Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Elsku litla systir

Dag einn er Ástvaldi sagt að hann muni eignast litla systur. Að vísu man hann ekki eftir að hafa beðið um hana, en er samt ánægður. Fréttirnar valda ýmsum heilabrotum og lífið breytist þegar hún birtist því að lítil systir tekur pláss. Það sem Ástvaldi þykir þó best við litlu systur er að vera stóri bróðir hennar.

Ég vil líka eignast systkin

Pétur langar í lítið systkini. Aldrei þessu vant þarf hann ekki að rella lengi. En þegar Lena litla fæðist er Pétur ekki alveg viss lengur. Hann hefði kannski frekar átt að biðja um þríhjól. Yndisleg saga sem hefur skemmt og yljað stækkandi fjölskyldum í áratugi. Einstakar myndir Ilon Wikland gæða frásögnina töfrum.

Gott ráð, Engilráð!

Hvað er sterkara en vöðvar og ofurkraftar allra ofurhetjanna í heiminum samanlagt? Hvernig í veröldinni er hægt að virkja slíkan kraft? Og geta venjuleg börn fengið hann? Dag nokkurn fengu nokkur börn óvenjulegar gjafir í skóinn. Gjafirnar áttu eftir að breyta lífi þeirra. Hér er á ferðinni falleg jólasaga um vináttu og kærleika.

Hver er flottastur? / Hver er sterkastur?

Segir hér af hinum hégómlega – en óneitanlega töluvert glæsilega – úlfi sem spígsporar um skóginn og krefst þess að aðrir dáist að honum. Hann hittir meðal annars Rauðhettu og Mjallhvíti og sjö litla menn, sem öll hrósa honum í hástert – en hann hefði betur hugsað sig um tvisvar áður en hann truflaði drekabarnið sem er í feluleik við fuglinn.