Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Pétur og Brandur Hænsnaþjófurinn

Dag einn kemur Gústi nágranni með tvíhleypu á öxl og hefur fréttir að færa. Refur herjar nú á hænsnakofa sveitarinnar og því er eins gott fyrir Pétur og köttinn Brand að vera við öllu búnir. Pétur lætur ekki segja sér það tvisvar en í stað þess að veiða refinn ákveða þeir félagar að fæla hann heldur í burtu og það í eitt skipti fyrir öll.

Lára fer á jólaball

Það er gaman á aðventunni, að eiga notalegar stundir með fjölskyldunni við jólaundirbúning, en það er líka svolítil spenna í loftinu. Atli og Lára fara saman á jólaball. Þangað mætir góður gestur. Hversdagssögur Birgittu Haukdal um Láru og bangsann Ljónsa hafa verið metsölubækur í fjölda ára og vinsæl leiksýning verið gerð eftir þeim.

Litlasti jakinn

Myndrík rímsaga um hana Dísu sem er minnsti jakuxinn í hjörðinni og dreymir um að verða stór eins og hinir. Dísa á þó eftir að komast að því að þótt hún sé smá er hún fullkomin nákvæmlega eins og hún er, því að sumt er nefnilega bara á lítilla jaka færi! Dásamleg rímsaga sem sýnir að öll höfum við eitthvað fram að færa.