Útgefandi: Ugla

Síða 2 af 4

Hinir ósýnilegu

Í fríi í Danmörku hittir blaðamaðurinn Nora Sand þekktan lögmann sem hún hefur lengi viljað taka viðtal við. Daginn eftir finnst maðurinn myrtur. Þegar Nora fer að grafast fyrir um ástæður morðsins kemur í ljós að lögmaðurinn stýrði rannsókn á víðtæku barnaníðsmáli í Bretlandi þar sem grunur leikur á að háttsett fólk hafi komið við sögu.

Klingsor

Þessi ótrúlega ævisaga listamanns er eitt dæmið enn úr smiðju sænska stílsnillingsins Torgnys Lindgren þar sem tekist er á við alvarlegar og flóknar spurningar með vopnum listarinnar. Sagnaheimur þar sem allt getur gerst og skammt er milli ærsla og harms.

Klær gaupunnar

Alþjóðleg fjárglæfraöfl hafa hreiðrað um sig nyrst í Svíþjóð og svífast einskis við nýtingu viðkvæmra nátturuauðlinda. Í bænum Gasskas finnst verktaki myrtur. Mikael Blomkvist fer á stúfana og kemst að því að það er maðkur í mysunni. En rannókn hans verður til þess að loftslagsaðgerðarsinni týnir lífinu.

Kortabók skýjanna

Sex sögusvið sem skarast á sex tímaskeiðum með sex ólíkum stílbrigðum. Þessi magnaða skáldsaga rekur sig inn í komandi aldir og aftur til baka. Á því ferðalagi tengjast sögupersónur ólíkra tíma, örlög þeirra fléttast saman, stórar siðferðilegar spurningar kvikna og við blasir næsta ógnvekjandi framtíðarsýn.

Kvein gráhegrans

Það er steikjandi hiti í Norður-Devon á Englandi og ferðamenn flykkjast að ströndinni. Lögregluforinginn Matthew Venn er kallaður út á vettvang glæps í húsi listamanna úti í sveit. Þar blasir við honum sviðsett morð. Maður að nafni Nigel Yeo hefur verið stunginn til bana með broti úr glerlistaverki dóttur sinnar.

Lettinn Pietr

Lögregluforinginn Maigret fær tilkynningu frá Interpol um að alræmdur svikari, sem gengur undir nafninu Lettinn Pietr, sé á leið til Frakklands. Maigret fær ítarlega lýsingu á útliti hans og ætlar að handtaka hann á lestarstöð við París. En þegar þangað kemur reynast æði margir samsvara lýsingunni á Lettanum Pietr.

Líf á jörðinni okkar

Vitnisburður minn og framtíðarsýn

Bók sem á sérstakt erindi. „Ég hef átt ótrúlega ævi. Núna fyrst kann ég að meta hve einstök hún hefur verið. Þegar ég var ungur fannst mér eins og ég væri þarna úti í óbyggðunum og upplifði ósnortinn heim náttúrunnar – en þetta var tálsýn,“ skrifar David Attenborough og lítur yfir sviðið í þessari fróðlegu bók.

Lífsins blóð

Saga úr sagnabálkinum Hvísl hrafnanna

Þegar á 18. öld er Elias nálægt því að afhjúpa leyndarmál guðanna. En Óðinn vill ekki deila valdi sínu og í refsingarskyni drepur hann fjölskyldu Eliasar. Spámaður segir Eliasi að það sé til framtíð og bætir við: „Finndu þann sem ræður yfir tímanum.“ En þegar Elias gerir það breytist allt og hann stendur frammi fyrir erfiðum valkosti.