Niðurstöður

  • Barnabækur - Ungmennabækur

miSter einSam

Sammi er kominn í stutt vetrarfrí til Íslands og fer ásamt vinum sínum í afskekktan glæsibústað fjölskyldunnar. Þegar eitt þeirra hverfur út í vetrarmyrkrið og undarleg atvik skjóta hinum skelk í bringu rennur upp fyrir Samma að hann getur ekki flúið vandamál fortíðarinnar. Hörkuspennandi ungmennabók eftir verðlaunahöfundinn Ragnheiði Eyjólfsdóttur.

Orrustan um Salajak

Jarmalandskrónikan 1

Í fjallakastalanum Salajak, langt norður í landi, vakna vættirnar og breiða út vængi sína eftir langan vetrardvala. Þær hungrar í kjöt, ferskt kjöt ... Á sama tíma strjúka þrír bræður að heiman til að ganga til liðs við árásarherinn sem á að stöðva vættina og binda enda á illvirki þeirra. Fyrsta bókin af fjórum í Jarmalandskrónikunni eftir spennusagnahöfundinn vinsæla, Johan Th...

ÓGN

Ævintýrið um Dísar-Svan

Amma heldur því fram að álfar séu til. Svandís trúir ekki á álfa en þegar dularfull skilaboð berast henni er hún ekki lengur viss í sinni sök. Í kringum hana er margt einkennilegt á kreiki. Köttur með rauð augu, dularfullir hestar og fólk sem ef til vill er annað en það sýnist vera. Svandís flækist inn í baráttu góðs og ills, kynnist ástinni og þarf ásamt vinum sínum að glíma v...

Ótemjur

Amma Fló deyr á þrettán ára afmælisdegi Lukku. Hún þarf því að flýja skuggaverurnar, koma sér burt úr Hyldýpinu og gera sínar eigin áætlanir. Það er ekki einfalt því í hana toga dularfullir skagfirskir kraftar. Örlagasaga eftir einn vinsælasta rithöfund landsins.

PAX 5 - Draugurinn

„Þið ... drápuð ... okkur.“ Lúsíuhátíðin er framundan, en engan getur grunað hversu hryllileg hún verður. Saklaus leikur verður skyndilega hættulegur þegar dyr opnast inn í annan heim og þrír draugar fara að herja á bæinn.

Regnbogalaut

Regnbogalaut er ævintýraheimur barna Önnu og Gilberts. Þegar barnmörg fjölskylda sest að á prestssetrinu í Maríulundi færist fjör í leikinn. Krakkarnir leysa úr málum eftir eigin höfði, oft á hátt sem fullorðnum hefði aldrei hugkvæmst. Sjöunda bókin í bókaflokknum um Önnu í Grænuhlíð.

SKAM 3

Norsku sjónvarpsþættirnir SKAM slógu í gegn víða um lönd, meðal annars á Íslandi. Í þessari bók eru senur sem aldrei voru teknar upp og samtöl sem voru klippt burt ásamt athugasemdum og hugleiðingum Julie Andem. Þetta er handritið að þriðju þáttaröð Skam, nákvæmlega eins og það var skrifað.

Sterk

Birta býr í óvistlegri kjallaraholu með ókunnugu fólki. Það kýs hún þó heldur en heimabæinn sem hún flúði eftir að hafa komið út sem trans við litlar vinsældir fjölskyldu og vina. En svo hverfur konan í næsta herbergi sporlaust, og síðan önnur. Birta getur ekki annað en rannsakað málið. Hröð og spennandi saga sem hlaut Bókmenntaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021.

Uppvakninga­sótt

Dularfullur maður birtist í smábænum Eldsala. Í kjölfarið fara bæjarbúar að veikjast hver af öðrum. Þeir fá sótthita og blóðhlaupin augu. Herbert og Sallý eru staðráðin í að veikjast ekki. Þau leita skjóls í gömlu vindmyllunni, þar sem enginn – hvorki lífs né liðinn – getur náð til þeirra. Eða hvað? Æsispennandi saga eftir einn þekktasta glæpasagnahöfund Norðurlanda.

Útlagarnir Scar­­lett & Browne

Frásögn af fífldjörfum hetjudáðum og bíræfnum glæpum.

Ný sería úr smiðju meistara Jonathans Strouds um Scarlett McCain sjálfstæða stelpu sem kallar ekki allt ömmu sína og óvæntan en einstakan ferðafélaga hennar Albert Browne. Sögusviðið er sundurslitið Bretland í framtíðinni eftir náttúruhamfarir og stríð. Ofvaxin rándýr ráfa um og náberarnir hryllilegu leynast víða. Spennandi, heillandi og full af húmor.

Villueyjar

Á Útsölum stendur aðeins eitt hús: Skólahúsið. Frá því Arilda man eftir sér hefur þessi skóli verið hennar annað heimili. Hún hefur aldrei velt því fyrir sér hvers vegna hann standi á eyju sem annars er í eyði, ekki fyrr en daginn sem hún heldur inn á miðja eyjuna og villist í þokunni. Eftir það breytist allt.