Niðurstöður

  • Barnabækur - Myndskreyttar 0-6 ára

Bökum saman

Litla kanínan býr til morgunverð

Hjálpaðu litlu kanínunni að finna allt það sem hún þarf til að bera fram óvæntan morgunverð eða Mýslu að finna allt sem þarf í baksturinn. 35 flipar og einföld uppskrift aftast í bókinni!

Litlu lærdómshestarnir

Litum sveitin

Skemmtilegar bækur með tússpenna sem æfa fínhreyfingar við skrif bókstafa og tölustafa. Í þessari bókaröð skemmta börnin sér við: – að þekkja orð – að skrifa einföld orð – að læra að þekkja alls konar hluti

Litum

Litum tækin

Endurnýtanleg og umhverfisvæn litabók. Bleytið pensilinn með vatni og málið yfir myndirnar til þess að kalla fram hina ýmsu liti. Hægt er að lita aftur og aftur í bókina þar sem litirnir hverfa fljótlega eftir að vatnið þornar.

Ljóni og fjölburarnir

Ljóni byrjar í leikskóla og deildin hans heitir Súlur. Þar kynnist Ljóni,tvíburum og þríburum. Þetta finnst pabba Ljóna mjög áhugavert, en hvers vegna? Bókin sýnir fjölbreytileika samfélagsins. Á deildinni Súlum eru 5 tvíburar, einir þríburar og 3 einburar.

Ljóni og Lindís plokka

Systkinin Ljóni og Lindís fara í fjölskylduferð með mömmu og pabba. Ferðin tekur óvænta stefnu þegar þau uppgötva hvað það liggur mikið rusl í náttúrunni. Bókin kemur fram með nýjung í íslenskum barnabókmenntum. Hvað varðar nærumhverfi barna og umhverfisvitund fjölskyldunnar.

Ljóni og ævintýra­klippingin

Ljóni er að verða 3 ára og mamma býður honum í ævintýraklippingu. Hann vissi ekki að til væru sérstakar hárgreiðslustofur, sem bjóða upp á ævintýraklippingu. Því pabbi Ljóna hafði alltaf klippt hann heima. Bókin fjallar um hvernig ferð á hárgreiðslustofu getur orðið að ævintýraferð í huga barns. En hvað er ævintýraklipping?

Litlu lærdómshestarnir

Margföldun

Skemmtilegar bækur með tússpenna sem æfa fínhreyfingar við skrif bókstafa og tölustafa. Í þessari bókaröð skemmta börnin sér við: – að þekkja orð – að skrifa einföld orð – að læra að þekkja alls konar hluti

Pési og Pippa

Með Frogga í háttinn

Pippa ætlar að gista hjá Pésa en gleymdi uppáhaldstuskudýrinu sínu, froskinn! Pippa er ROSALEGA spennt fyrir að prófa hlaupahjólið hans Pésa sem hún tekur í óleyfi. Ljúfur boðskapur um vináttu.

Mjálmar

Tvíburarnir Mjálmar og Dagmar eru 5 ára. Þau eiga kött sem heitir Mjálmar sem er með skrautlegan þyrluhatt sem hann notar til þess að fljúga. Með honum lenda þau í mörgum ævintýrum. Þau fara í kafbát, skoða skóga, hitta matarskrímsli og hjálpa leikföngum að eignast nýtt heimili. Mjálmar er skapaður til þess að útskýra umhverfismál fyrir ungum börnum á einfaldan og aðgengi...

Múmín Býflugna­bók í kassa

Mjúk taubók, litrík og skemmtileg, til að snerta og skynja – handa allra yngstu börnunum. Frábær taubók til að auka samhæfingu og einbeitingu hjá smábörnum. Tilvalið að festa við barnavagn og láta býflugubókina suða og hristast þegar togað er í hana. Bókin er í fallegum gjafakassa.

Múmín­álfarnir - Stóra flipabókin

Velkomin í Múmíndal! Lyftu flipunum á hverri blaðsíðu í þessari RISA bók og kynnstu Múmínálfunum, uppgötvaðu liti og tölur og finndu líka fyrstu orðin. Og síðan, eftir viðburðaríkan og skemmtilegan dag, segirðu góða nótt við Múmínálfahúsið ...

Bökum saman

Mýsla litla bakar

Hjálpaðu litlu kanínunni að finna allt það sem hún þarf til að bera fram óvæntan morgunverð eða Mýslu að finna allt sem þarf í baksturinn. 35 flipar og einföld uppskrift aftast í bókinni!

Onk! Onk!

Vertu með Gurru grís í þessari skemmtilegu hljóðbók. Sjáðu allt sem hún elskar að gera og fær hana til að segja „Onk!“ Bækurnar um Gurru grís eru með allra vinsælustu barnabókum í heimi.

Ófriður í græn­metisgarðinum

Það er fagur vormorgunn í friðsælum trjágarði í Svíþjóð og Pétur ætlar að sá fyrir grænmeti og setja niður kartöflur. Kötturinn Brandur er ekki hrifinn af áformunum og vill heldur rækta eitthvað annað. Garðyrkjan gengur þó ekki alveg þrautalaust og það reynir á hugvitsemi Péturs og leikhæfileika Brands.

Pétur getur

Pétur er að byrja í fyrsta bekk í grunnskóla þar sem hann þekkir enga. Hann er feiminn og á erfitt með að kynnast hinum börnunum. Hann kynnist álfi að nafni Álfur og lenda þeir í alls kyns ævintýrum saman. Álfur hvetur Pétur til dáða og hann lærir að hann getur allt sem hann ætlar sér.

Pétur tjaldar

Pétur býr með kettinum sínum Brandi og nokkrum hænum í fallegri sveit í Svíþjóð. Uppi á háalofti rekast þeir á gamalt tjald, en sá fundur á heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér og skapa vandræði sem Gústi nágranni getur ekki beðið með að segja öllum sveitungunum frá.

Rauð viðvörun! Jólin eru á leiðinni

Spennandi jólasaga í 24 stuttum köflum sem upplagt er að lesa á aðventunni eða um jólin. Hér segir frá æsilegri leit systkinanna Jóa og Lóu að jólagjöfum sem leiðir þau í mikil ævintýri. Geta krakkarnir á endanum gefið öllum eitthvað sniðugt á aðfangadagskvöld? Ný og skemmtileg saga eftir einn ástsælasta höfund landsins.

Rím og roms

Barnaljóðabækur Þórarins og Sigrúnar Eldjárn hafa glatt kynslóðir íslenskra barna. Þessi fallega bók geymir nýjar og skemmtilegar vísur um kaldar og heitar krumlur, heilagar kýr, kubba, tröll og margt, margt fleira. Hver opna er prýdd fjörugum myndum sem endalaust er hægt að skoða. Óskabók fyrir litla og stóra ljóðaorma.