Barnabækur - Skáldverk 0-6 ára - myndrík

Hér má finna skemmtilegar, myndríkar og mátulega langar bækur fyrir börn á aldrinum 0-6 ára.

Síða 2 af 7

Bóbó bangsi og slökkviliðið

Það er opið hús á slökkvistöðinni. Bóbó bangsi fer með pabba sínum og þar er margt að sjá. Hann fær að skoða bílana, fara upp með körfubílnum og skoða stöðina. Hann fylgist síðan með slökkviliðinu að bjarga fólki og slökkva elda. Harðspjaldabók fyrir börn á aldrinum 0-4 ára. Á síðustu opnunni eru myndir af hlutunum. Getur þú fundið þá í bókinni?

Efri hæðin

Litla stúlkan og kisa lenda í óvæntum ævintýrum þegar þau ætla upp á efri hæðina til mömmu að sækja mjólk handa kisu að lepja. Þegar þau fara upp stigann til að komast á efri hæðina breytist allt. Efri Hæðin er myndskreytt barnabók fyrir 3 ára og eldri, fullkomin fyrir forvitin börn og fullorðna sem kunna að meta bækur sem örva ímyndunaraflið.