Ævisögur

Spítalastelpan

Hversdagshetjan Vinsý

Spítalastelpan var hún kölluð stelpan sem veiktist af berklum í hrygg á Ströndum Norður og var fyrstu ár sín að mestu reyrð niður í rúm á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hún byrjaði ekki að ganga fyrr en á sjöunda ári, sigldi heim þar sem faðir hennar var dáinn og móðirin búin að yfirgefa hana í huganum. En hún bjó yfir einstökum lífsþorsta og vongleði.

Út um víðan völl

Sagt er frá lífi, ævintýrum og ferðum höfundar og konu hans, Sigríðar Maríu. Fjallað er um fjölbreyttan feril hans við Háskóla Íslands, aðkomu að Kröfluvirkjun og stofnun umhverfisráðuneytisins. Tilurð og örlög Borgaraflokksins eru einnig rakin á greinargóðan hátt.

Var, er og verður Birna

Birna Þórðardóttir hefur alla sína tíð verið landsmönnum táknmynd andstöðunnar við smáborgaraskap og ríkjandi kerfi. Í þessari einstæðu bók fylgja þær henni á æskuslóðir á Borgarfirði eystra, vinkona hennar og skrásetjari sögunnar, Ingibjörg Hjartardóttir, og ljósmyndarinn Rannveig Einarsdóttir. Um leið er litrík ævi Birnu rakin í máli og myndum.