Barnabækur - Fræði- og handbækur

Laddi Snjókorn falla

– skemmtilegustu jólalögin

Þjóðargersemin Laddi syngur hér öll skemmtilegustu jólalögin ásamt gömlum heimilisvinum við undirleik Jóns Ólafssonar. Eiríkur Fjalar, Dengsi, Skrámur, Elsa Lund og Skúli rafvirki koma öll við sögu og við syngjum með. Kynslóðirnar eru hér sameinaðar undir jólatrénu og hinn sanni jólaandi færist yfir stofuna. Ýttu á takkann, veldu lag og syngdu með.

Friðrik Dór, Hildur Vala og KK Sofðu rótt

– hugljúfar vögguvísur

Í Sofðu rótt færa söngfuglarnir KK, Friðrik Dór og Hildur Vala okkur fimmtán gullfalleg vögguljóð við undirleik Jóns Ólafssonar, sem ljúft er að líða með syngjandi inn í heim draumanna. Öll eiga lögin það sammerkt að hafa öðlast einstakan sess meðal þjóðarinnar og börnin elska að syngja með. Lögin í bókinni er einnig hægt að spila án söngs.

Spurningabókin 2022

Spennandi spurningakeppni fyrir alla fjölskylduna

Hér er enn ein spurningabókin úr smiðju Bókaútgáfunnar Hóla en hún er sú tuttugasta og þriðja í þessum bókaflokki, sem skartað hefur einni bók árlega frá 1999 að einu ári undanskyldu. Þessar bækur hafa allar notið mikilla vinsælda, eins og spurningaleikir almennt gera og vafalítið verður svo um ókomna tíð.

Tré

Fimm fræðandi gegnsæjar blaðsíður

Hefurðu einhvern tímann velt fyrir þér öllu því stórkostlega sem tré geta gert? Skoðaðu það nánar í gegnum árstíðirnar á þessum frábæru gegnsæju blaðsíðum! Sjáðu hvernig samvinna ólíkra hluta trés hjálpar því að vaxa og uppgötvaðu með hvaða hætti tré eru góð fyrir menn og dýr. Búðu þig undir ferðalag, því tré eru stórkostleg.