Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Gralli Gormur og stafaseiðurinn mikli

Gralli Gormur og stafaseiðurinn mikli er loksins fáanleg að nýju, lífleg saga þar sem fróðleikur og skemmtun eru fléttuð saman á einstakan hátt. Bergljót Arnalds er einn af okkar vinsælustu barnabókahöfundum og hefur skrifað fjölda metsölubóka, þar á meðal Stafakarlana og Talnapúkann.

Greppibarnið

Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn. En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni. Börn á öllum aldri fagna endurútgáfu Greppibarnsins, sérstaklega þau sem bæði eru hugdjörf og heimakær.

Greppikló

Greppikló er ógurleg skepna með geiflugóm og gríðarlegar tær með klóm, og hún slafrar í sig slöngum, refum og uglum sem á vegi hennar verða. Eða það segir litla músin að minnsta kosti við dýrin sem hún hittir í skóginum. Bókin Greppikló hefur notið gífurlegra vinsælda hjá ungum lesendum um árabil, sérstaklega þeim sem óttast hið ókunna.

Gurra Grís

Gurra góða nótt

Það er kominn tími til að fara í háttinn en Gurra og Georg eru algerlega, örugglega ekki hið minnsta syfjuð! Saga fyrir svefninn sögð af Ömmu Grís, Pabba Grís og Mömmu Grís ætti örugglega að duga til að svæfa þau...Er það ekki?

Gurra Grís á ferð og flugi!

Fimm skemmtilegar sögur um Gurru Grís á ferð og flugi! Æðisleg upplifun með alvöru stýri og mörgum tökkum og hljóðum!

Gælur, fælur og þvælur

Barnaljóðabækur Þórarins og Sigrúnar Eldjárn hafa glatt íslenska lesendur í meira en þrjá áratugi og margir eiga sitt eftirlætiskvæði úr þeim ríkulega vísnabrunni. Hér yrkir Þórarinn sextán skemmtileg kvæði um allt milli himins og jarðar en Sigrún skreytir þau með fjörlegum olíumálverkum.

Heimurinn er hornalaus

Ljóðræn og hrífandi bók fyrir unga lesendur, en líka þá sem eldri eru. Viktor situr ofan í pappakassa og hugsar, en um leið fáum við að kynnast heimsmynd hans. Svein Nyhus er einn þekktasti barnabókahöfundur Norðmanna.

Hrekkjavaka með Láru

Lára ætlar að ganga í hús á hrekkjavökunni með vinum sínum og gera grikk eða fá gott. En fyrst þarf að föndra flottan búning! Þurfa allir krakkar nokkuð að vera í hræðilegum búningi á hrekkjavöku? Hversdagssögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa hafa verið metsölubækur í fjölda ára og vinsæl leiksýning verið gerð eftir þeim.

Hundurinn Depill

Litlar hendur elska þessa yndislegu hvolpalegu bók! Slástu í för með Depli þar sem hann skemmtir sér með vinum sínum og sjálfum sér – hvort sem sólin skín eða það rignir.

Skemmtilega og skelfilega

Húsið hennar ömmu

Húsið hennar ömmu er mjög undarlegur staður: Þar leynist margt sem kemur á óvart - mundu að taka eftir öllum smáatriðunum. En farðu varlega, þér gæti brugðið! Umfram allt skaltu muna; horfðu upp til himins þegar myrkrið færist yfir! (Já, og eitt enn; alls ekki opna flipana!)

Hvar er Depill?

Í þessu fyrsta ævintýri Depils taka börnin þátt í leitinni að hinum fjöruga og skemmtilega hvolpi með því að lyfta flipunum á hverri síðu og athuga hvað leynist undir þeim. Bækurnar um Depil eru eftirlætis flipabækur barnanna.

Júlían er hafmeyja

Þegar Júlían sér þrjár töfrandi konur klæddar sem hafmeyjar í lestinni breytist allt. Það eina sem kemst að í huga hans er að verða sjálfur hafmeyja. En hvað mun ömmu finnast um það?

Kuggur

Kátt er í Köben

Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar eru alltaf jafn hress og kát, og bækurnar um þau hafa nú glatt íslensk börn í 35 ár. Hér kemur glæný bók um ævintýri mæðgnanna og Kuggs í Kaupmannahöfn.

Kíkjum á risaeðlur

Í þessari bók er hægt að lyfta flipum og sjá inn í heim risaeðlanna. Sumar eru mjög stórar, aðrar eru með flugbeittar tennur og enn aðrar alsettar göddum. Einföld harðspjalda flipabók sem er bæði skemmtileg og fræðandi fyrir forvitna krakka 2 ára og eldri.

Lara goes swimming

Tvær vinsælar Lárubækur eru nú loks fáanlegar á ensku og lýsa íslenskum hversdegi á heillandi hátt. Lára fer í útisundlaug, æfir sundtökin með afa og leikur sér í grunnu lauginni með Atla vini sínum. Á heimleiðinni fer hún í ísbúð.

Lara visits the farm

Tvær vinsælar Lárubækur eru nú loks fáanlegar á ensku og lýsa íslenskum hversdegi á heillandi hátt. Á heitum sumardegi fer Lára í heimsókn til afa og ömmu Atla vinar síns. Þau eru bændur sem hafa gert upp gamlan torfbæ fyrir ferðamenn. Í sveitinni er margt forvitnilegt að sjá og dýravinurinn Lára nýtur þess að hjálpa til.

Lára fer í útilegu

Fjölskylda Láru er á leið í útilegu og Lára fær að bjóða Atla vini sínum með. Á tjaldstæðinu hitta þau hóp af skemmtilegum krökkum og fara í æsilegt vatnsstríð. Þegar kvölda tekur er notalegt að hjúfra sig undir teppi við varðeldinn. Sögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa eru litríkar og fallegar bækur sem krakkar hrífast af.