Útgefandi: Ugla

Síða 3 af 4

Morðin í Dillonshúsi

Örlagasaga mæðgnanna Sigríðar Ögmundsdóttur og Huldu Karenar Larsen

Storytel-verðlaunin 2025. Fyrir 70 árum gerðist hræðilegur harmleikur í Dillonshúsi við Suðurgötu 2 í Reykjavík. Að morgni 26. febrúar 1953 gaf heimilisfaðirinn eiginkonu sinni og þremur ungum börnum þeirra eitur og svipti svo sjálfan sig lífi. Í þessari bók er rakin saga þeirra sem við sögu komu. Áhrifamikil fjölskyldusaga.

Múmínálfar: Vinagisting

Fyrsta Múmínbókin mín

Ævintýri í trjáhýsi. Múminsnáðinn og Snabbi eru að gera allt tilbúið fyrir fyrstu vinagistinguna sína. En þegar þeir ætla að fara að sofa verða þeir svolítið smeykir. Mun óvænt leiftur á næturhimninum verða til þess að gera vinagistinguna þeirra að ógleymanlegu ævintýri? Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.

Mýrarljós

Glæpahöfundur ársins í Svíþjóð 2024. Síðustu vikuna í janúar fer sex manna hópur í skemmtiferð til Åre þar sem ætlunin er að skíða og djamma. En eitthvað fer úrskeiðis í fjörinu og skyndilega eru þau bara fimm. Enginn þeirra getur skýrt hvað gerðist. Var þetta slys eða kaldrifjað morð? Ýmsar spurningar vakna og tortryggnin innan hópsins vex.

Núllkynslóðin

Síðsumarsnótt eina fer rafmagn skyndilega af stórum hluta Skánar. Fabian Risk og Matilda dóttir hans verða vitni að því úr seglbáti á Eyrarsundi þegar kolniðamyrkur skellur á. Í Helsingborg hafa Fabian og samstarfsmenn hans verið að rannsaka fjölda einkennilegra mála sem tengjast dularfullu rafmagnsleysi.

Nýtt líf

Darcy Gray er vinsæll áhrifavaldur, með meira en milljón fylgjendur á netinu. Hún er um fertugt, gift stórríkum verslunareiganda og býr á Manhattan í New York. Til að fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli ákveður Darcy að koma manni sínum á óvart og fljúga til Rómar þar sem hann er í viðskiptaerindum. En þar verður hún fyrir áfalli lífs síns.

Næturdrottningin

Kate Ekberg er glæsileg og hörkudugleg, eigandi vinsæls næturklúbbs í Stokkhólmi. Út á við virðist henni allt ganga í haginn. Jakob Grim er alvörugefinn bankamaður sem er lítt gefinn fyrir að láta í ljós tilfinningar sínar. Þangað til hann kynnist Kate. Eitthvað gerist þegar þessir andstæðu pólar hittast og úr verður æsilegt ástarævintýri.

P.s. Ég elska þig

Metsölubókin sem er orðin klassík! Sumt fólk bíður allt sitt líf eftir því að finna sálufélaga. En ekki Holly og Gerry. Þau löðuðust hvort að öðru í æsku og urðu svo samrýnd að enginn gat ímyndað sér að þau yrðu nokkurn tímann aðskilin. Við andlát Gerrys bugast Holly en Gerry skildi eftir sig skilaboð til hennar, ein fyrir hvern mánuð ársins.

Rauðhetta

Þrjár systur: Lisbet, sem er ljósmóðir, Judith, sem er ljósmyndari og Carol, sem á við áfengisvandamál að stríða. Hver þeirra skyldi það vera sem ryður úr vegi hættulegum vandræðamönnum en virðist á yfirborðinu „ósköp venjuleg“? Lögregluforingi á eftirlaunum kemst á sporið – og úr verður æsilegt kapphlaup sem berst meðal annars til Íslands.

Rauði fuglinn

Sally og Silas ólust upp saman og löðuðust hvort að öðru. En myrkur atburður verður til þess að leiðir skilja. Tuttugu og fimm árum síðar hittast þau aftur. Þá er ljósmóðirin Sally ekkja og Silas heimsþekktur listamaður. Tilfinningar þeirra til hvors annars rista enn djúpt en óuppgerðar sakir stía þeim í sundur.