Útgefandi: Ugla

Linda – eða Lindumorðið

Serían um Evert Bäckström

Lík af konu að nafni Linda finnst um sumar í sænskum smábæ. Rannsóknarlögreglumaðurinn brokkgengi Evert Bäckström stýrir rannsókninni. Hann kemst fljótlega á snoðir um flókinn vef lyga, leyndarmála og hagsmunatengsla meðal bæjarbúa. Með snjöllum og fyndnum hætti fléttar Persson saman marga söguþræði í þessari vel skrifuðu og spennandi bók.

Lífssaga Didda Frissa

Kröftugur til sjós og lands

Sigurður Friðriksson – öðru nafni Diddi Frissa – er þjóðsagnapersóna suður með sjó. Hann ólst upp við hermang og amerískar drossíur í Sandgerði og lét við það sitja að læra margföldunartöfluna í skóla. Á hverju ári var hann rekinn úr skólanum. Fáir höfðu trú á honum, enda lítill skilningur á lesblindu, ofvirkni og athyglisbresti á þeim árum.

Nákuldi

Á dimmum vetrardögum á Hjaltlandi veldur úrhellisrigning geysimikilli aurskriðu. Við greftrun gamls vinar verður Jimmy Perez vitni að því þegar leðjan og móríkt vatnið hrífa með sér gamalt smábýli. Í rústunum finnur Perez lík dökkhærðrar konu í rauðum silkikjól.

Ný jörð

Að vakna til vitundar um tilgang lífs þíns

Er maðurinn sjálfum sér verstur? Lætur allt undan í óstöðvandi græðgi mannsins, ótta hans og fávísi, sem brýst greinilega fram í innbyrðis átökum manna, í hryðjuverkum og stríði, í ofbeldi og kúgun, sem einnig setur mark sitt á persónuleg samskipti og sambönd? Hér er að finna vegvísi ekki aðeins að betri lifnaðarháttum heldur að betri heimi.

Rammvillt í reikningskúnstum

Hvernig fegurð villir um fyrir eðlisfræði

Eru vísindin á villigötum? Hafa vísindamenn horfið frá hinni vísindalegu aðferð? Hafa þeir villst af leið fyrir fegurðar sakir og sent frá sér rit­gerðir sem bæta litlu við núverandi þekkingu? Þýski eðlisfræðingurinn og vísindamiðlarinn Sabine Hossenfelder tekst á við slíkar grundvallarspurningar í þessari um­töluðu og umdeildu bók.