Ævisögur og endurminningar

Í stríði og friði fréttamennskunnar

eða uppgjörið við alla mína fjölmiðlatíð

Sigmundur Ernir Rúnarsson fléttar saman æviminningum sínum og uppgjöri við einstaklega litríkan fjölmiðlaferil í návígi við stærstu atburði í lífi þjóðarinnar. Um leið er frásögnin Íslandssaga sem nær frá forpokuðu klíkusamfélagi karlveldisins til frelsis og fjölbreytileika sem þó glímir alltaf við afturhaldið.

Konurnar á Eyrarbakka

sitthvað af konu minni hverri

Hér er viðtalsbók um 38 konur þar sem brugðið er upp myndum úr hversdagslífi og störfum kvenna fram á þennan dag. Lesa má um uppeldi, mat og menntun, kvennabaráttu, verndun húsa, félags- og frumkvöðlastörf, veikindi og missi, lífsbaráttu og sjálfsbjargarviðleitni en líka vináttu og samhjálp góðra granna. Jónína Vålerhaugen á þrjú viðtöl í bókinni.

Lífssaga Didda Frissa

Kröftugur til sjós og lands

Sigurður Friðriksson – öðru nafni Diddi Frissa – er þjóðsagnapersóna suður með sjó. Hann ólst upp við hermang og amerískar drossíur í Sandgerði og lét við það sitja að læra margföldunartöfluna í skóla. Á hverju ári var hann rekinn úr skólanum. Fáir höfðu trú á honum, enda lítill skilningur á lesblindu, ofvirkni og athyglisbresti á þeim árum.

Skuggar

Saga falls, útskúfunar, upprisu og uppgjörs

Skuggar segir frá örlagaríkum tímum í lífi Sölva Tryggvasonar. Ósönn slúðursaga fór á flug á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar hentu hana á lofti. Við tók hvirfilbylur samfélagsumræðunnar sem jókst enn með tilkynningu um að konur hefðu kært Sölva til lögreglu. Í bókinni reynir Sölvi að skilja hvað gerðist og bregður um leið ljósi á sína dýpstu skugga.

Sólgeislar og skuggabrekkur

Margrét Ákadóttir leikkona er mörgum kunn. Hér segir hún frá viðburðaríku lífshlaupi sínu þar sem skipst hafa á skin og skúrir, eins og titill bókarinnar ber með sér. Margrét ræðir æskuárin í austurbæ Reykjavíkur en þau mörkuðust meðal annars af því að hún var dóttir eins umdeildasta stjórnmálamanns þjóðarinnar.

Sveinn Benediktsson

Ævisaga brautryðjanda og athafnamanns

Um hálfrar aldar skeið var Sveinn Benediktsson einn áhrifamesti maður í sjávarútvegi Íslendinga. Hann var stjórnarformaður Síldarverksmiðja ríkisins, forystumaður í Bæjarútgerð Reykjavíkur, stjórnarmaður í helstu hagsmunasamtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og lét mjög að sér kveða á opinberum vettvangi um allt sem laut að sjávarútvegsmálum.

Yfir farinn veg með Bobby Fischer

Í þessum einstæðu endurminningum birtist lifandi og áhrifamikil mynd af skáksnillingnum Bobby Fischer, allt frá barnæsku hans í Brooklyn til banalegunnar á Íslandi. Lesandinn fær óvænta innsýn í líf og persónuleika Fischers sem lengi hefur verið heiminum ráðgáta. Hér er í fyrsta sinn brugðið upp heildstæðri mynd af manninum á bak við goðsögnina.