Barnabækur - Fræði- og handbækur 0-18 ára

Hér má finna nýjar íslenskar fræðibækur fyrir börn og ungmenni um fornleifar og fótbolta, spendýr og stjörnufræði, gamanmál og goðafræði og margt fleira.

Síða 2 af 2

Margrét Lára

Ástríða fyrir leiknum

Margrét Lára Viðarsdóttir er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur alið. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og spilaði í sterkustu deildum heims. Hér segir Margrét Lára sögu sína og deilir reynslu sinni og góðum ráðum. Hún gerir ferilinn upp og segir á einlægan hátt frá sigrum og mótlæti.

Njála hin skamma

Þessi myndabók byggist á einni ástsælustu Íslendingasögunni, Brennu-Njáls sögu, sem rituð var seint á þrettándu öld en lýsir atburðum sem gerðust þrjú hundruð árum fyrr. Njáls saga er æsispennandi örlagasaga sem hverfist m.a. um ást, öfund, vinskap, svik, forlagatrú, hefnd, hetjudáðir, sæmd, lagaklæki og sættir. Einnig fáanleg á ensku.

Spurningabókin 2025

Geta snákar synt?

Hvernig er krossinn í þjóðfána Danmerkur á litinn? Hvaða fyrirbæri er i miðju sólkerfisins? Hvaða íþróttagrein stunda stúlkurnar í Aþenu? Klukkan hvað eru dagmál? Heiti hvaða mánaðar er fremst í stafrófsröðinni? Fyrir hvaða íþróttagrein er Bjarki Már Elísson þekktur. Þessar spurningar og margar fleiri eru í þessari bráðsmellnu spurningabók!

Sögur úr norrænni goðafræði

Sögur úr norrænni goðafræði segir hetjusögur af fræknum köppum og goðum sem fylgt hafa íslensku þjóðinni í meira en þúsund ár. Í þessari eigulegu bók má lesa bráðskemmtilegar endursagnir á nokkrum af helstu goðsögum norrænna manna eins og við þekkjum þær úr eddukvæðum og Snorra-Eddu.

Þegar litla systir kom í heiminn

Bókin fjallar um tilfinningar og hræðslu hjá barni sem er að fara að eignast lítið systkini, óttann við að vera ekki lengur aleitt með mömmu og pabba. Reynsla barnsins er ein af birtingarmyndum kvíða og bókin getur nýst sem handbók þeirra sem vinna með börnum og foreldrum/forráðamönnum. Opnar spurningar fylgja hverri opnu sem hvetja til umræðu.