Útgefandi: Ugla

Dularmögn

Í gær var Snowfield í Kaliforníu aðlaðandi lítill bær þar sem bæjarbúar nutu lífsins í gullinni síðdegissól. Í dag ráða martraðir þar ríkjum. Ævagamalt ógnarafl hefur numið á brott næstum alla íbúa bæjarins og skilið lík annarra eftir, afkáralega afskræmd. Hvaða von eiga þeir örfáu sem enn lifa? Mögnuð háspennusaga.

Ekki staður fyrir aumingja

Sönn saga um afbrigðilegheit, pyntingar og samfélagshreinsun

Vorið 1999 var lögreglan kölluð að gömlum og yfirgefnum banka í bænum Snowtown i Ástralíu í tengslum við rannsókn á dularfullum mannshvörfum. Í hvelfingu bankans reyndust vera sex tunnur fylltar sýru með líkamsleifum átta einstaklinga.Fýlan í hvelfingunni var svo megn að lögreglumennirnir þurftu öndunarbúnað til að athafna sig.

Eldhiti

Vegna hins góða orðspors sem fer af Hjaltlandseyjum ákveður ensk fjölskylda að flytja þangað með það fyrir augum að skapa betri aðstæður til að ala upp einhverfan son sinn. En þegar lík ungrar barnfóstru drengsins finnst hangandi í hlöðunni við heimilið fara á flug sögusagnir um að barnfóstran og heimilisfaðirinn hafi átt í ástarsambandi.

Fiðrildafangarinn

Líkfundur raskar friðsældinni í Dalbæ, litlu samfélagi í Norðymbralandi. Áður en langt um líður finnst annað lík. Það eina sem fórnarlömbin virðast eiga sameiginlegt er ástríða fyrir fiðrildum. Þegar Vera Stanhope fer að að rannsaka málið kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í Dalbæ.

Flóttamaður á krossgötum eigin slóðar

„Nú ætla ég að segja frá öllu. Og ég verð að byrja á endanum. Annars þori ég aldrei að fara alla leið. Ég myrti einu sinni mann. Hann hét John Wakefield og ég drap hann að næturlagi fyrir sautján árum í Misery Harbor.“ Á þessum orðum hefst bókin um Jantalögin, Flóttamaður á krossgötum eigin slóðar, eftir dansk-norska rithöfundinn Axel Sandemose.

Grimmlyndi

Gamalt mál rifjast upp þegar lík ungrar konu finnst í skóginum. Það ber öll merki raðmorðingjans Toms Kerr. En Kerr hefur setið fjögur ár í fangelsi og getur alls ekki verið verið morðinginn. Allt bendir til að „Hinn“ hafi verið að verki en það var nafnið sem blöðin gáfu félaga Kerrs sem aldrei fannst ...

Helköld illska

Lögregluforinginn Gunnhildur trúir ekki á tilvist drauga. En þegar samstarfsmaður hennar telur sig hafa séð mann sem var úrskurðaður látinn fyrir fimmtán árum renna á hana tvær grímur. En hvort sem um er að ræða draug eða mann af holdi og blóði er þessi sýn ekki góðs viti.

Hernaðarlistin

„Þeir sem eru snjallir í hernaði buga her óvinarins án orrustu.“ Þetta litla kver eftir kínverska hershöfðingjann Sun Tzu hefur allt frá því á fimmtu öld fyrir Krist verið áhrifmikill leiðarvísir um herkænsku. Frægir herforingjar hafa lofsungið ritið og sagt að það hafi verið þeim innblástur í hernaðaraðgerðum.

Hlaupavargur

Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 Ulf Norrstig, skógarvörður á eftirlaunum, er sögumaðurinn í þessu magnaða skáldverki Kerstin Ekman sem gerist í skógum nyrðra Helsingjalands í Svíþjóð. Eftir fundinn með varginum fer hann að skoða hug sinn til veiða, dýranna og skógarins. Gömul minni kallast fram í huga hans.