Niðurstöður

  • Barnabækur - Fræðibækur og handbækur

Vísindalæsi

Sólkerfið

Komdu með Stjörnu-Sævari í ferðalag um sólkerfið okkar. Bráðskemmtileg léttlestrarbók sem vökvar, örvar og eflir vísindalæsi krakka frá sex ára aldri. Bókin er prýdd fjölmörgum litmyndum af furðum og töfrum himingeimsins. Sólkerfið er tilvalin fyrir forvitna og fróðleiksfúsa krakka sem vilja æfa sig í lestri.

Spurningabókin 2021

Kettir mjálma og gelta en hvað gera hestar? Hvernig eru skórnir hans Mikka músar á litinn? Hverrar þjóðar er knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski? Hvaða ávöxtur er einkennismerki tölvurisans Macintosh? Hvort fæða krókódílar lifandi afkvæmi eða verpa eggjum? Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á öllum heimilum.

Stafavísur

Lestrarnám í ljóði og söng

Þessi bók er ætluð leikskólabörnum og yngstu nemendum í grunnskóla. Hún er gerð til að örva lestraráhuga barna og létta þeim fyrstu skrefin á brautinni til bóknáms. Hér er ný vísa um hvern staf og vísunum fylgja myndir og nótur ásamt gítarhljómum. Alls komu 34 hagyrðingar að vísnagerðinni og eru þær ortar undir fjölmörgum bragarháttum.

Sumarið í sveitinni

Bráðskemmtileg og lærdómsrík bók um lífið í sveitinni. Fjölmargar spurningar og svör um húsdýrin og sveitastörfin, auk margvíslegs fróðleiks í máli og myndum.

Svefninn minn

Verkefnabók sem eykur svefngæði barna og tekur á ýmsum vandamálum sem tengjast svefnvenjum. Í bókinni er að finna opnur þar sem börn geta skrifað niður markmið sín til að bæta svefninn, ýmsan skemmtilegan fróðleik um svefn, litríka og fallega límmiða og pláss til að lita og skrifa niður drauma sína. Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum. Hún hefur ...

Verum ástfangin af lífinu

Bók fyrir ungt fólk (og áhugasama foreldra), stútfull af hvatningu og ráðum til að verða sinnar eigin gæfu smiður – meðal annars er fjallað um samskipti við vini og fjölskyldu, mikilvægi hreyfingar, nauðsyn þess að setja sér markmið, hvernig á að rækta hæfileika sína, baráttuna við kvíða og hvernig ÞÚ getur orðið betri manneskja.

Handbók fyrir ofurhetjur

Þrautabók ofur­hetjunnar

Óleysanlegt verkefni

Komdu með í einstakt og spennandi ævintýri þar sem þú stýrir hluta framvindunnar og færð tækifæri til að verða ofurhetja. Hérna finnurðu líka allt frá bingói, orðapúsli og ritlistar til erfiðra þrauta sem munu endast lengi. Drífum ævintýrið í gang!

Þrautabók Stúfs

Stúfi finnst svakalega gaman aðleysa ráðgátur og þrautir. Í þessari bók eru einmitt alls konar þrautir sem þú getur leyst og myndir til að lita. Hér getur þú meira að segja skrifað þína eigin ráðgátu!