Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Feluleikur

Sprenghlægileg bók og um leið ástarbréf til hugarflugs bernskunnar. Núk og Bartok hittast til að leika sér saman. Á vegi þeirra verða margs kyns eftirminnilegar persónur í ævintýralegum og frumlegum söguheimi. Lolita Séchan og Camille Jourdy sömdu textann og teiknuðu myndirnar í sameiningu. Útkoman er bráðfyndin og ófyrirsjáanleg.

Risaeðlugengið Fjársjóðsleitin

Sölvi sagtanni finnur fjársjóðskort og fær Gróu gaddeðlu og Gauta grameðlu með sér í háskalega fjársjóðsleit þar sem dularfullur sjóræningi kemur við sögu. Bækurnar um Risaeðlugengið hafa slegið í gegn enda eru þær krúttlegar, fræðandi og fyndnar og henta ungu áhugafólki um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr.