Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Enginn

Falleg og skemmtileg myndabók eftir einn fremsta höfund Norðmanna. Hér segir frá Engum sem býr einn í húsinu sínu og er svolítið einmana, en svo hittir hann Einhvern. Hnittin frásögn og frábær leikur með orð í leiðinni. Sannkallað meistaraverk.

Ég er Jazz

Frá tveggja ára aldri vissi Jazz að hún væri stelpa þó að allir héldu að hún væri strákur. Þetta olli ruglingi í fjölskyldunni. Foreldrarnir fóru með hana til læknis sem greindi Jazz sem trans og útskýrði að hún væri fædd á þennan hátt. Þetta er saga Jazz sem byggir á upplifun hennar.

Ég er (næstum) alltaf góð manneskja

Ég er (næstum) alltaf góð manneskja er bók sem fjallar um mikilvægi þess að vera góður við aðra og reyna að setja sig í spor annarra. Það skiptir meira máli en að geta hlaupið hratt eða svarað öllu sem við erum spurð um. Falleg bók í stóru broti fyrir unga sem aldna.

Ég njósna með Múmínsnáðanum

Múmínsnáðinn njósnar um alls konar hluti á göngu sinni um Múmíndal. Snúðu hjólinu á hverri opnu til að koma auga á allt sem hann sér — í garðinum, við ána og á ströndinni. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.

Feluleikur

Sprenghlægileg bók og um leið ástarbréf til hugarflugs bernskunnar. Núk og Bartok hittast til að leika sér saman. Á vegi þeirra verða margs kyns eftirminnilegar persónur í ævintýralegum og frumlegum söguheimi. Lolita Séchan og Camille Jourdy sömdu textann og teiknuðu myndirnar í sameiningu. Útkoman er bráðfyndin og ófyrirsjáanleg.

Fingrafjör um jólin

Fingrafjör um jólin er föndurbók með áföstum blekpúða sem er uppfull af góðum hugmyndum. Taktu lokið af blekpúðanum og gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn á aðventunni.

Risaeðlugengið

Fjársjóðsleitin

Sölvi sagtanni finnur fjársjóðskort og fær Gróu gaddeðlu og Gauta grameðlu með sér í háskalega fjársjóðsleit þar sem dularfullur sjóræningi kemur við sögu. Bækurnar um Risaeðlugengið hafa slegið í gegn enda eru þær krúttlegar, fræðandi og fyndnar og henta ungu áhugafólki um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr.

Fjörugir bossar

Fjörugir bossar er mögnuð bók sem öll börn skemmta sér yfir. Refir prumpa.. kanínur prumpa.. og meira að segja bangsapabbi prumpar! Það stenst ekkert barn að ýta á takkana á þessari mögnuðu bók og skemmta sér um leið við hljóðin sem þessir fjörugu bossar gefa frá sér.

Fyrsta bænabókin mín

Bók með fallegum bænum fyrir börn að læra og þakka um leið Guði fyrir allar hans dýrmætu gjafir.

Fyrstu 100 dýrin - límmiðabók

Í Fyrstu 100 dýrin - límmiðabók eru rúmlega 500 límmiðar og alls kyns þrautir sem gaman er að leysa. Þessi bók eflir orðaforða og örvar börn á máltökuskeiði á skemmtilegan og gagnvirkan hátt.

Fyrstu 100 orðin - límmiðabók

Í Fyrstu 100 orðin - límmiðabók eru rúmlega 500 límmiðar og alls kyns þrautir sem gaman er að leysa. Þessi bók eflir orðaforða og örvar börn á máltökuskeiði á skemmtilegan og gagnvirkan hátt.

Fyrstu 100 risaeðlurnar

Risaeðlur hafa fangað huga barna kynslóð eftir kynslóð og í þessari litríku bók má finna yfirgripsmikið safn hinna fornsögulegu dýrategundar sem ekkert okkar hefur séð með berum augum.

Fyrstu 1, 2, 3

Snertið, lærið og leikið!

Lærið að telja upp að fimm! Litlum börnum mun líka vel að snerta mjúku tölustafina og skoða litríku myndirnar í þessari skemmtilegu bók.

Fyrstu litirnir

Snertið, lærið og leikið!

Uppgötvið liti regnbogans! Litlum börnum mun líka vel að snerta mjúku fletina og skoða litríku myndirnar í þessari skemmtilegu bók.

Fyrstu orðin

Fyrstu orðin fyrir þau yngstu. Falleg spjaldbók fyrir þau allra yngstu á máltökuskeiðinu. Yfir 50 mikilvæg orð og litríkar myndir prýða bókina.

Pétur og Brandur

Getur þú ekki neitt, Pétur?

Kötturinn Brandur er ótrúlega klár og getur gert hinar ýmsu kúnstir sem ekki eru á færi Péturs. Hvað í ósköpunum getur Pétur þá gert eða getur hann alls ekki neitt? Bók fyrir allra yngstu lesendurna eftir sænska verðlaunahöfundinn Sven Nordqvist.

Gleðileg jól - litabók

Jólin verða litríkari með þessari skemmtilegu litabók sem er uppfull af jólalegum myndum!

Góða nótt, Múmínsnáði

Fyrsta Múmínbókin mín

Það er komið langt fram yfir háttatíma á Múmínheimilinu en Múmínsnáðinn getur bara ekki sofnað. Sem betur fer kann Múmínfjölskyldan ýmis ráð til að hjálpa honum að svífa inn í draumalandið. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.