Sokkalabbarnir Blúsi dettur á bossann
Þegar Blúsi dettur á bossann í íþróttatíma fara hinir Sokkalabbarnir að hlæja. Blúsi verður dapur og lætur sig hverfa. Geta Sokkalabbarnir fundið Blúsa áður en hann rignir niður?
Hér má finna skemmtilegar, myndríkar og mátulega langar bækur fyrir börn á aldrinum 0-6 ára.
Síða 2 af 7
Þegar Blúsi dettur á bossann í íþróttatíma fara hinir Sokkalabbarnir að hlæja. Blúsi verður dapur og lætur sig hverfa. Geta Sokkalabbarnir fundið Blúsa áður en hann rignir niður?
Bóbó bangsi hjálpar við jólabaksturinn og heimsækir jólaþorpið. Hann leikur sér í snjónum og opnar jóladagatalið sitt. Í þessari litríku bók eru skemmtilega og þroskandi verkefni fyrir unga lesendur
Það er opið hús á slökkvistöðinni. Bóbó bangsi fer með pabba sínum og þar er margt að sjá. Hann fær að skoða bílana, fara upp með körfubílnum og skoða stöðina. Hann fylgist síðan með slökkviliðinu að bjarga fólki og slökkva elda. Harðspjaldabók fyrir börn á aldrinum 0-4 ára. Á síðustu opnunni eru myndir af hlutunum. Getur þú fundið þá í bókinni?
Vandað og fallegt bókadagatal með 24 fallegum litlum bókum sem tilvalið er að lesa fyrir börnin fyrir svefninn í aðdraganda jóla.
Skemmtileg barnabók fyrir börn á aldrinum 3-8 ára. Brá er sniðugt, fjólublátt skrímsli sem elskar að skapa og leita til nærumhverfisins að alls kyns sjálfbærum lausnum og listaverkum! Brá leggur af stað í leiðangur til að láta draum sinn rætast: Að fanga ský í krukku. Skyldi henni takast það?
Lifandi og skemmtileg bók sem inniheldur 12 ljóð í bundnu máli ætluð börnum. Ljóðin fjalla um dýr í íslenskri sveit og náttúru, lýsa dýrunum og segja litlar sögur á ljúfan og hjartnæman hátt. Blaðsíðurnar eru skreyttar fallegum og litríkum teikningum sem höfða til ungra lesenda.
Sögustundin er að byrja á bókasafninu … En hvar er Depill? Lyftu flipunum og sjáðu hvort þú finnur hann! Frábær flipabók fyrir yngstu kynslóðina um hundinn ástsæla, Depil.
Í þessari bók fer hvolpurinn fjörugi og skemmtilegi í heimsókn til afa og ömmu. Lyftið flipunum til að sjá hvað Depill og afi og amma gera sér til skemmtunar.
Gjafasett – bók og bangsi
Hvar er Depill? Eftirlætis flipabók allra barna með krúttlegum og mjúkum Depils-bangsa í fallegum gjafakassa.
Töfrandi vasaljósabók!
Depill og mamma hans og pabbi ætla að sofa í tjaldi úti í garði. En Depill er ekkert þreyttur! Hann fer með vasaljósið sitt út í nóttina og ætlar að skoða hvað hann sér í myrkrinu. Lýstu með vasaljósinu hans Depils milli blaðsíðnanna til að finna dýr í leyni.
Skemmtileg og málörvandi harðspjaldabók fyrir yngstu börnin sem hvetur til hljóðamyndunar og eftirhermunar. Bókin býður upp á endurtekningu, einfaldan orðaforða og dýrahljóð sem auðvelda börnum að taka þátt í lestrarstundinni.
Á hverju vori fer Dísa í sveitina í sauðburð og finnst alltaf jafn gaman. Hún kynnist dýrum og fólki og leikur sér við dýrin. Dísa kynnist sveitalífinu og í þessari sögu er fylgst með henni í einni slíkri ferð. Sveitalífið getur verið alls konar, sérstaklega fyrir borgarbarnið.
Nýr myndskreyttur barnabókaflokkur um krakka sem fá eitthvað á heilann!
Björt og skemmtileg bók sem inniheldur fjölbreytt ljóð í bundnu máli ætluð börnum á öllum aldri. Blaðsíðurnar eru skreyttar fallegum og litríkum teikningum sem höfða vel til ungra lesenda.
Verkefnabók fyrir krakka sem eru að byrja að leysa þrautir - um leið og þau þjálfast í að halda á penna. Skemmtileg verkefni sem þjálfa athyglisgáfuna og hægt er að gera aftur og aftur.
Komið með í sveitaferð og kíkið á dýrin! Yngsta kynslóðin mun njóta þess að skoða fallegu myndirnar og auðvelt er að þrýsta á hnappa til heyra hljóðin í dýrunum.
Litla stúlkan lendir í óvæntum ævintýrum þegar hún ætlar að sækja mjólk handa kisu að lepja.
Góðan daginn! Eigum við að koma saman í sveitina? Hér er á ferðinni falleg harðspjaldabók eftir Ævar Þór með myndum eftir Lóu Hlín fyrir yngstu kynslóðina.