Niðurstöður

  • Barnabækur - Myndskreyttar 0-6 ára

Felix, Bréf frá Felix

Inniheldur 6 laus bréf og 6 límmiða

Fjölskyldan fer í sumarfrí og Felix, hérinn hennar Soffíu, hverfur. Felix ferðast um heiminn og sendir Soffíu sex myndskreytt og fræðandi bréf frá sex mismunandi borgum. Sex límmiðar fylgja bókinni. Bækurnar um Felix hafa verið prentaðar í um 7 milljónum eintaka.

Felix - Fyrstu bréfin frá Felix

Inniheldur 5 bréf frá Felix

Undir stóra flipanum leynist bréf til þeirra yngstu, sem Felix sendir þeim úr heimsreisu sinni. Ljúfur texti og stuttar spurningar örva börnin til að taka þátt og uppgötva.

Risaeðlugengið

Ferðalagið

Sölvi sagtanni fær Gauta grameðlu með sér í ævintýralegt ferðalag yfir fjöllin háu í norðri og Nanna nashyrningseðla slæst með í för – sem betur fer! Krúttleg, fræðandi og fyndin saga fyrir yngsta áhugafólkið um risaeðlur og önnur forsöguleg dýr.

Fyrstu 100 orðin á íslensku og ensku

Lyftu 100 flipum og lærðu fyrstu orðin á íslensku og ensku!

Litlir fingur hafa sérstaklega gaman af að lyfta flipunum í þessari harðspjaldabók og skoða myndirnar sem þar birtast, lesa og læra.

Litlu lærdómshestarnir

Fyrstu orðin

Skemmtilegar bækur með tússpenna sem æfa fínhreyfingar við skrif bókstafa og tölustafa. Í þessari bókaröð skemmta börnin sér við: – að þekkja orð – að skrifa einföld orð – að læra að þekkja alls konar hluti

Fyrstu orðin

Orða- og myndabók til að lesa saman

Þessa dásamlegu orða- og myndabók er gaman að lesa með litlum börnum þegar þau læra að segja fyrstu orðin. Fræðandi harðspjaldabók.

Fyrstu tölu­stafirnir

Orða- og myndabók til að lesa saman

Þessa yndislegu orða- og myndabók er gaman að lesa með ungum börnum þegar þau uppgötva fyrstu tölustafina og læra að telja. Fræðandi harðspjaldabók.

Góðan daginn bréfberi

Bráðskemmtileg myndabók fyrir börn á öllum aldri. Bréfberinn ferðast um með stundum óvæntar – en alltaf ánægjulegar! – sendingar.

Góða nótt

8 fallegar myndasögur

Sögusafn með átta, krúttlegum dýrasögum með heillandi persónum og fallegum myndum. Sögurnar eru hæfilega langar til að lesa fyrir svefninn.

Heimili

Sumir búa á hafsbotni, aðrir í trjábol, enn aðrir í kastala. Og hver skyldi búa í þessum gamla skó? ­­­ Heimili sendir lesendur skapandi og skemmtilegt ferðalag um ólík heimkynni fólks og furðuvera úti um alla jörð – en einnig út í geim og á ...

Hér býr Bóbó Bangsi

Orða- og myndabók með flipum

Loksins er Bóbó mættur aftur! Farðu um allt húsið í þessari orða- og myndabók. Í húsinu er fjöldi flipa til að lyfta og litríkar leitarsíður þar sem hægt er að uppgötva margt og læra í þessari harðspjaldabók.

Hjartað mitt

Hjartað mitt litla er heimur, einn himinvíður geimur. Sem hljóðfæri hjarta mitt er sem leikur á líðan mín hver. Ljóðabarnabók um tilfinningar í snilldarlegri þýðingu Hallgríms Helgasonar rithöfunds.

Pési og Pippa

Hlaupahjóla­meistarinn

Pippa ætlar að gista hjá Pésa en gleymdi uppáhaldstuskudýrinu sínu, froskinn! Pippa er ROSALEGA spennt fyrir að prófa hlaupahjólið hans Pésa sem hún tekur í óleyfi. Ljúfur boðskapur um vináttu.

Hvolpasveitin

Litir og Tölur

Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni skoða litina og tölurnar. Veglegar harðspjaldabækur fyrir yngstu börnin.

Kíkjum í dýragarðinn

Hvað leynist undir laufunum eða á bak við dyrnar? Eru það háværir páfagaukar, apakettir eða eitthvað allt annað? Lyftu flipunum og láttu það koma þér á óvart. Flipabók fyrir 2 ára og eldri

Kva es þak?

Kva es þak? er undursamlega falleg og skrítin bók eftir einn hugmyndaríkasta barnabókahöfund samtímans. ­­­ Dag einn tekur eitthvað að vaxa upp úr jörðinni og nokkur forvitin skordýr fikra sig nær til að kanna málið ... ­­­ Carson Ellis er...

Lára og Ljónsi

Lára lærir á hljóðfæri / Lára bakar

Tvær nýjar sögur um töfrana í hversdegi Láru og bangsans Ljónsa. Lára hefur yndi af tónlist og langar til að læra á hljóðfæri. En hvaða hljóðfæri verður fyrir valinu? Dag einn kemur Lára fjölskyldunni á óvart og býr til spari-morgunmat. Litríkar og fallegar bækur sem krakkar hrífast af.

Hæ Sámur

Litla bókin um Sámsknús

Vinalegi hundurinn Sámur hvetur börn til þess að kanna umhverfi sitt og takast á við verkefni í sameiningu. Langbesta leiðin til að sýna einhverjum hvernig manni líður er með stóru Sámsknúsi!