Útgefandi: Ugla

Síða 4 af 4

Skilnaðurinn

Bea og Niklas hafa búið saman í þrjátíu ár í fínu hverfi í Stokkhólmi. Kvöld eitt, eftir ómerkilegt rifrildi, lætur Niklas sig hverfa. Bea á von á honum á hverri stundu með skottið á milli lappanna. En hann kemur ekki og heimtar skilnað. Tilnefningar: Bók ársins í Svíþjóð 2022 og Besta skáldsagan á Storytel í Svíþjóð 2022.

Sorgarsugan

Maður, sem tvívegis hefur reynt að drepa Thorkild Aske, bankar uppá hjá honum með óvenjulega bón. Hann segist hafa fengið það verkefni að myrða fjórar manneskjur innan viku, að öðrum kosti verði átta ára gamall frændi hans drepinn. Hann vill fá hjálp Thorkilds við að ljúka verkefninu. Höfundur hlaut Riverton, norsku glæpasagnaverðlaunin, árið 2022.

Sporbaugar

Booker-verðlaunabók ársins 2024. Í þessari skáldsögu er lýst sólarhring í lífi sex geimfara á ferð um sporbauga jarðar. Brugðið er upp svipmyndum af jarðnesku lífi þeirra en umfram allt er bókin þó um einstaka upplifun af því að fara um geiminn á ógnarhraða. Hrífandi lofsöngur til umhverfis okkar og jarðarinnar, ritaður á fögru, litríku máli.

Sögur á sveimi

Tíu árum eftir að Jeanie Long var sakfelld fyrir morðið á hinni 15 ára gömlu Abigail Mantel koma fram upplýsingar sem sanna sakleysi hennar. En Jeanie treystir sér ekki til að horfast í augu við allt fólkið í þorpinu sem trúði því að hún gæti myrt unga stúlku og fremur sjálfsmorð áður en henni er sleppt úr fangaklefanum.

Treystu mér

Allt leikur í lyndi hjá Ewert Green. Í fyrsta sinn í þrjátíu ár er hann í sambandi við konu sem hann vill hafa sig til fyrir. Hvernig í ósköpunum gat þá allt breyst í martröð með banvænum sprautuskömmtum, líffæraviðskiptum, þrælahaldi og mannránum? Og hvernig varð þetta allt saman til þess að manneskja nákomin Ewert var myrt?

Trúðu mér

Sönn saga af játningamorðingjanum Henry Lee Lucas

Trúðu mér er áhrifamikil frásögn af einu undarlegasta og hryllilegasta glæpamáli í sögu Bandaríkjanna. Sumarið 1983 var Henry Lee Lucas handtekinn fyrir óleyfilega byssueign. Lögreglan grunaði hann um aðild að hvarfi tveggja kvenna og notaði tækifærið til að þjarma að honum. Í kjölfarið játaði hann að hafa myrt, nauðgað og limlest hundruð kvenna.

Vegferð til farsældar

Sýn sjálfstæðismanns til 60 ára

Vilhjálmur Egilsson fjallar um þróun íslensks samfélags undanfarna áratugi og sýn sína á nokkur mikilvæg viðfangsefni sem framundan eru. Vilhjálmur bendir á að íslenskt samfélag sé nú í fremstu röð vegna margvíslegra umbóta sem gerðar voru á tíunda áratug síðustu aldar. En hvert stefnir, hvað má betur fara og á hvað ber að leggja áherslu?

Villuljós

Bitur vetur í Linköping. Óleyst morðmál kemur á borð Malin Fors og félaga hennar í lögreglunni. Fyrir fimm árum hafði lík ungs drengs fundist á víðavangi. Nánast öll bein í líkama hans höfðu verið brotin. Enginn vissi hver hann var og rannsókn lögreglunnar miðaði lítt áleiðis. En dag einn hefur kona í Alsír samband og segist vera móðir drengsins.