Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Hér má finna skemmtilegar, myndríkar og mátulega langar bækur fyrir börn á aldrinum 0-6 ára.

Síða 6 af 7

Skjóða

Fyrir jólin

Skjóða er dóttir tröllskessunnar Grýlu sem tannburstar sig bara einu sinni á ári og Leppalúða sem bakar bestu kanilsnúða í heimi. Skjóða á fleiri en 100 systkini og 13 þeirra þekkir þú vel því jólasveinarnir eru bræður Skjóðu. Sagan hefst í Grýluhelli þar sem Skjóða er að undirbúa jólin en þegar jólakötturinn eignast kettlinga fer allt úr skorðum.

Stærsti og furðulegasti ævintýrabíll heimsins

Hín ótrúlega saga

Brúnó er ægilega stoltur af litla rauða bílnum sínum. En í umferðinni eru svo mikil læti; fólk að flauta og kalla – og svo, „búmm“! Það verður árekstur. Árekstur! Enginn slasast, en bíllinn er ónýtur. Og hvað nú? Brúnó fær snilldarhugmynd. Hann og vinir hans smíða nýjan og brjálaðan bíl úr beygluðum bílflökum. Þeir eru óstöðvandi.

Týr

Fjórða stóra bók bresku metsöluhöfundanna Juliu Donaldson og Axels Scheffler – höfunda Greppiklóar – sem kemur út á íslensku. Áhugasamasti nemandinn í drekaskólanum þráir ekkert heitar en að læra að fljúga, öskra og spúa eldi eins og alvöru drekar gera. En allt gengur á afturfótunum þar til hann eignast hjálpsama og hugrakka vinkonu.