Útgefandi: Ugla

Nákuldi

Á dimmum vetrardögum á Hjaltlandi veldur úrhellisrigning geysimikilli aurskriðu. Við greftrun gamls vinar verður Jimmy Perez vitni að því þegar leðjan og móríkt vatnið hrífa með sér gamalt smábýli. Í rústunum finnur Perez lík dökkhærðrar konu í rauðum silkikjól.

Ný jörð

Að vakna til vitundar um tilgang lífs þíns

Er maðurinn sjálfum sér verstur? Lætur allt undan í óstöðvandi græðgi mannsins, ótta hans og fávísi, sem brýst greinilega fram í innbyrðis átökum manna, í hryðjuverkum og stríði, í ofbeldi og kúgun, sem einnig setur mark sitt á persónuleg samskipti og sambönd? Hér er að finna vegvísi ekki aðeins að betri lifnaðarháttum heldur að betri heimi.

Rammvillt í reikningskúnstum

Hvernig fegurð villir um fyrir eðlisfræði

Eru vísindin á villigötum? Hafa vísindamenn horfið frá hinni vísindalegu aðferð? Hafa þeir villst af leið fyrir fegurðar sakir og sent frá sér rit­gerðir sem bæta litlu við núverandi þekkingu? Þýski eðlisfræðingurinn og vísindamiðlarinn Sabine Hossenfelder tekst á við slíkar grundvallarspurningar í þessari um­töluðu og umdeildu bók.

Sofðu rótt

Tvær fjögurra ára gamlar stúlkur hverfa sama daginn. Núna eru nöfn þeirra á tveimur leiðum í sama kirkjugarðinum. En hvorugt barnið er þó í kistunum undir niðri. Lögregluforinginn Ewert Grens og lögreglunjósnarinn Piet Hoffman þurfa að skyggnast inn í myrkustu kima veraldar þar sem grimmilegar hættur leynast við hvert skref til.

Straumhvörf

Fyrir fimmtíu árum kom hópur unglinga saman um helgi á Holy Island og myndaði náin tengsl. Síðan hefur hópurinn hist þar á fimm ára fresti til að fagna vináttunni og minnast vinarins sem drukknaði við fyrstu endurfundina. Þegar einn úr hópnum finnst hengdur er lögreglan kölluð til. Rannsókn Veru Stanhope leiðir fljótlega í ljós ...

Sveinn Benediktsson

Ævisaga brautryðjanda og athafnamanns

Um hálfrar aldar skeið var Sveinn Benediktsson einn áhrifamesti maður í sjávarútvegi Íslendinga. Hann var stjórnarformaður Síldarverksmiðja ríkisins, forystumaður í Bæjarútgerð Reykjavíkur, stjórnarmaður í helstu hagsmunasamtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og lét mjög að sér kveða á opinberum vettvangi um allt sem laut að sjávarútvegsmálum.

Tíundi maðurinn

Í heimsstyrjöldinni síðari er hópi manna haldið föngnum í þýskum fangabúðum. Dag einn fá fangarnir að vita að þrír þeirra verði teknir af lífi. Í hópnum er franskur lögfræðingur sem leggur á ráðin um að komast undan aftöku. Honum tekst það. En brátt kemur í ljós að hann muni þurfa að súpa seyðið af ráðabrugginu það sem eftir er ævinnar.