvænta og óvenjulega sjóferð!

Vala víkingur og hefnd Loka

Loki hyggur á hefndir eftir að Vala plataði hann og breytti honum í lítið barn. Áður en Vala veit af er hún komin í vanda í Niflheimi og þarf að fást við Fenrisúlfinn sjálfan. Hvernig sleppur hún úr þessu hættulegasta ævintýri til þessa?

Valli litli rostungur

– ævintýri byggt á sannri sögu

Dag einn birtist óvænt lítill rostungur á bryggju í bæ við strendur Íslands. Þetta er hann Valli litli sem er svangur eftir langt ferðalag. Það er ekki auðvelt að vera sex ára áttavilltur rostungur sem hefur týnt mömmu sinni. Skyldi hún enn vera á lífi? Lestu og hlustaðu á hljóð sjávardýranna. Þú getur líka hlustað á Jóhann Sigurðarson lesa söguna.

Leikskólakrakkar

Vetrardagur

Sagan af Lukku og Galdri á leikskólanum heldur áfram. Vetrardagur er önnur bókin um krakkana á leikskólanum. Þau upplifa miklar vetrarhörkur og leikskólakennarinn sem er áhugamanneskja um veður ákveður að nú skuli allir fara út að leika sér í snjónum. Leikskólakrakkarnir finna sér alltaf eitthvað að gera og ævintýrin eru við hvert fótmál.

Vetrarsögur

Sjö notalegar sögur

Kúrðu með þetta krúttlega og skemmtilega safn af vetrarsögum. Njóttu frostmorguns með íkorna, vertu með þvottabirni í ljúffengri innanhúss nestisferð, hittu mörgæsir á skautum og margt fleira. Þessi bók er upplögð fyrir heillandi sögustund.

Vigdís

A Book About the World´s First Female President

Nú einnig á ensku! Upprennandi rithöfundur bankar upp á hjá frú Vigdísi Finnbogadóttur og býður sér í kaffi því hún ætlar að skrifa bók um fyrstu konuna í heiminum sem kosin var forseti. Í heimsókninni verður stúlkan margs vísari um frumkvöðulinn Vigdísi og forsetahlutverkið.

Ævintýri fyrir yngstu börnin

Sígild ævintýri með fallegum myndum

Í tímans rás hafa gömlu ævintýrin um Rauðhettu, Öskubusku, Bamba, Gosa, Ljóta andarungann og fleiri ævintýri verið lesin fyrir börn um allan heim. Í þessari bók eru 12 sígild ævintýri, skemmtilega myndskreytt, og börnin munu biðja um að þau verði lesin aftur og aftur.