Bækur fyrir smáfólk Ertu þarna litla risaeðla?
Yngstu börnin skemmta sér við að kíkja í gegnum götin og reyna að finna litlu risaeðluna.
Hér má finna skemmtilegar, myndríkar og mátulega langar bækur fyrir börn á aldrinum 0-6 ára.
Síða 3 af 7
Yngstu börnin skemmta sér við að kíkja í gegnum götin og reyna að finna litlu risaeðluna.
Yngstu börnin skemmta sér við að kíkja í gegnum götin og reyna að finna litla einhyrninginn.
Finnst þér eins og allt sé of stórt, of langt í burtu eða alltof hátt uppi? Þá býrðu kannski í risalandi! Dásamleg saga um að vera lítill í heimi fullorðinna, um allt sem reynist smáfólki erfitt en líka allt það stórkostlega sem kemur í ljós þegar horft er á heiminn frá sjónarhóli barnsins. Bókin hlaut Sólfaxa – íslensku barnabókaverðlaunin 2025.
Finnur taldi að grasið væri grænna hinum megin við girðinguna, og að þar væru fíflarnir fleiri. Finni langaði að komast þangað til að leika sér með hinum fíflunum. Varð Finni að ósk sinni? Einungis með því að lesa þessa bók, kemstu að því.
Einu sinni var Fíasól á flandri og um það var skrifuð bók. En auðvitað var það ekki sagan öll. Mikilvægum staðreyndum var leynt. Ekkert var sagt frá fáránlegum leiðangri í skemmtigarð þar sem skuggalegt fólk og framandi dýr komu við sögu. Fíasól og fjölskyldan ætluðu að þegja yfir ævintýrinu en nú er kominn tími til að leysa frá skjóðunni.
Lítil börn munu hafa gaman af að heyra fjöruna lifna við þegar þau þrýsta á hnappana á síðunum þessarar yndislega myndskreyttu bókar.
Vinkonurnar Lindís og Steindís fara í fjallgöngu upp í Naustahvilft. Þær koma sér vel fyrir upp í Naustahvilftinni til að borða nestið sitt. Allt í einu birtist þar geimskip. Hvað gera vinkonurnar þegar þær sjá geimskipið?
Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Hér er svarað mikilvægum jólaspurningum eins og: Hvað át afi? Hver tók allt sem týndist? Má pota í pakka og klípa þá? Hvað var í risarisastóra pakkanum?
Sumardagur í Glaumbæ í pólskri þýðingu
Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig það var að alast upp í torfbæ í gamla daga? Í þessari ríkulega myndskreyttu sögubók fylgjum við Sigga litla, vinkonu hans Jóhönnu og heimilishundinum Ysju í einn dag í lífi þeirra. Bókin gefur innsýn í daglegt líf Íslendinga á árum áður. Bókin kemur nú út á pólsku.
Vetrardagur í Glaumbæ í pólskri þýðingu
Hefur þú einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig það var að alast upp í torfbæ í gamla daga? Þetta er framhald sögunnar Sumardagur í Glaumbæ. Í þessari ríkulega myndskreyttu sögubók er Glaumbær sveipaður vetrarbúningi og við fylgjumst með Jóhönnu, Sigga og heimilishundinum Ysju við jólaundirbúning. Bókin kemur nú út á pólsku.
Hreyfiflipar til að opna og loka augum allra sem eru að fara að sofa.
Yndisleg bók til að skoða fyrir svefninn. Á kvöldin kemur tunglið fram og sendir okkur í draumalandið. Ssshhh! Nú eiga allir að fara að sofa. Notaðu hreyfiflipana til að opna og loka augum allra sem eru að fara að sofa. Eftir sömu verðlaunahöfunda og Húsið hennar ömmu, Húsið hans afa, Hræðileg gjöf, Hræðileg veisla og Hræðilegt hús....
Gráðuga lirfan er sígild bandarísk barnabók sem hefur farið sigurför um heiminn. Gráðuga lirfan étur allt sem fyrir verður enda þarf hún að stækka mikið áður en hún getur orðið fallegt fiðrildi. Komið er inn á tölur og daga vikunnar, og frumleg hönnun og fínlegur húmor gera bókina einstaka í sinni röð.
Gurra og Georg eignuðust litla systur! Sláist í för og skemmtið ykkur með fjölskyldunni í þessari frábæru verkefnabók með límmiðum. Aðstoðið litla barnið við að skríða, sjáið hvert er uppáhalds leikfang þess og finnið týnda pelann.
Bók sem þú snertir og skynjar
Í þessari bók kynnist þú tíu gæludýrum. Skoðaðu dýrin og klappaðu þeim með því að snerta efnið á hverri síðu.
Sönn saga
Saga Margrét er hrædd við hunda og verður því heldur hissa á fjölskyldu sinni sem ákveður að ættleiða hundinn Heru. Fyrr en varir verða þær þó perluvinkonur enda er Hera svo góð við allt og alla. Meira að segja við pínulitla gæsarungann Gullbrá! Sagan af Heru og Gullbrá er sönn og hugljúf og segir frá óvæntri og fallegri vináttu.
Í dag fær Lóa að gera öll sín uppáhalds prakkarastrik – og fyrir því er alveg sérstök ástæða. Dýralæknirinn sagði að nú væri lítið eftir í tímaglasinu hennar Lóu og því fær hún heilan dag til að skapa minningar með bestu vinkonu sinni, minningar sem munu lifa eftir að Lóa er farin. Hugljúf saga um alvarleika lífsins. Einnig fáanleg á ensku.
Fallegar myndir á hverri blaðsíðu og fjörug hljóð gera yngstu kynslóðinni það auðvelt að læra um dýrin. Með því að þrýsta á hnappana má heyra 30 dýrahljóð.
Gauti grameðla og Sölvi sagtanni elska hrekkjavöku! Þeir heimsækja Gróu gaddeðlu og Nönnu nashyrningseðlu, og þau fara öll saman að gera grikk eða gott. Bækurnar um Risaeðlugengið hafa slegið í gegn enda eru þær krúttlegar, fræðandi og fyndnar og henta ungu áhugafólki um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr.