Hæ Sámur Risastóra límmiðabókin
Þetta er langstærsta límmiðabókin hans Sáms! Ertu RISA kríli? Auðvitað ertu það! Komdu með okkur í Krílakot, þar er allt fullt af skemmtilegum RISA þrautum, leikjum og límmiðum. Ah-voff!
Þetta er langstærsta límmiðabókin hans Sáms! Ertu RISA kríli? Auðvitað ertu það! Komdu með okkur í Krílakot, þar er allt fullt af skemmtilegum RISA þrautum, leikjum og límmiðum. Ah-voff!
Þjóðargersemin Laddi syngur hér öll skemmtilegustu jólalögin ásamt gömlum heimilisvinum við undirleik Jóns Ólafssonar. Eiríkur Fjalar, Dengsi, Skrámur, Elsa Lund og Skúli rafvirki koma öll við sögu og við syngjum með. Kynslóðirnar eru hér sameinaðar undir jólatrénu og hinn sanni jólaandi færist yfir stofuna. Ýttu á takkann, veldu lag og syngdu með.
Í Sofðu rótt færa söngfuglarnir KK, Friðrik Dór og Hildur Vala okkur fimmtán gullfalleg vögguljóð við undirleik Jóns Ólafssonar, sem ljúft er að líða með syngjandi inn í heim draumanna. Öll eiga lögin það sammerkt að hafa öðlast einstakan sess meðal þjóðarinnar og börnin elska að syngja með. Lögin í bókinni er einnig hægt að spila án söngs.
Hér er enn ein spurningabókin úr smiðju Bókaútgáfunnar Hóla en hún er sú tuttugasta og þriðja í þessum bókaflokki, sem skartað hefur einni bók árlega frá 1999 að einu ári undanskyldu. Þessar bækur hafa allar notið mikilla vinsælda, eins og spurningaleikir almennt gera og vafalítið verður svo um ókomna tíð.
Stafróf fuglanna er ætluð börnum sem eru farin að sýna stöfum og orðum áhuga. Jafnframt er kverinu ætlað að kynna börnum algenga fugla sem halda sig í náttúru Íslands, ýmist allt árið eða að sumarlagi.
Veist þú … Hvar sterkasti stormurinn geisaði? Hvort dýranna er gáfaðra – kráka eða kolkrabbi? Hver er banvænasta planta í heiminum? Lyftu flipunum til að kanna heitustu stjörnu alheimsins, kynnast háværasta eldgosinu, svipta hulunni af verst lyktandi dýri sem til er og ótal mörgu öðru.
Í bókinni Stúfur fer í sumarfrí fer jólasveinninn Stúfur til Ítalíu með Lóu vinkonu sinni. Hann skemmtir sér konunglega og lendir í nokkrum óvæntum ævintýrum. Í þessari bók eru þrautir og myndir til að lita sem tengjast sumarfríinu hans Stúfs. Þetta er tilvalin bók til að taka með í þitt eigið sumarfrí!
Hefurðu einhvern tímann velt fyrir þér öllu því stórkostlega sem tré geta gert? Skoðaðu það nánar í gegnum árstíðirnar á þessum frábæru gegnsæju blaðsíðum! Sjáðu hvernig samvinna ólíkra hluta trés hjálpar því að vaxa og uppgötvaðu með hvaða hætti tré eru góð fyrir menn og dýr. Búðu þig undir ferðalag, því tré eru stórkostleg.
Mannkynið hefur breytt umhverfinu meira en nokkur önnur dýrategund. Hér segir af fólki sem gerði stórar uppgötvanir sem leiddu til lausna í umhverfismálum og bættu lífið á Jörðinni. Skemmtileg og hvetjandi léttlestrarbók í nýjum bókaflokki sem eflir vísindalæsi forvitinna krakka frá sex ára aldri. Bókin er prýdd fjölmörgum fjörlegum litmyndum.